Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 4
AMERÍSKI FÓTBOLTINN Michael Irvin jafnaði 34 ára gamalt met ÚRSLIT Knattspyrna Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Dortmund - Karlsruhe.............1:3 (Sammer 65.) - (Dundee 26., Nowotny 59., Haessler 74. - vsp.). 33.546. HSV - Kaiserslautern.............3:4 (Goumai 35., Arweladse 54., Collins 75.) - (Kuka 14., 18., Flock 70., Siegl 117.). Diisseldorf - NUrnberg...........1:0 (Mill 56.). 10.000. England Bikarkeppnin, 3. umferð Reading - Burey..................2:1 ■Reading leikur heima gegn Southampton í 4. umferð. Bradford - Norwich...............3:5 ■Norwich komst áfram og leikur gegn annað hvort Bolton og Leicester. Skotland Úrvalsdeild: Motherwell — Hearts..............0:0 Frakkland 1. deild: Rennes - Guingamp........i.......3:0 Handknattleikur 1. deildkvenna STJARNAN - KR..................28: 20 Handknattleikur 1. deildkvenna STJARNAN - KR................28: 20 Fj. leikja u j T Mörk Stig STJARNAN 6 6 0 0 158: 93 12 HAUKAR 7 5 0 2 183: 123 10 FRAM 4 3 1 0 87: 66 7 ÍBV 5 3 0 2 109: 99 6 KR 6 3 0 3 141: 135 6 FH 5 3 0 2 98: 111 6 VÍKINGUR 5 1 1 3 97: 103 3 FYLKIR 4 1 0 3 68: 93 2 VALUR 6 0 0 6 119: 149 0 ÍBA 4 0 0 4 49: 137 0 Michael Irvin jafnaði 34 ára gamalt met í NFL-deildinni í fyrrinótt þegar hann hljóp 115 stik- ur með boltann fyrir Dallas Cowboys í 34:12 sigri gegn Philadelphia Eag- les. Þar með hafði hann hlaupið meira en 100 stikur með boltann í sjö leikjum í röð ogjafnað metið sem Charley Hennigan og Bill Groman hjá Houston Oilers áttu frá 1961 í Amerísku deildinni sem þá var. „Metið hefur mikla þýðingu," sagði Irvin. „Það var, eins og Switzer þjálf- ari sagði, sett áður en ég fæddist og þess vegna er þetta mikilvægt en sigurinn skiptir meira máli.“ Emmitt Smith fór 158 stikur með boltann og gerði tvö snertimörk. Hann hefur brotið 100 stiku múrinn 38 sinnum á férlinum, þar af sjö sinnum í vetur og á yfirstandandi tímabili er hann fremstur á þessu sviði með 1.137 stikur samtals, 245 fleiri en Barry Sanders hjá Detroit. Hann er í 15. sæti í sögu deildarinn- ar með samtals 8.320 stikur. Smith hefur gert flest snertimörk á tímabil- inu, 16 talsins, og 91 á ferlinum. GONGUDAGUR Ganga til betri heilsu SAMTÖKIN íþróttir fyrir alla og íþrótta- samband íslands verður með göngudag á morgun, fimmtudag. Einkunnarorð göngunnar er „ganga til betri heilsu". Haegt er að hefja gönguna frá kl. 12 við Reykjavíkurtjörn og kl. 20 við Perluna eða bara þegar hveijum og einum hentar. Gang- an átti upphaflega að vera 2. nðvember en var þá frestað vegna snjóflóðsins á Flateyri. Reuter MICHAEL Irvln fagnar snertimarkl gegn Philadelphia. Meistararnir úr leik DORTMUND sem á titil að verja í þýsku deildinni tapaði óvænt 3:1 á heimavelli gegn Karlsruhe í átta liða úrslitum bikarkeppninn- ar í gærkvöldi. Sean Dundee skoraði fyrir Karlsruhe um miðjan fyrri hálfleik og Jens Nowotny bætti öðru marki við á 59. minútu en Matthias Sammer minnkaði muninn sex mínútum síðar. Thom- as HSssler innsiglaði sigurínn úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Ég er auðvitað vonsvikinn því við fengum næg marktækifæri til að komast í undanúrslit," sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dort- mund. „En við áttum ekki skilið að sigra því við gerðum of mörg mistök í sókninni.