Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 D 3 IÞROTTIR IÞROTTIR Mm FOLX ■ S VALI Björgvinsson hefur verið orðaður sem næsti landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik og líklega verður gegnið frá þeim málum í dag. ■ GUÐMUNDUR Gunnnrsson kylfingur úr GR sigraði á mótaröð Samvinnuferða-Landsýnar sem lauk í Bandaríkjunum um helgina. Leiknir voru sjö hringir og fjórir bestu töldu. Guðmundur lék á 286 höggum, fimm höggum betur en Hörður Jónsson úr GV. ■ HÖRÐUR og Guðmundur eru báðir skipstjórar og útgerðarmenn þannig að það má segja að skipstjór- arnir hafi barist um verðlaunin sem voru glæsileg, goifferð fyrir tvo á Cape Coral golfsvæðið í Florida, með gistingu, morgunverði, golfi og öðru tilheyrandi. ■ ÞAÐ voru eigendur svæðisins, Poinciana Golf Resort sem gáfu verðlaunin og vilja með þeim þakka íslendingum fyrir komuna þangað síðustu sex til sjö árin, en kylfingar hafa fjölmennt þangað haust og vor undanfarin ár. ■ GUÐBRANDUR Þorkelsson kylfingur frá Stykkishómi fór holu í höggi á Ekkjufellsvelli á Egils- stöðum þann 1. október, en þá var haldið mót þar. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbrandur fer holu í höggi og í fyrsta sinn sem farin er hola í höggi á vellinum. Guðbrandur náði draumahögginu á 9. braut sem er 130 metra löng, par 3. ■ GENÚA, sem leikur í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu, rak í gær þjáifara sinn, Franco Scogli. Eftir- maður hans var ráðinn Pippo Marc- hioro, sem fyrr í vetur var rekinn úr þjálfarastarfí frá Reggiana. Scogli er fjórði þjálfarinn sem látinn er fara á þessari sparktíð á Italíu. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin New York - San Antonio..........92:88 Orlando - Miami................124:89 Utah - Phoenix................106:91 Amersiskur fótbolti NFL-deildin New York - Houston Oilers.......13:10 ■Sparkararnir voru í aðalhlutverkum því David Treadwell skoraði vallarmark með þvi að sparka 37 stikur þegar tvær sekúnd- ur voru eftir af leiknum og tryggði sigur- inn. Skömmu áður hafði A1 Del Greco skor- að vallarmark með því að sparka 43 stikur fyrir Houston og jafnað 10:10, en Treadw- ell kom New York 10:7 yfir með 26 stiku vallarmarki. New York Giants bundu þar með enda á sjö leikja tap i röð og vanga- velltur um að Jeff Fisher þjálfari yrði látinn fara. Þetta var hins vegar sjöunda tap Houston í röð en liðið virðist það slakasta í deildinni í ár. Rodney Hampton hljóp 34 sinnum með boltann, alls 122 stikur. Golf SL mót f Florida Konur án forgjafar: Sigríður Mathiesen, GR.............87 Ágústa Guðmundsdóttir, GR..........87 María Magnúsdóttir, GR............105 Með forgjöf: Ester Kristjánsdóttir, GV..........73 Erla Karlsdóttir, GL...............76 Fríða Dóra Jóhannsdóttir, GV.......80 Karlar án forgjafar: Viktorí. Sturlaugsson, GR..........79 Sigurður Guðmundsson, GV...........88 Gunnlaugur Axelsson, GV............89 Með forgjöf: Hörður Jónsson, GV................71 Guðmundur Gunnarsson, GR...........75 Hilmar Herbertsson, GR.............76 HANDKNATTLEIKUR I kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Valur....20 Kaplakriki: FH - ÍR........20 Höllin: KR-HK..............20 Strandgata: IH - Selfoss...20 Varmá: Aftureld. - KA......20 Víkin: Víkingur - Haukar...20 Bikarkeppni kvenna: Valshús: Valur B - Fram ...18.15 2. deiid karla: Smárinn: Breiðabl. - Fram..20 Mikill styrkur Morgunblaðið/Bjarni DMITRI Filippov hefur styrkt llð Stjörnunnar mlkiö. Liöið hefur veriA betra en í fyrra, „hvort sem þaö er [Filippov] að þakka eða Viggó...