Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁHUGALEIKHÓPUR sem kallar sig Einn og átta frumsýnir á þriðjudaginn kemur gamanleik- inn Dyraverðina eftir Bretann John Godber í Tjarnarbíói. Hóp- urinn á rætur aðrekja til átaks- ins Ungt fólk í SÁÁ en hefur jafnt og þétt fært út kvíarnar og koma meðlimirnir nú víðar að. Hávar Siguijónsson er leik- stjóri en SÁÁ stendur straum af kostnaði við sýninguna sem er stærsta verkefni hópsins til þessa. Dyraverðirnir fjallar öðru fremur um sjálfsblekkingu. I verkinu er sagt frá ungu fólki sem fer út á lífið um hverja ein- ustu helgi og trúir því jafnan staðfastlega að eitthvað stórbrot- ið muni eiga sér stað. Frásögnin er hröð og knöpp og dregnar eru upp skyndimyndir úr næturlíf- inu. Gráglettinn húmor einkenn- ir sýninguna en skrautlegar uppákomur eru kryddaðar með orðbragði sem dregur dám af ' umhverfinu. Hafa öll fiktað við leiklist „Við eigum það öll sameiginlegt að vera léttbiluð," segja Ellen Guðmundsdóttir og Björgvin H. Stefánsson, tveir leikaranna átta sem mynda hópinn. Félagar þeirra eru Arnar H. Jónsson, Valgerður B. Stefánsdóttir, Skúli Friðriksson, Stefanía Thors, Thelma Brynjólfsdóttir og Svav- ar Björgvinsson. Þau eru öll á þrítugsaldri, gjörþekkja hvert annað og hafa áþekkan bak- grunn. Ekkert þeirra er þó öðru líkt. Félagarnir átta hafa allir fikt- unum. Hópnum hugnaðist sú hugmynd og í kjölfarið þýddi hann verkið á fjórum dögum í samvinnu við leikstjórann. „Það má vera að það sé hráskinns- bragur á þessari þýðingu en höf- undurinn tekur skýrt fram að heimilt sé að stytta verkið og breyta því að vild. Við tókum þeirri áskorun,“ segir Hávar. Mikil orka íhópnum Leikstjórinn segir að verkið henti hópnum einkar vel. „Þessi hópur er ólíkur mörgum öðrum áhugaleikhópum að því leyti að leikararnir eru allir á sama reki. Verkið er vissulega valið með það í huga en það bíður einnig upp á annarskonar vinnubrögð þar sem það er ekki sérlega formfast." Leikararnir eru á einu máli um að æfingatíminn hafi verið ákaflega skemmtilegur. „Það fær hver að njóta sín á sinn hátt og sýna sínar sóðalegu hliðar," segir Björgvin með glott á vör og Hávar tekur i sama streng: „Það býr mikil orka í hópnum og ég reyni að finna henni réttan farveg.“ Ellen hleypir brúnum þegar hún heyrir þessi ummæli. „Þú vildir hafa þetta óbeislað!" Dyraverðirnir verða fjórum sinnum á fjölum Tjarnarbíós á þessu vori. Framtíð leikhópsins Einn og átta er óskrifað blað en Björgvin fullyrðir að mikill vilji sé til að halda samstarfinu áfram. Þá útilokar hann ekki að starfsemin eigi eftir að hlaða utan á sig. „Það er fullt af góðum leikurum að þjást úti í þjóðfélag- inu.“ Skyndimyndir úr næturlífinu að við leiklist en Valgerður er sú eina sem hefur tekið þátt í hefðbundnu starfi leikfélaga. Eftir að hafa troðið upp við ýmis tækifæri um hríð langaði þau að færa sig upp á skaftið og setja á svið leikrit. Féll sú hugmynd í fijóa jörð innan vé- banda SÁÁ. Því næst leitaði leik- hópurinn á náðir Hávars sem var boðinn og búinn til að leggja hönd á plóg. Leikhópurinn Einn og átta var staðráðinn í að setja á svið gam- anleik en hafði ekkert ákveðið verk í huga. Hávar átti nokkur leikrit eftir John Godber í fórum sínum og stakk upp á Dyravörð- Morgunblaðið/Ámi Sæberg PÍURNAR eru sannfærðar um að röðin sé komin að helgi helganna. Morgunblaðið/Friðrik Friðriksson TÖFFARARNIR fara á stjá í skjóli nætur. Kammertónlist með kontrabassa Bottesini Septett er óformlegur hópur sjö tónlistarmanna sem heldur fyrstu tónleik- ana á morgun, sunnudaginn 7. maí, í Bú- staðakirkju og hefjast þeir kl. 17. Jón •• Ozur Snorrason hitti nokkra úr hópnum að máli, á kvöldæfíngu í húsnæði Tón- menntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu. fingin fór fram í gömlu bárujámshúsi á baklóð skól- ans sem einu sinni var líkhús og tilheyrði þá Franska spítalanum. Bottesini Septett skipa Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Herdís Jóns- dóttir á lágfiðlú, Sigurður Halldórs- son á selló, Þórir Jóhannsson á kontrabassa, Ármann Helgason á klarinett, Darren Stonham á fagott og Emil Friðfínsson á horn. Efnis- skráin samanstendur af verkum efitr Þorkel Sigurbjömsson (1938), Richard Strauss (1864-1919) og Ludwig Van Beethoven (1770- 1827). Þegar komið er inn í æfingahús- ið sjást fimm af þeim sjö hljóðfæra- leikurum, sem skipa sveitina, sitja í hring í miðju herbergi og mynda kvintett. Verkið sem þau eru að æfa er tónaljóð Richard Strauss um söguhetjuna Till Euienspiegel sem Strauss byggir efnislega á þýskri arfsögn. Ugluspegill þessi var hrekkjalómur og sagður hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar en frá- sögnin er einkum þekkt af þýskum og flæmskum almúgabókum frá því um 1500. Skyndilega gefur fiðlan tóninn og svo er haldið af stað inn í heim tónaljóðsins. Það eru ærsl í þessu verki og eftir stutta stund er stopp- að, málin rædd með nokkrum vangaveltum en síðan er haldið af stað á ný. „Þetta er nokkurs konar hringleikur,“ hugsa ég og reyni að láta fara lítið fyrir mér í horni her- bergisins, dreg mig frekar saman á meðan hljóðfærin eru þanin út, hlusta bara og horfí, kem auga á spegil á einum vegg, græna skóla- tölfu á öðrum og gardínur fyrir öll- um gluggum. Ég er með lítið upp- tökutæki í hendinni og eftir að síð- asti tóninn hljómar færi ég mig inn í hringinn og spyr hvort því fylgi einhver sérstök tilfínning að æfa lifandi tonlist í gömlu líkhúsi? „Við höfum ekki orðið vör við neitt óvenjulegt í þessu húsi,“ svara þau næstum því einum rómi en bæta þó við að „lágfiðluleikarinn, sem reyndar er Þingeyingur og mjög skyggn í þokkabót, segir að hér séu fleiri á ferli. Svo ér bara að sjá hvað .hún hefur fyrir sér í þeim efnum. En við fléttum auðvit- að saman líkum og lifandi tónlíst með því að leika verk eftir Iátin tónskáld, Beethoven lést árið 1827 og Strauss árið 1949 en Þorke|l Sigurbjörnsson er vissulega lifandi. Við veltum því nú ekki svo mikið fyrir okkur að þetta hafi einhvern tima verið líkhús. Það er reyndar fátt sem bendir til þess þegar við horfum í kringum okkur. Þetta er miklu fremur eins og hefðbundin kennslustofa. Það væri kannski helst hægt að kvarta yfir þrengslum og lélegum hljómburði. Þó hefur það sína kosti að búa við þrenging- ar á æfingartíma. Fyrir vikið erum við meira vakandi og gagnrýnni á flutninginn og kunnum