Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 C 3 RAFBÍLAR þurfa hvorki að vera ljótir né klunnalegir, sérstaklega þegar þeir eru framleiddir sem rafbílar en ekki umbyggðir brunahreyfilsbílar. Hér er dæmi um fallegan tvinnbíl, Esoro H 301 frá Sviss. FRAMTIÐARÞROUN RAFBILA Ur vidjum vanans VEGNA gnægðar af náttúrulegri, aðgengilegri og tiltölulega ódýrri orku gæti almenn notkun rafbíla brátt orðið álitlegri kostur hér á landi en í flestum öðrum löndum jarðar. Ef hugsað yrði af alvöru um að hvetja til notkunar rafbíla mætti þó ekki einfalda dæmið með því að líta eingöngu á bíiinn sjálfan. Málið verð- ur að skoða í samhengi íjölda þátta, eins og útvegun nægilegrar raforku, lagna og veitustöðva (fyrir rafmagn, vetni eða CNG), nægjanlegrar af- kastagetu heimilisrafmagns (í tilfelli rafbíla án efnarafala), sköttunar, samfélagslegra breytinga í kjölfar rafbílavæðingar, umferðaröryggis- mála o.fl. Rafbílavæðing mun áreiðanlega hafa mjög víðtækar og sjálfsagt víða ófyrirsjáanlegar breytingar á innri byggingu samfélagsins í för með sér. í dag eru öll vandamál í sam- bandi við rafbílavæðingu tæknilega leyst eða leysanleg, þ.e. á meðan ekki er tekið tillit til kostnaðar. En til þess að geta talað raunhæft um BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhentu í vikunni fyrsta Renault vöru- bílinn frá því fyrirtækið tók yfir umboð fyrir Renault í febrúar síðastl- iðnum. Um er að ræða Renault Maj- or R420 6x4 dráttarbíl, með 415 hestafla vél og drifí á báðum afturöxl- um, 18 gíra kassa, svefnhúsi og öðr- um venjulegum staðalbúnaði. Heild- LOKAGREIN möguleika á almennri rafbílavæð- ingu verður kostnaður að vera lág- markaður og í einhveiju samræmi við þann kostnað sem fólk þekkir nú af rekstri bifreiða. Viðtekin gildi Þótt fyrirsjáanlegt sé að kostnað- ur verði mjög ákvarðandi þáttur í brautargengi rafbílavæðingar meðal almennings mun þó vaninn reynast enn erfiðari þröskuldur að yfirstíga. Að yfirvinna fordóma gegn nýjum smíðaefnum, framúrstefnulegu út- liti, hljóðleysi í akstri, skorti á sprett- hörku og jafnvel öðrum og lægri umferðarhraða kallar áreiðanlega á gerbreytt viðmót til ýmissa viðtek- inna gilda. Almenningur verður jafn- vel að sætta sig við að hjólin snúist örlítið hægar í umferðinni, sem, svo mótsagnakennt sem það er, ætti að teljast kostur en ekki löstur í ljósi aukins umferðaröryggis. Fram- leiðsla rafbíla hér á landi gæti orðið arþyngd bílsins er 26 tonn. Kaupandi er Sandur hf., en eigandi og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Guð- mundur Ingi Karlsson. Sandur hf. gerir út þijá dráttarbíla og eru kaupin á Renault drátt- arbílnum liður í end- urnýjun á þeim flota. V arahlutaþjónusta fyrir Renault vörubíla er hjá B&L á Suður- landsbraut en viðgerðar- þjónusta fyrir þá hefur verið í höndum ET hf. frá 1992 og var sá samningur endurnýjað- ur þegar B&L tók yfir Renault umboðið. Renault Major er fá- anlegur með tveimur vélarstærðum, 385 og 415 hestöflum, sex hjóla með eða án framdrifs og tíu hjóla með búkka eða drif á báðum afturöxl- um. Markaðshlutdeild Renault vöru- bíla á íslandi 1993 og 1994 var um 10%. ■ til þess að auðvelda umrædda væð- ingu og stuðla að þeirri hugarfars- breytingu íslendinga sem nauðsyn- leg er, eigi rafbílar að verða almenn- ingseign. Bílar sem byggðir eru frá grunni sem rafbílar eru mun einfaldari í uppbyggingu en venjulegir bílar. Til þess að vega upp aflskort þurfa þeir til að byija með einnig að vera til- tölulega litlir og léttbyggðir og því lausir við ýmsan íþyngjandi þæg- inda- og aukabúnað. íslendingar hafa