Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 B 7
ÞJÓÐARBÓKH LAÐAIM
Virkið um
þjoðar
arfinn
Árið 1972 var arkitektunum Manfreð Vilhjálms-
syni og Þorvaldi S. Þorvaldssyni falið að teikna
Þjóðarbókhlöðu. Guðrún Guðlaugsdóttir gekk
með Manfreð um hið mikilfenglega hús sem hann
skóp á pappírnum og hefur í 22 ár verið snar
þáttur í lífí hans og starfi. Þorvaldur hætti störfum
við þetta verkefni þegar hann gerðist forstöðumað-
ur Borgarskipulags árið 1984. Manfreð lauk verk-
inu ásamt starfsfólki á teiknistofu sinni.
MANFREÐ Vilhjálmsson arkitekt.
Morgunblaðið/Kristinn
tel að það hafí verið mikilvægt að
geta leitað til erlendra aðila þegar
álitamál komu upp. Hér heima hafði
enginn reynslu af að skipuleggja
svona stórt og mikið safn.
Hvaðan skyldi virkishugmyndin
vera komin?
„Smám saman kom sú hugmynd
fram að líta á húsið sem verndað
umhverfi fyrir bækur, virki um dýr-
mæti, þjóðararfinn. í upphafi var
aldrei orðað við okkur í hvaða
gæðaflokki þetta hús ætti að vera.
Sú staðreynd hins vegar að þetta
væri gert í tengslum við ellefu
hundrað ára afmæli íslandsbyggðar
leiddi hugann ósjálfrátt að heppi-
legri viðmiðun, við tókum þá stefnu
að miða við Háskólann, gamla hús-
ið. Þótt sjálft Þjóðarbókhlöðuhúsið
hafí verið eins og hvert annað ódýrt,
uppsteypt hús, þá höfðum við alltaf
í bakþönkunum að það mætti ef til
vill kosta aðeins meira til klæðning-
arinnar utan á húsið og eins hitt
að lagt yrði heldur meira í húsbún-
aðinn sjálfan en gengur og gerist.
Japanska álklæðningin
Það stóð í svolitlu stappi við yfír-
völd og ráðamenn um japönsku ál-
plöturnar sem valdar voru til þess
að klæða með húsið að utan. Fleiri
lausnir voru athugaðar, jafnvel
bárujárn, en álplöturnar urðu ofan
á. Ég sá svipaðar plötur á sýningu
út í Þýskalandi. ísal í Straumsvík
voru hins vegar umboðsmenn hér á
landi fyrir þá álskildi sem notaðir
voru hér. Ég sá í þessu varanlega
klæðningu sem ekki þarf að lakka
nema á kannski tuttugu ára fresti
og svo hitt að þessir rauðu, gljá-
andi' álskildir voru í skemmtilegri
andstöðu við steypuna sem er hijúft
og litlítið efni, þeir eru eins og
blómahnappur inn á milli stein-
steyptra turna. Með þessu efnisvali
og svo því að önnur hæðin er inn-
dregin og alveg úr gleri, virðist
húsið ekki eins hátt.
Auðvitað komu aðrir litir til
greina en rautt, en með tilliti til
okkar gömlu húsa í miðbænum, sem
mörg hver eru máluð sterkum litum,
þá fannst okkur þessi rauði litur
skapa ákveðið samræmi. Ég verð
að játa að ég gekk svolítið með
veggjum fyrst eftir að plöturnar
komu upp, fannst þær nokkuð
glannalegar, en það gekk yfir.
í byggingu sem þessari er æski-
legt að gluggar séu ekki mjög stór-
ir, bækur þola illa sólarljós, þess
vegna eru gluggarnir í þrengra lagi.
Hraunveggurinn og síkið fyrir utan
er hvort tveggja í ætt við virkishug-
myndina.
Ég vildi hafa húsið vel njörfað
niður á þessum melum, þannig að
ekki væri hægt að vaða alveg inn
á gólf í húsinu, þessi hugmynd á
sér hliðstæðu í breskum aðalshýs-
um, umhverfis slíkar hallir eru
gjarnan grasi grónir veggir sem
nánast renna saman við skóginn í
kring. Svona veggir eru kallaðir í
Bretlandi Ho-ho wall. Skýfingin á
nafngiftinni er talin sú að þegar
menn gengu út á síðkvöldum með
glas í hendi, gengu þeir stundum
fram af veggnum og sögðu þá ho-
ho.
