Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR VIKUNNAR
SJÓNVARPIÐ ■ STÖÐ tvö
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ LAUGARDAGUR 13. MAÍ
WQQ nil ►Eins °9 kona (Just
• LL.UU Likc a Woman) Bresk
gamanmynd frá 1992 um karlmann
sem hefur unun af því að klæðast
kvenmannsfötum og ævintýri hans.
LAUGARDAGUR 13. MAÍ
Mnn On ►Á glapstigum (Acr-
• LL,LU oss the Tracks)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1991
um ungan mann sem snýr heim að
lokinni betrunarvist en reynist erfitt
að halda sig frá lögbrotum.
VI OQ Jfl ►Taggart - Vítiseldur
nl. tú.'tll (Taggart: Hellfíre)
Skosk sakamálamynd um Jim Taggart
lögreglufulltrúa í Glasgow sem fær til
rannsóknar flókið morðmál.
SUNNUDAGUR 14. MAÍ
«99 nn ►Rússnesk pítsa og
■ tt.UU blús (Russian Pizza
Blues) Dönsk sjónvarpsmynd í léttum
dúr. Myndin vann til verðiauna í
Gautaborg 1993.
Stöð tvö
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ
VI Q<| JC ►Sveitastúlkan (The
Rl. L I.43 Country Girl) Þessi
hádramatíska mynd er gerð eftir leik-
riti Cliffords Odets um veikgeðja leik-
ara sem má muna sinn fífil fegri og
hefur hallað sér að bokkunni í eymd
sinni. Hann kemur illa fram við eigin-
konu sína og nærist í raun á styrk
hennar.
VI OQQflMr byssunnar (Year
III. tU.ÚU of the Gun) Áttundi
áratugurinn einkenndist af pólitískri
upplausn, ekki síst á Ítalíu þar sem
hryðjuverk settu svip sinn á daglegt
líf borgaranna. Aðalsögupersónan í
þessari spennumynd er David Ray-
bourne, Bandaríkjamaður sem starfar
í Róm og vinnur að fyrstu skáldsögu
sinni. Á þessum tímum stóð öllum ógn
af hryðjuverkum Rauðu herdeildanna
og stjórnvöld börðust gegn þeim með
öllum tiltækum ráðum. Stranglega
bönnuð börnum.
Kl. 1.
►Jennifer 8 Tauga-
trekkjandi spennu-
tryllir um útbrunninn laganna vörð frá
Los Angeles sem flyst búferlum til
smábæjar í Norður-Kalifomíu þar sem
lífið ætti að ganga áfallalaust.
VI 04 QC ►Háttvirtur
nl. L I.4.U maður (T
þing-
maður (The Dist-.
inguished Gentleman) Gamanmynd
sem dregur bandarískt stjórnmálalíf
sundur og saman í háði. Eddy Murphy
er í hlutverki svikahrapps frá Flórída
að nafni Thomas Jefferson Johnson
sem kann aldeilis að grípa gæsina
þegar hún gefst.
VI QQ Qll ►Háskaleg kynni
1*1. 4u.4U (Consenting Adults)
Hálfgerður lífsleiði er farinn að gera
vart við sig hjá Richard Parker og
Priscillu eiginkonu hans þegar þau fá
nýja nágranna, Eddy og Kay Otis, sem
eiga aldeilis eftir að hrista upp í til-
veru þeirra. Stranglega bönnuð börn-
um.
Kl.
IQD ►Ameríkaninn (Am-
■uU erican Me) Saga sem
spannar þijátíu ára tímabil í lífi suður-
amerískrar fjölskyldu í austurhluta
Los Angeles borgar. Fylgst er með
ferli síbrotamannsins Santana sem
lendir ungur á bak við lás og slá.
SUNNUDAGUR14. MAÍ
MQD CC ►Horfinn (Vanished)
• lU.UU Hjónin Charles og
Marielle Delauney njóta hins ljúfa lífs
í París árið 1929. En sorgin kveður
dyra hjá þeim þegar barnungur sonur
þeirra lætur lífið í hörmulegu slysi.
Charles kennir Marielle um hvernig
fór og hún er lögð inn á sjúkrahús
með taugaáfall. Við tökum þráðinn
upp aftur eftir eitt og hálft ár en þá
eru hjónin skilin og Marielle er sest að
í heimaborg sinni, New York. Þar
kynnist hún efnamanni og eftir stutt
kynni giftast þau og eignast son. En
gleði þeirra er skammvinn því Charles
skýtur upp kollinum í borginni og
stuttu eftir það hverfur sonurinn ungi
sporlaust.
HQQ QD ►Goldfinger Að þessu
. tU.LU sinni verður James
Bond að koma í veg fyrir að stórtæk-
ur gullsmyglari ræni Fort Knox, eina
helstu gullgeymslu Bandaríkjanna.
Hröð og spennandi mynd sem skartar
urmul af tæknibrellum sem hafa stað-
ist tímans tönn með afbrigðum vel.
MÁNUDAGUR 15. MAÍ
MQQ QC ►! klóm arnarins
. ÍU.tU (Shining Through)
Linda Voss er af þýskum ættum og
þegar lykilmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar í Berlín fellur tekst henni
að sannfæra Ed, sem er mjög háttsett-
ur innan leyniþjónustunnar, um að hún
sé manneskjan sem geti hvað best
fyllt upp í skarðið.
ÞRIÐIUDAGUR 16. MAÍ
MQQ QD ► Meðleigjandi ósk-
• LU.uU ast (Single White Fe-
male) Mögnuð og vel gerð spennu-
mynd með Bridget Fonda og Jennifer
Jason Leigh í aðalhlutverkum. Myndin
er gerð eftir metsölubók John Lutz,
SWF Seeks Same. Ung kona auglýsir
eftir ungri konu sem meðleigjanda.
Eftir skamma viðveru þeirrar síðar-
nefndu gerast undarlegir atburðir og
að lokum kemur til blóðugs uppgjörs
þeirra á milli. Stranglega bönnuð
börnum.
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ f
VI QQ QD ►Leyndarmál (Keep-
Rl. ÍU.ÍU ing Secrets) Myndin
er byggð á ævisögu Suzanne Somers
og fer hún sjálf með aðalhlutverkið.
Hér er sagt frá æskuárum leikkonunn-
ar, áfengisvandamálum, ófarsælum
hjónaböndum og elskhugum. Hér er
ekkert skafið utan af hlutunum, þeim
er lýst eins og þeir gerðust.
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ
VI QQ 1C ► Djásn (Bejewelled)
Rl. LL. lu Gamanmynd um
Stacey Orpington, safnvörð á Nýja
Englandi, sem er treyst til að flytja
gersemar ættar sinnar, Orpington-arf-
inn, til Englands. Stacey líst þó ekki
á blikuna þegar yfirmaður hennar og
unnusti ákveður að gera sem minnst
úr áhættunni og láta hana bera dýr-
gripinn í venjulegri hattöskju.
VI QQ CC ►Leitað hefnda
lil. tU.UU (Settle the Score)
Spennandi og áhrifamikil kvikmynd
um konu sem kemur aftur til heima-
bæjar síns eftir langa fjarveru og
kemst að raun um að maðurinn, sem
misþyrmdi henni kynferðislega fyrir
mörgum árum, er enn að verki.
Stranglega bönnuð börnum.
IQfl ►Fallandi engill
■uU (Descending Angel)
Spennumynd um virtan þjóðfélags-
þegn í Bandaríkjunum sem nú, mörg-
um árum síðar, er minntur rækilega
á þátttöku sína í fjöldamorðum á gyð-
ingum og sá, sem upplýsir fortíð hans,
er í bráðri lífshættu. Bönnuð börnum.
Kl.
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Strákar til vara ★ ir/2
Þijár vinkonur hafa hver sinn djöful
að draga en Hollywood fer offari enn
eina ferðina í tilfinningamálunum.
Leikkonurnar bjarga nokkru í mis-
jafnri mynd.
í bráðri hættu * it *
Flaustursleg en hröð og fagmannlega
gerð spennumynd um bráðdrepandi
vítisveiru og baráttuna við að stöðva
útbreiðslu herinar.
Rikki ríki (sjá Sagabíó)
Afhjúpun * ir *
Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda-
tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks
afþreying í flesta staði.
BÍÓHÖLLIN
Algjör bömmer ir
Grín og spenna blandast saman í svert-
ingjaspennumynd eins og þær voru
fyrir 20 árum. Andlaus formúluaf-
þreying.
Slæmir félagar ir'A
Spennumynd með heidur ómerkiiegum
aðalpersónum og litilli spennu í þokka-
bót.
Banvænn leikur -kirir
Lögfræðiprófessor kemur dauða-
dæmdum fanga til hjálpar í ágætlega
gerðum trylli þar sem Sean Connery
er traustur sem fyrr í hlutverki hins
réttláta manns.
Litlu grallararnir k ★
Ágæt barnamynd sem fer rólega í
gang en vinnur á eftir því sem á líð-
ur. Litllu krakkarnir standa sig vel,
þó ekki með sömu ágætum og hinir
sögufrægu forverar þeirra í Our Gang
stuttmyndunum.
Táldreginn kirir
Linda Fiorentino fer á kostum sem
voðakvendi í frábærri spennumynd um
konu sem gerir allt fyrir peninga.
„Ný-noir“ tryllir eins og þeir gerast
bestir.
Konungur Ijónanna iririr
Pottþétt fjölskyiduskemmtun frá Disn-
ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal-
setningu.
HÁSKÓLABÍÓ
Dauðataflið 'A
Dæmalaust óspennandi og ilia leikin
sálfræðileg spennumynd.
Höfuð uppúr vatni * ir
Norsk spennumynd og svört kómedía
um konu á sumarleyfiseyju og menn-
ina í kringum hana. Frambærileg en
varla neitt stórvirki.
Orðlaus irir
Rómantísk gamanmynd sem á marga
ágæta spretti enda Michaei Keaton
og Geena Davis skemmtileg í aðalhlut-
verkunum en endirinn er væmið Holly-
wood-númer sem skemmir mikið fyrir.
Ein stór fjölskylda ir'h
Kúgaður kærasti barnar fimm á einu
bretti. Þokkaleg hugmynd fær slæma
úrvinnslu í flesta staði.
Stökksvæðið ir'/i
Góð háloftaatriði er nánast það eina
sem gleður augað í íburðarmikilli en
mislukkaðri spennumynd sem reynist
ekki annað en B-mynd í jólafötunum.
Nell irir'A
Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem
framleiðir og fer með titilhlutverk
ungrar konu sem hefur ekki komist í
kynni við samtíðina.
Skógardýrið Húgó ★★
Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön-
um, elskulegum frændum vorum og
vinum, um Húgó hinn hressa sem
syngur og dansar og hoppar og hlær
smáfólkinu til ánægju og yndisauka
en hinum fullorðnu mest til angurs
og armæðu.
Forrest Gump ★ ★ ir'A
Tom Hanks fer á kostum í frábærri
mynd um einfelding sem ferðast um
sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára-
tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár,
skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri
saknaðarkennd og einstaka sinnum
ber fyrir sanna kvikmyndalega töfra.
LAUGARÁSBÍÓ
Heimskur, heimskari ★ ★ ★
Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á
langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og
Jeff Daniels. Hláturinn .lengir lífið.
Háskaleg ráðagerð ★ ir'A
Forvitnileg smámynd um saklausa
sveitastráka sem lenda í hremmingum
lífs síns. Leikstjórinn Warner er eng-
inn Tarantino en auðséð er hvert hann
sækir fyrirmyndina. Kemur á óvart.
Inn um ógnardyr ★★
Ný hrollvekja frá Carpenter kemur
honum ekki aftur á toppinn en það
eru hlutir í henni sem eru ágætir.
REGNBOGINN
Austurleið ir'A
Gamanvestri sem reyndist síðasta
mynd John Candys. Ekki sérlega
frumleg, flestir brandaramir virðast
endurunnir úr öðrum svipuðum mynd-
um.
Leiðin til Wellville 'A
Mislukkuð gamanmynd um heilsu-
ræktarfrömuðinn og kornflögukóng-
inn Kellogg. Nú fer allt úrskeiðis í
fyrsta sinn hjá Alan Parker.
Parísartiskan ★★
Nýjasta mynd Roberts Altmans er
hvergi nærri eins góð og hinar tvær
sem komu á undan. Minni menn hafa
svosem orðið fórnarlömb Parísartísk-
unnar.
Týndir í óbyggðum ★ ★
Ævintýramynd gerð í Lassíhefðinni
um ungan dreng og hundinn hans, sem
villast 1 óbyggðum. Ekki svo galin fjöl-
skylduskemmtun.
Rita Hayworth og Shawshank-
fangelsið ★★★
í alla staði sérlega vel gerð mynd um
vináttu innan fangelsisveggjanna og
meinfyndna hefnd. Robbins og Free-
man frábærir saman.
Himneskar verur ★ ★ ir'A
Afburðavel gerð mynd sem gefur inn-
sýn í andlega brenglun tveggja ungl-
ingsstúlkna er hefur í för með sér
hrottalegar afleiðingar.
SAGABÍÓ
Rikki rfki ★★
Dálagleg barnaskemmtun um ríkasta
drenghnokka í heimi sem á allt nema
vini. Macaulay Culkin fer hnignandi
sem stjama.
/ bráðri hættu (sjá Bíóborgina)
STJÖRNUBÍÓ
Ódauðleg ást ★ ★ ★
Svipmikil mynd um snillinginn Beet-
hoven fer hægt í gang en sækir í sig
veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið
óaðfinnanlegt.
Bardagamaðurinn ★★
Mynd sem er nánast tölvuleikur á tjaldi
enda byggð á einum slíkum. Tæknib-
rellumar og Raul Julia standa uppúr.
Vindar fortíðar iririr
Skemmtilegt og glæsilega kvikmyndað
flölskyldudrama. Verður ekki sú sögu-
lega stórmynd sem að er stefnt en virk-
ar frábærlega sem Bonanza fyrir þá
sem eru lengra komnir.