“ segir Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. Maður fær ekkert gefins hjá Stjömunni - segir Þorbjörn Jensson þjálfari Vals um leikinn í kvöld ELLEFTAumferð 1. deildar karla íhandknattieikfer fram íkvöld og má búast við skemmtilegum leikjum. Mesta athygli vekja óneitanlega leikir Stjörnunnar og Vals annars vegar og hins vegar Aftureldingar og KA. Að leikjum kvöldsins loknum verður deildarkeppnin hálfnuð. Valsmenn leggja land undir fót og fara í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni sem er í fjórða sæti með 14 stig, þremur stigum á eftir Vai. „Þetta hlýtur að verða hörkuleikur, maður fær ekkert gef- ins hjá Stjörnunni," sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals við Morgun- blaðið í gær. „Það er ekkert verra en hvað annað að fara í Garðabæinn. Ég veit að Alvörumenn, stuðnings- mannaklúbbur okkar, ætlar að Qöl- menna og Garðbæingar hafa verið duglegri að mæta á leiki í vetur en í fyrra þannig að ég á von á mik- illi og góðri stemmningu. Það er að myndast góð heimaleikja- stemmning hjá mörgum liðum og það er af hinu góða. Maður fær ekkert gefins hjá Stjömustrákunum. Þeir hafa verið meira sannfærandi í vetur en í fyrra, hvort sem það er Rússanum [Dmitri Filippov] að þakka eða Viggó [Sigurðssyni þjálfara], það á eftir að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að koma þessara tveggja til félagsins hefur ekki veikt liðið. Rússinn er mjög góður leikmaður sem nýtist Stjörnunni vel enda væri hann örugglega í ísienska landsliðinu, væri hann Islendingur,“ sagði Þorbjörn. Viljum endilega vinna Vals- menn á heimavelli Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar^ tók í sama streng og Þorbjörn. „Ég á ekki von á öðru en þetta verði skemmtilegur leikur. Við erum í íjórða sæti eins og okk- ur var spáð fyrir mótið en viljum endilega vinna Valsmenn á heima- velli og ég vona bara að Garðbæing- ar fjölmenni til að hvetja okkur. Áhorfendur hafa mætt betur en i fyrra en mega mæta betur og á svona leik verður að vera fulit hús. Valsmenn eru erfiðir og haf spil- að vel í vetur. Vörnin og markvarsl- an er aðal liðsins og við verðum að bijóta þessa hluti niður til að vinna. Ég vona að maður iumi á einhvetju óvæntu sem hægt verður að sýna annað kvöld [í kvöld] en þangað til verður það leyndarmál. En það er ljóst að við verðum að spila mjög vel til að vinna Val,“ sagði Viggó. Hann sagði deildina hafa verið eins og hann bjóst við. „Það eru sex til sjö lið sem geta unnið hvert annað og hafa verið að gera það. Mörg lið eru komin með erfiða heimavelli og stemmningin hjá sum- um liðum er mjög góð. Það má til dæmis nefna Akureyri og Mos- fellsbæinn í þessu sambandi. Um- gjörðin og stemmningin er miklu betri en hún hefur áður verið,“ sagði Viggó. Þurfum að spila af skynsemi Guðmundur Guðmundsson þjálf- ari Aftureldingar í Mosfellsbæ seg- ir að leikurinn gegn KA í kvöld verði erfiður, en UMFA er í þriðja sæti með 14 stig eins og Víkingur STAÐAN Fj. leikja u J T Mörk Stig VALUR 10 8 1 1 240: 207 17 VÍKINGUR 10 6 3 1 254: 235 15 AFTURELD. 