Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Caput-hópurínn hefur
leikið inn á fimm geisla-
diska sem gefnir hafa
verið út á Ítalíu og sá
sjötti er á leiðinni. Kol-
beinn Bjamason, einn
*
Caput-liða, sagði Arna
Matthíassyni að Caput
hópurinn væri á vissum
tímamótum.
CAPUT-hópurinn, sem skip-
aður er fímmtán íslensk-
um einleikurum, hefur
vakið athygli víða um
Evrópu, ekki síður en hér á landi,
fyrir vandaðan flutning á nútíma-
tónlist og hugkvæmni í verkefnav-
ali. Hópurinn hefur farið víða um
lönd til tónleikahalds, þar á meðal
til Ítalíu, þar sem fimm diskar hafa
komið út á vegum ítalskra fyrir-
tækja með leik Caput-hópsins,
ýmist eins eða í slagtogi við aðra
listamenn, og sjötti diskurinn er á
leiðinni.
Kolbeinn Bjarnason flautuleik-
ari er einn Caput-meðlima, en aðr-
ir eru Eydís Franzdóttir óbóleik-
ari, Guðni Franzson klarinettleik-
ari, Brjánn Ingason fagottleikari,
Emil Friðfínnsson hornleikari, Sig-
urður Þorbergsson básúnuleikari,
Eiríkur Örn Pálsson trompetleik-
ari, Snorri Sigfús Birgisson, Daníel
Þorsteinsson, Helga Bryndís
Magnúsdóttir og Örn Magnússon
píanóleikarar, Auður Hafsteins-
dóttir, Gerður Gunnarsdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir og Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar,
Guðmundur Kristmundsson og
Helga Þórarinsdóttir lágfiðlu-
leikarar, Bryndís Halla Gylfadóttir
og Sigurður Halldórsson sellóleik-
arar, Richard Korn og Valur Páls-
son kontrabassaleikarar og Steef-
van Oosterhout og Eggert Pálsson
slagverksleikarar. Fleiri hafa
reyndar komið við sögu, en sami
kjarninn er ávallt til staðar.
Tvívegis til Ítalíu
Kolbeinn segir að Caput-hópur-
inn hafi komist í samband við ít-
ölsk tónskáld og útgefendur í
gegnum Atla Ingólfsson, sem lærði
tónsmíðar á Ítalíu og býr þar.
Hann segir hópinn hafa verið að
vinna með ungu kynslóðinni af ít-
ölskum tónskáldum, en þau hafi
byrjað að senda þeim verk vegna
Caput-hópurinn.
A TIMAMOTUM
þess að þau hafi frétt af hópnum
og heyrt upptökur héðan, en það
fyrsta sem gefið var út með Caput-
hópnum var tónleikaupptaka úr
íslensku óperunni. Sá diskur kom
út á vegum lítils útgáfufyrirtækis
og flestir diskarnir reyndar, en
Stradivarius, eitt öflugasta útgáfu-
fyrirtæki Ítalíu, hefur einnig gefið
út disk með Caput-hópnum, þar
sem hann flutti verk eftir Aldo
Clementi, eitt merkasta tónskáld
ítala á þessari öld.Kolbeinn segir
að hópurinn hafí tvívegis farið til
Ítalíu til tónleikahalds og tónleikar
yfirleitt verið teknir upp og gefnir
út og nú er á leiðinni annar Caput-
diskur frá Stradivarius.
Fimm hundruð manns á
tónleika í Róm
Kolbeinn segir að erfitt sé að
gera sér grein fyrir hve Caput sé
þekkt nafn á Ítalíu. „Það þekkja
ansi margir til okkar, en það fylg-
ist reyndar ekki stór hópur með
nútímatónlist yfirleitt. Það er erfitt
að gera sér grein fyrir því hvort
leikur okkar á plötum hafi haft eitt-
hvað að segja með aðsókn á tón-
leika, en við verðum vör við að fólk
þekkir eitthvað til okkar og vissu-
lega er ágætt að fá fimm hundruð
manns á tónleika í Róm,“ segir
Kolbeinn og vísar þar til tónleika
Caput i Róm.
