Morgunblaðið - 12.10.1994, Page 1

Morgunblaðið - 12.10.1994, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA: ÁSGEIR TEFLIR FRAM SAMA BYRJUNARLIÐIOG GEGN SVÍUM / C2 Þorsteinn Jónsson til Grindavíkur ÞORSTEINN Jónsson, miðvallarspilari hjá FH, hefur ákveðið að ganga til liðs við Grindvíkinga, eftir að hafa leikið þijú keppnistímabil með Hafnarfjarðarlið- inu. „Þegar Lúkas Kostic hafði áhuga að fá mig til liðs við sig, ákvað ég að slá til. Ég lék með honum í Þór í tvö ár og lærði mikið. Nú leik ég undir hans stjóm og er ákveðinn að læra meira,“ sagði Þorsteinn. Svisslendingar von- ast eftir „þrennunniM SVISSLENDINGAR leika við Svía í Bem í dag, en liðin em í sama riðli og íslendingar, Tyrkir og Ung- verjar. Svisslendingar hafa unnið Svía i tveimur síð- ustu leikjum þjóðanna og vonast þeir til að ná „þrenn- unni“ í kvöld. Sviss vann Svia 3:1 i Luzem í október 1991 og 2:1 i Boros t Svíþjóð i ágúst i fyrra. Englend- ingurinn Roy Hodgson, þjálfari Svisslendinga, þekkir vel til sænskrar knattspymu þvi hann starfaði þar í 15 ár við þjálfun. Hann er hóflega bjartsýnn og seg- ir að þetta verði rpjög erflður leikur. En Svisslending- ar geta státað sig að því að hafa ekki tapað ieik á heimaveili í síðustu undankeppni HM. Svissneska liðið verður án framheijans Adrian Knup, sem leikur með Karlsmhe og vamarmannsins Juerg Studer, sem leikur með FC Zurich — em báð- ir meiddir. Kubilay Turkyilmaz, sem leikur með Galatasaray og hafði lýst þvi yfír er hann var ekki valinn í HM liðið sem fór til Bandaríkjanna að hann myndi aidr- ei leika aftur með iandsliðinu, hefur snúist hugur og leikur í fremstu viglínu ásamt Stephane Chapuis- at, leikmanni Dortmund. Báðir skomðu fyrir félags- lið sín um siðustu helgi. Miklar breytingar hjá w I Búdapest ÞJÓÐVERJAR leika vináttulandsleik gegn Ung- verjum í Búdapest í kvöld. Nokkrir iykilmanna Þjóð- veija eru meiddir, þar á meðal Karl-Heinz Riedle, Andreas Möller, Thomas Helmer og Jens Novotny. Tveir nýliðar fá að reyna sig i kvöld. Það eru þeir Dirk Schuster og Fredi Bobic. Þetta er síðasti æfínga- leikur Þjóðverja fyrir fyrsta leikinn i Evrópukeppn- inni gegn Albaníu 16. nóvember. Ungveijar gerðu þijár breytingar á liði sínu frá því í 2:2 leiknum gegn Tyrkjum i siðasta mánuði. Jano9 Banfi og Emil Loerincz koma inní iiðið aftur og Laszlo Klausz kemur inn fyrir makakónginn Kalman Kovac9, sem er meiddur. Ungverska liðið: - Zsolt Petry; Janos Banfí, Peter Lipcsei, Emil Loerincz; Istvan Kozma, Gabor Halmai, Lajos Detari, Florian Urban, Jozsef Duro; Jozsef Kiprich, Laszlo Klausz. Þýska liðið: - Andreas Köpke; Jurgen Kohler, Lothar Matthaiis, Dirk Schuster; Thomas Stmnz, Jenz Todt, Mathias Sammer, Ralf Weber, Thomas Hassler, Ju- ergen Klinsmann, Fredi Bobic. Danirsterkirá heimavelli EVRÓPUMEISTARAR Dana mæta Belgum i Kaup- mannahöfn í kvöld. Danir hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli í 13 ár, gegn Júgóslavíu 1990. Richard Möller Nielsen, þjálfari Dana, var gagnrýnd- ur injög fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli gegn Makedoníu í fyrsta leik Evrópukeppninnar í síðasta mánuði. í liðinu núna em aðeins fimm sem urðu Evrópumeistarar með liðinu í Svíþjóð 1992. Flemm- ing Povlsen og Henrik Lai-sen em meiddir. Möller hefur kallað á heimamennina, Jens Risager