Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BMW 318i er með ávalar línur og inndregna sílsa. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sportlegur og kvikur BMW 318 BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar tóku við BMW umboðinu af Bíla- umboðinu sem nú er hætt starfsemi og hefur B&L tekist að gera þessa vönduðu þýsku bíla aftur sýnilega á íslenskum bílamarkaði. Fjöldi manns kom og sótti BMW-sýningu fyrirtækisins um síðustu helgi. Má ætla að þar í hóp hafi verið nokkr- ir BMW eigendur sem sagt er að séu afar tryggir gagnvart sínu merki og fylgist grannt með nýj- ungunum frá Munchen. B&L fékk í síðustu viku 1996 árgerð 3-línunn- ar sem fáanleg er í nokkrum út- færslum. 318i fernra dyra var tek- inn í reynsluakstur á dögunum og segir hér frá þeim kynnum. Sú gerð bílsins sem í boði er sem árgerð 1996 kom fyrst fram 1991 en hefur að sjálfsögðu gengið í gegnum ýmsar smærri breytingar og lagfæringar. 1994 kom sú vélar- lína sem nú er í boði en þó hafa ýmsar smærri breytingar verið gerðar á henni. Það ár skipti BMW út tímareimum í vélum sínum og setti í þær tímakeðjur á ný sem auka á öryggi og endingu vélarinn- ar. Ástæða þess að tímakeðjur voru á sínum tíma teknar út og settar reimar í staðinn var hávaðinn sem barst frá vélinni en með fullkomn- ari hljóðeinangrun vélarinnar þótti BMW rétt að nota á ný tímakeðjur. Að framanverðu er bíllinn með 5-línu ættarsvipinn, grillið er mjög svipað og allar línur en bíllinn er styttri. Sílsarnir eru inndregnir og öll horn rúnnuð af. Það er sama frá hvaða sjónarhomi litið er á bílinn, hönnun hans og útlit vekur alls staðar aðdáun, þetta er glæsikerra. Eyðslumælir Gott er að setjast inn í bílinn, hann er rúmgóður jafnvel fyrir há- vaxna. Handknúnar sætisstillingar eru í framsætum og em þau einnig lítra. Þó gæti verið erfiðleikum bundið að koma stærri hlutum fyr- ir í farangursrými vegna þess að hluti afturljósanna skaga nokkuð inn í rýmið og sömuleiðis taka hjóla- skálamar nokkuð pláss. Skottlokið AÐ innan eru allir stjórnrofar vel staðsettir. Morgunblaðið/Árni Sæberg . VÉLIN er 1,8 lítrar og skilar 115 hestöflum. Hún er komin með tímakeðju í stað tímareimar. hæðarstillanleg. Sætin em stíf og veita góðan stuðning til hliðanna. Stjómrofar eru allir mjög fínlegir en sterklegir. Undir hraðamæli er eyðslumælir sem sýnir bensínnotk- un á 100 km miðað við aksturslag. Án efa getur mælirinn hjálpað mjög til við að ná niður eyðslu ef menn em á þeim buxunum. Hliðarspeglar og framrúður em rafdrifnar. Gott rými er einnig fyrir aftursætisfar- þega pg farangursrýmið tekur 435 BMW318ÍÍ hnotskurn Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar, 115 hestöfl, bein innspýting. Drif: Afturhjóladrifinn, með 25% driflæsingu. Lengd: 443 sm. Breidd: 170 sm. Hæð: 139 sm. Þyngd: 1.205 kg. Hjólhaf: 270 sm. Eldsneytistankur: 65 lítrar. Eyðsla: 9,6 lítrar í bæja- rakstri, 5,7 litrar miðað við jafnan 90 km hraða á klst og 7,4 lítrar miðað við jafnan 120 km hraða á klst. Hröðun: 11,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Hámarkshraði: 201 km á klst. Staðalbúnaður: ABS-heml- alæsivörn, rafdrifnar