Virkishugmyndin hefur óneitan-
lega leitað á mig, sbr. brúna yfir
síkið, sem var ekki á upphaflegu
teikningunni. Brúin gerir inngang-
inn langan, sem er kostur, það er
þrifalegara, skýlla og skapar meiri
frið innandyra. Á fyrstu teikningu
var raunar ekki heldur glerfordyrið.
Eftir því sem ég kom þarna oftar
fannst mér æskilegra að hafa inn-
ganginn yfirbyggðan í þeim storm-
beljanda sem oft er á Melunum.
Ég reyndi að velja efni í húsið
sem lifa lengur en til morgundags-
ins, ef svo má segja. En auðvitað
þarf að halda þessu húsi við eins
og öðrum húsum. Innandyra hefur
allt efnisval verið miðað við þetta.
Loftin eru t.d. úr stáli, en ekki áli
sem er algengara. Þau eru vönduð
og ég er ánægður með þau.
Ég reyndi að skapa vinsamlegt
og vistlegt umhverfi inn í Þjóðar-
bókhlöðunni. Það lagði ég til
grundavallar í lita- og efnisvali og
húsgögn reyndi ég að hafa traust
fremur en einhveija tískuhluti.
Frjálsar hendur
Mér voru yfirleitt gefnar ftjálsar
hendur í þessum efnum. Öll sam-
skipti við ráðamenn og aðra sem
að byggingunni hafa komið hafa
verið ánægjuleg, ekki sist í seinni
tíð. Ég er þakklátur fyrir hve vel
mér hefur verið treyst. Yfirvöld
hafa ekki verið með fingurnar í
hverri ákvörðun sem tekin hefur
verið. Ég líka reynt að láta útreikn-
inga standast, í seinni tíð hafa út-
boð jafnvel verið lægri en áætlanir
sögðu til um. Mér þykir vænt um
Þjóðarbókhlöðuhúsið, eins og önnur
verk sem ég hef unnið. Það hefur
hins vegar þá sérstöðu umfram
önnur, að vera stærsta verkefni
mitt til þessa, og vafasamt er að
það met verði slegið. Ég vona að
Þjóðarbókhlöðuhúsið sé verðugt
barn síns tíma, að það standi um
langan aldur og beri samtíma sínum
vitni, rétt eins og hið frábæra
Safnahús við Hverfisgötuna gerir
enn í dag,“ sagði Manfreð að lokum.
ður var Arktektafélagið búið
að leita eftir samkeppni um
þetta verkefni en eftir um-
fjöllun stjórnvalda og framkvæmda-
nefndar um málið var ákveðið hafa
ekki samkeppni heldur fela okkur
verkið. Okkur til halds og trausts
í upphafi var fenginn breskur sér-
fræðingur sem heitir Harry Faulkn-
er-Brown,“ sagði Manfreð. „Það
kom sér vel því hvorki ég eða Þor-
valdur höfum áður teiknað bóka-
safn, enda gerist það nú ekki á
hveijum degi hér á íslandi. Önnur
verkefni sem ég hef unnið fyrr og
síðar hafa verið mjög fjölbreytileg,
það er að vísu mjög skemmtilegt,
en að mörgu leyti væri samt æski-
legt að geta nýtt sér þá reynslu sem
maður safnar við svo sértækt verk-
efni sem mótun Þjóðarbókhlöðu
óneitanlega er.
Við fórum í skoðunarferðir bæði
til Bretlands og Bandaríkjanna, sem
var ákaflega gagnlegt. Seinna meir
hef ég skoðað bókasöfn víðar, t.d.
í Finnlandi. Einnig höfðum við mik-
ið gagn af ýmsum ritum og bókum
um þetta efni. Við tókum strax
þátt í sjálfri forsögninni, ásamt með
bókasafnsfólki. Ef satt skal segja
var forsögnin alltaf að breytast og
það olli okkur vissum erfiðleikum
hér. Eftir því sem slík grunnvinna
er betur unnin þess auðveldara er
að ganga inn í verkefnið. Þá er
hægt að vinna það meira hnitmiðað.