Kolbeinn segir að það sé mjög
óreglulegt hvað hópurinn fari oft
út. „Eitt árið fórum við fjórum
sinnum út; fyrst til Lundúna að
spila í Wigmore Hall og á togara,
síðan fórum við í langa ferð og
ALDO CLEMEÞJTI
Adagio - ÖBrcnuso - Impromptu
Scherzo • Triplum
RICCARDO NOVA
Csrved Dut * Sex iMovti Organo
Sequcntia Supar Sex Nova Örgana
Soquentia Super B&nta VíBcóro
CAPUT ENSEMBLE
Hindemith forðað
frá gleymsku
ÞEGAR Paul Hindemith lést árið
1963 var hann talinn eitt af
' þremur áhrifamestu tónskáldum
aldarinnar en hin tvö voru ígor
Stravinskíj og Béla Bartok. A
næstu árum hirtu menn hins
vegar lítt um að flytja verk hans
o g Hindemith virtist ætla hverfa
I gleymskunnar dá. Tónlistar-
menn hyggjast nú taka sig á í
tilefni þess að í síðustu viku voru
100 ár liðin frá fæðingu hans.
Hafa Hindemith-hátíðir verið
haldnar í London og Frankfurt
vegna þessa.
Tónskáldið var fætt nærri
Frankfurt og þár eyddi það síð-
ustu æviárunum eftir að hafa
snúið heim úr útlegð. Heiðruðu
Frankfurt-búar Hindemith með
II tónleikum á liðnum tveimur
vikum. Þá mun konunglega
breska óperan setja á svið þekkt-
ustu óperu hans „Mathis der
Maler“, sem nasistar bönnuðu á
sinum tíma, og nýlokið er í Wig-
more Hall fimm daga alþjóðlegri
víóluhátíð, sem tileinkuð var tón-
skáldinu, en víóla var eftirlætis-
hljóðfæri Hindemiths.
Bandaríkjamaðurinn Peter
Sellars, sem stýrir uppfærslunni
á„„Mathis der Maler“, segir í
samtali við The European að
óperan hafi sl. tíu ár verið það
verk sem hann hafi haft mesta
löngun til að setja á svið. „Tón-
listin er mikill fjársjóður sem
fólk hefur enn ekki uppgötvað."
Hindemith var fyrsta tón-
skáldið sem kom fram í Þýska-
landi eftir fyrra stríð og eitthvað
kvað að. Ein fyrsta ópera hans,
„Mörder, Hoffnung der Frauen“
var fordæmd, sögð „viðbjóðsleg
og gróf“ eftir frumflutning sinn
í Stuttgart árið 1921. Sjálfur
hirti Hindemit.h lítt um slikar
Peter Sellars seg-
ir „Mathis der
Maler“ eitt af
meistaraverkum
aldarinnar.
yfirlýsingar. „Mér er alveg sama
hvort fólki fellur verkið eða
ekki, svo fremi sem það er heið-
arlegt og satt.“
Hann tók nasistana hins vegar
ekki með í reikninginn. Eftir að
þeir komust til valda átti Hin-
demith æ erfiðara uppdráttar,
þrátt fyrir að hann væri ekki
gyðingur. Hann reyndi þó í
fyrstu að laga sig að hinum
breyttu aðstæðum í þýsku þjóð-
félagi. „Hann átti i sífelldum
erfiðleikum með að átta sig á
því hversu langt hann gæti geng-
ið, hvað hann gæti sagt,“ segir
Sellars. „Hann gerði örvænting-
arfullar tilraunir til að þóknast
nasistum og samdi „Mathis der
Maler“ sem nokkurs konar bréf
til Hitlers. Hann reri inn á önnur
mið í tónsmíðum til að reyna að
ná eyrum Foringjans."