10 7 0 3 258: 221 14 STJARNAN 10 7 0 3 253: 233 14 KA 10 5 2 3 259: 236 12 FH 10 5 0 5 255: 243 10 HAUKAR 10 5 0 5 266: 269 10 l'R 10 5 0 5 234: 241 10 SELFOSS 10 4 2 4 219: 240 10 KR 10 3 0 7 217: 228 6 HK 10 1 0 9 222: 246 2 ÍH 10 0 0 10 195: 273 0 sem tekur á móti Haukum í kvöld, en KA hefur 12 stig. „Samkvæmt upplýsingum úr síðasta leik KA þá lék liðið mjög góða vörn og skoraði mikið úr hraðaupphlaupum þannig að við verðum að þétta vörnina og leika af skynsemi. Heimavöllurinn hjá okkur er sterkur, eins og reynd- ar hjá mörgum örðum liðum, og það gæti haft sitt að segja gegn KA,“ sagði Guðmundur. „Annars er athyglis vert hversu sterka heimavelli nokkur lið eru komin með, þetta er allt annað en þegar ég var í þessu. Þá ræddu menn oft um hvernig stemmningin væri til dæmis í Þýskalandi, en maður skildi það ekki þá, en gerir núna. Þetta hefur breyst alveg ótrú- lega mikið á nokkrum árum og er af hinu góða. Nú er miklu skemmti- legra á leikjum og stemmningin meiri. Það eru komin nokkur ný lið í deildina síðan ég var í þessu og Afturelding er euðvitað eitt þeirra. Við höfum alvöru heimavöll og KA er komið með nýtt hús og mikla gryfju og einnig Selfyssingar og fleiri lið raunar. Þetta er talsvert annað en að leika flest alla leiki í Höllinni eins og var,“ sagði Guð- mundur sem mætir með sitt sterk- asta lið til leiks í kvöld. Sjö án taps „Við vitum að þetta verður mjög erfitt því Afturelding er á mikilli siglingu. Ég hef heyrt að þeir hiti upp með Willie Nelson músík, sem hlýtur að fara svona vel í þá!“ sagði Alfreð Gíslason, KA-maður í gær. „Við erum líka verið að leika vel, vörnin var mjög góð síðast hjá okkur og sóknarleikurinn heil- steyptari en áður, og ég vona að svo verði áfram. Við höfum ekki tapað í síðustu sjö leikjum og ég vonast til að halda þeirri seríu örlít- ið áfram.“ Alfreð sagðist ekki ótt- ast eitthvað eitt frekar en annað hjá liði Aftureldingar. „Þetta er stemmningslið og við þurfum að spila vel til að vinna þarna. Aftur- elding er eina liðið sem hefur unnið Val í vetur og það segir sitt,“ sagði Alfreð. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Mikilvægasti leik- urinn á tímabilinu - segir Alex Ferguson, framkvæmdastóri Manchester United, um leikinn gegn IFK Gautaborg í kvöld Mikil spenna í Gautaborg ERIC Cantona, franski landsliðs- maðurinn frábæri, verður með Manchester United í kvöld í Evr- ópukeppninni eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann í keppn- inni. Hér gefur hann ungri sænskri stúlku eiginhandarárit- un við komuna til Gautaborgar í gær, en leiksins við IFK Gauta- borg er beðið með mikilli eftir- væntingu. Lið United verður að sigra til að missa ekki af lestinni í Meistaradeildinni. HANDKNATTLEIKUR STÓRLIÐIN AC Miian og Manchester United verða að vinna leiki sína í Evrópukeppni meistaraliða íkvöld ætli þau sér að eiga möguleika á að komast í 8-liða úrslit keppn- innar. ítalska liðið mætir Ajax og United heimsækir IFK Gautaborg í næst síðustu umferð riðlakeppninnar. „Við erum meðvitaðir um það að þessi leikur er sá mikilvæg- asti á tímabilinu. Eftir útreið- ina í Barcelona höfum við eitt- hvað til að sanna fyrir sjálfum okkur," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United. AC Milan, sem vann Evrópu- meistaratitilinn sannfærandi á síðasta keppnistímabili — sigraði m.a. Barcelona 4:0 í úrslitaleik, hefur ekki náð sér á strik í vetur. Liðið er nánast úr leik í barátt- unni um ítalska meistaratitilinn og nú er svo komið að