í upphafi var talað um að verkið
tæki allt um fjögur til fimm ár,
engan hefði á þeim tíma dreymt
um að það myndi taka 22 ár. Auð-
vitað var þetta ekki sarhfelld vinna,
þetta var unnið í skorpum og stund-
um datt allt niður í misseri eða jafn-
vel ár.
Þráðurinn nær týndur
Það hefur bæði kosti og galla
þegar svona vinna dreifist á þetta
langt tímabil. Það er lýjandi að
þurfa að taka í sífellu þráðinn upp
á ný. Stundum var þráðurinn í viss-
um skilningi horfinn, jafnvel kom
fyrir að teikningar sem búið var
að vinna voru orðnar úreltar, m.a.
vegna þess að efni sem átti að nota
voru horfin af markaðinum. Ko-
stirnir eru hins vegar þeir að þá
hef maður lengri „meltingartíma",
þá fækkar kannski hugsanlegum
mistökum. Eftir því sem grunnvinn-
an er betur unnin þess færri verða
mistökin. í svona stóru verki er
hins vegar aldrei hægt að koma
alveg í veg fyrir mistök.
Ég vil taka skýrt fram að svona
verkefni eru ekki eins manns vinna,
þar koma við sögu mjög margir
aðilar og víða er leitað fanga. Eg
1 Q 0 7 Vinna hefst við upp-
v 0 I steypu forhýsis fyrir
aðalinngang og að ytra frágangi
húss og lóðar. Formlega stofnað
til samstarfsnefndar safnanna
tveggja með aðild menntamála-
ráðuneytisins. Á vegum nefndar-
innar og byggingarnefndar er
unnið að undirbúningi samein-
ingar safnanna og tilreiðslu á
hönnunarforsendum vegna loka-
frágangs hússins að innanverðu.
1 Q00 Lokið við frágang lóðar
i t/ 0 0 og húsið glerjað að
hluta. Turnar einangraðir og
múrhúðaðir. Samþykkt á Alþingi
lagafrumvarp þingmannanna
Birgis ísleifs Gunnarssonar,
Ragnhildar Helgadóttur, Geirs
H. Haarde og Ólafs G. Einarsson-
ar, er segir að hinn sérstaki eign-
arskattur skuli innheimtur fram
til aldamóta frá gjaldárinu 1990,
sem renni ekki aðeins til að ljúka
við Þjóðarbókhlöðu heldur ogtil
endurbóta og viðhalds á „menn-
ingarbygggingum". Árið 1990 og
1991 er framlag til Þjóðarbók-
hlöðu vel innan við helmingur
af þessum tekjustofni en frá þeim
tíma hefur meirihluti teknanna
runnið til hennar. Ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar tek-
ur við völdum í september og
setur í stjórnarsáttmála að ljúka
eigi byggingu Þjóðarbókhlöðu á
fjórum árum.
1 Q 0 Q Forhýsi gleijað. Flísa-
I t/Oi/ lögn og múrverki lokið.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra í ríkissljórn Stein-
gríms Hermannssonar, leggur
fram frumvarp til fjárlaga fyrir
1990, þar sem gert er ráð fyrir
að tekjur af áðurnefndum eign-
arskatti nemi um 359,1 milljón,
framreiknað á núvirði, en þar
af renni 79,8 milljónir til Þjóðar-
bókhlöðu. Af hagnaði Háskóla
Islands af happdrætti sinu skuli
taka jafn háa upphæð og veija
til Þjóðarbókhlöðu. Háskóla-
menn mótmæla harðlega og er
fallið frá þessu ákvæði um skerð-
ingu happdrættisfjár við 3. um-
ræðu fjárlaga en Háskólinn sam-
þykkir að leggja til framlag í líki
tækjabúnaðar.
Unnið að frágangi á
loftræstiklefum. Egill
Skúli Ingibergsson tekur sæti
Harðar Bjarnaso'nar, fyrrum
húsameistara ríkisins, í bygg-
ingarnefnd og er jafnframt ráð-
inn framkvæmdastjóri hennar.