Það tókst ekki. Óperan er
byggð á ævi þýska 16. aldar
listamannsins Matthias Grune-
wald og lofsyngur þýska list. í
henni er hins vegar einnig fjall-
að um árekstra listar, stjórnmála
og samfélags. Fyrirhugaður
frumflutningur verksins árið
1934, sem Wilhelm Furtwangler
átti að sljórna, var bannaður og
tónlist Hindemiths lýst „úrkynj-
uð“. Árið 1938 hélt hann sjálfvilj-
ugur í útlegð, fyrst til Sviss en
þaðan til Bandaríkjanna.
Sellars segir óperuna vera eitt
af meistaraverkum þessarar ald-
ar.„Hún var tilraun Hindemiths
til að halda landi sínu saman,
að gera óperuna hluta af al-
mennri umræðu um það hvers
konar land Þýskaland ætti að
vera. Hún er ekki í þágu neins
og ekki gegn neinum.“
Sýningum á Mathis der Maler
lýkur 6. desember.
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 C 5
--------------------------------j
spiluðum á öllum Norðurlöndunum
og lékum einnig á fímm eða sex
tónleikum á Ítalíu. Það var þriggja
vikna túr og við vorum að flytja
mikið af verkum sem samin voru
fyrir okkur. Síðan fórum við til
Spánar á norræna menningarhá-
tíð, sem var mjög vel skipulögð og
merkilega vel sótt. Fjórðu utan-
landsferðina har svo brátt að, eins
og reyndar svo margt sem við erum
beðin um að gera, en við fórum
til Álandseyja áð spila á norrænni
tónlistarhátíð. Á þeirri ferð var
íslenskur fyrirvari. Það er því mjög
misjafnt hve mikið við höfum að
gera, en við höfum haldið upp í
19 tónleika á hálfu ári, sem er
ansi mikið.“
Samstarfi við ýmis tónskáld
Kolbeinn segir að þau séu í sam-
starfí við ýmis tónskáld sem séu
afbragðs góð, þó þau hafí ekki endi-
lega höndlað heimsfrægðina og
nefnir sem dæmi Bent Serensen,
sem samið hefur verk fyrir hópinn,
en hann fékk svo tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs.
„Við njótum góðs af norrænu
samstarfi og styrkjakerfí," segir
Kolbeinn og bætir við að þannig
hefðu þau aldrei getað farið í Norð-
urlandaferðina löngu og til Italíu
ef ekki hefði komið til öflugur
stuðningur sjóða á Norðurlöndun-
um.
„Við köllum okkur ensemble
vegna þess að við erum hópur ein-
leikara. Við erum stundum spurð
hvort við spilum aðeins nýja tón-
list, en sem einstaklingar erum við
að spila allskonar tónlist alla daga,
allt frá gamalli klassík í popp eða
þjóðlagatónlist. Caput var upphaf-
lega stofnað til að flytja ný íslensk
verk sem enginn annar hafði spil-
að. Þetta er ákveðin kynslóð af
hljóðfæraleikurum og ákveðin kyn-
slóð af tónskáldum sem er að semja
fyrir þá. Síðan hefur þetta smám
saman vaxið af sjálfu sér.
Á tímamótum
Við erum svolítið á tímamótum
núna. Ef við finnum að við erum
að batna, ef við fínnum þróun þá
endumst við endalaust. En sú þróun
verður ekki nema við fáum meira
næði tii að æfa okkur en við höfum
núna. Ytra erum við borin saman
víð hljómsveitir sem eru atvinnu-
hljómsveitir, þar sem hljóðfæraleik-
arar gera ekkert annað en spila í
sinni hljómsveit. Draumurinn er að
geta tekið sér einhveijar vikur á
ári í að æfa okkur, til dæmis erlend-
is, því annars gefst ekki frið. Það
er bara svo erfitt, því þó það sé til
skilningur, þá er ekki eins mikið
um peninga.“
EIN helsta hættan sem
steðjar að verkum
breska barnabókahöf-
undarins Enid Blyton
er svokölluð pólitisk rétthugs-
un, að mati eldri dóttur Blyton.
Hyggst hún nú reyna að kaupa
útgáfuréttinn að verkum móður
sinnar heitinnar, til að koma í
veg fyrir að þeim verði breytt
frekar en orðið er.
Það sem varð til þess að fylla
mælinn hjá Gillian Baverstock,
dóttur Blyton, var breyting sem
útgáfusfjóri gerði á einni bóka
skáldkonunnar er hún var
endurútgefin. Útgáfusljórinn
vildi færa bókina til nútímalegri
vegar og breytti orðinu „sí-
gauni“ í ferðalang. „Ferðalang-
ur minnir einna helst á hippa,
einhver sem stundar ekki vinnu.
Barn kynni líka að hugsa sem
svo; „ferðalangur" — hvað þýðir
það eiginlega? Er það sama og
þegar ég ferðast til að fara í
heimsókn til ömmu?“ segir Ba-
verstock í samtali við The Daily
Telegraph.
Hún er 64 ára, lifir hefð-
bundnu miðstéttarlífi þrátt fyr-
ir að hafa erft dágóða fjárupp-
hæð eftir móður sína. Æðsta
takmark Baverstock er að gæta
verka hennar. „Enid Blyton er
sígildur höfundur, en hún skrif-
aði í anda þeirra tíma sem hún
var uppi á. Hún vissi ekki að
sumt í bókum hennar myndi
teljast pólitísk ranghugsun.“
Eyrnastórum hlíft
Baverstock hefur stýrt fjöl-
skyldufyrirtækinu Darrell Wat-
ers frá því að Blyton lést árið
1968 og hún hefur háð harða
baráttu til að koma í veg fyrir
breytingar á borð við þá að
gera „Eyrnastóran" að „Hvít-
skegg“ til að hlífa þeim sem eru
með stór eyru.
En fyrr í mánuðinum var
fyrirtækið boðið hæstbjóðanda
til sölu, sem þýðir það að afkom-
endur Blyton kunna að missa
allan ráðstöfunarrétt á verkum
hennar. Ástæða sölunnar er sú
að 75% fyrirtækisins er enn í
einu tveggja dætra Blyton og
barna þeirra og nú vill meiri-
hluti þeirra koma þessum eign-
um sínum í verð. Baverstock
leitar nú eftir fjárhagslegum
stuðningi til að
geta keypt hlut
systur sinnar
og barnabarna
Blyton. Hún
óttast það að
bókum móður
sinnar kunni
að verða
breytt, eða að
svokallaðir
„hulduhöfund-
ar“ muni skrifa
bækur í anda
Blyton, komist
útgáfuréttur-
inn í rangar
hendur. Systir
hennar og börn
eru reiðubúin
að selja henni,
fái þau sanngjarnt verð fyrir.
Blyton bönnuð
Á síðustu árum hefur hörð
hríð verið gerð að verkum Bly-
ton. Árið 1981 bannaðit.d.
menntunarnefnd Lundúna bæk-
ur hennar. Þá hafa Baverstock
og systir hennar Imogen
Smallwood neyðst til að sam-
þykkja töluverðar breytingar á
einni bóka Blyton, Leikfanga-
landi. M.a. varð að bæta við
svertingjakonu í söguna til að
meira jafnvægi væri á milli
þjóðfélagshópa, að kröfu fram-
leiðanda sjónvarpsþátta sem
gerðir eru eftir sögunni. Þá
hafa orð eins og „hýr“ verið
tekin út úr textanum til að forð-
ast allan misskilning.
