Morgunblaðið - 01.10.1994, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.1994, Side 4
IftmtR JBreíðablik / KeflavflcKe/Íöiwlc ^NjarðvíkrÖMFW Sauðárkrókur: Tindastóll Grindavík: KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Erla R. Kristín Þ. Júlía. Erla Þ. Prinsess- umarfrá Keflavík Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þrír nýliðar hjá nýllðum Breíðabliks. Hanna Kjartansdóttlr (1,81), sem lék með Keflavík, Pennl Peppas, Bandarfkjunum og Elísa Vilbergsdóttir (1,86), Snœfelll Spáin Spá þjálfara, fyrirliða og forsvarsmanna: Keflavík ...214 KR ...191 Breiðablik ...175 Valur ...160 Grindavík ...132 Tindastóll ...100 ÍS ... 89 Njarðvík ... 75 ÍR ...40 ■Leiknar verða þijár umferðir. Spennandi vet- ur framundan Keflavíkurliðið hefur misst þtjár landsliðskonur frá sl. keppnistímabili, þannig að ætla mætti að liðið veiktist. Svo er ekki að sögn Sigurðar Hjörleifssonar, þjálfara Breiðabliks og unglinga- landsliðs kvenna. „Ég tel að Kefl- víkurliðið verði jafnvel sterkara í vetur. Liðið teflir fram fjórum stórefnilegum unglingalandsliðs- stúlkum, sextán ára, sem verða í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Þær Erla Þorsteinsdóttir (1,82), Erla Reynisdóttir (1,75), Júlía Jörgensen (1,74) og Kristín Þórar- insdóttir (1,84) þekkja ekkert ann- að en vera í sigurliði — hafa fagn- að íslands- og bikarmeistaratitli í sínum flokki síðustu sex árin. Erla Reynisdóttir á eftir að verða besti bakvörður landsins; stórkostlegur leikmaður," sagði Sigurður. Jelic er Króati Petar Jelic, þjálfari Hauka, er Króati, en ekki Tékki eins og sagt var í umsögn um úrvals- deild karla. Penni Peppas BREIÐABLIK hefur fengið til liðs við sig Bandaríkjamann, sem verður fyrirliði liðsins í vetur. Það er Penni Pepp- as, 22 ára — 1,17 m, sem leikur stöðu framherja. Hún lék með Universii; of Ozarks Arkansas sl. fjögur ár, skoraði að m<-ö- altali 24 stig í leik og mest 47 stig í einum leik. „Peppas er góður liðsspil- ari og skytta góð,“ sagði Sigurður Hjörleifsson, þjálfari Breiðabliks. - segir Sigurður Hjörleifsson, sem spáir því að Keflavík og KR berjist aftur um meistaratitlinn „ÉG sé ekki annað en það sé spennandi og skemmtilegur vetur framundan, þar sem liðum hefur fjölgað úr sjö í níu, leikin verð- ur þreföld umferð, þannig að hvert lið leikur tuttugu og fjóra leiki. Fjögur lið komst í úrslitakeppnina og sex félög koma til með að berjast um sætin fjögur — lið sem geta öll unnið hvert annað," sagði Sigurður Hjörleifsson, þjálfari Breiðabliks, þegar hann spáði í spilin í 1. deildarkeppni kvenna, sem hefst ídag. Sigurður sagði að íslandsmeist- arar Keflavíkur væru líklegir til að veija meistaratitilinn. „Þó svo að Hanna Kjartansdóttir, Olga Færseth og Elínborg Herbertsdóttir séu famar, eiga Keflvíkingar hóp af stórgóðum ungum stúlkum, sem koma til með að halda merki Kefla- víkur hátt á lofti. Þessar ungu stúlkr ur fá góðan stuðning frá Önnu Maríu Sveinsdóttur og Björgu Haf- Þjálfaramir Þjálfarar 1. deildarliðanna (innan sviga hvaða þjálfarar voru með liðin sl. keppnistímabil): Keflavík: Sigurður Ingimundarson. KR. Óskar Kristjánsson (Stefán Arnarson). Breiðablik: Sigurður Hjörleifsson. Valur: Svali Björgvinsson (Jón Bender). Grindavík: Nökkvi Már Jónsson (Pálmi Ingólfsson). Tindastóll: Kári Maríusson. ÍS: Birgir Mikaelsson (Ágúst Líndal). Njarðvík: Valur Ingimundarson (Jóhannes Kristbjörnsson). ÍR: Jón Öm' Guðmundsson (Jón Jörundsson). steinsdóttur, sem hafa yfír mikilli reynslu að ráða.“ KR með fimm landsliðskonur „KR-liðið mun veita Keflvíking- um harða keppni, eins og síðastliðið keppnistímabil. Það er sterkt lið sem hefur fimm landsliðskonur inn- anborðs, eins og Helgu Þorvalds- dóttir, Önnu Guðmundsdóttir, Elín- borgu Herbertsdóttir, Maríu Guð- mundsdóttir og Guðbjörgu Norð- fjörð. Þá eru efnilegar unglinga- landsliðsstúlkur í liðinu." Nýllðarnir með fjóra nýja leikmenn „Fjórir nýir leikmenn hafa komið til nýliða Breiðabliks, Hanna Kjart- ansdóttir, Olga Færseth, Penni Peppas og Elísa Vilbergsdóttir, en annars er liðið skipað ungum stúlk- um — meðalaidur 17,5 ár. Breiða- bliksliðið leikur skemmtilegan sókn- arleik og er með marga góða skor- ara. Sókn er besta vömin, er dags- skipun liðsins. Olga kemur ekki til Kfí, Vafur með að leika með liðinu fyrr en eft- ir að landsliðið í knattspymu hefur lokið þátttöku sinni í Evrópukeppn- inni.“ Valsliðið hefur öðlast reynslu „Valsliðið hefur öðlast mikla reynslu og er til alls líklegt undir stjóm leikstjómandans Lindu Stef- ándóttur. Tvær ungar og efnilegar stúlkur eru að koma fram í sviðs- ljósið hjá liðinu — Kristjana Magn- úsdóttir og Alda Jónsdóttir, sem er dóttir Kolbrúnar Leifsdóttur, sem lék á ámm áður með ÍS og landslið- inu. Liðið sýndi að það er á réttri leið, þegar það tryggði sér Reykja- víkurmeistaratitilinn á dögunum.“ „Þessi fjögur lið em fyrirfram talin sterkust, en það er ekki hægt að afskrifa Tindastól og Grindavík. Tindastóll hefur misst Birnu Val- garðsdóttur til Tyrklands, þar sem hún starfar á heimili Eyjólfs Sverr- issonar, knattspymumanns. í henn- ar stað hefur komið Ásta Óskars- dóttir, landsliðskona úr ÍS,“ sagði Sigurður Hjörleifsson. Sigurður sagði að það væri greinileg uppsveifa í kvennakörfu- knattleiknum, sem sýndi hvað mörg jöfn lið væru í 1. deildarkeppninni. EUROTIPS: 121 X12 12X 1X1 21 ENGINN VAR MEÐ 14 RÉTTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.