Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 3
2 C LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 C 3 Menningin er toppur- inn á öllu Birgir Andrésson opnar sýningu á Sólon íslandus í dag. Þóroddur Bjarnason ræddi við Birgi sem sagði honum sitt- hvað um íslenska menningu og tengsl hennar við verk hans. EG HELD að ég sé að mörgu leyti sam- nefnari fyrir ástandið í íslenskri myndlist í dag. Eg hef fengið starfslaun og hef sýnt á stærstu myndlistarsýningu í heimi, Feneyjar-bienalnum, fyrir íslands hönd, samt vita jafnvel fáir hér heima hvað ég er að gera og hver ég er. Nú er ég tiltölulega nýkominn af bíenalnum, skuldugur upp fyrir haus enda bú- inn að leggja mikið í þetta í von um að fá eitt- hvað út úr því á móti. Maður tekur peninginn og eyðir honum í að búa til meiri myndlist og svo vaknar maður upp við það einn daginn að það eru mjög fáir sem hafa áhuga á „alvöru“ myndlist á íslandi," sagði Birgir Andrésson. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn maður og það er það sem hefur haldið mér gangandi. Ég hef rekið gallerí til að gefa ungu fólki tækifæri á að sýna myndlist og tekið ekkert fyrir og ég gaf verk til Sarajevo að ósk sýningarstjóra sem hreifst af sýningu minni í Feneyjum. Þetta er einmitt ástandið hér á landi, við erum sífellt að gefa og gefa.“ Birgir sagði að myndlistarmenn væru illa settir miðað við aðrar listgreinar að því leyti að oftast leigja þeir sali undir sýningar sínar og bjóða svo ókeypis aðgang. „Menn eru hræddir um að ef það kostar eitthvað smávegis inn þá viiji enginn koma og sjá,“ sagði Birgir. Hann sagði myndlistarmenn sjálfa að miklu leyti búna að koma sér í þessa aðstöðu og að þeir geti ekki snúið til baka sem einhver virkur áhrifahópur. „Það er hægt að skella skuldinni á skólakerfið eins og það leggur sig fyrir það hve myndlistaráhugi, myndnæmi og myndlistarþekking landans er takmörkuð. Mér fínnst það alveg stórfurðulegt þegar maður talar BIRGIR Andrésson myndlistarmaður. Morgunblaðið/Þorkell við háskólamenntað fólk að margt af því hefur svipað næmi á myndlist og 11 ára börn.“ Engin myndlist, engar kvikmyndir Hann sagði að svo virðist sem menn átti sig ekki á þeim áhrifum sem myndlist hefur á aðrar listgreinar eins og kvikmyndir og samfélagið sjálft. „Menn virðast ekki sjá tenginguna þarna á milli en um leið og eitthvað gefur sig í þessari keðju þá hrynur allt. Ef öll myndlist hyrfi á íslandi þá væri heldur engin kvikmyndagerð. Ef þú ræktar ekki þessa fleti þá verða þeir allir veikir og slappir. Þegar kemur að úthlutun peninga í listina þá er allt of mikið hugsað um að allir eigi að fá sneið af kökunni í staðinn fyrir að velja úr og gefa þeim sem teljast efnilegir góðan starfsgrundvöll til að þróa sína list og koma henni á framfæri. Peningamir af velgengni slíks listamanns sem byggi hér á landi myndi skila sér margfalt til baka.“ Lopafánar Á sýningunni verða blýantsteikningar af mann- gerðri íslenskri náttúru sem sýna uppgröft gam- alla íslenskra bæjarrústa og um leið ákveðið skipu- lag. Hins vegar sýnir hann handptjónaða íslenska fána í sauðalitunum. „Ég hef komist að því að þegar maður hugsar um ísland, íslenska menningu og menningararfleifð þá tekur fólk því alltaf sem maður sé með nostalgíu á heilanum en það er rangt því ef þú hugsar um ísland þá byggist öll menning hér á arfleið. Það er alltaf talað um þessa gömlu menningu eins og íslendingasögurnar og torfbæina, það er aldrei talað um íslenska