Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 3

Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 3
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 C 3 in og hugsanlegt er að til verði ein- hver ný sýn.“ Magnús lærði leikmyndagerð í Englandi, íslandi og Austurríkí fyr- ir um fjörutíu árum. Síðan vann hann í íslenskum leikhúsum í tutt- ugu ár og tók að starfa að fijálsri myndlist snemma á sjöunda ára- tugnum. Sannarlega hefur hún ver- ið fijáls eða óháð línum og landa- merkjum milli listgreina og raunar listamanna. Samstarf þeirra er eitt af því sem Magnús hefur boðað og efnt til meðal annars í Mob Shop listsmiðjunni og bekkjum sem hann hefur kennt í myndlistarskólum. Þeim þætti starfs hans, kennslunni, má vitanlega ekki gleyma. Magnús lítur á hana sem list, kannski geggj- uðustu listina einsog hann hefur sjálfur sagt, og hann mótaði þá deild í Handíða- og myndlistarskól- anum sem nú heitir fjöltæknideild. En hvernig líður honum núna, innan um kafla ævisögunnar á Kjarvals- stöðum? „Kannski líkt og á dauðastund- inni,“ svarar hann, „þá er sagt að ævin þjóti hjá á nokkrum sekúnd- um. Mér finnst dálítið erfitt að virða hér fyrir mér síðustu ár og áratugi og held bara að ég ég þurfi ekkert á því að halda að hafa verið dugleg- ur. Ef ég ætti að lifa upp á nýtt, vildi ég geta lifað með sjálfum mér og losnað við pínulítið af þessum metnaði sem fylgir því að vinna mikið af listaverkum, eins og ég hef gert, eða stjórna fyrirtækLeða skrifa í blöðin. Það góða við að setja upp allt þetta gamla dót er aftur á móti þráðurinn sem kemur í ljós þrátt fyrir kraðakið. í því er lína, sem líklega var lengi ómeðvituð. Stefnan er mörg ár að skýrast." Magnús hefur þannig vitað hvað hann vildi, án þess um tima að vita að hann vissi það. Þar með er ekki sagt að hann hafi drottnað yfír verkum sínum og átt þau einn. Hugmyndir eiga sér ættir og upp- runa og herrar verkanna eru marg- ir. Einn þeirra, ákaflega valdamik- ill, er tilviljunin og eiginlega er til- viljun að á henni endar þessi grein. Hún gæti haldið áfram og sagt meira, en hér verður bráðum settur punktur. Áður er þó vert að nefna eitt dæmi um tilviljanavaldið yfir Magn- úsi og verkum hans. Það er regla sem hann hefur beitt í samsetningu texta, klippt út úr teiknimyndasög- um ákveðnar setningar, sett saman af jafnmikilli hlýju og brot úr fom- sögum, og skuldbundið sig til að hafa á næstu síðu það sem stendur hinum megin á blaði myndasögunn- ar. Á þann hátt mótar tilviljunin verkið og Magnús telur að hún geti breytt því fráleita og lyft yfir vanann i ferska nýja sýn. Þ.Þ. Eins og heitt, grænt haf Danskir dagar, sýning ó verkum Ásgeirs Smára opnud i Gallerii Fold ÁSGEIR Smári Einarsson. Morgunblaðið/Svernr AÐ VAR gaman að vera í Dan- mörku. Þar var gott að vera. Vínmenning er góð, landbúnaðarvör- ur ódýrar, verkmenning góð og Dan- ir fara vel með hlutina; eiga þá lengi. Við íslendingar gætum lært margt af þeim,“ segir myndlistarmaðurinn Ásgeir Smári, en í dag verður opnuð sýning á verkum hans í Galleríi Fold. Sýningin ber yfirskriftina Danskir dagar, og allar myndirnar eru frá