Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 4
4 C LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Klæðnaður konu er framlenging af hennar innri manni,“ segir Karen Blixen í einleik bandaríska höfundarins William Luce, Dóttir Lúsífers, sem Þjóðleikhúsið frum- sýnir í þýðingu Ólafar Eldjárn á LJtla sviðinu í næstu viku, Þegar þessi orð falla í byijun verksins er hún klædd í búning trúðsins Pierrot í von um að hún komist fljótlega á grímudansleik. Áhorfanda grunar fljótt að trúðsgervið hafi verið það fyrsta sem blasti við umheiminum þegar skáldkonan birtist á efri árum; hún lék sjálfa sig á sviði veru- leikans. Þegar líður á verkið afklæð- ist hún gervinu: Brot af manneskj- unni Karen Blixen bijótast fram, manneskju sem fáir þekktu í raun, en goðsögnin Karen Blixen hopar á hæli — og þó. Karen er á leið í upplestrarferða- lag til Bandaríkjanna í upphafí verksins, á nýársnótt 1959. Hún stendur í vinnustofu sinni sem hún kenndi við danska þjóðskáldið Jo- hannes Ewald og velur sér ferðaföt, enda er að „vinda upp segl mikil- vægara en lífið sjálft“ í augum hennar. Fjögur ár eru liðin síðan hún gekkst undir uppskurð sem meinaði henni að neyta nokkurs nema fljótandi fæðu til dauðadags og Karen birtist sem beinagrind fomrar fegurðar, knúin áfram af minningum. Minningunum fjölgar samtímis því sem hún tínir fram fötin, því hverju fataplaggi fylgir saga sem hún vill deila með áhorf- endum. Hún er umkringd hlutum sem aðrar minningar og andblær eru bundin við og rötuðu sumir þeirra í bækur hennar. Á sviðinu stendur grammafónninn sem lék ■'fyrir hana árin sem hún bjó í Kenýa, útflúruð kista sem hún eignaðist þar, skrifborð sem var í eigu föður hennar, upp við útskorinn fataskáp- inn hallast veiðiriffíll, á skrifborðinu stendur kampavínsflaska í silfur- fötu. Hlín Gunnarsdóttir hannar leikmynd og búninga. Ástin og sjúkdómurinn Aðeins einn hlutur er bundinn við einhvers konar væntingar; ónotaður kjóll sem átti að vígja þann dag sem sænska Nóbelsakademían liti yfír -íEyrarsund og að Rungstedlundi, heimili Karenar. Þar fæddist hún árið 1885 og bjó til ársins 1913 þegar hún giftist sænska baróninum Bror Blixen-Finecke og hélt með honum til Kenýa þar sem hann hafði keypt kaffibúgarð í von um skjót- fengið ríkidæmi (þess má geta að séra Amljótur Ólafsson er sagður . hafa verið einkakennari hjá Finecke eldri á námsárum sínum í Kaup- Morgunblaðið/Kristinn ÁHORFANDA grunar fljótt að trúðsgervið hafi verið það fyrsta sem blasti við umheiminum þegar skáldkonan birtist á efri árum. BAK við goðsöguna er afskaplega veik og einmana kona sem bíður endaloka sinna - en hún lifði ævintýranlegu lífi. mannahöfn og meðal annars kennt Brpr). í Kenýa kynntist Karen tveimur helstu ástum lífs síns; heimsálfunni Afriku og Englendingnum Denys Finch-Hatton. Líf Karenar var óijúf- anlega tengt þessum áhrifavöldum; Bror, sem smitaði hana af sýfilis áður en þau skildu 1922, hægfara sjúkdómi sem át hana að innan til dauðadags, Denys, Afríku og föður sínum, kammerherranum Wilhelm sem hengdi sig þegar hún var 10 ára gömul. Ymsum öðrum bregður fyrir, þar á meðal Farah Aden, sóm- alska brytanum hennar. Wilhelm keypti Rungstedlund nokkrum árum áður en hún fæddist og þegar hún sneri aftur til Danmerkur 1931, fjár- hagslega gjaldþrota og um margt andlega gjaldþrota eftir andlát Den- ys í flugslysi nokkrum árum áður, settist hún þar að. Denys, „helming minn“, jarðaði hún í afrískri jörð, sem hún leit aldrei að nýju eftir að hún fór. „Hún hefði aldrei farið heim ef hún hefði ekki misst jörðina," segir Bríet Héðinsdóttir sem leikur Karen Blixen í uppsetningu Þjóðleik- hússins. Við skrifborð föður síns skrifaði Karen fyrstu bók