Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 12
12 D SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ FLÍSAR Mikilvægast að gefa sér góðan tíma „GÓLFFLÍSAR ganga alls staðar. Fólk hefur verið hrætt við að flísagólf séu köld en það er ekkert sem inniskór, hitalögn í gólf, motta og jafnvel flísar sem halda betur í sér hita, geta ekki bjargað. Flísamar eru hins vegar sífellt að vinna á, enda eru íslendingar óhræddir við nýjungar. Flísamar verða æ gróf- gerðari, líkt og úr náttúrusteini, algengara verður að fólk velji mynsturflísar á veggi og gólf og litir em aftur famir að sjást á flísum,“ segir Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri Flísabúð- arinnar. órður segir að í fæstum tilfellum ætti fólk að leggja flísar sjálft. síst af öllu á baðherbergi. Margir freistist þó til þess á einfalda gólf- fleti en fái fagmenn til að leggja á baðherbergi og erfíðari tilfelli. Gefi menn sér góða n tíma til verksins, geti árangurinn þó orðið ágætur. „Fyrst verða menn að hafa í huga hvers konar undirlag er, hvort það er ber steinn, lakkað gólf, timbur, o.s.frv. Hvort undirlagið er gróft eða slétt og hvort það þurfi að flot- sparsla. Þetta skiptir máli þegar lím- ið er valið. Áður en menn hefjast handa, borg- ar sig að miðjumæla þvert yfir her- bergið á að minnsta kosti tveimur stöðum og tvisvar enda á milli. Þetta er gert til að fá réttan vinkil, svo að ekki myndist „tertusneiðar" til endanna. Homskekkja er í langflest- um húsum og sé gert ráð fyrir henni, má vinna hana út. Þeir sem leggja á baðherbergi, verða að miðjumæla hvem vegg. Byrjað er að leggja frá miðjunni, sjaldnast út frá homum. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til að velja flísinni stað, því þegar hún hefur verið lögð, er ekki aftur snúið. Gæta verður þess að flísamar fljóti vel í lími, ekki er óeðlilegt að nota 2-3 kg af lími á fermetra. Spaðar fyrir algenga flísastærð, 30-30 cm, eru um 6-10 mm þykkir. Best er að fúga lítinn flöt í einu, um 2 fm. Hann er þrifinn layslega, svo að fúgan nemi sléttfull við flís- amar, svo eru næstu 2 fm fúgaðir. Þá eru fyrstu 2 fm þrifnir aðeins betur, strokið með hreinum rökum svampi yfír flísamar en fúgan látin vera. Þá eru þriðji skammturinn fúg- aður og þrifínn lauslega, annar að- eins betur og fyrsti hlutinn þrifínn endanlega, dregið úr fúgunni með rökum svampi alltaf í sömu áttir, t.d. að sér og til hægri, til að fá sömu áferð á fúguna. Þetta er svo endurtekið koll af kolli þar til verkinu er lokið.“ Korkur GÓLFEFNI Aðrar lausnir ■ÞEGAR leitað er annarra keti undir. Kosturinn við þessi lausna á gólf, eru náttúruefnin efni er að þau er auðvelt að ekki útúr myndinni. Ýmis kon- leggja, á þeim sér jafnan minna ar gólfefni úr spón má nefna, en á parketi og þau upplitast svo sem spónaparket, og svo- ekki. Þau er hins vegar ekki kölluð pergo og terhiime-par- hægt að slípa upp en skipta má ket, sem eru úr pressuðum spón um borð, skemmist þau. Nátt- með filmu úr náttúrulegum úrukorkur er bæði til í flísum efnum yfir og ljósmynd af par- og heilum borðum. SPÓNAPARKET og parket með filmu sem ijósmynd er lögð í. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞÓRÐUR Magnússon, segir f lísar sífellt að vinna á. GÓLFEFNI Teppi - enn á ný? TEPPI hafa farið mjög halloka í umræðunni um gólfefni en að sögn Vals Svavarssonar hjá Teppaverslun Friðriks Bertels- sonar, eru teppin að vinna á að nýju. Segir hann það ekki síst eiga við hjá ungu fólki, sem hafi ekki áhuga á að fá sér park- et eins og allir hinir. „Þeir sem parketleggja eru raunar flestir með mottur og margir enda á því að „mottuleggja“ parketið." innbogi segir að nú sé vinsælast að kaupa teppi í litum, svo sem antikgrænu, gulbrúnu og antik- bleiku. Þau séu gjaman smámynst- uð auk þess sem fá leggja megi mynsturborða með teppunum. Teppin sem njóti mestra vinsælda nú séu snögg ullarteppi sem auð- velt sé að þrífa. Náttúruteppi Þá hefur náttúrubylgjan skilað sér i teppum og efni á borð við sísal- hamp, kókostrefjar, fítjung eða sjáv- argras og basttrefjar, að ógleymdri hreinni bómull, skjóta upp kollinum. Finnbogi Ingólfsson í Strimatjöldum, sem reynt hefur fyrir sér með inn- flutning á slíkum teppum, segir fólk vart enn hafa áttað sig á því að teppi geti verið „náttúruvæn". Kó- kosteppin hafi verið á marknum fyr- ir hálfum öðrum áratug en svo horf- ið að mestu. Nú sjáist þess merki að áhugi fyrir teppum og mottum úr hampi og trefjum sé að aukast. KÓKOS. FITJUNGURreða sjávargras. GLERJAÐAR flísar sem líkj- ast náttúrusteini. SÍSAL-hampur. SMÁMUNSTRUÐ teppi, gjarnan með mynsturborð- um í, þykja hlýleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D - Innan veggja heimilisins (23.10.1994)
https://timarit.is/issue/126800

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D - Innan veggja heimilisins (23.10.1994)

Aðgerðir: