Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA i 1 1995 LAUGARDAGUR 18. MARZ BLAD Guðjón keppir á tveimur Evrópu- bikarmótum GUÐJÓN Guðmundsson, nýbakaður íslands- meistari í fimleikum karla, tekur þátt í tveimur Evrópubikarmótum í áhaldafimleikum. Fyrri mótið verður í París um helgina og það síðara í Moskvu um aðra helgi. Eistlendiugurinn Rusl- an Ovtsinnikov, sem hefur æft með Gerplu í vetur, tekur einnig þátt í mótunum fyrir hönd Eistlands. Sjö Evrópubikarmót fara fram á þessu keppnistímabili og til að öðlast keppnis- rétt á heimsemistaramótinu sem fram fer í Japan í október verða keppendur a.m.k. að hafa tekið þátt í tveimur Evrópubikarmótum. Elva Rut Jónsdóttir til Austurríkis ELVA Rut Jónsdóttir, íslandsmeistari í fimleik- um kvenna í fjölþraut, tekur þátt i þriggja landa keppni í Vín í Austurríki um helgina. Keppend- ur á mótnu auk Evu Rutar eru; Þórey Edda Eíasdóttir, Sóiveig Jónsdóttir, Helena Kristins- dóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Jóhanna Sig- mundsdóttir. Fimleikasamband Austurríkis bauð íslendingum og írum til landskeppniimar. Bruce Grobbelaar vegabréfalaus ALLIR þeir fimm sem voru handteknir í vik- unni, grunaðir um að hafa tekið þátt í að hag- ræða úrslitum leikja í Englandi — Bruce Grob- belaar, Hans Segers, John Fashanu, unnusta hans og viðskipataðurinn Heng Suan Lim, eru vegabréfalaus. Vegabréf þeirra er í vörslu lög- reglunnar, þannig að þau geta ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Grobbelaar sagði $ gær, að hann vonaðist eftir að leika með Southampton gegn Nottingham Forest. Alan Ball, fram- kvæmdastjóri Southampton, sagði að hann væri í leikmannahópi sínum. Arsenal mætir Sampdoría Dregið var í Evrópukeppninni í gær. Drátturinn var þannig í Evrópukeppni bikarhafa: Arsenal (Englandi) - Sampdoria (Ítalíu). Real Zaragoza (Spáni) - Chelsea (Englandi). ■Fyrri leikimir verða leiknir 6. april, seinni leikim- ir 20. apríl. Úrslitaleikurinn fer fram í París 10. maí. UEFA-bikarinn Leverkusen (Þýskalandi) - Parma (Ítalíu). Juventus (ItaJíu) - Dortmund (Þýskalandi). ■Fyrri leikirnir fara fram 4. apríl og seinni leikim- ir 18. apríl. úrslitaleikimir — leikið heima og heim- an, fara fram 3. og 17. maí. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Ellefu landsleikir á þrettán dögum MAREL Guðlaugsson gerir hér tvö af níu stlgum sínum í leiknum án þess að Jón Kr. Gíslason komi vörnum við, en hann var sekúndubroti frá því að jafna fyrir Kefla- vík er þriggja stlga skot hans langt utan af velli fór belnt ofaní körfuna. Skagamenn með þrjú mörk á Kýpur ÍSL ANDSMEIST ARARNIR frá Akranesi gerðu jafntefli, 3:3, við norska liðið Kongsvin- ger í fjögurra liða móti á Kýpur í gær. Haraldur Ing- ólfsson, Sigurður Jónsson og Bjarki Pétursson skoruðu. Kristinn Friðriksson, leikmaður úr Þór, var valinn í 19 manna landsliðshóp Torfa Magnússonar sem landsliðsþjálfarinn tilkynnti í gær. Kristinn var ekki í síðasta landsliðs- hópi.Stór verkefni eru framundan hjá landsliðinu, m.a. þátttaka í undan- keppni Evrópumótsins í Sviss og Smáþjóðaleikarnir í Lúxemborg. Lið- ið verður erlendis samfleytt í 16 daga — leikur ellefu leiki á þrettán dögum. Fyrsta verkenfi landsliðsins verður að leika þijá vináttulandsleiki við Hollendinga 6. - 8. maí og síðan þrjá leiki við Dani 11. - 13. maí. Þessir leikir eru hugsaðir sem und- irbúningur liðsins fyrir alvöruna, sem er þátttaka í undankeppni Evrópu- mótsins sem hefst í Lugano í Sviss 22. maí. Torfí fer með 12 leikmenn til Sviss og þar verða sex leikir á sjö dögum. ísland er-í riðli með Austur- ríki, Sviss, Rúmeníu, Portúgal, Kýp- ur og Skotlandi. Þijú efstu liðin í riðlinum komast í undanúrslit Evr- ópumótsins þar sem leikið verður heima og heiman. „Við ætlum okkur að komast áfram í undanúrslit," sagði Torfí. „Möguleikar okkar verða að teljast nokkuð góðir ef við miðum við úrslit leikja okkar gegn þessum þjóðum undanfarin ár. Við eigum að vinna Kýpur, Austurríki og Skota en Rúm- enar og Portúgalir hafa verið með sterkari lið en við. Sviss er óskrifað blað, en sá leikur getur fyrirfram verið úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum." Strax eftir mótið í Sviss heldur liðið beint til Lúxemborgar og tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem hefjast 30. maí. Þar leikur íslenska liðið fímm leiki ájafn mörgum dögum. Lands- liðshópur Torfa (Nafn, félag og landsleikir): BryryarK. Sigurðsson, ÍA.......11 Falur Harðarson, KR...7........41 Guðjón Skúlason, UMFG..........70 Guðmundur Bragason, UMFG.......94 Herbert Amarsson, lR...........24 Hermann Hauksson, KR............9 Hinrik.Gunnarsson, UMFT.........7 Ingvar Ormarsson, KR............1 Jón Arnar Ingvarss., Haukum....51 Jón Kr. Gíslason, Keflavík....142 Kristinn Friðriksson, Þór......13 Magnús Matthíasson, Val........57 Marel Guðlaugsson, UMFG........11 Nökkvi Már Jónssoii, UMFG......40 Pétur Ingvarsson, Haukum........6 Sigfús Gizurarson, Haukum.......7 Teitur Örlygsson, UMFN.........74 Tómas Holton, UMFS.............53 Valurlngimundarson, UMFN......148 1 KÖRFUKNATTLEIKUR: BARÁTTA UPP Á SEKÚNDUBROT í GRINDAVÍK / E4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.