Danmörku, þar sem Ásgeir hefur búið í nokkur ár. Sem fyrr er yrkis- efni hans borgin og borgarlífið; fólk á ferli, kaffíhúsin, garðamir, pylsu- salar og hús og hús og hús. En þótt yrikisefnið sé það sem honum hefur lengstum verið kærast, hefur eitt- hvað breyst. „Fyrir utan allt, sem ég hef lært og notið í Danmörku, hef ég fengið betri skilning á litablöndun á kontr- östum. Dönsk náttúra er miklu lita- blandaðri en sú íslenska. Okkar nátt- úra hefur svo skarpa, hreina liti; þeir blandast ekki. Danmörk er eins og heitt, grænt haf á sumrin. Hún er grá og köld á veturna, en það gleymist fljótt." Þegar litið er yfir úrvalið af þeim myndum, sem til greina kemur að sýna, er ljóst að afköstin hafa verið mikil í landinu, sem er Ásgeiri svo kært. „Ég hafði frábæra vinnuaðstöðu. Heilt gróðurhús, bara fyrir mig, 600 fermetra pláss undir gleri, með góðri loftræstingu og allt að 40 gráðu hita. Birtan var svo mikil að þetta var eins og að vinna úti. Ég bjó úti í sveit og hafði gangandi sýningu á pósthúsinu þar í heilt ár. Ég skipti stöðugt um myndir, því ég lét þær þorna þar. Þær þornuðu ekki í gróð- urhúsinu." - Varstu úti í sveit að mála mynd- ir af borg? _ „Já, já. Ég sá kannski einhveija byggingu, kirkju, eða bara turn, þeg- ar ég fór til borgarinnar og svo málaði ég mynd um húsið. Svo fannst mér svo gaman þegar Danir skoðuðu myndirnar og bentu mér — réttilega — á að umhverfí viðkomandi kirkju eða turns væri alls ekki sísvona; þetta sjónarhom væri ekki til og ekki þessi hús í kring. Þeir vildu að rétt væri rétt. En myndirnar eru ekki sagnfræðilegar og það er ekk- ert hægt að rata eftir þeim. Þetta eru hugmyndir um hvernig þetta hefði getað verið.“ - Borgarlífið hefur lengi einkennt myndimar þínar. Að hvaða leyti finnst þér danskar borgir og bæir ólík íslenskum? „Danskar borgir hafa hærri hús og þessa liti haustsins. Þær eru gaml- ar og hafa gamla liti. Það er ekki skítur, heldur er litablöndunin orðin svo margslungin. Framhliðar húsa eru í náttúruiegum litum, bakgarðar em í jarðlitum og á löngum tíma hefur spanskgræna blandast þeim og koparinn í rennunum. Allt rennur þetta saman í mjög skemmtilega blöndu. Það verður allt svo mann- eskjulegt og hlýtt. Hér heima er allt svo harðneskjulegt. Þá má aldrei neitt verða gamalt. Allt er nýtt. Húsin í Danmörku hafa „lagerast" og mér finnst ég hafa „lagerast" í Ðanmörku. Danir gera allt af svo mikilli alúð. Þeir njóta víns af gleði, ekki til að verða drukknir, þótt auðvitað séu alkóhólistar þar undantekning, eins og alls staðar. En það er einstakling- urinn og limaburður hans sem prýðir danskar borgir. Svo er bændamenn- ingin hjá þeim á háu stigi; mér finnst Danmörk vera háborg bóndans. Sveitin, með sínum gulu ökrum og földu býlum, fallegum og snyrtileg- um og allt er svo sérstakt. Danskur bóndi á ennþá kerruna, sem afi hans átti. Ef hún bilar, er gert við hana. Þú sérð aldrei fjúkandi heygrindur eða bilaða, ryðgaða traktora út um állt í dönskum sveitum. Þú getur keýpt þar traktor frá 1955 og treyst því að hann er fullkomlega í lagi. Traktorarnir þeirra eru svo fínir að það er hægt að hafa þá inni í stofu