yfir að ráða víðtækri reynslu í meðhöndlun plastefna til smíða og munu ekki eiga í erfiðleikum með að búa til yfirbyggingar á þessa bíla. Fyrirsjáanlega munu þeir hvort eð er verða raðsmíðaðir úr einingum sem jafnvel verður hægt að kaupa til samsetningar, eins og um módel- smíði væri að ræða. Gullöld smáverkslæðanna? Sumir áhugamenn um rafbíla spá því jafnvel að stóru bílaframleiðend- urnir muni fara halloka í samkeppn- inni og nú upphefjist gullöld smá- verkstæðanna á ný, svipað því sem var í upphafi bílaaldar fyrir réttri öld. Að mati greinarhöfundar er brýnt að íslendingar fylgist vel með framþróun rafbílavæðingar í hinum ýmsu ríkjum jarðar, sérstaklega hvað snýr að rafbílum með efnaraf- ala. Ef þessi þróun verður jákvæð þarf tímanlega að hefja áætlunar- gerð og kynningu á rafbílum meðal almennings, vegna þeirra margþættu samfélagslegu áhrifa sem rafbíla- væðing mun hafa í för með sér. Þann- ig mun fólk verða betur undirbúið að nýta sér þessa nýju tækni þegar raunverulega verður tímabært að taka rafbíla í notkun, atvinnusköpun og mannlífi til framdráttar. ■ Jón Baldur Þorbjörnsson B&L afhendir fyrsta Renault vörubílinn FRÁ afhendingu B&L á fyrsta Renault-vörubíln- um. F.v.: Erna Gísladóttir framkvæmdastjóri B&L, Guðmundur Ingi Karlsson, framkvæmdas. Sands hf., og Heiðar Sveinsson sölustjóri Re- nault vörubíla hjá B&L. Scania innleiðir vettvangsprófun SÆNSKI vörubílabílaframleið- andinn Scania hóf fyrir skemmstu prófanir á nokkrum gerðum vörubíla sem talið er að geti orðið hluti af nýrri kynslóð frá Scania. Gerð var vettvangs- prófun á bílunum með því að láta starfsmenn Scania ásamt útvöld- um viðskiptavinum prófa upp- byggingu og eiginleika bílanna. Lars Gardell, sem er í forsvari fyrir hönnun grindar- og yfir- byggingar á Scania bílum, segir að fyrirtækið hafí á síðustu árum gert ítarlegar breytingar til batn- aðar á stórum hluta starfseminn- ar hvað viðkemur vöruþróun og framleiðslu. Reynsla viðskiptavinanna „Nú vinnum við að þróun á vörubílum framtíðarinnar. Við- skiptavinir búast við því að Scan- ia sé í fararbroddi varðandi tæknilega þróun, hvað viðkemur framleiðslu farartækisins, hag- kvæmni í rekstri þess og um- hverfiseiginleikum. Við eigum von á því að öðlast frekari reynslu frá þeim. Vettvangsprófun veitir okkur líka þekkingu á því hvern- ig ný framleiðsla reynist, hvað varðar þjónustu og viðhaldsþörf. Prófanir sem við gerum sjálfir, hversu raunhæfar sem þær kunna að vera, geta aldrei komið í staðinn fyrir reynslu af farar- tæki við raunverulegar aðstæð- ur,“ segir Lars Gardell. Scania er með 21.000 starfs- menn og framleiðslu í Evrópu og Suður-Ameríku. Scania bílar eru markaðssettir í 100 löndum og er 97% sölunnar í löndum utan Svíþjóðar. Velta á síðasta ári var um 27 milljarðar sænskar krónur og hagnaður eftir afskriftir var 3,8 milljarðar sænskra króna. ■ SCANIA flutningabíll í vettvangsprófun í Svíþjóð. NP VARAHLUTIR p fyrir japanska bíla Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land SMIÐJUVEGUR 24 C 200 Kópavogi SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 BÍLALÁKK SPARAR SANNANLEGA allt aö 20% BENSIN NÝTT í BÍLINN EINFÖLD ÍSETNING VERKFÆRI ÓÞÖRF FIMMTA HVER ÁFYLLING FRÍ ÁBYRGÐ SKILARÉTTUR HÁGÆÐA MEIRI KRAFTUR ■ MINNI MENGUN KERAMIC-SEGULL Segulsvið tækisins gerir eldsneytið rokgjamara í brunahólfinu. Petta veldur jafnari og fullkomnari bruna Kynningarverð í maí kr. 2.990 Sími: 565 1402 ’K “ - \ rM JI /~A ÍfíSP Við eigum litinn á bílinn á úðabrúsa. o r lcxca FAXAFEN 12 (SKEIFAN).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.