Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 C 7 Heimskringlan Þessi fullkomna tveggja linsu myndavél er mjög létt og meðfærileg. Með tvöföldum aðdrætti og breiðmynda- töku mun Slim Dual vélin skila frábærum myndum. Dagsetn. og ný vörn gegn rauðum augum við töku er meðal eiginleika hennar. Áður 12.950,- Kringlukast 9.900,-. AUDIOSONIC höfuðtól í hæsta gæðaflokki. Falleg og hljómgóð höfuðtól með digital hljómgæðum. Passa við allar gerðir hljómtækja. Verð áður 4.990,- Kringlukast 3.990,- nl D. Olympia Triumph nær- og nátt- fatnaður með 20% afslætti á Kringlukasti. Nýjar verslanir og stöðugar endurbætur Verslanirnar í Kringlunni taka ýmsum breytingum, sumar flytjast um set eða hætta og nýjar koma í staðinn, aðrar stækka við sig og alltaf er verið að breyta og bæta og huga að því hvernig best má þjóna þeim fjölda gesta sem heimsækja Kringluna á degi hverjum. Hér á eftir verður greint frá helstu nýjungum og breytingum í Kringlunni að undanförnu. Með allt sem tilheyrir konum Selena er ein nýrra verslana og opnaði hún fyrir rúmri viku. Hún er til húsa syðst á neðri hæðinni. -Hér verðum við með undirfatnað og fatnað fyrir eróbikk eða raunar allt sem til- heyrir konum, segja eigendurnir, þau Birna Magnúsdóttir og Benjamín Friðriksson. -Auk þess ætlum við að sér- hæfa okkur í brúðarfatnaði en hann kemur einkum frá enska framleiðandanum Trousseau. Að öðru leyti segja þau Birna og Benjamín að fatnaðurinn komi frá Frakklandi og Ítalíu. Þau eru ekki alveg ný í faginu því frá árinu 1988 hafa þau rekið heildverslunina BB sem ann- ast innflutning á undirfatn- aði. -Okkur fannst vanta betri dreifingu í þessum bæj- arhluta og ákváðum því að leigja verslunarrýmið sem hér bauðst en verðum áfram með heildsöluna. Birna er verslunar- stjóri og hefur með sér tvær stúlkur í afgreiðslustörfum. -Við erum bjartsýn á þennan rekstur, hér eru fleiri verslanir með undirfatnað en þær verða með mismunandi áherslur og stíl og teljum þetta því góða viðbót við framboðið sem fyrir er, segja þau Birna og Benjamln að lokum. Þriðji Hlöllabáturinn í Reykjavík Hlöllabátar sigldu hraðbyri í Kringluna síðustu dagana í febrú- ar og er þetta þriðji staðurinn sem þau Kolfinna Guðmunds- dóttir og Hlöðver Sigurðsson opna í Reykjavík en hinir eru i miðborginni og á Ártúnsholtinu. -Mér líst mjög vel á þetta fyr- irkomulag að hafa nokkra veitingastaði á sama svæð- inu, þá fá allir eitthvað við sitt hæfi og sambýlið við ná- grannana og andrúmsloftið hér er mjög skemmtilegt, segir Kolfinna en Hlöllabátar í Kringlunni bjóða sama úrval af smáréttum og hinir stað- irnir, salat, súpur og hina þekktu báta í ýmsum útgáf- um. Svavar Svavarsson stýrir daglegum störfum á staðnum í Kringlunni en Kolfinna og Hlöðver fara á milli og sjá um hrá- efnisöflun en þau annast einnig sjálf framleiðslu á salati og sósum. Hlöllabátar voru í Austurstræti en skiptu við veitinga- staðinn Létta rétti. -Það kom fremur snögglega til en við vor- um fljót að ákveða okkur og opnuðum hér 21. febrúar. Þess má geta að nafnið Hlöllabátar hefur náð út fyrir Reykjavlk því tveir staðir úti á landi hafa samið við þau Kolfinnu og Hlöðver um að fá að nota nafnið og bjóða þar með uppá framleiðslu Hlöllabáta. Allt á hátíðarborðið Borð fyrir tvo heitir verslun á neðstu hæð Kringlunnar sem ný- lega fluttist þangað úr næsta nágrenni, Borgarkringlunni. Þarna er á boðstólum borðbúnaður og hvaðeina er tilheyrir því að leggja á borð og skreyta. Auk borðbúnaðar býður verslunin dúka og vefnaðarvöru, ýmsar tækifærisgjafir, margháttaða gjafa- vöru og baðvörur frá Nils Yard sem fram- leiðir heilsuvörur. Eig- andi verslunarinnar Borð fyrir tvö er Arn- rún Kristinsdóttir en ásamt henni starfa tvær stúlkur við af- greiðslu. Verslunarrýmið er 90 fermetrar og er veggplássið vel nýtt til að raða upp borðbúnaði og setja smekklega fram það sem verslunin býður uppá. Nýjar flíkur úr gömlum efnum Á þriðju hæð Kringlunnar er saumastofan Listasaumur og þar ræður nú