Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Múrbrot ÞAU voru svo glöð í fótbolta, hún var Roberto Baggio og hann var Eric Cantona. Leikar stóðu þannig að AC Milan og Man- chester United voru jöfn, 6:6, í spennandi leik á lóðinni heima hjá honum. Þau voru bæði í takkaskóm, með legghlífar, í fótboltasokkum, fótboltastuttbuxum og líka í fótboltatreyjum. Allt var svo yndislegt. Þá gerðist það! Eitt skot frá Roberto Baggio - og veggurinn hrundi. Allt í lagi, hann hrundi ekki alveg, en það kom að minnsta kosti gat. Þvílíkt skot! Fyrst kom hrifningin, þarnæst undrunin - og svo - og svo kom skelfingin; hvað myndi fullorðna fólkið eiginlega segja? Yrði ekki allt alveg bandsjóðandi vit- laust? Þyrftu þau að þræla allt sitt líf fyrir nýjum vegg? Yrði þeim refsað? Og það skelfilegasta af öllu - hvað yrði um boltann!? Nei, ónei, boltann láta þau ekki frá sér, það er alveg á hreinu. Og hér komið þið til leiks, krakkar. Þið hjálpið krökkunum og teljið hvað þau þurfa að verða sér úti um marga múrsteina til þess að fylla í gatið. Þið vitið þetta með Lausnir, er það ekki? Reikningur EIN saklaus hugaræfing með tölum. Hvaða tölu vantar í auða reitinn? Lausnin ... Mjása SANDRA Karlsdóttir, 7 ára, Digranesvegi 46, 200 Kópavogur, teiknaði mynd af kisunni Mjásu. Handa ömmu á íslandi KAREN Ösp Dúrke Hansen, 7 ára, búsett í Óðinsvéum í Dan- mörku, gerði þessa flottu mynd af dönskum bóndabæ handa ömmu á íslandi. Myndin er fín, Karen mín. Lausnir 'Pl =3-91 =Zl+P auiæa ■pjj oaj uapis qiSbjp 3o nui| ujjaj -B| ijjoai( j jBujn|pj njsjÁj jæAj unures pi3Sa| picj 'nij ja ue|bx ooo iIPUVQPI JB jBtj jyjna jiujBjjods jiuiq ‘uinjnuq ge bqjoa jnSofj 3o jjio jauinjj ooo 'UUI -33aAjnUI J JBJUBA UI0S ‘jBUIOJSin -3;j u^fjju Buiaui ‘jau ‘ubjuiuiij uo jjjæj ou ui9|j iqjOAq njo pEcj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.