nútímamenningu. Mín myndlist er endurspeglun af þeirri veruleikasýn sem íslendingar búa yfír í dag gagnvart sjálfum sér. íslendingar treysta sér varla til að vera með I nútímanum. Ég er ekki að segja að menn eigi að slíta sig frá arfinum en þeir verða að koma auga á hvernig hægt er að nýta hann með hjálp hugmyndaflugs og sköpun- argáfu. Maður verður að þora að viðurkenna að maður sé nútímamaður sem byggir á íslenskum veruleika og reynir að komast örlítð út fyrir hann, til að sjá þessa gífurlegu nálægð sem er einkenni okkar. Nálægðin við fjölskylduna, arfleifðina, sög- una og landið m.a. Aðspurður sagði Birgir að það sem væri ein- kennandi fyrir íslenska nútímamenningu sé sjálf- stæðisleysi og óöryggi. „Þú þarft ekki annað en að koma í heimsókn til fólks og þá verður það óöruggt með sjálft sig, veitingarnar og íbúðina. Menningin er toppurinn á öllu. Hún er litur samfé- lagsins og segir til um hverslags þjóð býr í viðkom- andi landi. Menningin er það sem stendur upp úr þegar talað er um öll stórveldi í sögunni. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast í Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Þeir eru á fullu að leita að menningu sinni til að geta skilgreint sig sem þjóð. Mörgum finnst sjálfsagt hallærislegt að sjá handpijónuð listaverk í sauðalitum en Birgir segir að það sé einmitt það sem hafi vakið athygli við verlrið, þ.e. áræðnina við að leggja í að nota það efni. „Þetta er auðvitað bara efni sem ég nýti mér. Ef lopi er hallærislegur og lopafánarnir mín- ir þá er lopaframleiðslan okkar hallærisleg og ís- lensk menning þar af leiðandi líka.“ sagði Birgir Andrésson. Tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur Tónlistargjörningur, klassík, blús o g fleira Kristinn Sverrir Sigmundsson Guðjónsson NÚ í lok janúar fer af stað seinni hluti Tónleikaraðar Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi. Tónleik- arnir eru á hveiju þriðjudagskvöldi í allan vetur. Tónleikaröð LR var hleypt af stokkunum í október síðast- liðinn. Fyrir áramót voru haldnir tíu tónleikar á Stóra og Litla sviði Borg- arleikhússins. Magnús Geir Þórðar- son, verkefnastjóri Borgarleikhúss- ins, sagði í samtali við blaðamann að á fímm þessara tónleika hefði verið uppselt. „Þetta hefur tekist vonum framar hjá okkur og tónlistar- mennimir hafa iðulega verið ánægðir enda finnst þeim aðsóknin hafa verið góð og jafnvel meiri en á aðra tón- leika.“ Dagskrá seinni hluta tónleikarað- arinnar á þessu leikári hefur verið ákveðin og má fínna þar fjölbreytt efni. 23. janúar Söngsveitin Fílharm- ónía og Elín Ósk Óskarsdóttir. Leik- hústónlist í heila öld. Sveinn Einars- son leikstjóri tók textana saman. Stjórnandi verður Úlrik Ólason en píanóleikari Jóhannes Andreasen. 30. janúar JJ-Soul Band og Vinir Dóra. Á tónleikunum verður fluttur blús og blúsbræðingur. Söngvari JJ- Soul Band er breskur og heitir JJ- Soul. Vinir Dóra leika hér með fjölda gestaleikara, en fyrir jólin kom út geislaplata frá sveitinni. 6. febrúar Pétur Grétarsson - slagverk. Á tónleikunum verður áhersla á slagverk. Flutt verða verk með slagverk í öndvegi. Með Pétri munu leika slagverksleikarar og Ka- barett-sveit hans. 13. febrúar Stórsveit Reykjavíkur ásamt söngkonum. Stórsveitin er eina fullskipaða Big-band landsins. Á tónleikunum munu söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Edda Borg og Emelíana Torrini vera í broddi fylkingar. Stjómandi tónleik- anna verður Stefán S. Stefánsson. 