og Mark Stmdal frá Bröndby og Peter Rasmussen frá Ála- borg. Laudrup-bræðurinr, Brian og Michael, verða báðir með í kvðld. Wright og Shearer LAN Wright úr Arsenai verður í fremstu víglínu ásamt Alan Sharer frá Blackburn er Engiendingar mæta Rúmenum i vináttulandsleik á Wembley kvöld. Matthew Le Tissier, leikmaður Southampton, verður í byijunarliði Englands í fyrsta sinn. Hann leikur á miðjunni fyrir aftan framheijana tvo og kemur inn í liðið fyrir Darren Anderton, sem er meiddur. David Platl er meddur og veiður Tony Adams fyririiði í hans stað. Lið Englands: David Seaman; Rob Jones, Tony Adams, Gaiy Pallister, Graeme Le Saux; Paul Ince, Robert Lee, Matthew Le Tissier, John Bames; Alan Shearer, lan Wright. 1994 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER BLAD KNATTSPYRNA Rúnar til Crystal Palace Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður í KR, fer til London héðan frá Istanbul á morgun og verður hjá Crystal Palace við æfingar í viku, en sameinast síðan landsl- iðshópnum á ný á fimmtudag í næstu viku vegna æfingaferðar liðsins fyrir Evrópu- leikinn gegn Svisslendingum í nóvember. Fyrir nokkrum árum æfði Rúnar með Liverpool og sagðist þá ekki vera spenntur fyrir því að leika í Englandi. Hins vegar sagði hann í gær að hann gæti ekki dæmt um hlutina án þess að láta á þá reyna og til þess væri leikurinn gerður. Tilboðið hefði komið skyndilega og betra væri að æfa úti í viku en vera að dútla heima. Aðspurður um hvort hann væri þá hættur að hugsa um að vera hjá sænska liðinu Örgryte í vetur sagði hann svo ekki vera og ef samningar tækjust færi hann vænt- anlega til Svíþjóðar. Samt gæti vei komið til greina að leika með Crystal Palace, ef áhugi væri gagnkvæmur, en á þessu stigi málsins hefði aðeins verið rætt um að hann yrði hjá félaginu í viku. Áhuginn á leiknum er gríðariegur Islendingar mæta Tyrkjum í Istanbul í kvöld kl. 18.00 að íslensk- um tíma. Leikurinn er liður í Evrópukeppni landsliða. Eyjólfur Sverrisson, sem leikur með Besiktas í tyrknesku deild- inni, þekkir vel til mála hjá mótheijunum, en fimm samheijar hans eru í tyrkneska landsliðshópnum sem mætir íslendingum. „Áhuginn á leiknum er gríðarlegur og það verða mikil læti, en krafan er að Tyrkir vinni Islendinga með miklum mun. Því koma þeir dýrvitlausir til leiks og leggja áherslu á stanslausa sókn fyretu 20 mínúturnar. Sennilega spila þeir 3-4-3, en málið hjá okkur er að standast pressuna í byijun og nýta okkur hraðaupphlaupin." ■ Þeir pressa... / C3 Fatih Saribas/Retuer íslendingar yfirspilaðir ísienska 21 s árs liðið reið ekkl feitum hesti frá viður- eigninni við Tyrki í Istanbui í gær — tapaðl 3:0 og voru öll mörkin gerð í fyrri hálfleik. Hér er það Tyrkinn Tarik Dasgun sem leikur á Tryggva Guðmundsson. Sjónvarpað beint? LEIK Tyrklands og íslands í Istanbul í dag verður að öllum líkindum sjónvarpað beint í ríkissjónvarpinu. Samið hafði verið við tyrkneska sjónvarpið um beina útsendinga, en í gær kom reyndar eitthvert bakslag í það þegar Tyrkirnir fóru fram á meiri peninga en áður. Það verður ljóst í dag hvort að beinni útsendingu verður. Arnar Björnsson er á staðnum og á að lýsa leiknum beint í sjónvarpi og Bjarni Felixson lýsir honum á Rás 2. Leikurinn hefst kl. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.