meistararn- ir verða að vinna Ajax í kvöld ef þeir ætla að komast áfram í keppn- inni. Milanó liðið verður að leika heimaleik sinn í Trieste vegna þess að því er bannað að leika á San Siro-leikvanginum í Mílanó. Ástæðan er að flösku var kastað úr áhofendastúku og fór hún í Otto Konrad, markvörð Salzburg- ar, í viðureign liðanna í október. Milan verður án Dejan Savicevic, sem var hetja liðsins í úrslitaleikn- um gegn Barcelona í maí, en hann er meiddur og sömu sögu má segja um Demetrio Albertini, sem meiddist í landsleik ítala í síðustu viku. Með sigri í kvöld gæti AC Milan haldið höfði sínu ofan sjávar og fylgt Ajax í 8-liða úrslitin. Bak- vörðurinn Christian Panucci, sem gerði bæði mörk AC Milan gegn AEK í Aþenu fyrr í þessum mán- uði, sagði um leikinn: „Þegar ég og Paolo Maldini sækjum upp kantinn skapast oftast hætta við mark andstæðinganna. Ajax er lið sem leikur opna knattspyrnu og það ætti að gera okkur enn auð- veldara fyrir.“ Cantona kominn úr leikbanni Manchester United er í sömu hættu og AC Milan að falla úr keppni. Ef liðið nær ekki að sigra IFK Gautborg er draumurinn um Evróputitilinn nánst úr sögunni. United fór til Svíþjóðar án danska landsliðsmarkvarðarins Peter Schmeichels,' velska útheijans Ryan Giggs og írska miðvallarleik- mannsins Roy Keane, en þeir eru allir meiddir. En góðu fréttirnar fyrir United eru þær að Frakkinn Éric Cantona kemur aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann í Evrópukeppninni. Eins hefur Andrei Kanchelskis verið í miklu stuði að undanförnu og gæti frammistaða hans ráðið úrslitum i kvöld. Hagi fyrir Stoichkov Barcelona leikur við Galatas- aray í Tyrklandi og verður án Búlgarska framheijans Hristos Stoichkov en í hans stað leikur Rúmeninn Gheorghe Hagi. Barcel- ona hefur fimm stig og þarf því jafntefli til að vera nær öruggt Staðan Staðan í riðlunum í Evrópu- keppni meistaraliða fyrir leiki kvöldsins: A-riðill: IFK Gautaborg ...4 3 0 1 6 5 6 Barcelona ...4 2 119 5 5 Man. United ...4 12 16 8 4 Galatasaray ...4 0 13 1 4 1 B-riðill: PSG ...4 4 0 0 7 2 8 Bayern Miinchen.... ...4 12 14 5 4 Spartak Moskva ...4 0 2 2 6 8 2 Dynamo Kiev ...4 10 3 4 6 2 C-riðill: Benfica ...4 2 2 0 6 3 6 Híjduk Split ....4 2 2 0 3 1 6 SteauaBúkarest.... ....4 0 2 2 2 4 2 Anderlecht ....4 0 2 2 2 5 2 D-riðiU: Ajax ....4 2 2 0 5 2 6 AC Milan ....4 2 115 3 3 Salzburg ....4 0 3 1 1 4 3 AKK. Aþenu ....4 0 2 2 2 4.2 ■Ivö stig voru dregin af AC Milan eftir 3:0 sig^ir e:ee:n Salzburg. Tvö efstu sætin f hverium riðli gefa sæti í 8-liða úrslitum. um sæti í 8-liða úrslitum. Galatasaray á ekki möguleika því liðið hefur aðeins eitt stig eftir fjóra leiki og það var jafn- teflið gegn Manchester United. PSG komið áfram Paris St Germain frá Frakklandi er eina liðið sem hefur þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar, hefur unnið a]la leiki sína. David Ginola, sem hefur verið meiddur í meira en mánuð, leikur með PSG í París í kvöld gegn Bayern Múnchen í B-riðli. Frakkinn Jean-Pierre Papin er búinn að ná sér eftir meiðsli og verður á heimaslóðum með Bayern í kvöld. Bayern má illa við því að tapa í kvöld ef það á að eiga möguleika því bæði Spartak Moskva og Dynamo Kiev eiga enn möguleika. Reuter Benfica og Hajduk Split standa vel að vígi í C-riðli standa Benfíca og Hajduk Split vel að vígi en þau leika í Portúgal og nægir báðum jafntefli til að komast áfram. Steaua Búkarest og Anderlecht leika í Rúmeníu og verða að treysta á hagstæð úrslit í Potúgal til að eiga von. Salzburg leikur við AEK í Aþenu og segir Slavco Kovacic, aðstoðarþjálfari austurríska liðsins, að þeir komi til Aþenu til að sigra. „AEK er með gott lið en við komum til Aþenu til að sigra og ekkert annað.