“ Knattspyrnumaður Evrópu valinn úr hópi 50 leikmanna Fjórtán leikmenn fæddir utan Evrópu koma til greina Pórtán leikmenn frá löndum utan Evrópu, átta frá Suður- Ameríku og sex frá Afríku, eru á meðal 50 leikmanna sem koma til greina í kjöri Knattspyrnu- manns Evrópu sem franska viku- ritið France Football gengst fyrir á meðal íþróttafréttamanna víða um lönd, en kjörið hefur farið fram árlega síðan 1956. Til þessa hefur aðeins mátt tilnefna Evr- ópubúa en reglunum var breytt og nú eiga allir leikmenn með evrópskum liðum sama mögu- leika. Á listanum, sem birtur var í gær, eru meðal annarra Gabriel Batistuta frá Argentínu, Bebeto frá Brasilíu, Anthony Yeboah frá Ghana og George Weah frá Líber- íu. Reyndar voru þrír leikmenn fæddir utan Evrópu kjömir þeir bestu fyrstu 10 árin sem kjörið fór fram - Alfredo Di Stefano og Omar Sivori frá Argentínu og Eusebio frá Mozambique - en þeir áttu það sameiginlegt að vera löglegir með evrópskum landslið- um. I fyrsta sinn takmarkast valið við 50 fyrirfram ákveðna leik- menn en 50 íþróttafréttamenn í Evrópu velja þann besta úr hópn- um og verður greint frá niðurstöð- unum 26. desember. Búlgarinn Hristo Stoichkov fékk gullboltann í fyrra og er á listanum í ár. Sama er að segja um Roberto Baggio sem var kjörinn Knattspymumað- ur Evrópu í hittifyrra. Hollending- urinn Frank Rijkaard er einnig á listanum en hann lagði skóna á hilluna eftir að Ajax varð Evrópu- meistari í vor sem leið. Eftirtaldir leikmenn eru á list- anum: Markverðir: Bemard Lama (Paris St Germain/Frakklandi), Peter Schmeichel (Manchester United/Danmörku), Vitor Baia (Porto/Portúgal). Vamarmenn: Franco Baresi (AC Milan/Ítalíu), Julio Cesar (Borussia Dort- mund/Brasiltu), Fernando Hierro (Real Madrid/Spáni), Paolo Maldini (AC Milan/ítaliu). Miðjumenn: Dino Baggio (Parma/ítal- íu),.Mario Basler (Werder Bremen/Þýska- landi), Zvonimir Boban (AC Milan/Kró- atíu), Marcel Desailly (AC Milan/Frakk- landi), Didier Deschamps (Juvent- us/Frakklandi), Donato (Deportivo Cor- una/Spáni), Steffen Effenberg (Borussia Mönchengladbach/Þýskalandi), Luis Figo (Barcelona/Portúgal), Vincent Guerin (Paris St. Germain/Frakklandi), Christian Karembeu (Sampdoria/Frakkiandi), Jari Litmanen .(Ajax Amsterdam/Finnlandi), Andreas Möller (Borussia Dort- mund/Þýskalandi), Japhet N’Doram (Nantes/Chad), Augustine Okocha (Eintracht Frankfurt/Nígeriu), Fernando Redondo (Real Madrid/Argentínu), Frank Rijkaard (hættur/Hollandi), Mathias Sammer (Borussia Dortmund/Þýska- landi), Clarence Seedorf (Sampdoria/Hol- landi), Paulo Sousa (Juventus/Portúgal). Framheijar: Daniel Amokachi (Ever- ton/Nígeríu), Roberto Baggio (AC Milan/ltalíu), Abel Balbo (Roma/Argent- fnu), Gabriel Batistuta (Fiorentina/Arg- entínu), Bebeto (Deportivo Coruna/Bras- ilíu), Alessandro Del Piero (Juventus/ltal- fu), Juan Esnaider (Real Madrid/Argent- ínu), Finidi George (Ajax Amsterdam/Ní- geriu), Júrgen Kiinsmann (Bayem Miinchen/Þýskalandi), Patrick Kluiw rt (Ajax Amsterdam/Hollandi), Michael Laudrup (Real Madrid/Danmörku), Marc Overmars (Ajax Amsterdam/Hollandi), Fabrizzio Ravanelli (Juventus/ftalfu), Ronaldo (PSV Eindhoven/Brasiiíu), Dejan Savicevic (AC Milan/Júgóslavíu), Alan Shearer (Blackburn/Englandi), Hristo Stoichkov (Parma/Búlgaríu), Davor Su- ker (Sevilja/Króatíu), Gianluca Vialli (Juventus/Ítalíu), George Weah (AC Milan/Líberíu), Ian Wright (Arsenal/Eng- landi), Anthony Yeboah (Leeds/Ghana), Ivan Zamorano (Real Madrid/Chile), Gianfranco Zola (Parma/Ítalíu). ■ TREVOR Sinclair hjá QPR er í enska landsliðshópnum sem Terry Venables kynnti í gær vegna æf- ingaleiksins við Sviss í næstu viku. ■ SINCLAIR, sem er 22 ára og var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í október, á 13 . leiki að baki með enska ungmenna- liðinu en hefur ekki leikið a-lands- leik. ■ QPR greiddi Blackpool 600.000 pund fyrir Sinclair 1993 en verður að borga 50.000 pund til viðbótar leiki hann a-landsleik. Ray Wilkins, yfirþjálfari QPR, segir að Sinclair sé í hópi leikmanna sem metnir eru á 10 millj. pund eða meira, en hann hefur reynst QPR mjög mikilvægur eftir að Les Ferdinand var seldur til Newcastle. ■ PAUL Gascoigne , fyrirliðinn David Platt, Tim Flowers, mark- vörður Blackburn, Graeme Le Saux og Peter Beardsley, sem er 33 ára, koma aftur inn í hópinn en Ian Walker, markvörður Totten- ham, og John Beresford, vinstri bakvörður Newcastle detta út. Þá er Nick Barmby, miðheiji Midd- lesbrough, meiddur. ■ EFTIRTALDIR leikmenn eru í enska landsliðshópnum: Markverðir: David Seaman (Arsenal)og Tim Flowers (Blackburn). Vam- armenn: Gary Neville (Manchester Utd.), Rob Jones (Liverpool), Stu- art Pearce (Nottingham Forest), Graeme Le Saux (Blackburn), Tony Adams (Arsenal), Gary Pal- lister (Manchester Utd.) og Steve Howey (Newcastle). Miðjumenn: Gareth Southgate (Aston ViUa), David Platt (Arsenal), Paul Gasco- igne (Rangers), Robert Lee (Newcastle), Steve McManaman (Liverpool), Jamie Redknapp (Li- verpool) og Steve Stone (Notting- ham Forest). Framherjar: Trevor Sinclair (QPR), Dennis Wise (Chelsea), Peter Beardsley (Newcastle), Alan Shearer (Black- bum), Teddy Sheringham (Tott- enham) og Les Ferdinand (Newc- astle). ■ ROY Hodgson, landsliðsþjálfari Sviss, valdi miðjumanninn Raphael Wicky, sem er 18 ára, í 20 manna hóp en Wicky hefur ekki leikið a- landsleik. ■ EFTIRTALDIR leikmenn eru í svissneska hópnum: Markverðir: Marco Pascolo og Stefan Leh- mann. Varnarmenn: Alain Geiger, Stephane Henchoz, Dominique Herr, Marc Hottiger, Yvan Quent- in, Pascal Thiiler, Ramon Vega og Stephan Wolf. Miðjumenn: Christian Colombo, Sebastien Fo- urnier, Christophe Ohrel, Ciriaco Sforza, Alain Sutter og Raphael Wicky. Framheijar: Christophe Bonvin, Marco Grassi, Adrian Knup og Kubilay Tuerkyilmaz. Sem kurmugt er leikur Sviss í sama riðli og ísland í Evrópukeppninni. ■ LUIGI Apolloni var í gær valinn í ítalska landsliðshópinn fyrir Evr- ópuleikina gegn Úkraínu og Lithá- en. Hann kemur í staðinn fyrir Ro- berto Mussi, samherja hjá Parma, sem er meiddur. ■ EFTIRTALDIR leikmenn eru í ítalska hópnum: Markverðir: Angelo Peruzzi og Francesco Toldo. Varnarmenn: Antonio Benarrivo, Luigi Apolloni, Ciro Ferrara, Alessandro Costacurta, Paolo Negro og Paolo Maldini. Miðju- menn: Amedeo Carboni, Angelo Di Livio, Dino Baggio, Demetrio Albertini, Roberto Di Matteo og Francesco Statuto. Framheijar: Alessandro Del Piero, Massimo Crippa, Gianfranco Zola, Marco Simone, Pier Luigi Casiraghi og Fabrizio Ravanelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.