Egill Skúli tekur ennfremur við
formennsku í samstarfsnefnd
um Þjóðarbókhlöðu. Birgir
ísleifur Gunnarson, þingmaður,
vekur í grein athygli á að Þjóð-
arbókhlaðan hafi fengið innan
við 40% af mörkuðum tek-
justofni sínum 1987-1989 og
aðeins smár hluti tekna af sér-
stökum eignarskatti á árinu eigi
að renna til safnsins. „Með sama
áframhaldi mun byggingunni
ekki ljúka fyrr en á næstu öld,“
segir Birgir. Finnbogi Guð-
mundsson, landsbókavörður og
formaður byggingarnefndar
hússins, tekur undir þessa spá
að óbreyttu, en kveðst telja að
fljótlega komi skriður á fram-
kvæmdir. Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra, lýsir því
yfir að skerðing fyrri ára verði
bætt og að hann hafi fullan
áhuga á beita sér fyrir að
framvæmdum ljúki 1993 þannig
að hægt sé að flytja inn árið
1994. Áætlun sem miði að þessu
liggi fyrir.
1 Q Q1 Útveggir klæddir að inn-
1 u v 1 an, einnig gengið frá svo
kölluðum kjörnum, brú og for-
hýsi. Einnig er settur upp aðal-
stigi milli 1. og 2. hæðar. I við-
tali við Morgunblaðið kveðst ný-
skipaður menntamálaráðherra,
Ólafur G. Einarsson, aðspurður
um mál Þjóðarbókhlöðu, ætla að
„leggja höfuðáherslu á áætlun
sem gerð var 1990 um að því
verki verði lokið á árinu 1994 og
að bókhlaðan verði þá tekin í
notkun". Tekjur af eignaskattin-
um fari „óskiptar til Þjóðarbók-
hlöðunnar þar til hún er tilbúin".
1 QQ9 Unnið að uppsetningu
lUUu hengiloftaogallsþess
búnaðar sem kemur milli þeirra
og loftplötu, þar á meðal loft-
ræstikerfi, úðakerfi sem er hluti
af slökkvibúnaði, raflagnir og
lampar. Fjórtán ár liðin frá því
að bygging hófst en aðeins rúm-
lega 40% af verkinu lokið.
1Q Q Q Lokið við uppsetningu
UUÖ hengilofta, og gólfefni,
línoelum og korkur, eru lögð á
gólf. Þéttiskápar í kjallara eru
settir upp. Vinna við hússtjórn-
kerfi hefst og einnig smíði inni-
veggja. Sveinbjörn Björnsson,
háskólarektor, gagnrýnir í októ-
ber langan framkvæmdartíma
hússins og segir að húsið standi
„sem skel til minnis um innan-
tómt afmælisheit". Fyrst í stjórn-
artíð núverandi ríkisstjórnar
hafi markvisst verið stefnt að því
að ljúka þessar „nauðsynjafram-
kvæmd“, og þakkar rektor Ólafi
G. Einarssyni, menntamálaráð-
herra, sérstaklega fyrir hve
„skelegglega hann hefur tekið á
þessum málum“.
1 QQ \ Inniveggjum lokið og
1U U t: lögð lokahönd á eldhús,
lagningu teppa, uppsetningu
hillna og aðrar innréttingar.
Flutningur bóka hefst. í umræðu
á Alþingi er fullyrt að Þjóðarbók-
hlaðan sé of lítil til að þjóna því
hlutverki sem henni er ætlað.
Landsbókavörður segir þetta
rangt en Jjóst sé að bókakostur
safnanna hafi aukist á löngum
byggingartíma og því muni bóka-
rými safnsins fyllast fyrr en ætl-
að var. Menntamálanefnd Al-
þingis leggur til í apríl að hið
sameinaða Landsbókasafn og
Háskólabókasafn beri heitið
Landsbókasafn íslands — Há-
skólabókasafn, en ekki Þjóðar-
bókhlaða eins gert var ráð fyrir
í frumvarpi um hana. Þetta er
gert þar sem óheppilegt þykir
að hið nýja safn beri sama nafn
og byggingin sem hýsir það. Átta
þingmenn úr öllum flokkum
leggja fram tillögu um að
menntamálaráðherra verði falið
að skipa nefnd tónlistar- og safn-
manna sem semji tillögu um
hvernig best verður staðið að
varðveislu tónlistarefnis í safn-
inu. Stjórn landsbókasafnsins
skipuð undir formennsku Jó-
hannesar Nordals. Einar Sig-
urðsson ráðinn landsbókavörður.
Safnið er vígt 1. desember.