Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 1
 | ÞRAUTIR \ BLAÐ Heimilisfang: MYIMDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORCUIMBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1996 rLskjmbi^í 1)3.4 Mamma bakar smákökur Pennavinir KÆRU Myndasögur. Ég er 9 ára stelpa úr Grindavík. Mig langar að eignast pennavinkonur á aldrinum 9-11 ára. Áhuga- mál mín eru: Bamapössun, hestar, körfubolti, kór og fiðla. Mynd fylgi fyrsta bréfí. Ég svara öllum bréfum. Gígja Eyjólfsdóttir Suðurvör 11 240 Grindavík Hæ, hæ og halló!. Ég heiti Asdís Ýr (Ása Ýr) og ég á heima í Grafar- voginum. Mig langar mjög mikið að eignast pennavin á aldrinum 11-13 ára, sjálf er ég 12. Hann/hún má vera ensk- ur, danskur og alls konar meir. Áhugamál mín eru: Íshokkí, fótbolti, skíði, hand- bolti og fleira. Ég vil taka það fram að ég svara öllum bréfum sem ég fæ. Sjáumst vonandi. Mynd fylgi fyrsta bréfí. P.S. 1. Ég get skrifað á ensku, dönsku og íslensku. P.S. 2. Strákar mega skrifa líka. Ásdis Ýr Ólafsdóttir Stararima 21 112 Reykjavík HÆ, Myndasögur Moggans. Eg heiti Róbert og er 8 ára. Ég er í 3.EJ í Varmárskóla. Ég tók þátt í keppninni um ísuppskriftir Kjöríss og LEGO, og veistu hvað! Ég vann heilan LEGO kastala og 20 græna Hlunka frá Kjörís. Ég sendi inn uppskriftina Skjöldur og sverð (Ríkharðs ljónshjarta). Ég hef sko aldrei verið svona heppinn. Mér finnst mjög gaman í LÉGO, ég er reyndar alltaf í LEGO og svo eru grænu Hlunk- arnir uppáhaldsísinn minn og líka vanillu Kjörís með súkkulaðisósu. Ég hef verið að hjálpa mömmu að baka smákökur fyrir jólin og ég sendi hér mynd sem ég teikn- aði af henni. Bless og gleðilegt nýtt ár. (Ég les alltaf Myndasögur Moggans.) Þinn Róbert Oddsson, Lækjartúni 13a, 270 Mosfellsbær. Myndin af mömmu þinni er meiriháttar flott, Róbert minn, og við samgleðjumst þér með vinningana. Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur. Á svellinu í frímínútunum RÁN Flygenring, Mjóuhlíð 8, krökkum í frímínútum á skóla- hált á skólalóðinni í vetrar- 105 Reykjavík, er höfundur lóðinni, sennilega í Hlíðaskóla hörkunum og eins gott að þessarar flottu myndar af í Reykjavík. Það getur verið kunna fótum sínum forráð. 9v skuggalegt HVAÐA skuggahlutar passa saman og mynda réttan skugga af stráknum með orfið (tréskaft sem ljár er festur á til að slá gras með) og ljáinn (sláttartæki, grasskeri úr málmi, oftast stáli) og heykvíslina? Lausnirnar geyma svarið - nema hvað. Lísa raðar kössum NÚ takið þið ykkur til og teljið kassana sem hún Lísa vinkona okk- ar hefur raðað óum- beðið. Gefið ykkur góðan tíma og einbeit- ið ykkur. Lausnir hafa að geyma svar við þessari þraut eins og mörgum fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.