20. febrúar Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Ljóðatón- leikar Gerðubergs. Fluttur verður lagaflokkurinn „Die Schöne Magel- one“ eftir Brahms í íslenskri þýðingu Reynis Axelssonar en lesin verður stytt útgáfa sögunnar á milli laga. 27. febrúar Björk Jónsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. Á tónleikun- um verða fluttir dúettar eftir .Purc- ell, Haydn, Rossini, Dvorak, Brahms auk skoskra þjóðlagadúetta. Gerrit Schuil mun leika undir á tónleikun- um. 5. mars Hanna Dóra Sturludóttir sópran, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran, Gunnar Guðbjörnsson tenor, Sigurður Skagíjörð Stein- grímsson bassabariton og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Flutt verður dagskrá úr óperum. 12. mars Sverrir Guðjónsson - Söngur dauðans. Á tónleikunum mun fara fram tónlistargjörningur, þar sem tónlist, hreyfíng, hljóðmynd, lýs- ing og áheyrendur mynda eina órjúf- anlega heild. Verkin sem flutt verða eru öll ný af nálinni eftir innlenda sem erlenda höfunda. Þorsteinn Gauti Sigurðsson mun leika á píanó á tónleikun- um. 19. mars Schumania - I nóttinni. Á tónleikunum verður sviðsettur ljóða- söngur og ljóðaflutningur á tólf dúettum eftir Schuman, sem aldrei hafa verið fluttir áður á Islandi í einni heild. Dag- skráin er flutt af söngv- urunum Jóhönnu Þór- hallsdóttur og Sigurði Skagljörð Steingrímssyni ásamt píanóleikaranum Jóhannesi Andreasen. Þá munu leikaramir Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason flytja ljóðin í íslenskri þýðingu Karls Guðmunds- sonar og fleiri. Umsjón með dag- skránni hefur Hlín Agnarsdóttir. 26. mars Skólakórar - Graduale- kór Langholtskirkju, Kór Öldutúns- skóla og Skólakór Kársness. Flutt verða lög eftir íslenska og erlenda höfunda frá ýmsum tímum. Kórarnir munu syngja hver fyrir sig og einnig allir saman. 2. apríl Caput-hópurinn - Saga dátans. Hið rómaða verk Stravinskys byggir á þekktri rússneskri þjóðsögu um hermann á heimleið frá vígvellin- um. Saga dátans verður flutt af sjö hljóðfæraleikurum ásamt leikurum sem flytja söguna. 9. apríl Nína Margrét Grímsdóttir og Blásarakvintett Reykjavíkur. Á tónleikunum verða fluttir tveir kvint- ettar fyrir blásara og píanó eftir Mozart og Beethoven auk annarra verka. Blásarakvintettinn er skipaður Bernharði Wilkinsson flautu, Daða Kolbeinssyni óbó, Einari Jóhannes- syni klarínett, Jósef Ognibene hom og Hafsteini Guðmundssyni fagott. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram í miðasölu Borgarleikhússins. OSTA- MARKAÐUR Uppboð YFIRLEITT álíta íslendingar að listamarkaður fari eftir efnahagsleg- um uppgangi í hveiju þjóðfélagi fýr- ir sig, en svo er ekki nema að vissu marki, því hann lýtur alveg sérstök- um lögmálum. Þannig er hann víða að rétta við þótt atvinnuleysi og óáran ýmisleg heiji á viðkomandi þjóðheildir, enda varð kreppan meira fyrir mannleg mistök, skefjalausa græðgi listhöndlara og spákaup- manna, eins og ég hef endurtekið bent á í skrifum mínum. Myndlistarmarkaðurinn telst traustari skuldabréfum, gulli og gim- steinum og aðeins í deild impressjón- ista og skartgripa seldust þannig myndverk fyrir 363 milljónir dollara hjá uppboðsfýrirtækinu Sothebys í New Ýork á liðnu ári, sem er hvorki meira né minna en 94% aukning frá árinu á undan, en skart og eðalstein- ar fyrir 254 milljónir dollara sem er 39% aukning, og segir það nokkra sögu. Þannig eru þeir sem höfðu vit á að halda eftir listaverkum og