Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 C 3 KNATTSPYRIMA FRJÁLSAR Island England OLondon^ BRASILIA CHILE SantiagoQ Morgunblaðið/Golli Arnór Guðjohnsen á fullrl ferð með knöttinn í lelk með Örebro gegn IFK Gautaborg f sænsku úrvalsdeildlnnl. Þrír íslendlngar lelka með Orebro næsta keppnlstímabil — Arnór, Hlynur Stefánsson og Hlynur Blrglsson. Ásgeir kallar á „útlendingana í Chile-ferðina Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfari ís- lands í knattspyrnu, ætlar að fara með sitt sterkasta lið til Chile, þar sem leikinn verður landsleikur gegn Chile- mönnum 22. apríl. Knattspyrnusamband íslands hefur rétt á að fá atvinnumenn- ina lausa frá liðum sínum í sjö landsleiki á ári og er leikurinn gegn Chile í Sant- iago einn af þessum sjö leikjum. Tíu leikmenn sem léku með landsliðinu sl. keppnistímabil leika með erlendum liðum — Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson, Örebro, Kristófer Sigur- geirsson, Fortuna, Éyjólfur Sverrisson, Besiktas, Þórður Guðjónsson, Bochum, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Niirn- berg, Rúnar Kristinsson, Orgryte, Helgi Sigurðsson, Stuttgart. Þá er Guðni Bergsson í herbúðum Tottenham. Það er ekki svo sagt að þessir leik- menn verði allir valdir til Chile-ferðarinn- ar. Litlar líkur á að Valur komist í TOTO-keppnina Sex þjálfara- breytingar SEX af 1. deildarfélögunum hafa ráðið nýjan þjálfara frá sl. keppnistímabili, en þjálfarar liðanna eru (innan sviga þeir sem voru): Akranes: Logi Ólafsson (Hörður Helga son). FH: Ólafur Jóhannesson (Hörður Hilmars son). Keflavík: Ingi Björn Albertsson (Pétur Pétursson). Valur: Hörður Hilmarsson (Kristinn Björnsson). KR: Guðjón Þórðarson. Fram: Marteinn Geirsson. Breiðablik: Bjarni Jóhannsson (Ingi Björn Albertsson). ÍBV: Atli Eðvaldsson (Snorri Rútsson). Grindavík: Lúkas Kostic. Leiftur: Óskar Ingimundarson. I^eflvíkingar taka þátt í Inter-TOTO bikarkeppninni í knattspyrnu í sumar, sem er keppni í sambandi við getraunastarfssemi í Evrópu. KSÍ hefur einnig sent inn þátttökutilkynningu fyr- ir Val, sem varð í fjórða sæti í 1. deildarkeppninni. „Ég tek að það séu litlar líkur á að Valsmenn komist í keppnina, þar sem alls hafa hundrað og tíu lið óskað eftir þátttöku, en að- eins sextíu verða með,“ sagði Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands íslands. Geir í Sviss Geir Þorsteinsson, skrifstofustjóri KSÍ, er farinn til Sviss, þar sem hann verður á fundum þar sem umræðan verður fyrirkomulag TOTO-keppninn- ar. Kiptanui bætti met sitt í 3.000 m hlaupi MOSES Kiptanui frá Kenýa bætti heimsmet sitt í 3.0020 metra hlaupi innanhúss, þegar hann fór á 7.35,15 mínútum á alþjóða móti í Ghent í Belgíu um helgina. Fyrra met hans var 7.37,31 frá því í Seville fyrir þremur árum. „Þetta er ein af bestu hlaupabrautum sem ég hef hlaupið á,“ sagði Kiptanui, sem fékk nánast enga keppni. Þjóðverjinn Dieter Baumann fór 3.000 metrana á 7.37,51 mín. á móti í Karlsruhe asunnudag og er það Evrópumet innanhúss. Belginn Emiel Puttemans átti metið, fór á 7.39,2 í Berlín í febrúar 1973 en þavar um handtímatöku að ræða. Michael Johnson fyrstur undir 45 sek. í 400 Löng ferð fyrir höndum Landslið íslands í knattspyrnu leikur í Santiago í Chile 22. apríl. Þetta er lengsta ferð sem landsliðið hefur farið. Paulo Landsliðið lék gegn Brasilíu i Florianopolis 4. maí 1994 GOLF / ARSÞING GSI Landsliðsmálin í brennidepli Kylfíngar héldu ársþing sitt á Akureyri um helgina og voru fjölmörg mál rædd þar. Miklar