“ Ekki var ljóst í gær hvort miðheijinn Nikola Jurcevic og miðvallarleikmaðurinn Wolfrang Pei ersinger gætu leikið vegna meiðsla. „Þeir eru báðir á batavegi og ég vonast eftir að þeir geti leikið,“ sagði Kovacic. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Vöm New York Knicks að smella saman Besti leikur okkar í vetur - segir þjálfari Fram um seinni leikinn í Slóvakíu um helgina. Framstúlkur eru úr leik í Evrópukeppninni Vörn New York Knicks virðist vera að smella saman á nýjan leik, en liðið lék frábæra vörn lengst af síðasta keppnistímabili, en hefur ekki náð sér á strik í vetur. I fyrrinótt sigraði Knicks lið San Antonio Spurs 92:88 í Madison Square Garden og það var ekki síst góðri vörn Knicks undir lokin sem skóp sigurinn en leikmenn Spurs gerðu ekki stig utan af velli síðustu tvær mínúturn- ar. Charles Oakley skoraði 16 stig fyrir Knicks og hefur ekki skorað meira í einum leik í vetur, hann gerði sex stig í röð undir lokin og lék þá mjög vel. Patrick Ewing lék með þrátt fyrir meiðsli og gerði 13 stig en alls gerðu sex leikmenn 10 stig eða meira. Knicks náði forystunni í fyrsta leikhluta og hélt henni til leiksloka þó munurinn væri aldrei mikill. Chuck Person var stigahæstur í liði Spurs, gerði 17 stig, en Sean Elliott gerði 11 en þess má geta að Spurs vann Knicks með 19 stiga mun fyrir tíu dögum. Leikmenn Orlando áttu ekki í teljandi erfiðleikum á heimavelli er þeir tóku á móti Miami og sigruðu 124:89. An- fernee Hardaway gerði 30 stig, þar af 17 í þriðja leikhluta þegar Orlando stakk ef, skoruðu 30 stig gegn 6 stigum ná- granna sinna á Flórida. KVENNALIÐ Fram féll úr Evr- ópukeppninni í handknattleik um helgina, er það tapaði tví- vegis fyrir Duslo Sala í Slóvaki'u. Fyrri leikurinn var hálfgerð mar- tröð og endaði 33:14 en sá síð- ari hins vegar mjög góður — besti leikur liðsins í vetur, að sögn þjálfarans — og þá sigruðu andstæðingarnir með sex marka mun, 27:21. Guðríður Guðjónsdóttir, leikmað- ur og þjálfari Fram, sagði við Morgunblaðið að slóvakíska liðið væri sterkara en lið Fram, það væri engin spurning, en úrslitin í fyrri leiknum væru samt ekki eðlileg. „Seinni leikurinn var örugglega besti leikur okkar í vetur. Þær eru einfald- lega betri, en það skiptir miklu í þessu að það tekur tíma að læra inn á dómarana, [sem voru frá Rúmen- íu]. Þeir dæmdu allt öðru vísi en við erum vanar, við ætluðum okkur að spila langar sóknir og ógnuðum mik- ið inn í vörnina, en þó hvað eftir annað væri slegið á hendur okkar var ekkert dæmt, þær náðu boltan- um, brunuðu fram og skoruðu. Þær gerðu 18 mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri leiknum," sagði Guðríður. Mikið meira var dæmt á sóknar- brot en stúlkurnar eiga að venjast hér heima, að sögn Guðríður. „Þegar maður stekkur upp til að skjóta og slegið er í hönd manns, er alltaf dæmt hér heima en það var ekki í þessum leikjum. Maður áttaði sig bara ekki á þessu nógu snemma, en í seinni leiknum voru við búnar að læra á þetta og allir keyrðu „á millj- ón“ í vörnina í hvert skipti sem