fjár- festa í myndlist á síðustu árum, meðan verðið var í lágmarki og úr- töluraddir háværastar, nú sem óðast að uppskera fyrirhyggju sína og framsýni. Risarnir á uppboðsmarkaðnum eru sem kunnugt er Christieá og Sothebyá með aðalstöðvar í London og New York, og útibú víða um heim, en fyrirtækin tilkynntu bæði mestu veltu frá 1990 á síðasta almanaksári. Heildarvelta Sothebys nam 1,325 milljörðum dollara 1993 og hækkaði Dýrustu málverkin 1995 í 1,326 milljarða 1995, en varð 1,66 milljarður á síðasta ári sem gerir 2,5 milljarða þýskra marka, eða um 120 milljarða íslenzkra króna, og munu þetta einungis opinberu tölurnar frá New York. Margt gekk þannig uppboðsfirm- unum í haginn og bókaði Sotheby’s fjórða mesta hagnað frá upphafí með yfír þijátíu prósenta heildaraukningu frá í fyrra, en aukningin hjá Christi- e’s mun hafa numið sautján prósent- um, og var þriðja besta ár fyrirtækis- ins frá upphafi, einungis árin 1989 og 1990 skiluðu meiri hagnaði. Þess- ar upplýsingar komu allar fram á forsíðu listamarkaðsblaðs Frankfurt- er Allgemeine Zeitung laugardaginn 30. desember, en kálfurinn mun vera einn best skrifaði nákvæmasti og áreiðanlegasti í heimi hér. Menn taka þessa hluti fyrir i heimspressunni, enda má af þessum tölum ráða að list telst til verðmæta í útlandinu og kostar peninga eins og hvað annað, meira að segja mikla peninga. Er ekki einasta upp á punt og til gjafa svo við lítum okkur nær. Þá fjölgar alþjóðlegum kaup- stefnum listhúsa stöðugt, og þar er höndlað með allar tegundir myndlist- ar, og vel að merkja einnig þá rót- tækustu. Með tilliti til þess sem í húfi er er ekki nema von að þjóðim- ar og listhúsaeigendur haldi vel og fast utan um sína menn og greiði götu þeirra. Telji það ekki ölmusu til óþurftarfólks eins og kotþjóðir er lifa í falskri velmegun, sjálfsþægð °g þykjustuheimi óvita, þar sem handföst verðmæti rýrna að verð- gildi, en flest sem hverfur og eyðist verður stöðugt eftirsóttara og dýr- ara. Þessi uppgangur á markaðnum hefur kannski ekki mikið að segja almennt enn sem komið er, því sprenging hefur orðið í íjölgun lista- manna. Þeir hafa í fyrsta skipti í sögunni komið fullmótaðir úr skólum á síðustu áratugum, sem er alveg ný og öfugsnúin þróun, ásamt því að ofríki og oflæti sýníngarstjóra sem valta yfir öll fyrri gildi hefur aldrei verið meira. Svo er það líka annað, að upp- gangurinn var svo mikill og hömlu- laus í lok síðasta áratugar að hann hafði áhrif yfir alla línuna, og margt lítilsiglt listaverkið seldist á háu verði. Það hefur gert það að verkum svo sem fram kom í síðasta sjón- menntavettvangi mínum, að list- kaupendur eru orðnir mun varari um sig og vandlátari en áður. Þá má einnig koma fram að almenningur kaupir ekki list í útlandinu frekar en t.d. á endurreisnartímabilinu, og á listamarkaði gilda giska önnur lög- mál en í lágmenningunni svonefndu. Það er borgarastéttin, auðugir menn, fyrirtæki og hið opinbera, sem hafa tekið að sér hlutverk háaðalsins, páfa og listafursta fyrri alda. Uppboðsfirmu og listhús virðast hafa dregið mikinn lærdóm af hvörf- unum miklu og kreppunni í byrjun áratugarins. Sýnist spá Leos Castell- is, hins mikla listhöndlara í New York, vera að rætast, og markaður- inn að verða heilbrigðari og skyn- ugri. Svo við víkjum að uppboðunum hefur ekki verið boðið hærra í mál- verk sl. 5 ár en mynd Picassos er hann málaði af vini sínum, Angel Femandes de Soto (1903), olía á léreft 69,5x55,2 sm, sem var slegin