rúður að framan og hliðarspeglar, hæðarstillanleg framsæti, samlæsing, útvarp/segul- band með 4 hátölurum, 25% driflæsing, upphituð aftur- rúða, styrktarbitar í hurðum, klukka. Staðgreiðsluverð: 2.498.000 kr. Umboð: Bifreiðar og land- búnaðarvélar, Reykjavík. opnast hins vegar alveg niður að stuðara. . Sportlegur fjölskyldubíll Við fýrstu kynni finnst að 318i býr yfir talsverðum sportlegum eig- inleikum án þess þó að gengið sé á innanrýmið. Fjöðmnin er fremur stíf en gefur þó vel eftir þegar ekið er yfir hraðahindranir. Gíranin í fimm gíra handskiptum bflnum er líka fremur lág og hemlamir em . sterkir, enda stærri bremsuskálar að framan en vant er í bílum í þess- um flokki. Innanbæjarakstur á 318i er skemmtileg reynsla þvi bíllinn liggur mjög vel á vegi og er furðu stöðugur í kröppum beygjum. Stýrið er nákvæmt og það þyngist þegar hraðinn á bílnum eykst. Uppgefin eyðsla á handskipta bílnum er 9,6 lítrar í borgarakstri en 5,7 miðað við jafnan 90 km hraða á klst. Lík- legt má telja að margir noti bflinn innanbæjar nokkuð rösklega án þess, vitaskuld, að bijóta umferðar- lög. Bfllinn býður einfaldlega upp á það. Þess vegna mætti ætla að eyðsl- an gæti farið nokkuð upp fyrir 10 lítra á hundraðið. Ekki er að efa að 318i sé góður í lengri ferðum og á meiri hraða því þrátt fyrir lága gímn er hann er hannaður með þarfir meginlandsbúa í Evrópu í huga og uppgefinn há- markshraði er 201 km á klst. Öflug vél Lítillega var farið út á malarveg á þessum bíl en bíllinn var þó ekki reyndur að marki við slíkar aðstæð- ur, sem þó væri full þörf á því hann er með 25% driflæsingu sem ætti að nýtast við erfiðar aðstæður, svo sem á malarvegum og í hálku. Á mölinni tók hann dálítið upp í sig og heyrðist þá fullhátt í undirvagn- inum. Skýringin á því er sú að enn átti eftir að ryðveija undirvagn bíls- ins og má fultvíst telja að með þykkri ryðvamarhúð hverfi þessi galli. Vélin er 1,8 lítra bensínvél, fjög- urra strokka, átta ventla, 115 hest- afla og skilar sínu án erfiðismuna og er fremur hljóðlát án þess þó að vera beinlínis þögul. Bíllinn er snöggur í viðbragði og togið virðist líka mjög gott, 168 Nm við 3.900 snúninga á mínútu. Vélin er með svokallað ICIM-kerfi, sem em lokur milli soggreina sem auka togið við lægri snúning vélar en auka afköst vélarinnar á hærri snúningi þegar þær em opnar. Frá öryggissjónarmiðum er 318L ágætlega búinn. ABS-hemla er þar fyrst að nefna en auk þess em stvrktarbitar í hurðum, krump- svæði að framan og aftan, hæðar- stillanleg bílbelti en líknarbelgur í stýri fæst sem valbúnaður. Þá er ótalin þjófavöm í lykli. Ekki er hægt að ræsa bílvélina nema með réttum lykli. Samlæsing er í bílnum. 318i femra dyra kostar 2.498.000 kr. sem er náttúmlega mikil fjárhæð fyrir bíl. En eitthvað vilja menn gefa fyrir BMW gæða- stimpilinn og þýsku natnina í hönn- un og vélfræðilegum úrlausnum. Þeir sem vilja bílinn sjálfskiptan þurfa að bæta við 208 þúsund kr. og fá þá fjögurra þrepa sjálfskipt- ingu með tölvuvali. ■ Guðjón Guðmundsson. FARANGURSRÝMIÐ tekur 435 lítra. FALLEG hönnun bílsins leynir sér hvergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.