Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 4
4- JRfíPignroMafoiiíi KORFUKNATTLEIKUR Snæfell tryggt Snæfell úr Stykkishólmi tryggði sér í gær efsta sætið í 1. deild- inni í körfuknattleik og um leið deildarmeistaratitilinn er liðið sigr- aði Leikni 75:63 í íþróttahúsinu Austurbergi. Snæfell er þar með komið með 30 stig og á einn leik eftir í riðlakeppnini, en KFÍ frá ísafirði, sem er í öðru sæti, getur mest náð 30 stigum en Snæfell er með betra stigaskor í innbyrðisleikj- um félaganna. Snæfell hafði foruystu allan tím- ann í gærkvöldi og Ieiddi 36:20 í leikhléi. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður höfðu Leiknismenn minnkað muninn í tíu stig, 44:54 og enn átti munurinn eftir að minnka, því er 1,20 mínútur voru eftir var staðan 60:69 en Leiknis- menn leyfðu gestunum að spila allt of lengi án þess að bijóta á þeim og Snæfell sigraði því nokkuð ör- ugglega. Bandaríkjamaðurinn Brian Kobf var stigahæstur í liði Snæfells í gær, gerði 32 stig, en Falur Daða- son var í miklu stuði í síðari hálf- leik hjá heimamönnum og gerði þá 15 stig og alls gerði hann 18 stig í leiknum og Ásgeir Bachman 12. Ef marka má þennan leik er nokkuð ljóst að það lið sem kemur upp úr 1. deildinni þarf að styrkja sig verulega ætli það sér að gera eitthvað meira en rétt hanga í úr- valsdeildinni. Stjarnan fékk ÍS í heimsókn í gærkvöldi og Stúdentar sigruðu 73:66. Baráttan um Ijórða sætið í úrslitakeppninni getur tekið mikl- um breytingum í . kvöld mæti ÍH ekki til leiks. Þá verða allir leikir liðsins þurrkaðir út og þá virðist sem hagur Sel- fyssinga vænkist verulega á kostnað nágranna þeirra í Þorlákshöfn. Fj. leikja u T Stig Stig SNÆFELL 17 15 2 1601: 1258 30 KFI 16 13 3 1442: 1255 26 IS 16 11 5 1209: 1174 22 ÞORÞ. 16 8 8 1412: 1325 16 SELFOSS 15 7 8 1258: 1191 14 LEIKNIR 16 7 9 1275: 1305 14 REYNIRS. 16 7 9 1313: 1442 14 HÖTTUR 17 6 11 1198: 1350 12 IH 15 3 12 1132: 1356 6 STJARNAN 16 3 13 1145: 1329 6 Barkley yf ir 10.000 f ráköst Charles Barkley náði í fyrrinótt þeim merka áfanga að taka sitt tíuþúsundasta frákast í NBA. Hann náði áfanganum þegar Phoenix vann Vancouver 98:94, en nýverið náði hann að komast yfir 20 þúsund stig- amúrinn. Hann er tíundi leikmaður- inn í sögu NBA sem nær þessu tvennu, en hann tók alls 14 fráköst í leiknum og rauf múrinn þegar hann tók það fyrsta. „Þetta er toppurinn hjá mér,“ sagði Barkley eftir leikinn. „Það voru frá- köstin sem komu mér í NBA á sínum tíma og ég er mjög stoltur af þessum áfanga. Þetta er frábært og ég er ánægður að hafa náð þessu hér á heimavelli, og ég er feginn að þessum áfanga er náð,“ sagði Barkley. Shawn Bradley gerði 27 stig og tók 9 fráköst, og Chris Childs var með 22 stig, þegar Nets sigraði BuII- ets 99:81 og var þetta fjórði sigur Nets í röð, en slíkum árangri hefur liðið ekki náð síðan í apríl 1994 er það vann fimm leiki í röð. P.J. Brown gerði 16 stig og tók 12 fráköst fyrir Nets. „Við vorum heppnir að hlutimir gengu upp hjá okkur i lokin. Gegn Miami þurfa menn að hafa fyrir hlUt- unum