söngleikjamógúlnum Anders Llyod Webber á 26,5 milljónir dollara, sem gerir 29,2 milljónir með öllum tilfall- andi kostnaði, og þurfa menn því að bæta 2-3 milljónum dollara við allar eftirfarandi tölur. Webbers bauð í myndina gegnum síma (Sothe- bys, New York). Myndin kom frá Japan og hafði verið greitt fyrir hana 26,4 milljónir dollara metárið 1989. Önnur dýrasta myndin var „Lág- skógur“ van Goghs (1890), olía á léreft 73,3x92 sm, slegin á 24,5 m. dollara í sama húsi. Þriðja; „S“pegill- inn“ eftir Picasso (1932), olía á lér- eft 130x96,8 sm, slegin á 18,2, m. dollara hjá Christieá New York. Metverð fékkst fyrir mynd Matisse „Hindúastelling" (1923), olía á léreft 73x60 sm, slegin á 13,5 m. dollara hjá Sothebys New York. Mynd Van Goghs, „Ungur maður með húfu“ (1888), olía á léreft, 47x39 sm, var í fimmta sæti, slegin á 12 m. doll- ara, Christies New York. Metverð fékkst svo einnig fyrir mynd Modigl- ianis, „Fyrirsæta með hálskeðju" (1917), olía á léreft, 91x59,7 sm, slegin á 11,3 m. dollara, Christie’s New York. í sjöunda sæti var mynd Picassos, „Drengur með pípukraga“, gvass á trefjaharðgrunn (1905), 76x65,5 sm, slegin á 11 m. dollara, Christies New York. Picasso er loks aftur í áttunda sæti; „Móðir og barn“, olía á léreft (1922), 100,5x81,5 sm, slegin á 10,9 m. dollara, Christies New York. Vakti það athygli að myndin kom frá Pa- melu Harriman, sendiráðherra í Par- ís, ásamt tveimur til viðbótar, sem mun hafa vakið undrun og blendnar tilfinningar í Bandaríkjunum. Eina myndin undir topp tíu, sem slegin var á höfuðstöðvum Christies í Lond- on, var „Dómkirkjan í Rouen, áhrifa- mögn miðskips" eftir Claude Monet (1894), olía á léreft, 106x73 sm, slegin á 6,9 milljónir punda. Loks er Modigliani í tíundá sæti; „Mynd- höggvarinn Oscar Miestchaninoff" (1916), olía á léreft, 81x60 sm, sleg- in á 8,5 m. dollara, Christies, N.Y. Og eins og ráða má af upptalning- unni voru þetta allt meðalstórar myndir og þar undir, svo ekki ræður stærðin kaupverðinu á heimsmark- aðinum. Athygli vekur að fyrir utan tvær myndir impressjónista eru þær allar eftir módernista, en gott verð hefur þó einnig fengist fyrir eldri myndir, sem bendir til þess að markaðurinn sé að styrkjast þótt breiddin sé ekki hin sama og við lok fyrri áratugar. Dijúga athygli vakti einnig að eintak af steinþrykki eftir Emil Nolde (1867- 1956) af dansandi konu var slegin á 550 þúsund þýsk mörk hjá Christieá í London, sem gerir um 25 milljónir íslenskra króna, sem er afar hátt verð fyrir grafískt blað, og marmarahöfuð eftir hinn almennt lítið þekkta ítalska myndhöggvara, Antonio Canova (1757- 1822), var slegin á 360.000 pund hjá Sothebys í London, eða 790.000 þýsk mörk, sem gerir um 36 milljónir króna. Bragi Ásgeirsson SPRENGING 1982 Roman Signer í Slunkaríki FYRSTA sýningin í Slunkaríki á þessu ári er á verkum eftir Roman Signer, sem er einn af þekktari myndlistarmönnum Svisslendinga í dag. I kynningu segir: „Verk Signers eru yfirleitt stuttir „eventar" eða atburðir, þar sem ákveðin breyt- ing eða hreyfíng á sér stað og geta þeir tekið allt frá sekúndu- broti upp í mánuð. Við þetta notar hann ýmsar tegundir orku, svo sem sprengiefni, vatnsorku, þyngdarafí eða varmaorku. Verk- BARNALEIKRITIÐ sívinsæla Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner verð- ur sýnt í Ævintýra-Kringlunni kl. 14.30 í dag. Það eru leikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem leika þá félaga. Sýningin tekur um 30 mínútur