Morgunblaðið - 06.07.1995, Síða 4
T' 3
UOAfK
niOÍAJKMUníJOM
FRJALSIÞROTTIR
Reuter
KOMIÐ í mark í 100 m hlaupinu — Mlke Marsh, Frank Frederlcks, Namlbíu, Dennis Mitchell og Linford Christie.
Chrístie hovfði á
eftir Marsh og Johnson
BANDARIKJAMENNIRNIR Mike Marsh og Michael Johnson báru
sigurorð af Linford Christie í 100 og 200 m hlaupi á stigamóti
Alþjóða frjálsíþróttasambandsins Lausanne í Sviss í gærkvöldi.
Um leið undirstrikuðu þeir að þeir eru í geysilegu formi nú,
aðeins mánuði áður en heimsmeistaramótið hefst í Gautaborg.
Á sama móti náði Merlene Ottey besta tíma ársins 1100 m hlaupi
kvenna þegar hún kom í mark á 10,92 sek.
Mike Marsh sem er Ólympíu-
meistari í 200 m hlaupi sigr-
aði í 100 metra hlaupini í Lausanne
í gærkvöldi hljóp á 9,96 sek., en
meðvindur var of mikill til þess að
tíminn verði staðfestur í afreksbæk-
ur ársins. Annar varð Kanadamað-
urinn Donovan Bailey á 10,02 sek.,
en hann á besta tíma ársins í 100
m hlaupi. Bandaríkjamðurinn
Dennis Mitchell hafnaði í þriðja
sæti en Ólympímeistarinn Linford
Christie varð að gera sér fjórða
sætið að góðu, báðir voru þeir á
10,03 sek., en Micthell sjónarmun
á undan.
Michael Johnson stefndi að því
að setja heimsmet í 200 m hlaupi
á mótinu en það tókst ekki. Hann
sigraði í greininni á 19,96 sek, en
meðvindur var aðeins of mikill eins
9g í 100 m hlaupinu. Heimsmet
ítalans Pietro Mienna, 19,72 sek.
stendur því enn óhaggað. Johnson
varð langfyrstur því Frankie Fred-
riks kom í öðru sæti á 20,07 sek.
og Christie varð þriðji á 20,12 sek.
Gullverðlaunahafínn frá Ólymp-
íuleiknunum í Moskvu árið 1980 hin
35 ára gamla Merlene Ottey gerði
sér lítið fyrir og sigraði bæði 100
og 200 m hlaupi kvenna á mótinu
í Sviss. Hún hljóp á besta tíma árs-
ins í 100 m á 10,92 sek og hljóp
síðan 200 m á 22,07 sek., nokkru
síðar, sem er annar besti tími ársins
í greininni. Fleiri gullverðlaunahafar
frá Ólympíuleikum fóru á kostum í
gærkvöldi því Roger Kingdom gull-
verðlaunahafí frá 1984 og ’88 sigr-
aði í 110 m grindahlaupi á 13,11
sek. og var 5/100 úr sek., á undan
landa sínum Allen Johnson sem er
heimsmeistari innanhúss.
■ Úrslit / D2
Reuter
CARL Lewls (t.v.) varö aö sætta slg viö áttunda sætfö í 200
m hlaupl á 20,53 sek., en slgurvegarlnn var landl hans Mich-
ael Johnson (t.h.), sem kom í mark á 19,96 sek.
KORFUKIMATTLEIKUR
Torfi Magnússon ráðinn til Vals
TORFI Magnússon, fyrrum
landsliðsþjálfari og leikmaður
Vals, var í gser ráðinn þjálfari
úrvalsdeildarlids Vals í körfu-
knattleik. Það kom í hlut nýrr-
ar stjórnar körfuknattleiks-
deild VaJs, undir forsæti
Erlendur Eysteinsson, sem er
einnig formaður landsliðs-
nefndar KKÍ, að ganga fá
samningum við Torfa, sem mun
jafnhliða þvi að þjálfa meistara-
flokk karla, verða umsjónar-
maður þjálfara allra annarra
flokka félagsins.
„Við fögnum þvi að vera bún-
ir að fá Torfa heim á ný. Nú
tekur við starf samkvæmt
þriggja ára áætlun um endur-
uppbyggingu á ölium flokkum
þjá deildinni," sagði Erlendur
í samtali í gærkvöldi. „Upp-
byggingarstarf ið mun verða
unnið í samvinnu við aðrar
deildir félagsins meðal annars
með unglingastarfið í huga,“
bætti hann við.