Margir eru þeirrar skoðunar
að mjög halli á stúlkur í bókum
Blyton, þær séu skræfur sem
neiti að taka þátt í ævintýrum,
kjósi fremur að halda sig inni
og smyrja samlokur handa
drengjunum en að skriða niður
myrk göng. Þannig voru stúlkur
aldar upp á tímum Blyton, og
svo er enn farið, að mati Bav-
erstock. „Þegar
ég kenndi, var
ég vön að
spyija stúlk-
urnar hvaða
sögupersóna úr
Fimm fræknu-
bóknum þær
vildu vera. Um
helmingurinn
vildi vera Ge-
org, ein eða
tvær vildu vera
Júlían, því hann
var leiðtoginn í
hópnum, en
margar vildu
vera Anna.
Þeim þótti það
afar spennandi
tilhugsun að
gæta að varðeldinum og sjá um
matinn,“ segir hún.
Þrátt fyrir gagnrýni á bækur
Blyton er hún enn einn vinsæl-
asti rithöfundur Bretlands og
engar barnabækur eru vinsælli
á bókasöfnum en sögur hennar.
Yfir 8 milljónir Blyton-bóka eru
seldar árlega í heiminum og
þær hafa verið þýddar yfir á
27 tungumál. Baverstock berst
fjöldi bréfa frá börnum sem
vilja eignast upprunalegu út-
gáfurnar af bókunum því að
þeim leiðast breytingarnar sem
gerðar hafa verið á þeim.
Ólíkar minningar
Minningar systranna, Imogen
og Gillian, um móður þeirra eru
afar ólíkar. Gillian Baverstock ,
er fjórum árum eldri og man
þá tíma er foreldrar þeirra,
Blyton og eiginmaðurinn, Hugh
Pollock, bjuggu enn saman. Gill-
ian minnist móður sinnar sem
hlýlegrar, heillandi og leiftr-
andi skemmtilegrar konu sem
sat með hana á hnjánum og
sagði sögur. Þær eltust með
Gillian, ævintýri breyttust í
spennusögur en Gillian stækk-
aði, t.d. Ævintýrabækurnar og
sögurnar um Hina fimm fræk-
nu.
Imogen segir móður sína hins
vegar hafa verið gersneydda
allri móðurtilfiningu og að hún
hafi hafnað sér. Hefur Imogen
skrifað bók um þessa sársauka-
fullu reynslu.
Vandamálin voru ýmis heima-
fyrir hjá Blyton og Pollock, sem
skildu er heimsstyrjöldin síðari
var í algleymingi. Neitaði Bly-
ton Pollock um að hitta dæturn-
ar og sáust feðginin aldrei aft-
ur, því Pollock lést skömmu á
eftir Blyton, áður en dætrunum
tókst að hafa uppi á honum.
Gillian Baverstock getur sér
þess til að með þessu hafi Bly-
ton ætlað að vernda dæturnar
gegn óþægilegum afleiðingum
hjónaskilnaðar á börn, en Bfy-
ton var sjálf skilnaðarbarn. I
bókum sínum býður Blyton
börnum upp á þá veröld sem
hún þráði sem barn; drauma-
land þar sem ævintýrin gerast
en örygginu er þó ekki raskað,
þar sem öll myrk göng enda á
björtum og hlýjum stað þar sem
boðið er upp á nýsmurðar sam-
lokur. Hún skildi það að börnin,
rétt eins fullorðnir, geta fengið
of stóran skammt af raunveru-
leikanum. Þau þurfa á flótta að ,
halda, ímyndun og skemmtun.
Þetta vonast dóttir hennar til
þess að varðveita.
Eldri dóttir barna-
bókahöfundarins
Enid Blyton legg-ur
allt kapp á að
kaupa útgáfurétt-
inn að bókum móð-
ur sinnar til að
koma í veg fyrir að
þeim verði breytt
Islensk ópera á geisladisk í fyrsta sinn
Ævintýraóperan Sónata
Hjálmar H.