hjá sér. Samt hafa Danir, mikinn áhuga á öllum nýjungum. En þeir fara svo vel með allt og eru svo nýtn- ir. Þeir hafa líka svo góða pólitíska vitund. Þeir gera greinarmun á ein- staklingi og vinnu hans. Þeir geta verið ánægðir með pólitíkus, sem vinnur vel þótt þeim fínnist hann lélegur einstaklingur. Þetta fannst mér undarlegt fyrst eftir að ég kom til Danmerkur, því ég var vanur því héðan að ekki væri hægt að gera greinarmun á þessu. Ég hafði alltaf vanist því til dæmis að ef rithöfund- ur gæfí út bók, þá væri ekki gerður greinarmunur á honum og bókinni. Það var gott að kynnast því að hægt er að hafa þetta öðruvísi. Enda er gaman að ræða við Dani. Þeir elska að setjast niður og ræða málefnalega hvað sem er; listir, pólitík og hvað sem er. Það var gott að vera í Dan- mörku.“ ssv Krisiín Þorkelsdóttir sýnir vqtnslitamyndir úr nátturwnni i Geróarsafni A1 taka þátt í breytingam birtnnnar Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN í Gerðarsafni. * ASUMRIN grípur sú tilfínning trúlega flesta að yfírgefa amstur og skyldur hversdagsins og halda út í bláinn til að njóta okkar þúsundlita lands. Vatnslitamálarinn Kristín Þorkels- dóttir lætur þennan draum rætast og er þettaTsúmar ellefta sumarið sem hún og maður hennar, Hörður Daníelsson, ferðast á vit náttúrunnar og einsemdarinnar, ótrufluð af öllu öðru; hún til að mála og hann til að ljósmynda. í þessum ferðum málar Kristín náttúruupplifanir sínar, því hún málar iandslagsmyndir sínar nánast eingöngu úti í náttúrunni og lýkur við myndirnar á staðnum. í dag kl. 14 opnar Kristín sjöttu einkasýningu sína á vatnslitamynd- um í Listasafni Kópvogs, Gerðar- safni. Þar gefst okkur kostur á að sjá verk hennar og njóta uppskeru þessara ferða. Sköpunarþráin Ég spyr Kristínu um þetta hug- leikna myndefni hennar, íslenska náttúru. „Þegar ég ferðast tengist ég nátt- úrunni mjög sterkt og hún vekur upp í mér sköpunarþrá. Ég verð þátttak- andi í breytingum birtunnar, form- leiknum, sem birtuspilið býr til. Mig langar til að steypa mér útí ólgandi iðuna sem hreyfingin á birtunni skapar. Ég geng, skoða og skynja; ég meðtek, umbreyti og mála. Ástæðan fyrir því að ég mála úti er sú að þar finnst niér ég ná að bijóta af mér alla hlekki og komast næst kjarnanum í sjálfri mér. Fjalladans „Þú nefnir sýninguna Fjalladans. Getur þú skýrt nánar þá nafngift?" „Sýningin er óður til leiksins og gleðinnar. Pens- illinn minn er kátur núna og dansar á fjöllunum; fjöll- um sem ég er orðin kunnug og leyfa mér að nálgast sig á nýjan hátt.“ Skemmtilegur félagi „Vatnslitir virðast vera ástríða hjá þér?“ „Já, vatnsliturinn er skemmtilegur félagi, tilbú- inn að vinna hratt eins og ég. Hann er svolítið duttl- ungafullur en hvorki reynir né getur dulið eðli sitt, tær- leikann. En það má líta á duttlunga hans sem gjafír. Þegar ég tek á móti þeim gerist oft- astnær eitthvað nýtt og ferskt, ég þarf bara að vera opin fyrir mögu- leikunum." Sýningin er opin alla daga frá kl. 12 til 18 nema mánudaga, þá er lok- að. Henni lýkur 16. október. S.A. Kammermúsikklúbbur Reykjqviktfr hefur 38. starffsár sitt á morgun i Bústadakirkiii