og við þurftum þess svo sann- arlega,“ sagði Mike Fratello þjálfari Cleveland eftir 73:70 sigur á Miami. Terrell Brandon gerði 27 stig og Danny Ferry 19 fyrir heimamenn. Doug Collins, þjálfari Detroit Pist- ons, var ángæður með 113:83 sigur á Minnesota. „Við erum að ná þeim áfanga að geta leikið sókn án þess að það komi niður á vöminni. Ég er stoltur af því,“ sagði hann. Það þurfti framlenginu til að knýja fram úrslit, 118:111, í leik meistar- anna frá Houston og Sacramento Kings. Hakeem Olajuwon gerði 40 stig í leiknum, þar af sex í framleng- inunni og tók að auki 13 fráköst. Robert Horry var með 22 stig. Þetta var sjöunda tap Kings í röð og mun- aði miklu að Mitch Richmond, sem gerði 31 stig, gerði aðeins sex stig síðustu 14 mínútur leiksins og í fram- lengingunni. Seattle heldur sigurgöngu sinni áfram og nú var það Atlanta Hawks sem varð að játa sig sigrað, 102:94. Seattle hefur sigrað í síðustu 13 leikj- um af 14 og síðan 21. nóvember hefur liðið leikið 40 leiki og sigrað í 33. Shawn Kemp gerði 21 stig og Detlef Schrempf 20. Bobby Charlton- skóli á Akranesi KNATTSPYRNUSKÓLI Bobby Charlton hefur verið starfræktur um árabil og hafa margir ungir islenskir knattspyrnumenn sótt skól- ann í Manchester í Englandi. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn hefur átt gott samstarf við skólann á liðnum árum og hafa for- svarsmenn skólans og SL ákveðið í samvinnu við Skagamenn, sem heimsóttu skólann í Manchester I fyrra, að bjóða upp á námskeið fyr- ir stráka og stelpur í 5., 4. og 3. flokki og unglingaþjálf- ara. Skólinn verður á Akra- nesi á laugardag og sunnu- dag en þar sem fjðldi þátt- takenda er takmarkaður er þeim sem vilja vera með bent á að hafa samband við íþróttaráð SL. Ian Bateman er skólastjóri Knattspymuskóla Bobby Charlton og kemur hann til landsins ásamt þremur af þekktustu þjálfurunum, þeim John Shiels, Gavin Rho- des og John Dixon. Morgunblaðið/Bjami EYSTEINN Skarphéðínsson er hér kominn framhjá Fali Daða- syni úr Leikni, en Falur átti mjög góðan síðari hálfleik í gærkvöldi þé það dygði ekkl gegn Hólmurum. KNATTSPYRNA / ENGLAND Hörð barátta um úrvalsdeildarsæti CRYSTAL Palace sigraði Tranmere 3:2 á útivelli í 1. deildinni ensku í gær og er liðið nú komið í áttunda sætið og á leik til góða á næstu lið. Huddersfield og Charlton gerðu 2:2 jafntefli og er Huddersfield komið stigi á undan Stoke, en Lárus Orri og félagar eiga leik til góða. Birmingham og Barsnley gerðu markalaust jafntefli, Sunderland vann Ipswich 1:0 og Sheffield United tap- aði 1:2 heima fyrir WBA. Derby er með 55 stig í fýrsta sæti, Charlton hefur 51 í því næsta og síðan kemur Sunderland með 48, Huddersfield 46, Stoke 45, Barnsley og Southend með 44, Palace með 42, Leicester og Millwall með 41 og Ipswich, Portsmouth og Birmingham hafa öll 40 stig. FOLK ■ JÓN Örvar Eiríksson, sem lék með 3. deildarliði Dalvíkinga í knattspyrnu í fýrra, er genginn til liðs við 2. deildarlið KA á Akureyri. ■ RÚSSNESKUR unglinga- landsliðamaður í knattspyrnu, Alexander Pateev, sem er 19 ára miðheiji, hefur æft með Valsliðinu að undanförnu. ■ BJÖRN Skúlason, varnarleik- maður hjá Grindavík, hefur gengið til liðs við KR. ■ LÚÐVIK Jónasson, leikmaður hjá Stjörnunni, hefur ákveðið að leika með IBV. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í æfínga- leik með Eindhoven um sl. helgi — þegar liðið lék gegn 2. deildarliði, og skoraði eitt mark í sigurleik, 7:0. ■ ÁSMUNDUR Haraldsson, knattspyrnumaður úr KR, er farinn til Sviss og mun leika þar með 3. deildarliði fram í maí. Tomba vel fagnað á Spáni Italska skíðastjarnan Alberto Tomba kom til Sierra Nevada í gær til að undirbúa sig fyrir stórs- vigið á föstudag og svigið á sunnu- dag. Honum var vel tekið við kom- una til Spánar og mættu fjölmargir aðdáenda hans út á flugvöll í Granada, auk fjölmargra blaða- manna og ljósmyndara, til að taka á móti honum. „Ég er elska Spán,“ sagði hann við fréttamenn á flug- vellinum. Spænskir fjölmiðlar höfðu það eftir Tomba rétt áður en heims- meistaramótið hófst að hann líkti skíðasvæðinu í Sierra Nevada við Marokkó og gerði þannig lítið úr skíðasvæði þeirra. Þessi ummæli hans fóru fyrir bijóstið á Spánveij- um. Tomba sagði hins vegar við komuna til Spánar í gær að þetta hafí verið misskilningur hjá frétta- mönnum. „Ég var aðeins að segja brandara, en aðrir geta skilið það eins og þeir vilja. Ég held að sumir hafí viljað búa til frétt,“ sagði hann og bætti við að keppnisbrekkurnar í Sierra Nevada væru mun betur undirbúnar en gengur og gerist í heimsbikarnum. „Ég hef komið hingað af og til síðustu átta ár. Ég hef ekkert á móti Spáni eða Spánveijum. Eftir heimsmeistaramótið mun ég fagna með þvi að lyfta glasi af „Vino Tinto" (rauðvíni)," sagði hann. „Ef ég næ ekki þeim árangri að geta fagnað sigri, mun ég samt lyfta glasi og fagna." Tomba, sem er 29 ára, hefur aldrei sigrað á heimsmeistaramóti þó svo að hann hafi þrisvar áður keppt á HM. „Ég held að Spánn sé rétti staðurinn fyrir heimsmeist- aratitilinn sem hefur svo oft gengið mér úr greipum á síðustu árum.“ Hann varð tvöfaldur ólympíu- meistari í Calgary 1988, vann gull og silfur á ÓL í Albertville og silfur- verðlaun á ÓL í Lillehammer 1994. Hann á aðeins ein verðlaun frá HM, brons frá því 1987 er hann tók fyrst þátt í HM. Markmiðið hjá honum hefur þvf verið að vinna gullverðlaun á HM til að fullkomna verðlaunasafnið áður en hann legg- ur skíðin á hilluna. „Heppnin þarf að vera með mér á föstudag eða sunnudag," sagði Tomba, en þá daga keppir hann í stórsvigj og svigi. En ætlar hann sér að hætta keppni ef honum tekst að næla f HM-gultið? „Ég veit ekki hvort þetta verður endirinn á skíðaferlinum. Ég get ekki sagt það fyrr en eftir heimsbik- armótin í Noregi. Sumir vilja að ég hætti i heimsbikamum, en allir búast við að ég verði með á HM á næsta ári sem fram fer í Sestriere á ítalfu. En ég hef ekki gert þetta upp við mig enn. Ólympíuleikar í Nagano f Japan eru einnig skammt undan," sagði Tomba á blaða- mannafundi í gær og brosti beitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.