Ragnarsson
Messíana
Tómasdóttir
með tungumálið, eða ólík
tungumál, í verkinu,
sungið er á hinum marg-
víslegustu tungum. Þann-
ig syngja brúðurnar hver
á sínu eigin máli, sem er
hluti af persónusköpun
þeirra, og hefur hvert orð
ákveðna merkingu. Merk-
ing málsins skýrist síðan
af tilsvörum eða við-
brögðum sögumanna.
Persónur og raddir þeirra
eru: Trompett sem talar
eingöngu með flautunni;
Sónata sem notar rödd-
uðu frammæltu samhljóð-
in en aldrei tvo eða fleiri
samhljóða saman; faðir
Sónötu sem talar afbrigði
af máli Sónötu og notar hæg orð með
ANÆSTUNNI kemur út í
fyrsta sinn íslensk ópera á
geisladiski. Þetta er ævin-
týraóperan Sónata eftir
Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu
Tómasdóttur. Verkið var frumsýnt í
íslensku óperunni á vegum Strengja-
leikhússins í október 1994 en þá sáu
alls um 6.000 skólanemendur á aldr-
inum 4-9 ára sviðsetningu óperunnar.
Verkið er samvinnuverkefni höfunda
og flytjenda sem eru fjórir talsins,
Sverrir Guðjónsson, kontratenór,
Marta G. Halldórsdóttir, sópransöng-
kona, Kolbeinn Bjarnason, flautuleik-
ari, og Guðrún Oskarsdóttir, sembal-
leikari.
Sónata ijallar um drenginn Tromp-
ett, sem óskar þess af öllu hjarta að
dúkkan hans, Sónata, lifni við.
Trompett verður vinur stóra Loga-
drekans og sigrast á hræðslu sinni
við frekjuna, hann Ansans Ára. Þann-
ig bjargar hann líka prinsessunni og
óskir hans rætast.
Messíana Tómasdóttir sem er höf-
undur sögunnar sagði í samtali við
blaðamann að verkið væri ævintýri
um andhetju. „Eg geri ráð fyrir að
margir geti speglað sig í aðalsögu-
hetjunni og því hvernig hún verður
til þess að bjarga málum og öðlast
hugrekki."
Messíana segir að mikið sé leikið
löngum sérhljóðum; Lífsfuglinn sem
tjáir sig meðal annars með fuglahljóð-
um, ásamt flautunni; Logadrekinn
notar fráblásin öng- og lokhljóð til
að líkja eftir hverskyns náttúruhljóð-
um og Ansans Ári hefur djúpa rödd
SVERRIR Guðjónsson syngur í ævintýraóperunni Sónötu sem kem-
ur einnig út á myndbandi í janúar.
en beitir jafnframt einhvers konar
jóðli, har.n er vonda persónan í verk-
inu og svelgist því á jákvæðum orðum.
Hjálmar H. Ragnarsson, sem er
höfundur tónlistarinnar, sagði að
hugmyndin á bak við verkið hefði
verið sú að búa til óperu sem væri
einföld í sniðum, einföld í framsetn-
ingu og skemmtileg fyrir fólk sem
hefði áhuga á ævintýrum. „Tónlistin
er mjög hljómræn og víða eru skír-
skotanir til hefðbundinna óperusmíða,
það eru einstök númer, það eru tengi-
kaflar, frásagnarkaflar og aríur. í
verkinu er jafnvel vísun í Töfraflautu
Mozarts."
Hjálmar sagðist telja að þetta væri
mjög vandað efni fyrir börn. „Söng-
ur, hljóðfæraleikur og öll framleiðslá
á þessu efni er mjög vönduð. Að mínu
áliti hefur allt of oft verið kastað til
höndum við gerð barnaefnis; menn
virðast frekar hafa haft gróðasjón-
armið að leiðarljósi þar.“
Hljóðritunin á diskinum er einnig
notuð í myndbandsupptöku af óper-
unni í gerð Þorvarðs Árnasonar, sem
kemur út í janúar.