Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 4
— IÞRDWR HANDKNATTLEIKUR Gunnar til EIvgiuiti Gunnar Gunnarsson, hand- knattleiksmaður og þjálfari, hefur fengið tilboð frá norska fé- laginu Elverum og fer utan á morgun til að skoða aðstæður og til viðræðna. „Þetta er nú eigin- lega alveg öfugt við það sem ég ætlaði mér. Eftir að ég hætti hjá Haukum sagði ég að nú ætlaði ég að hætta og einbeita mér að vinnunni, en nú er allt útlit fyrir að ég hætti í vinnunni og einbeiti mér að þjálfun," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Elverum er skammt norðan við Ósló og hefur handknattleiksfélag staðarins verið með nokkra ís- lendinga innan sinna raða á und- anförnum árum. Þórir Hergeirs- son þjálfaði liðið í þrjú ár og kom því upp í fyrstu deildina fyrir tveimur árum og í vetur lék Matt- hías Matthíasson með liðinu. „Ef vel gengur hlýtur það að vera draumastarf að vera þjálfari í fullu starfi þannig að þetta er mjög áhugavert. Tilboð þeirra þarf að vera mjög gott til að ég rífi mig upp úr þeirri vinnu sem ég hef hér, en forráðamenn Skandia hafa sýnt mér skilning og ég fæ leyfi frá störfum í eitt ár. Raunar hafa forráðamenn El- verum gert tveggja til þriggja ára samning, en það verður að koma í ijós hvemig þetta fer allt sam- an,“ sagði Gunnar. Eftir að hann hefur skoðað sig um í Elverum fer hann á laugar- daginn til Drammen þar sem hann ætlar að fylgjast með síðari úr- slitaleiknum í borgarkeppni Evr- ópu en þar tekur Drammen á móti Hameln og dómarar verða Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Einar Gunnar og Sig- urður í Aftureldingu EINAR Gunnar Sigurðsson, stórskytta frá Selfossi, ætlar að leika með Aftureldlngu í Mosfellsbæ á næstu leiktíð. „VIÐ erum að sjálfsögðu himin- lifandi yfir þvf að Einar Gunnar skuli hafa ákveðið að ganga til liðs við okkur. Hann mun tví- mælalaust styrkja lið okkar verulega," sagði Jóhann Guð- jónsson, formaður handknatt- leiksdeildar UMFA, í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá hafði Einar Gunnar Sigurðs- son, handknattleiksmaður frá Selfossi, nýlega undirritað tveggja ára samning við félag- ið. Sigurður Sveinsson, horna- maður úr FH, hefur einnig gengið til liðs við Mosfellinga. Það var alveg ljóst eftir að ný- liðnu keppnistímabili lauk að við ætluðum að styrkja leikmanna- hóp okkar fyrir næsta vetur. Nú höfum við fengið Einar Gunnar til liðs við okkur og þá hefur Sigurður Sveinsson úr FH bæst í raðir liðs- manna okkar. Með því að fá þessa tvo leikmenn til liðs við okkur er það mat okkar að þeim markmiðum hafi verið náð,“ bætti Jóhann við. Jóhann kvað félagsskipti Einars hafa átt sér nokkum aðdraganda. Einar hafí verið með fleiri tilboð en að lokum valið að gera tveggja ára samning við Aftureldingu. Var kominn í pattstöðu „Ég hef hugsað mikið um mína stöðu síðan tilboð Aftureldingar kom til og um leið horft til baka síðastlið- in tvö ár. Þegar til þeirra er litið finnst mér ég lítið hafa bætt mig og þar af leiðandi verið óánægður með frammistöðu mína. Það má segja að ég hafi verið komin í patt- stöðu sem handknattleiksmaður. Ég held að með þessum félagsskiptum í Aftureldingu hafi ég möguleika til að bæta mig um leið og ég kemst í annað umhverfi," sagði Einar Gunnar Sigurðsson. „Mér líst vel á hvernig að málum er staðið í Mosfellsbæ og umgjörðin er góð og ég hlakka til þess að leika með félaginu. Auk þess sem ég þekki Einar Þorvarðarson þjálfara vel frá þeim tíma sem hann þjálfaði Selfoss og treysti honum til góðra verka,“ bætti Einar við og sagði ennfremur að ákvörðunin að yfirgefa Selfoss hafi ekki verið auðveld. Það hafi tekið sinn tíma að herða upp hugann og yfirgefa félagið eftir að hafa leik- ið með því alla tíð. „En ég er þakk- látur þeim sem ég ræddi við hjá félaginu hversu vel þeir tóku í ákvörðun mína og skildu stöðu mína.“ Einar sagðist ætla að búa áfram á Selfossi. „Mér vex það ekki í aug- um að fara á milli til æfinga auk þess sem ég og kona mín erum bæði í góðu starfi hér sem við viljum ekki sleppa.