Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Heilbrigðisáætlun þarfnast endurskoðunar HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Flestar breytingar hafa verið jákvæðar. Aukin tækni hefur bætt gæði lækn- inga, einfaldað aðgerðir og aðra meðhöndlun og þannig stytt með- ferð og legutíma sjúklinga. Má þar nefna skurðaðgerðir sem nú eru framkvæmdar með kviðsjá og stytta legutíma sjúklinga um meira en helming, og nýja lyfjameðferð við magasári sem gera skurðað- gerðir óþarfar. Á móti má benda á að framfarir í meðferð flókinna sjúkdóma kallar oft á dýra og flókna meðferð. Með auknum fjölda aldraðra hefur umönnun þess hóps farið vaxandi. Sagt er að þörf fyr- ir læknisþjónustu fjórfaldist á hveijum fimm árum eftir sjötugs- aldurinn. Vaxandi áhersla á for- varnir skilar sér væntanlega í því, að dýrir og erfiðir sjúkdómar verða ekki til jafn snemma á aldursskeiði okkar, uppgötvast í tíma, þannig að auðveldara og ódýrara verður að meðhöndla þá. Verkefnin út af sjúkrahúsum Umskiptin valda því einnig að ýmsum sjúkdómum sem áður voru meðhöndlaðir á sjúkrahúsum er nú sinnt af einkareknum lækninga- stofum. Jafnvel skurðaðgerðir sem áður voru taldar flóknar eru nú framkvæmdar á þessum stofum. Þetta má telja hagkvæmt, þar sem fjárfesting sjúkrahúsanna er afar dýr og ætti því að nýtast fyrst og fremst til flókinna verkefna sem ekki er unnt að sinna utan þeirra. Einkareknar lækningastofur eru hins vegar hagkvæm- ur og ódýr valkostur, og ætti því að leggja áherslu á viðgang þeirra. Breyttar kröfur sjúklinga Breytingar hafa einnig orðið á kröfum sjúklinga. Þeir eru mun betur upplýstari en áður, þekkja betur til sjúkdómseinkenna og hvért skuli leita við kvillum sínum. Því eru þeir færari nú en áður um að ákveða sjálfir hvert skuli leita í hveiju tilviki. Fólk í dreifbýlinu býr yfirleitt við mjög góða frum- heilsugæslu, en á undanförnum árum hafa íbúar dreifbýlisins í æ ríkari mæli óskað eftir þjónustu fullkomnari sjúkrahúsa ef eitthvað stórvægilegt bjátar á, eða leitað beint til sérfræðings við kvillum sem það þekkir. Þetta er reynsla sérfræðinga í Reykjavík sem fá sjúklinga utan af landi án tilvís- ana. Heilbrigðisþjónustan endurskoðuð Þessar staðreyndir benda til þess að sú stefna í uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar sem við höfum búið við allt frá 1973 þurfi endur- skoðunar við. Endurskoða þarf framtíðarhlutverk einstakra sjúkrahúsa í dreifbýlinu, en þó þannig að fullt tillit verði tekið til öryggishagsmuna á svæðinu. Enn- fremur er nauðsynlegt að taka til gagngerrar endurskoðunar verka- skiptingu heimilis- lækna og sérfræðinga. Vera má að smám saman muni lítil sjúkrahús eða sjúkra- einingar í dreifbýlinu takmarka enn frekar þá þjónustu sem þau nú veita, sum leggi hana nánast niður en önnur einskorði þjón- ustuna við einfaldar aðgerðir og meðhöndl- un og öryggisvaktir. Sjúklingar sæki þá aðra þjónustu á full- komnari sjúkrahús. Breytt verkaskipting lækna Flestir læknar, í hvaða sérgrein sem þeir starfa, hafa fullt lækn- ingaleyfi. Því er nauðsynlegt að skoða hvort sú verkaskipting sem verið hefur milli sérfræðinga, jafnt heimilislækna (heilsugæslu- lækna) sem annarra sérfræðinga, sé eðlileg miðað við áherslubreyt- ingar og eftirspurn sjúklinga eftir beinni þjónustu sérfræðinga sem þróast hefur á undanförnum árum. Aukín þjónusta í stað steinsteypu Á undanförnum áratugum hafa fjölmargar byggingar risið, ætlað- ar heilbrigðisþjónustunni. Full