Einn kvintett glað- vær ng annar íhugull etta eru ákaflega ólík verk, frískt og glaðlegt annars vegar og fallega íhugult hins vegar. Schu- mann var rúmlega þrítugur þegar hann samdi píanókvintettinn fræga en Brahms farinn að eldast og þreyt- ast þegar klarinettukvintettinn varð til. Sú tónsmíð á vel við um haust og eflaust þykir mörgum gott að dvelja við kyrrláta tóna eftir fjörið hjá Schumann. Svona byija Richard Talkowsky knéfiðluleikari og Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari að segja mér frá tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á morgun, sunnudag. Þessir fyrstu tónleikar starfsársins verða í Bú- staðakirkju og hefjast, klukkan 20.30. Sigrún og Richard koma þar fram ásamt Helgu Þórarinsdóttur lágfiðluleikara og Zbigniew Dubik fíðluleikara og með þeim leikur Beth Levin á píanóið í kvintett Schumanns og Einar Jóhannesson á klarinettu í Brahms-kvintettinum. Sigrún og Richard segja að viss áhersla verði á píanóverk hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum í vetur, en klarin- etta og strengir fái líka sinn skerf af frábærri tónlist fyrir lítinn hljóð- færahóp. „í stjórn klúbbsins sitja nokknr heiðursmenn með gríðar- mikla þekkingu á sígildri tónlist,“ segir Sigrún, „og þeir sjá til þess að farið sé yfir allt sviðið í kammermús- ík klassísku meistaranna. Allt er til skráð sem hefur verið flutt á tónleik- um klúbbsins þau 37 ár sem hann hefur þegar starfað og þetta finnst mér mjög gott. Og annað sem mér hefur þótt lofsvert er að enginn ald- ursmunur er gerður í klúbbnum, EINAR, Helga, Zbigniew, Richard, Sigrún og Beth. ungir . tónlistarmenn hafa fengið tækifæri á tónleikunum og það er ekkert sjálfgefið.“ Meira um kvintettana Robert Schumann samdi Kvintett í Es-dúr ópus 44 árið 1842. „Þá var góður tími hjá Schumann," segir Richard, „hann var 32 ára og ham- ingjusamari en yfirleitt á ævinni. Ég held hann hafi samið öll sín kammer- verk á þessu sama ári, þijá strengja- Schumann. Brahms. kvartetta, píanókvartett og kvintett- inn sem við spilum núna. Hann vai fyrst fluttur á lokuðum konsert þar sem sjálfur Mendelssohn lék á píanó, en opinber frumflutningur fór fram tveim árum seinna og þá sat Klara, eiginkona tónskáldsins, við píanóið." Johannes Brahms var 58 þegar hann samdi Kvintett í H-moll ópus ' 115. Raunar hafði hann skömmu áður ákveðið að hætta tónsmíðum. En klarinettuvirtúósinn Richard Muhlfeld fékk hann til að skipta um skoðun og skrifa nokkur af bestu kammerverkum sínum. Þetta var 1891 og samstarf þeirra Muhlfelds hélt áfram næstu árin, þar til Klara Schumann lést árið 1896. Vináttan við hana hafði verið náin og Brahms tók andlátið afar nærri sér. Hann veiktist af lifrarkrabba og lést ári síðar. Kvintettinn er mikið glæsiverk. fyrir klarinettuleikara. „Það er afar innhverft og íhugult og mér finnst það batna eftir því sem ég heyri það oftar,“ segir Sigrún. „Þá uppgötva ég oftast eitthvað nýtt því undir þessu kyrrláta yfirborði býr afar margt. Ekkert af því er reiðilegt, allt svo fallegt og blítt og með svo mikilli ró.“ .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.