“ Einar fer á versta tíma Valdimar Grímsson, þjálfari Selfyss- inga, sagðist mjög óhress með að Einar Gunnar skuli hafa yfirgefíð Selfoss. „Það er mjög slæmt að missa Einar Gunnar og það breytir öllum forsendum varðandi áfram- haldandi þjálfun hjá liðinu. Ég gerði þriggja ára samning við Selfoss í fyrra, sem reyndar er uppsegjanleg- ur árlega, og var með ákveðna upp- byggingu í gangi. Það er ekki eins spennandi að þjálfa liðið og áður eftir brotthvarf Einars Gunnars sem var lykilmaður í iiðinu. Ég ætla að hugsa minn gang næstu daga, en það er ekkert annað lið inn í mynd- inni hjá mér eins og er,“ sagði Valdi- mar. Guðríður ætlar sér að hætta GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir hyggst hætta sem þjálfari 1. deildarliðs Fram í handknatt- leik. Hún hefur þjálfað liðið síðustu fjögur keppnistímabil og sex vetur alls, auk þess sem hún hefur leikið með félaginu í 20 ár. ■ TONNIE Bruins Slot, aðstoð- armaður Johan Cruyff hjá Barcel- ona, hefur ákveðið að ganga til liðs við PSV Eindhoven. Bruins Slot, sem hefur verið átta ár sem aðstoð- armaður Cruyff hjá Barcelona, hefur gert fimm ára samning við Eindhoven sem unglingaþjálfari. Hann sagði að erfiðasta skrefið hafi verið að segja Cruyff að leið- ir þeirra væri að skilda. Áður en hann gerðist þjálfari hjá Barcel- ona, var hann yfirmaður unglinga- þjálfunar hjá Ajax. ■ UEFA samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að heimiia liðum sem leika í úrslitakeppni Evrópumóts- ins í Englandi í sumar að nota 22 leikmenn í stað 21 eins og áður hefur verið. Líklegt er að flest liðin bæti við einum markverði og verði með þijá slíka í hópnum. ■ Á SAMA fundi ákváðu forráða- menn UEFA að funda með forráða- mönnum Evrópuráðsins þann 26. apríl og þar á að gera síðustu til- raun til að sannfæra Evrópuráðið um að veita knattspyrnuyfirvöldum í Evrópu heimild til að setja reglur um að knattspyrnulið hafi að minnsta kosti 11 heimamenn í 16 manna hópi. ■ NICOLAS Ouedec, miðherji Nantes, mun ekki leika með Frökkum í EM í Englandi, vegna meiðsla á læri. Hann meiddist í Evrópuleiknum gegn Juventus. ■ OUEDEC, sem er ekki í byijun- arliði Frakka, getur ekki leikið meira á þessu keppnistímabili í Frakklandi, sem endar 18. maí, daginn eftir mun Aime Jacquet, landsliðsþjálfari Frakka, tilkynna EM-hópinn sinn. ■ BENGT Andersson, markvörð- ur Örgryte, verður í .markinu hjá Svíum er þeir mæta Norður-írum í vináttulandsleik í kvöld. Thomas Ravelli, sem hefur átt fast sæti í landsliðsmarkinu, er meiddur og getur ekki verið með. ■ DAVID Seaman, markvörður Arsenal, sem er 32 ára, tilkynnti í gær að hann hafi ákveðið að fram- lengja samningi sínum við liðið til ársins 2000. Seaman, sem er landsliðsmarkvörður Englands, hefur leikið 23 landsleiki. ■ BRENDAN Malone, þjálfari nýliðanna Toronto Raptors í NBA-deiIdinni, er hættur störfum. Við stöðu hans tekur Darrell Wal- ker, sem var aðstoðarmaður Mal- one í vetur. Toronto vann 21 leik í vetur og tapaði 61 og var með betra vinningshlutfall en hinir nýliðarnir í deildinni, Vancouver Grizzlies, sem vann aðeins 15 leiki. ■ BUTCH Beard, þjálfari New Jersey Nets, var rekinn frá félag- inu eftir síðasta leik liðsins í NBA- deildinni á mánudag. Liðið vann aðeins 30 leiki í vetur og tapaði 52 og var langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Liðið tapaði 11 af síðustu 13 leikjum sínum í deild- inni. Ekki er ákveðið hver tekur við af Beards. ■ JOHN Parrott, fyrrum heims- meistari í snóker frá Englandi, féll úr keppni í fyrstu umferð á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Sheffield í Eng- landi. Hann tapaði fyrir hinum 24 ára gamla landa sínum Rod Lawl- er, 10:6. Lawler, sem er í 40. sæti á heimslistanum, sagði að sig- urinn á Parrott væri sá mikilvæg- asti ferlinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Parrott, sem varð heimsmeist- ari 1991, tapar í fyrstu umferð á HM í 13 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.