sína, Seven Gothic Tales en frumútgáfa hennar kom út á ensku 1934 og ýtti ritferli henn- ar úr vör og gerði höfundarnafn hennar, Isak Dinesen, heimsfrægt. Hún fékk þó aldrei tækifæri til að bregða sér í kjólinn. Isak þýðir „sá sem hlær“ og vissulega hefur Karen leikritsins haft margar ástæður í gegnum tíðina til að hlæja dátt. „Hún lifði ævintýralegu lífi, sorgir og gleði skiptust á í óvenju ríkuleg- um hlutföllum og skildu hana ekki eftir ósnortna en hún gekkst aldrei upp i sjálfsvorkunn, hún var nægi- lega gáfuð til að sjá hlutina í stærra samhengi," segir Bríet. Ekki síst hefur sárasóttin lagt dauðahönd á Karen, en hún er beiskjulaus og hefur sniðið vágest- inum dramatískan stakk. Vissulega fékk ég sýfllis, segir hún, en sára- bæturnar voru að selja Lúsifer sálina gegn því að „allar mínar sorgir“ breyttust í sögur sem allir læsu. Og alla ævi hefur hún „hjúfrað sig upp að englinum dökka“, segist ekki ótt- ast dauðann sem vitjar hennar þrem- ur árum síðar, árið 1962, en allir skilja að hún kysi stærri skammt af lífsþrótti. Nokkru eftir að hún kom heim frá Bandaríkjunum hefur heilsu hennar enn hrakað, en lítinn bilbug er að finna á sögumanninum og hefðarkonunni Karen Blixen, enda hefur hún samið við andskot- ann og síðast en ekki síst, séð guð. Hann sýndi sig að sjálfsögðu í Afr- íku, þar sem hugur Karenar bjó alla Karen Blixen kveóst haffa selt Lúsifer sál sina gegn þvi aó allar hennar sorgir yróu aó sögum ævi þótt líkaminn væri bundinn í Danmörku. Karen ókristin Aðstandendur sýningarinnar brugðu sér í pílagrímsför til Rungstedlunds, sem nú er safn, áður en þeir hófust handa. „Áhrifaríkast við heimsóknina var að sjá hvar Karen lét grafa sig, undir tré á inn- anverðri landareigninni," segir Há- var Siguijónsson, leikstjóri Dótturs Lúsífers. „Það sagði mér dálítið um hvað hún var heiðin, eða ókristin, og hjálpaði mér að skýra myndina af persónunni. Hún var ekki einu sinni grafin í vígðri mold eða við kirkjulega athöfn.“ Hávar segir verkið vissulega bjóða upp á goð- sögnina Karen Blixen, sérvisku hennar og ævintýri. „En um leið sýnir það að á bak við allt er afskap- lega veik og einmana kona sem bíð- ur endaloka sinna og upp úr því held ég að samúðin með persónunni geti sprottið. Eg er þó ekki viss um að Karen Blixen sem persóna hafí vakið mikla samúð fólks og held raunar að hún hafí ekki kært sig um slíkt,“ segir hann. Bríet kveðst hafa sökkt sér niður í bækur Karenar og aðrar heimildir. „Hún var fjandi góði rithöfundur sem lifði fyrst og skrifaði svo. Yfir sein- ustu árunum hvílir ákveðinn tregi, auk þess sem veikindin léku hana grátt. íslenskur læknir sem var yfir henni undir lokin þegar hún fór inn og út af spítölum á Norður-Sjálandi, hringdi í mig og sagði mér að hún hafi farið niður í 28 kíló þegar verst lét. í banalegunni lá hún síðan í rúm- inu með refafeld um hálsinn og hatt á höfði, sem mér finnst gefa sannan húmor hennar til kynna.“ Ekki í önnur hús að venda í uppsetningunni leikur tónlist talsvert hlutverk og skuggamynda- vél varpar stöku sinnum ljósmyndum og málverkum Karenar á leikmynd- ina aftanverða. „Ég reyni að styðja við frásögnina með þessari aðferð en forðast að myndskreyta hana,“ segir Hávar. „Hugmyndin er að gera flæðið milli veruleika hennar og minninga óljósara, draga fram stemmningar og birtingamyndir frá- sagnarinnar." Hann segir að leikstjórn á einleik sé talsvert ólík leikstjórn verks með fleiri persónum, en kannski ekki eins frábrugðin og virst gæti fyrirfram. „Við Bríet eigum þó ekki í önnur hús að venda, hvorugt okkur, ég get aldrei afsakað mig með því að ég hafi verið að horfa á einhvern annan leikara.“ SFr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.