■ DAVID Platt, enski landsliðsfyr-
irliðinn í knattsgyrnu sem leikur með
Sampdoria á Italíu, gæti verið á
heimleið.
■ FRÉTTIR enskra fjölmiðla
herma að Sampdoria hafi samþykkt
að selja Platt, en ekki félagið hefur
ekki upplýst hvaðan tilboðið kom.
Blackbum og Manchester United
voru þegar nefnd til sögunnar, en
nýjasta nýtt í málinu er að það sé
Arsenal sem sé að kaupa kappann.
■ BRUCE Rioch, hinn nýji fram-
kvæmdastjóri Arsenal, var í fríi í
Portúgal og er sagður hafa skotist
yfir til eyjarinnar Sardiníu í Miðjarð-
arhafinu, þar sem Platt er í fríi, til
viðræðna við hann. Fregnir herma
að Arsenal myndi greiða 5 milljónir
punda fyrir Platt — andvirði 500
milljóna króna.
■ MATT Le Tissier, enski lands-
liðsmaðurinn hjá Southampton,
segist ekki á förum. Framkvæmda-
stjórinn Alan Ball er farinn til Man.
City og orðrómur fór á kreik þess
efnis að hann myndi reyna að kaupa
Le Tissier, en leikmaðurinn segist
ætla að virða þriggja ára samning
sinn við félagið og hafi enga löngun
til þess að fara.
■ ÍRSKI landsliðsmaðurinn snjalli
Jason McAteer, félagi Guðna
Bergssonar hjá Bolton, hefur farið
skriflega fram á að verða settur á
sölulistann. Hann vill komast til ein-
hvers stóru liðanna — og það er
opinbert leyndarmál að Liverpool
er hans óskalið, enda fæddur og
uppalinn í borginni og lengi verið
aðdáandi félagsins. Talið er að Bol-
ton vilji fá 4 milljónir punda fyrir
McAteer.
■ NOTTINGHAM Forest hefur
keypt framheijann Kevin Campbell
frá Arsenal og Chris Bart Williams
frá Sheffield Wednesday.
■ CHRIS Fairclough, varnarmað-
urinn þeldökki, er farinn frá Leeds
til Bolton, sem Guðni Bergsson
leikur með. Kaupverðið var 500.000
pund.
■ BRASILÍSKU landsliðsmennirn-
ir Valdo og Ricardo Gomes eru
báðir farnir aftur til Benfica í Port-
úgal eftir fjögur ár hjá franska lið-
inu París SG. Valdo, sem er 31 árs
miðvallarleikmaður, samdi til
tveggja ára en varnarmaðurinn Go-
mes til eins árs.
■ ALAIN Sutter, svissneski
landsliðsmaðurinn hjá Bayern
Miinchen í Þýskalandi, er líklega
á förum til austurríska félagsins
Austria Vín. Hann hefur ekki stað-
ið undir væntingum hjá stórliðinu
síðan hann kom frá Niirnberg í
fyrra og Bayern vill selja framherj-
ann þó samningurinn renni ekki út
fyrr en 1997.
■ ENSKA úrvalsdeildarfélagið
gekk í gær frá kaupum á miðvallar-
leikmanninum Marques Isaias frá
Benfica í Portúgal fyrir 500.000
pund. Hann er 31 árs, fæddur í
Brasilíu en orðinn portúgalskur rík-
isborgari. Knattspyrnuáhugamenn í
Englandi muna eftir Isaias vegna
frábærrar frammistöðu hans í Evr-
ópuleik gegn Arsenal fyrir fjórum
árum.
■ MARK Hughes sem Chelsea
keypti frá Manchester United fór
í læknisskoðun og skrifaði síðan
undir samning við Lundúnafélagið í
gær. Chelsea borgaði 1,5 milljónir
punda fyrir Hughes, sem er 31 árs
og mjög öflugur framheiji.
■ DAVID Pleat, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Sheffield Wed., flýg-
ur í dag til Svíþjóðar til viðræðna
við landsliðsbakvörðinn Roland
Nilsson — í þeim tilgangi að fá
hann aftur til Wednesday. Hann
hætti í atvinnumennsku með Wed-
nesday í fyrra og flutti heim, þar
sem fjölskyldunni líkaði ekki í Eng-
landi, en íhugar nú að snúa aftur.