og er miðaverð 500 kr. Barnagæsla er innifalin í miða- verði. Á öðrum tímum kostar barnagæsl- an 100 kr. og geta börnin dvalist í einn og hálfan tíma í senn. í Ævin- týra-Kringlunni er lögð áhersla á skapandi starf hvort sem er á sviði Stefnir í Arnesi og Njálsbúð KARLAKÓRINN Stefnir í Mosfellsbæ heldur tvo konserta á Suðurlandi laug- ardaginn 20. janúar. Fyrri tónleikam- ir verða í Árnesi kl. 15.30 og þeir síð- ari í Njálsbúð kl 21. „Efnisskráin er fjölbreytt og skartar mörgu af því besta sem samið hefur verið fyrir karlakóra," segir í kynn- ingu. Á tónleikunum syngja Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Ásgeir Eiríks- son bassi einsöng með kórnum. Auk Elínar og Ásgeirs syngur einn kór- manna, Bjöm Ó. Björgvinsson tenór, einsöng { einu laganna. Stjómandi er Lárus Sveinsson og undirleikari er Sigurður Marteinsson. Nýlega kom út geisladiskur og snælda með söng kórsins en stóran hluta af efni tónleikanna er þar að finna auk annarra laga. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.000. Fyrirlestur í Norræna húsinu DANSKI hönnuðurinn og textíllista- konan Hanne Backhaus flytur fyrir- lestur í Norræna húsinú á sunnudag kl. 16. í fyrirlestrinum um textílþrykk, handverk og hönnun mun Hanne fjalla um verk sín og hvernig vinna að þrykki, hönnun og kennslu spilar sam- an í starfi hennar. I fyrirlestrinum mun hún sýna litskyggnur af eigin verkum og einnig myndband af tísku- sýningu Blá Form. Hanne kennir við Danmarks Des- ignskole. Að auki hefur hún ásamt öðrum sex listakonum rekið verslunina Blá Form síðastliðin fjórtán ár. Hanne ið er þá ýmist framkvæmt á sýn- ingarstaðnum, eða sett fram sem ljósmyndaröð, video, 8 mm kvik- mynd, eða innsetning sem ber þess merki að atburður hafi átt sér stað eða muni eiga sér stað. Signer gerir einnig stóra útiskúlp- túra þar sem stöðug hreyfing á sér stað.“ Sýningin í Slunkaríki hefst laugardaginn 20. janúar kl. 16 og stendur til II. febrúar. Slunkaríki er opið frá fimmtudegi til sunnu- dags frákl. 16-18. myndlistar eða leiklistar. Sögur eru sagðar og sungið þegar tækifæri gef- ast. Boðið er upp á andlitsmálun og eru börnin oft óþekkjanleg eftir veru sína I Ævintýra-Kringlunni. Þar breytast þau í prinsessur, ljón, trúða og aðrar ævintýraverur. Á fímmtudögum kl. 17.00 verða áfram minni uppákomur eða skipulögð dagskrá. Næstkomandi fimmtudaga ætlar Ólöf Sverrisdóttir leikkona að bjóða bömunum í leikræna tjáningu. Nánari upplýsingar veitir Olöf Sverrisdóttir. er gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands og kennir nám- skeið í mynsturgerð og textílþrykk. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Þrjár teikni- myndir í Nor- ræna húsinu SÝNDAR verða þijár sænskar teikni- myndir byggðar á þekktum sænskum bamabókum eftir Beppe Wolgers og Olof Landström, Gunnar Berefelt og Eva Eriksson í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndirnar em við hæfi yngri bama, þær em með sænsku tali og 40. mín. að lengd. Allir em velkomnir og aðgangur ókeypis. Kvikmynd frá Úzbekistan íMÍR „HINN hijáði" nefnist kvikmyndin sem sýnd vemr í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, á sunnudag kl. 16. Myndin var gerð í Úzbekistan í Mið-Asíu á árinu 1966 og fjallar um atburði sem gerðust þar á dögum borgarastyijaldarinnar 1920. Leikstjóri er T. Sabirov. Skýring- artal er á ensku. Aðgangur að sýningunni er ókeypjs og öllum heimill. Túskildings- óperan HALALEIKHÓPURINN mun verða með sýningar á Túskildingsópemnni eftir Bertolt Brecht nú um helgina, þ.e.a.s. laugardaginn 20. janúar og sunnudaginn 21. janúar. Sýningarnar hefjast kl. 20. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarsson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn íslands Ný aðföng III til 25. febr. Gallerí Sævars Karls Guðrún Einarsdóttir sýnir. Hafnarborg Kaffe Fassett sýnir til 19. febr. Gallerí Geysir Steinn sýnir til 28. jan. Gallerí Fold Ólafur Már Guðmundsson sýnir til 28. jan. Gallerí Stöðlakot Nína Gautadóttir sýnir til 21. jan. Gallerí Greip Samsýning 20 myndlistarmanna til 28. jan. Gallerí Ingólfsstræti 8 Ingólfur Arnarsson sýnir til 4. febr. Gallerí Úmbra Sýning á nótnahandritum Áskels Más- sonar til 31. jan. Nýlistasafnið Ásta Ólafsd., Guðmundur Thoroddsen og Jón Sigurpálsson sýna til 28. jan. Gestur í setustofu er Nina Ivanova. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í allan vetur. Galleri Sólon íslandus Birgir Andrésson sýnir. Listhús 39 Fríða S. Kristinsdóttir sýnir til 22. jan. Listasafn Kópavogs Ingiberg Magnússon sýnir til 21. jan. Mokka Komar og Melamid sýna Eftirsóttasta málverk bandarisku þjóðarinnar til 11. febr. Ráðhús Reykjavíkur Öm Þorsteinsson sýnir höggmyndir til 21. jan. Myndás Sýning á 18 bestu ljósmyndum úr íslandskeppni Agfa og Myndáss. Út janúar. Slunkaríki Verk Romans Signertil 11. febr. TONLIST Laugardagur 20. janúar Karlakórinn Stefnir í Árnesi kl. 15.30. og í Njálsbúð kl. 21. Sunnudagur 21. janúar Natalia Chow og Helgi Pétursson halda orgel- og söngtónleika í Akureyrar- kirkju kl. 17. Þriðjudagur 23. janúar Söngsveitin Fílharmónía heldur tón- leika; íslensk leikhústónlist í heila öld í tóníeikaröð LR kl. 20.30. Fimmtudagur 25. janúar Sinfóníuhljómsveit Islands ásamt ein- leikaraprófsnemendum úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík kl. 20 í Háskóla- bíói. Söngnemendur Tónlistarskóla Ár- nesinga og Tónlistarskóla Rangæinga halda sameiginlega tónleika í Hvoli kl. 21. Leiklist Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 20. jan., sun., lau. Kardemommubærinn lau. 20. jan. sun., mið., lau. Don Juan fim. 25. jan. Glerbrot fös. 26. jan. Kirkjugarðsklúbburinn fim. 25. jan., fös. Leigjandinn fim., 25. jan., fos. Borgarleikhúsið fslenska mafian lau 20. jan., fim., lau. Iina Langsokkur sun. 21. jan. BarPar lau. 20. jan., fos. lau. Hvað dreymdi þig, Valentína? lau. 20. jan., sun. Við borgum ekki, við borgum ekki fös. 26. jan. Konur skelfa frums. lau. 27. jan. Grámann sýn. lau. 20. jan. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd lau. 20. jan., fös., laU. íslenska óperan Madama Butterfly sun. 21. jan., fós. Hans og Gréta lau. 20. jan., sun., lau. Hafnarfíarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör iau. 20. jan., fös., lau. Loftkastalinn Rocky Horror fós. 26. jan., lau. Kafllleikliúsið Sápa þrjú og hálft fös. 26. jan. Vegurinn er vonargrænn lau. 20. jan., fim. Kennslustundin sun. 21. jan., lau. Möguleikliúsið Með bakpoka og banana lau. 20. jan., sun. Berrössuð á tánum söngdagskrá fyrir 2-6 ára lau. 27. jan. Leikfélag Hafnarfíarðar „Hinn eini sanni seppi“ frums. lau. 20. jan. KVIKMYNDIR MÍR „Hinn hrjáði" sun. 21. jan. kl. 16. Norræna húsið Þijár sænskar teikni- myndir fyrir börn sun. 21. jan. kl. 14 LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Saga leiklistar á íslandi mán-. 22. jan. kl. 20.30. Karíus og Baktus í Ævintýra-Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.