ástæða er til að endurmeta þörf fyrir frekari byggingafram- kvæmdir. Sem dæmi má nefna að Sj álfstæðisflokkurinn hefur um langan aldur lagt áherslu á nauðsyn valfrelsi, fjölbreytni, gæða og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu, segir Lára Margrét Ragnarsdóttir. Stefna Sj álfstæðisflokksins er því stefna í takt við tímann. á höfuðborgarsvæðinu er mikið af auðu húsnæði sem nýta mætti fyr- ir slíka þjónustu. Fara á varlega í byggingu dýrra heilsugæslu- stöðva (sem kosta á annað hundr- að milljónir) og leita í stað þess valkosta í því húsnæði sem til er, ýmist með kaupum eða leigu. Áherslan á fyrst og fremst að vera á þjónustuna sjálfa en ekki stein- steypu, eins og oft hefur viljað brenna við. Endurskoða á fjármögnun Sú breyting sem orðið hefur á tækni og þar af leiðandi möguleik- um til lækninga og ekki síður fjölg- un í hópi aldraðra hefur leitt til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Kannanir hafa sýnt að þjóðin vill góða heilbrigðisþjónustu og er tilbúin til að greiða fyrir hana. Lára Margrét Ragnarsdóttir Hins vegar höfum við á undanförn- um árum búið við mikið aðhald í heilbrigðisþjónustunni og það hef- ur leitt til vandræða í þjónustu við aldraða. Enn fremur hafa ýmsir sjúklingahópar setið á hakanum, sjúklingar sem auðveldlega hefur verið unnt að hjálpa og koma út í lífið og til vinnu á nýjan leik. Nægir þar að nefna þá sjúklinga sem bíða eftir bæklunaraðgerðum. Því tel ég tímabært að huga að endurskoðun á fjármögnun til heil- brigðisþjónustunnar, þannig að unnt verði að mæta betur þörfum og óskum sjúklinga. Sú einokun sem Tryggingastofnun ríkisins hefur haft í sjúkratryggingum er engan veginn sjálfsögð við nútíma aðstæður og er full ástæða til að skoða hvort ekki beri að endur- vekja sjúkrasamlög í nýrri mynd eða huga jafnvel að tryggingum í einkageiranum. Stefna Sjálfstæðisflokksins og ný heilbrigðisáætlun Heilbrigðisáætlun sú sem sam- þykkt var á vorþingi Alþingis 1989 var unnin á grundvelli laga frá 1973 með endurskoðun 1984. Allar þær breytingar sem hér hefur verið minnst á gefa fullt tilefni til endur- skoðunar á þeirri heilbrigðisáætlun. Breytingamar benda til þess að þróunin hafí hneigst í átt til fjöl- breytni og hagkvæmari reksturs. -C. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langan aldur lagt áherslu á nauð- syn valfrelsi, fjölbreytni, gæða og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Stefna Sjálfstæðisflokksins er því stefna í takt við tímann. Því er löngu tímabært að Sjálfstæðis- flokkurinn taki þennan málaflokk í sínar hendur og stýri þeirri stefnu- mótun í heilbrigðismálum sem óhjákvæmilegt er að vinna og ljúka sem fyrst. Höfundur er alþingismaður og skipar 6. sæti á iista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. því þegar þessir flokkar voru í ríkisstjóm með broti af Sjálf- stæðisflokknum í ríkisstjóm Gunn- ars Thoroddsens. Þá var verðbólga á bilinu 80 til 100 prósent og laun og lán voru vísitölutryggð og héld- ust nokkuð í hendur. Sú ríkisstjóm framdi þann gjörning sem ég hef ætíð síðan kallað lögvemdaðan þjófnað að taka launavísitöluna úr sambandi en lét lánavísitöluna halda sér, sem í verðbólgu af þess- ari stærðargráðu þýddi ekki nema eitt að fólk eins og ég sem þá stóðu í íbúðarkaupum og með öll lán í hámarki vomm á skömmum tíma gerð eignalaus með einu penna- striki. Það er ömurlegt hlutskipti að eyða síðan 10 bestu árum sínum í leiguíbúð