ríkjum Alda Þórðardóttir sem keypti stofuna á síð- asta ári en Alda hefur starfað í meira en þrjá áratugi við saumaskap. -Við önnumst fata- breytingar og lagfær- ingar fyrir flestar verslanir hér í Kringl- unni en þar fyrir utan gerum við mikið af því að þjóna fólki sem kemur beint af götunni til að láta breyta gömlum föt- um og sauma uppúr þeim nýjar flíkur, seg- ir Alda. -Mér finnst mikið hafa borið á því síðustu tvö árin eða svo að fólk nýtir föt af afa og ömmu og lætur sauma uppúr þeim fyrir fermingarbörnin. Þá er yfirleitt um að ræða vönduð efni og krakkarnir verða hreint glæsileg- ir í slíkum fötum. Ég hygg að þetta sé bæði tískufyrirbrigði og spurning um að fara ódýrari leið en kaupa ný föt, segir Alda og hefur I mörg horn að líta en starfsmenn saumastofunnar eru nú 6. Hún er á 70 fermetrum og er nýlokið við endurnýjun og lagfæringar á húsnæðinu. Meira rými fyrir leikföngin VEDES heitir eina leikfangaverslunin í Kringlunni, fyrir utan leikfangadeild Hagkaups, en hún hefur verið þar fré upphafi og flutti í byrjun mars nokkrum metrum norðar á neðstu hæðinni og stækkar um helming. —Við erum að stækka til að fá betra rými fyrir vörurnar því leikföng eru fremur pláss- frek. Við höfum staflað þeim upp á rönd, sett hvað ofan á annað og hengt kerrur og slika fyrirferðarmikla hluti uppí loft, segir Kolbrún Jóns- dóttir eigandi og verslunar- stjóri og segir jafnframt að viðskiptavinir hafi í raun sýnt ótrúlega þolinmæði þegar þeir hafa verið að skoða úr- valið og oft þurft að færa Selena býður undirfatnað og eróbikkfatnað fyrir konur. Birna Magnúsdóttir er verslunarstjóri og eigandi ásamt Benjamin Friðrikssyni. Svavar Svavarsson (t.v.) og Daníel Dagbjartsson standa vaktina i Hlöllabátum I Kringlunni. Alda Þórðardóttir (aftast) i saumastofunni Listasaumur annast hvers kyns breytingar og lagfæringar á flíkum. Kolbrún Jónsdóttir eigandi Vedes stækkar viö sig og flytur sig um set í Kringlunni i byrjun mars. Japis Fermingarsamstæðan SC-CH40 frá PANASONIC er framtíðareign (eins sú allrabesta í dag skv. dómum WHAT HI-FI) með 2x30 DIN watta magnara, geislaspilara, segulbandi útvarpi, fullkomnum tónjafnara, klukku og hátölurum. Venjulegt verð 69.750,- Kringlukast 59.900,- JAPISS SÍMI: 568 8199 Peysur áður 4.900,- Kringlukast 2.900,- Buxur áður 9.300,- Kringlukast 5.900,- hlutina fram og aftur í hillunum til að sjá hvað leynist á bak- við. Auk Kolbrúnar starfa tvær stúlkur við afgreiðslu á virkum dögum og fleiri bætast síðan í hópinn á laugardögum. Kol- brún segir að VEDES sé í þýsku innkaupasambandi og sjái verslunin að mestu leyti sjálf um allan innflutning. -Ég vona að við getum látið vöruúrvalið njóta sín til fulls í nýja húsnæð- inu og með því veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu, seg- ir Kolbrún og kveðst ekki hafa séð eftir að veðja á Kringluna * sem framtíðar verslunarstað. Kaffitár býður 14 kaffitegundir Kaffitár heitir nýjasti veitingastaðurinn í Kringlunni og er hann jafnframt verslun um leið því auk þess sem hægt er að kaupa kaffi- eða tebolla má þarna fá einar 14 tegundir af kaffi og nokkrar tetegundir líka til að taka með sér heim. Kaffitár er nefnt eftir samnefndri kaffi- brennslu í Njarðvík í eigu Aðal- heiðar Héðinsdóttur. —Eftir að hafa rekið kaffibrennsl- una í yfir 4 ár fannst mér tími til kominn að bjóða sjálf kaffi í smá- sölu og reka litla kaffistofu en kaffið okkar hefur fengist í ýms- um matvöruverslunum auk þess sem við sendum það í pósti, segir Aðalheiður. -Þegar við opnuðum I desember var ákveðið að fjölga kaffitegundum úr 7 í 14 og við bættum jafnframt við nokkrum tetegundum. Þessi nýi staður styður framleiðslustarfið og þessi hugmynd er búin að vera í deigl- unni mjög lengi. Ath. laugardaginn 11. mars síðasta dag Kringlukastsins verða verslanir Kringlunnar opnar til kl. 18.00 Linda Þórðardóttir hellir uppá kaffitár í Kaffitári og selur kaffi og te til að taka með heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.