um- ræður urðu um vel unna skýrslu landsliðsnefndar um stefnumörkum í málefnum landsliðanna fram til alda- móta og var samþykkt að leggja aukna áherslu á landsliðin og til þeirra er búist við að veija um 13 milljónum króna á árinu. Tölvumál klúbbanna voru einnig rædd og er stefnt að því að ekki síð- ar en 1. janúar 1996 verði klúbbarn- ir tengdir tölvu ÍSÍ þannig að þar verði hægt að nálgast úrslit móta. Hið nýja forgjafarkerfi, slope, verður einnig tekið upp 1. janúar 1996. Mikið verður um að vera hjá lands- liðunum á árinu. Norðurlandamótið verður í Svíþjóð í lok júní og viku síð- ar verður Evrópumót karla í Antver- pen. EM kvenna verður 12. til 16. júlí í Mílanó og á sama tíma verður EM drengja í Englandi. Til að hægt sé að tilkynna lið í þessi mót verða stiga- mótin að vera snemma og það fyrsta verður á Hellu 13. og 14. maí, helgina á eftir verður annað hjá Keili, það þriðja helgina þar á eftir í Keflavík og 3. og 4. júní verður fjórða mótið í Eyjum. íslandsmótið í holukeppni verður 9. til 11. júní og sigurvegaram- ir þar komast í landsliðið. Samþykktar voru breytingar á sveitakeppninni þannig að árið 1996 verða sex lið í hverri deild en í sum- ar verður gamla kerfið aðlagað því nýja þannig að 8 lið verða í 1. deild og leika allir við alla. Tvö lið falla, en ekkert kemur upp í staðinn. Mótið fer fram 18. til 20. ágúst, 1. deildin í Leirunni, 2. deildin í Mosfellsbænum og 3. deildin á Eskifirði. Tvær breytingar vora gerðar á stjórn GSÍ. Inga Magnúsdóttir og Jón Pálmi Skarphéðinsson gengu úr stjórn og í stað þeirra komu Rósa M. Sigursteinsdóttir frá Blönduósi og Hannes Þorsteinsson úr GA. Hannes Guðmundsson var endurkjörinn for- maður og aðrir í stjórn eru Júlíus Jónsson, Samúel Smári Hreggviðs- son, Gunnar Þórðarson, Jón E. Arna- son, Rósmundur Jónsson og i vara- stjórn eru þeir Hannes Þorsteinsson og Ólafur Jónsson. m hlaupi BANDARÍKJAMAÐURINN Mich- ael Johnson varð fyrstur til að bijóta 45 sekúndna múrinn í 400 metra hlaupi innanhúss þegar hann fór á 44,97 sek. og setti heimsmet í Reno í Bandaríkjunum um helgina. Landi hans, Danny Everett átti fyrra met- ið, 45,02 frá því í Stuttgart fyrir þremur árum. „Mér líður vel nú þeg- ar ég aeinn heimsmet,“ sagði John- son sem er 27 ára og var í sigurliði Bandaríkjanna í 4x400 m boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. „Ég var vel stemmdur og vildi gefa fólkinu í Reno eitthvað til að muna eftir,“ bætti hann við. Sun Caiyun bætti heims- met sitt í stangar- stökki KÍNVERSKA stúlkan Sun Caiyun stökk 4,12 metra í stangarstökki á innanhúss móti í Berlín á laugardag og sveif yfir 4,13 metra á móti í Karlsruhe daginn eftir. Þetta var í fimmta sinn á árinu sem hún bætir metið og í fjórða sinn á hálfum mánuði í Þýskalandi. 28. janúar fór hún yfir 4,10 metra og 3. febrúar stökk stúlkan 4,11 metra. Hún stökk 4,08 fyrir ári en féll þá á lyfjaprófí og var metið dæmt ógilt auk þess sem Sun fékk þriggja mánaða bann. Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH - Fylkir 21 Höllin: KR - Víkingur ...18.30 Ilöllin: Ármann - Fram 20 Hlíðarendi: Valur - Haukar.. 20 ] Körfuknattleikur 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Leiknir 20 Aðalfundur tennisdeildar Þróttar Aðalfundur tennisdeildar Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.00 í Þróttheimum. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar lögð fram. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál. SStjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.