við misstum boltann." Jafnt var á öllum tölum í seinni leiknum upp í 8:8, og Fram alltaf á undan að skora. Þegar þama var komið gerðu slóvakísku stúlkurnar SAMNINGAR fjögur mörk í röð, komust í 12:8 og staðan í leikhléi var 12:9. „I seinni hálfleiknum náðum við einu sinni að minnka muninn niður í þijú mörk, 20:17, og munurinn var sex mörk í leiknum, sem mér fannst ágætt. í fyrri leiknum bytjuðu þær auðvitað með sterkasta lið sitt inná, en þegar á leið leikinn voru allir varamennirn- ir komnir inná. í seinni leiknum voru þær aftur á móti með sitt sterkasta lið inná allan tímann." Guðríður var sjálf markahæst í fyrri leiknum með 7 mörk, Berglind Omarsdóttir gerði 3, Zeljka Tosic 3 og Hanna Katrín Friðriksen gerði 1 mark. í seinni leiknum gerðu Guð- ríður og Zeljka 6 mörk hvor, Berg- lind 4, Hanna Katrín 3 og Þórunn Garðarsdóttir 2. Kolbrún Jóhanns- dóttir varði ellefu skot í hvorum leik. FELAGSLIF Aðalfundi knatlspyrnu- deildar Fylkis frestað Aðalfundi knattspymudeildar Fylkis sem vera átti í kvöld, 23. nóvember, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómaranámskeið í körfuknattleik KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði í körfuknattleik helgina 25. til 27. nóv- ember. Námskeiðið fer fram í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 19. á föstudaginn. Skráning á skrif- stofu KKÍ. Skráningargjald er kr. 5.000. Herrakvöld Gróttu Herrakvöld Gróttu verður haldið föstu- daginn 25. nóvember í sal sjálfstæðis- manna við Austurströnd. Dagskráin hefst kl. 19.30 og ræðumaður kvölds- ins verður Jón Hákon Magnússon. Miðasala er í Litlabæ (s. 612344) og hjá Kristjáni (s. 619085). Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið hefur sigrað í öllum fjórum heimaleikjum sínum til þessa. Shaquille O’Neal gerði 22 stig og tók sjö fráköst. Utah Jazz sigraði Phoenix Suns 106:91 eftir að jafnræði hafði verið með liðunum lengst af. í síðari hálfleik gerðu heimamenn fyrstu 14 stigin -og það dugði liðinu til fyrsta sigurs þess gegn liði úr vesturdeildinni í ár. John Stock- ton gerði 25 stig fyrir Jazz og átti 14 stoðsendingar. Karl Malone gerði 17 stig og tók 14 fráköst og Benoit gerði 16 stig. Morgunblaðið/ Ásgeir Sigurðsson hf styrkir íþróttasamband fatlaðra íþróttasamband fatlaðra og Ásgeir Sigurðsson hf. hafa gert með sér samn- ig um að Ásgeir styrki ÍF næstu tvö árin, en fyrirtækið flytur inn vörur frá Unilever og má þar meðal annars nefna Jif, Signal og Lux vörur. Á næsta ári verður fyrirtækið 100 ára og sagði Skorri Andrew Aikman, sölustjóri þess, að af því tilefni hefði verið ákveðið að láta eitthvað gott af sér leiða og styrkja fatlaða íþróttamenn. Hann sagði að árangur fatl- aðra íþróttamanna á síðustu árum væri hvatning öllum landsmönnum og sýndi svo ekki yrði um villst hverju sterkur vilji og ástundum getur áork- að. Ólafur Jensson, formaður ÍF, sagði styrkinn ómetanlegan fyrir fatlaða íþróttamenn sem nú undirbúa sig fyrir mörg stór verkefni og geri sam- bandinu kleift að halda áfram þeim markvissa undirbúningi sem nauðsyn- legur sé. IF fær ákveðinn ágóða af seldri Lux-sápuvöru hér á landi næstu tvö árin og er talið að hlutur ÍF geti orðið um tvær milljónir króna. Á myndinni eru John Aikman^ forstjóri Ásgeirs Sigurðssonar hf. og Ólafui Jensson formaður íþróttasambands fatlaðra, til vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.