vinnandi eins og þræll til að borga lögfræðingum og bönkum vegna þess að einhverjum pólitíkusum þóknaðist að haga sér eins og þeir séu gersamlega úr sambandi við þann raunveruleika sem venjulegt launafólk býr við. Mér hryllti við þegar ég um daginn horfði síðan á sjónvarps- þátt þar sem þessir pótentátar vom samankomnir að ræða með alvörusvip um velferðarkerfið og íbúðarkaupendur í vanskilum þar sem eina lausnin sem allt þetta fólk sá fyrir fólk í vanskilum var lenging lána. Takið nú vel eftir, fólkið sem nú er í vanskilum gerði allt sína greiðsluáætlun þegar lagt var af stað í kaupin miðað við þann vemleika sem þá blasti við en það voru síðan stjórnvöld sem breyttu einhliða öllum forsendum þeirra greiðsluáætlana sem fólkið hafði gert og gerðu með því fjöld- ann allan af fólki að vanskilafólki. Hvernig er hægt að koma svo fram fyrir alþjóð og segja blákalt framan í þetta sama fólk, „þið standið ekki við ykkar skulbindingar og verðið því að hlíta því sem okkur þóknast að bjóða ykkur í formi lánalenginga eða á annan hátt sem okkur þóknast, eða missa eigur ykkar ella“. Ætlar fólk virkilega að láta þessa fugla komast upp með þetta án þess að krefjast fullra bóta af hálfu ríkisins eða fá leið- réttingu á sínum málum á réttlátan hátt án þess að við bemm skaða af á nokkum hátt? Hvernig getur það gengið að stjómvöld búi til þær aðstæður að fólk lendi í vanskilum og ætlast síðan til að við greiðum síðan þeirra aðgerðir fullu verði og láti eins og það komi þeim ekki við vegna þess að þetta bara gerð- ist svona? Ég hef það á tilfínningunni að ef stjórnvöld komast upp með þetta núna án þess að fólk fái sanngjarna leiðréttingu sinna mála þá sé þessari þjóð ekki við- bjargandi sökum endemis aum- ingjaskapar og við munum þurfa að taka öllu því sem þeim þóknast að bjóða okkur í framtíðinni. Ég vil beina því til fréttamanna að fara að spyija þetta fólk alvöru- spurninga um t.d. þessa hlið á þessu tiltekna máli og að þið fréttamenn finnið þær hliðar á öllum málum sem koma fólki í þessu landi beint við. Það á að vera ykkar hlutverk en ekki það sem þið hafið festst í að rabba almennt um landsins gagn og nauðsynjar og láta þetta fólk æ ofan í æ sleppa við að gefa skýr og afdráttarlaus svör, þannig að þeir sem enn hafa geð í sér að kjósa þetta lið, hafi að minnsta kosti lágmarksskilning á því sem það hefur fram að færa en sé ekki hálfringlað eftir að hafa hlustað á það. Að Iokum vil ég óska öllum sem standa í vanskilum vegna stjórnvaldsaðgerða góðs gengis í sínum málum og hafið, gott fólk, alltaf hugfast að þessar aðstæður eru ekki ykkur að kenna heldur þeim sem ráða hverju sinni. Athugið að það er enginn munur. Með baráttukveðjum. P.S. Ég er ekki í vanskilum enn- þá. Höfundur er hílstjóri. ÓSÝNILEGI herinn er stjómmálahreyfíng sem berst fyrir rétti óháðra og pólitískt óánægðra einstaklinga í „lýðræðislegu" þjóðfé- lagi. Þetta er ekki stjómmálaflokkur í hefðbundnum skilningi heldur svar óháðra og óánægðra einstaklinga við fordómum svokall- aðs „pólitískt þenkj- andi“ fólks sem okkur fínnst raunar réttast að kalla „lýðskmmara". Hver kannast ekki við klisjur á borð við „það ber vott um fáfræði og aulaskap að nýta ekki kosningarétt sinn i lýðræðislegu þjóðfélagi ... í það minnsta til að skila auðu og lýsa þannig óánægju sinni... auður seðill er ákveðin skoð- un“. Ef auður seðill er ákveðin skoð- un, af hveiju er hann þá talinn með ógildum? Er enginn munur á gildum seðlum