Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 D 3 íbRÓTTIR AKUREYRINGAR nældu í þrjá íslandsmeistaratitla í sand- spyrnu á laugardaginn var, þeg- ar síðasta keppni ársins fór fram á Sauðaárkróki. Tafðist keppnin nokkuð, þar sem flæddi yfir keppnissvæðið, en að lok- um tókst að Ijúka keppninni, þótt veðurguðirnir gerðu mönn- um erfitt fyrir. Einar Gunnlaugs- son, Einar Birgisson og Jón Haukur Stefánsson héldu uppi heiðri norðanmanna og unnu íslandsmeistaratitil, hver f sín- um flokki. Jón Haukur gerði sér lítið fyrir og sigraði í tveimur flokkum í keppninni á laugardaginn, bæði á mótorhjóli og á vél- Gunnlaugur sleða. Sigurður Rögnvaldsson Gylfason hirti hins- skrifar vegar titilinn í mót- orhjólaflokki, þótt hann yrði í öðru sæti og hyrfi af vettvangi áður en úrslit fóru fram, þar sem keppnin tafðist. Einnig varð Karl Gunnlaugsson meistari í flokki krosshjólamanna, þó hann keppti ekki vegna handarmeiðsla. Karl hlaut samtals 194 stig í Islandsmót- inu, en Davíð Ólafsson 176. Bjarni Valsson vann í keppni helgarinnar í flokki krosshjóla eftir úrslitaspyrnur við Ásmund Stefánsson. Gunnar Guðmundsson tryggði sér annan meistaratitilinn á árinu með því að vinna í flokki jeppa. Hann hafði þegar tryggt sér titilinn í flokki götujeppa í torfæru. Engu að síður UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Austurberg: KR-ÍBA.............16 Kaplakriki: FH - Víkingur......16 Valsheimili: yalur-Fylkir......17 Vestmeyjar: ÍBV-Fram........13.30 2. deild kai’la: Digranes: HK-ÞórAk.............16 ísaijörður: BÍ-Fjölnir......13.30 Sunnudagur: Landsleikur i handknattleik: Kaplakriki: ísland - Rúmenía..20 Körfuknattleikur Sunnudagur: Akranes: ÍA - KR...............20 Borgarnes: Skallagr.-Grindav....20 Akureyri: Þór-Valur............20 Njarðvík: Njarðvík - Tindastóll ...20 Seljaskóli: IR-Keflavík.......20 Smárinn: Breiðablik-Haukar....20 Knattspyrna Laugardagur: Landsleikur í knattspyrnu: Akranes: ísland - Frakkland...16 Sund Afmælismót SH í sundi fer fram i dag í Sundhöll Hafnarfjarðar. Upp- hitun hefst klukkan 13.30, en keppni byijar klukkan íjórtán. Frjálsíþróttir Öskjuhlíðarhlaup IR fer fram í dag og hefst klukkan 14. Skráning er í Perlunni frá klukkan 12.30. Hlaupið verður frá Perlunni og er boðið upp á tvær vegalengdir, 4 km og 7 km. Badminton Haustmót TBR verður haldið í hús- um TBR í dag og á morgun. Keppni hefst klukkan 13 í dag en klukkan 10 í fyrramálið. Borðtennis íslandsmeistarar Víkings í borð- tennis leika í Evrópukeppni meist- araliða gegn ísraelska liðinu Hapoel Ramat-Gan í dag í TBR húsinu. IMorðanmenn sigursælir Unnu þrjá meistaratitla í sandspyrnu á Sauðárkróki ikureyrl virka vel í sandspyrnu og inistækja. tapaði hann fyrir Rafni A. Guðjóns- syni í lokakeppninni í úrslitum, en fékk samtals 284 stig í íslandsmót- inu, en Rafn 214. Ánnar torfærukappi, Einar Gunn- laugsson varð meistari í flokki útbú- inna jeppa, þótt hann tapaði fyrir Gísla G. Jónssyni í úrslitum. Einar hlaut samtals 303 stig á móti 278 stigum Gísla. „Sandspyrnan gefur svipaða tilfinningu og keppni í tor- færu, en er mun fyrirhafnarminni. Torfæran er skemmtilegri, en spenn- an í sandspyrnunni stendur yfir í stutta stund — sekúndumar sem hver spyma tekur eru áhrifamiklar," sagði Einar í samtali við Morgun- blaðið. „Eg ætlaði að vinna þennan titil og leggja Gísla að velli í leið- inni. En ég „sofnaði“ á ljósunum og Gísli vann eftir að hafa stungið mig af í oddaspyrnu." í jeppaflokknum ók að nýju fyrmm tórfærumeistari, Þorsteinn Einars- son frá Grindavík. Hann hefur keypt keppnistæki Eyfirðingsins Helga Schiöth og ætlar að keppa í torfæru á næsta ári. Helgi hélt þó eftir vél og skiptingu úr jeppanum og hyggst jafnvel smíða tæki til keppni í sand- spymu. í opnum flokki náði Valur Vífils- son að aka á besta tíma dagsins á sérsmíðaðri grind, ók á 3,91 sek- úndu. Hann tapaði þó fyrir Jóni Hauki Stefánssyni, sem keppti á Thundercat-vélsleða og vann titilinn að auki. í fólksbílaflokki tryggði síð- an Einar Birgisson sér titilinn annað árið í röð á Chevrolet Nova, mikið breyttum bíl, sem einnig vann meist- aratitil í götumílu. Einar hefur spyrnt bílum hátt í fimmtán ár, en byijaði að keppa fyrir alvöru í fyrra. Hann vann titilinn í götumílu fyrir skömmu, en í henni var m.a. keppt á götum Akureyrar. „Það var geysilega gaman að keppa á götunum og hafa fleiri hundrað áhorfendur nærri. Ég er búinn að sjá þá sem mæta á kvart- mílubrautina, hundrað sinnum sömu andlitin, þannig að innabæjarkeppni gefur þessu nýtt líf. Kvartmílan er svipuð sandspymunni, en það er meiri hætta á að klúðra startinu á malbiki, missa bílinn upp í spól,“ sagði Einar. Bíll hans er löglegur á götunum, er með 355 Chevy-vél sem eyðir auðveldlega allt að 40 lítram á hundraðið. Hún er mikið breytt og sömuleiðis er fjöðrunarbúnaður bíls- ins sniðinn að keppni. Einar er mik- ill áhugamaður um akstursíþróttir, langar jafnvel í rallið í framtíðinni og var aðstoðarmaður Einars Gunn- laugssonar í torfærunni í sumar. „Það er meira en að segja það að keppa í torfæru, það er dýr útgerð. Ég prófaði bíl Einars eftir sandspyrn- una og jeppinn ók um allar trissur, eins og snigill. Ég réð ekkert við gripinn. Ég kann hins vegar vel á mitt tæki, stend það í botni í græna ljósinu og stýri í gegnum endamark- ið. Ég hef ekki enn fengið leið á því, enda bíllinn öflugur,“ sagði Ein- ar. Hann hlaut 324 stig í íslandsmót- inu í flokki götubíla, en Bjarni Hjalta- lín 172. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson EINAR Birgisson frá Akureyri varð Islandsmelstari í sand- spyrnu, en hann er jafnframt meistari í götumílu. Evrópudrátlurinn í gær var dregið í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa og félags- liða í knattspyrnu í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Eftirtalin lið dróg- ust saman í Evrópukeppni félagsliða: Auxerre (Frakklandi) — Nottingham Forest (Englandi) Barcelona (Spáni) — Guimaraes (Portúgal) Roma (Ítalíu) — Aalst (Belgíu) Lugano (Sviss) — Slavia Prag (Tékklandi) Chornomorets (Úkraínu) — Lens (Frakklandi) Bröndby (Danmörku) — Liverpool (Englandi) Werder Bremen (Þýskalandi) — Dynamo Minsk (Hvíta IJússlandi) Strasbourg (Frakklandi) — ÁC Milan (Ítalíu) Benfica (Portúgal) — Roda JC Kerkrade (Hollandi) Sparta Prag (Tékklandi) — Zimbrau Chisinau (Moldavíu) Bordeaux (Frakklandi) — Rotor Volgograd (Rússlandi) Kaiserslautern (Þýskalandi) — Real Betis (Spáni) Leeds United (Énglandi) — PSV Eindhoven (Hollandi) Sevilla (Spáni) — Olympiakos Piraeus (Grikklandi) Lyon (Frakklandi) — Lazio (Italíu) Bayern Múnchen (Þýskalandi) — Raith Rovers (Skotlandi) Fyrri leikimir fara fram 17. október og þeir síðari þann 31. október. Evrópukeppnl bikarhafa: Sporting Lissabon (Portúgal) — Rapid Vín (Austurr.) Dynamo Moskva (Rússlandi) — Hradec Kraiove (Tékklandi) Halmstad (Svíþjóð) — Parma (Ítalíu) Paris St Germain (Frakklandi) — Celtic (Skotlandi) Real Zaragoza (Spáni) — Club Brugge (Belgíu) Gladbach (Þýskalandi) — AEK Aþenu (Grikklandi) Everton (Énglandi) — Feyenoord Rotterdam (Hollandi) Trabzonspor (Tyrklandi) — La Coruna (Spáni) Fyrri leikirnir fara fram 19. október og þeir síðari tveimur vikum seinna, þann 2. nóvember. NACBreda..............6 1 2 3 7: 8 5 Doetinchem............6 1 2 3 9:13 5 Vitesse Arnhem........6 1 2 3 6:10 5 Utrecht...............6 1 2 3 3:9 5 Ahead Eagles..........6 1 1 4 7:14 4 Fortuna Sittard......6 114 3:14 4 Volendam..............6 1 1 4 5:17 4 Hjólreiðar Fjallahjólabrun: Úlfarsfelli, 24. september: Ólafur Tryggvason.......2.56 3.00 5.56 Oliver Pálmason.........3.02 2.58 6.00 Óskar Ágústsson.........3.22 3.26 6.48 Fjölnir Þorgeirsson.....3.14 3.36 6.48 Björn Oddsson...........3.35 3.17 6.52 ■Þetta var þriðja og síðasta mótið í keppn- inni um Islandsmeistaratitilinn. Lokastaðan: Oliver Pálmason..................14 stig Ólafur Tryggvason................12 stig Fjölnir Þorgeirsson..............10 stig HaraldurVilhjálmsson..............8 stig FELAGSLIF Curlingfundur Curlingnefnd ÍSÍ hefur upplýsinga- og umræðufund fimmtudaginn 5. nóvember kl. 17 í íþróttamiðstöð ÍSÍ. Rætt verður um skautasvellið í Laugardal og hugmyndir um að byggja yfir það og annað sem snertir Curling. Þátttaka tilkynnist til ÍSÍ fyrir 1. október. Danir unnu Svisslend- inga ÍEM DANIR unnu fyrri leik sinn, 23:19, gegn Svisslendingum í 5. riðli Evrópukeppni landsiiða í handknattleik, sem fór fram í Valby-höll- inni á miðvikudagskvöldið. 1.300 áhorfendur sáu Mort- en Bjerre og Nikolaj Jak- obsen skora flest mörk Dana, sex hvor. Marc Baumgartner skoraði flest mörk Svisslendinga, sex. Christian Stadil varði mjög vel í marki Dana, var besti leikmaður þeirra. Papin óhress með Reh- hagel FRANSKI knattspyrnu- kappinn Jean-Pierre Papin, er mjög óhress með Otto Rehhagel þjálfara Bayern Mttnchen fyrir að hafa sett sig út úr liðinu fyrir Emil Kostadinov frá Búlgaríu í Evrópuleiknum gegn Loko- motiv Moskvu. „Vandamálið er þjálfarinn og ef þetta breytist ekki vil ég fara frá félaginu. Ég tel mig eiga skilið að fá skýringu á því hvers vegna ég var tekinn út úr liðinu, en þjálfarinn talar ekki við okkur,“ sagði Papin. Rehhagel segist hins vegár ekki hafa komið illa fram við Frakkann: „Látum hann kvarta ef hann Iangar til. Ef ég tel að ég þurfi að gera breytingar á liðinu þá er það mitt mál. Ég á ekki að þurfa að eyða löngum tíma í að ræða það við ein- staka leikmenn." Havelange tekur ekki marká nýju sam- tökunum JOAO Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusam- bandins, segist ekki viður- kenna hin nýju alþjóðasam- tök atvinnuknattspyrnu- manna sem Diego Maradona kom á laggirnar fyrir skömmu. „Ég efast um að Maradona hafi hugsað sér að fara í verkfall árið 1986 þegar hann var uppá sitt besta. Þetta er dæmigert fyrir knattspyrnumann þar sem ferillinn er á enda,“ sagði Havelenge. „FIFA vinnur með knatt- spyi’nusamböndum þjóða en ekki með knattspyrnumönn- um þannig að ég get ekki fallist á neitt sem þeir segja. Ef leikmönnum líka ekki reglurnar þá geta þeir ein- faldlega ekki verið með í næstu heimsmeistara- keppni,“ sagði Havelange.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.