því betur að meta gott húsnæði þegar kemur að því að halda tónleika." En hvað ræður því hvernig efnis- skráin er samsett og hvað tengir þessi verk saman? Þetta eru auðvitað allt erfið og krefjandi verk, hvert með sínum hætti en það sem ræður því hvaða verk veljast á efnisskrána tekur fyrst og fremst mið af hljóðfæra- skipan. Við getum líka sagt að val- ið fari eftir tímabilum í tónlistarsög- unni, það ríkir ákveðið jafnvægi í efnisskránni, eitt verk frá klassísk- um tíma, annað af rómantískum toga og það þriðja kemur úr sam- tímanum. Tónverkið eftir Strauss er upphaflega samið sem hljóm- sveitarverk og frumflutt í Frank- furt í marsmánuði árið 1896 og svo virðist sem Strauss hafi upphaflega ætlað sér að gera óperu úr þessum efnivið. Septett Beethovens er eitt af vinsælustu tónverkum hans og var upphaflega tileinkað Marie- Thérése keisaraynju. Frumflutning- ur verksins, sem er dagsettur 2. apríl árið 1800, er sérstakur að því ieyti að Beethoven stóð sjálfur að hónum en var ekki í þjónustu hjá öðrum. Verk Þorkels' er einn sam- felldur þáttur og samið fyrir gamlan skólafélaga hans, Ib Lanzky-Otto. Það var frumflutt á listahátíð í Reykjavík árið 1972.“ Leggið þið áherslu á eitthvað eitt umfram annað í flutningnum? „Markmið okkar er í raun mjög einfalt, að flytja þessi verk eins fagmannlega og við getum. Kamm- ertónlist byggist á samspili, per- sónuleg túlkun hvers hljóðfæraleik- ara er mikilvæg en í samhljómi við aðra.“ Morgunblaðjð/Kristinn EMIL, Þórir, Darren og Herdís og fyrir aftan standa Ármann, Sigurður og Sigurlaug Aðalhvatamaður að þessum tón- leikum er Þórir Jóhannsson,, kontrabassaleikarinn í hópnum, og mig fýsir að vita hvers vegna kontrabassaleikari sé að skipu- leggja kammertónleika? Það má kannski flokka undir sjálfsbjargarviðleitni, að skapa sér. tækifæri sjálfur í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri það. Kontra- bassinn er minna þekkt hljóðfæri í kammertónlist en hefðbundin kvartetthljóðfæri og með því að standa sjálfur að tónleikunum fæ ég meiru ráðið um efnisvalið enda sýnir það sig hvað kontrabassi og kammertónlist eiga vel saman. Svo hefur mig bara alltaf langað til að koma svona tónleikum í kring, að kynnast því hvernig sé að skipu- leggja og halda tónleika á íslaridi. Þó að ég hafí kannski komið tón- leikunum af stað, þá er það sam- vinna hljóðfæraleikarana sem skipt- ir öllu máli og áheyrendur koma til með að heyra afrakstur hennar á tónleikunum. Ég er mjög heppinn að fá svona gott fólk til að vinna með mér og eina sem ég geri um- fram aðra í hópnum er að standa í reddingum sem óhjákvæmilega fylgir svona tónleikahaldi. En nafnið á septettnum tengist öðrum kontrabassaleikara? Já, það er fengið að láni frá Giovanni Bottesini sem lék á kontrabassa og var vinsælt óperu- skáld og stjórnandi um miðja síð- ustu öld. Hann var ótvírætt snilling- ur og er eitt af stærstu nöfnunum á meðal okkar kontrabassleikara. Ég held að samsetningin hljómi bara nokkuð vel og geti virkað sannfærandi, ég er að minnsta kosti viss um það að Bottesini Ensemple hefði ekki verið betra. Höfundur stundnr blaðamennsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.