og ógildum? Eru þeir ein- staklingar sem „sitja hjá“ við alþing- iskosningar kannski ógildir meðlimir samfélagsins, eins og klúbbfélagar sem vanrækja félagsgjöldin? Er lýð- ræði á Islandi? Þetta em allt dæmi um þau vandamál sem Ósýnilegi herinn á við að stríða. Vandamál sem áður nefndir lýðskmmarar vilja eyða með hrokafullu sinnuleysi og heima- tilbúnum stimpli sem á stendur „auli“, „vitleysingur" eða eitthvað því um líkt. Stimpilinn nota þeir svo miskunnarlaust á alla þá sem „sitja hjá“. Þetta óþverrabragð virkar líka mjög vel vegna þess að fæstir kæra sig um að fá þvflíkan niðurlægingar- stimpil á sig. Og líklega er það ein- mitt þessi ótti við stimpilinn sem rekur flesta landsmenn á kjörstaði því ekki virðast stjórnmál þess „lýðræðisríkis" sem ris- ið hefur á íslandi snú- ast um þau 90% sem sækja kjörstaðina. Hin- ir „þenkjandi" kjósend- ur hafa augljóslega ver- ið hafðir að fíflum með þátttöku sinni í þessu stjórnkerfi undir merkj- um lýðræðisins því í raun er ekki um annað en blekkingarmynd hins „fullkomna lýð- ræðis" vestrænna ríkja að ræða. Samskonar blekkingu má sjá í gömlum myndum af þingkosningum Sovétríkjanna sem iðulega fóru fram með meira en 90% Löggiltir kjósendur, segir Högni Sigurþórs- son, hafí neitunarvaldi þátttöku þótt í raun væri ekki um neitt að kjósa. Fyrsta og eina atriðið á stefnu- skrá Ósýnilega hersins er því að breyta lýðveldi íslands í 100% lýð- ræðisríki þar sem löggiltir kjósendur hafa neitunarvald. Lausnin er fólgin í því að ráðstafa sætum alþingis ekki aðeins miðað við það hlutfall þjóðarinnar sem sækir kjörstaði heldur miðað við hvem einasta löggiltan atkvæðisrétt. 100% lýðræði. Það er að segja, þeir 63 stólar sem nú eru í notkun yrðu því aðeins fullsetnir með 100% hlut- falli ,jákvæðra“ atkvæða. Miðað við um 90% kjörsókn (sem er furðu hátt hlutfall í núverandi lýðskrumara kerfí) myndi það þýða að af 63 sætum alþingis væru 6 auð og 57 setin. Vafalaust myndu stjórnmála- flokkarnir allir renna hýru auga til þessara auðu sæta á kjörtímabilinu °g leggja sig fram um að höfða til þeirra kjósenda sem hafa þau til ráðstöfunar. Aðeins með þessu móti öðluðust auðir og ónýttir atkvæða- seðlar ákveðið gildi og upp risi raun- verulegt lýðræði sem gæfí almenn- ingi ekki aðeins mismunandi játun- arvald heldur einnig réttmætt og ekki síður mikilvægt neitunarvald. Hlutfall „neikvæðra" atkvæða væri þannig mun líklegra til að knýja á um bætur í stjómmálum og veita þeim nauðsynlegt aðhald því flestum pólitíkusum þætti eflaust erfítt að horfa upp á sætin auð. Setjum sem svo að kosningaþátttaka færi niður í 60%. Þá væri þar ekki fávisku og aulaskap fólksins um að kenna held- ur stjórnmálunum sjálfum sem aug- ljóslega þyrftu að gangast undir aðgerð. En við þvflíkar aðstæður myndi líka án efa einhver gefa kost á sér til alþingis fyrir hönd þessara óánægðu kjósenda. Einhveijum kann að virðast fér- ánlegt að virkja með þessu móti „at- kvæði" einstaklinga sem gefa skít í stjómmál eða hafa kannski ekkert vit á þeim. Þess háttar mótrök er auðvelt að hrekja með mótspurning- unni „hvers vegna er það svo“. Væri ekki skynsamlegra að fræða fólkið og koma til móts við vilja þess en sniðganga það með fyrirlitningu eða í versta falli misnota atkvæðarétt þess með fólskum áróðri? Er lýðræði á íslandi? Höfundur er nemi við háskóla í Berlín. Ósýnilegi herínn gegn íslenska lýðræðiskerfinu Högni Sigurþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.