Morgunblaðið - 28.04.1996, Page 3
2 C SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 C 3
+'
FERÐALÖG
FERÐALÖG
HAUFAXq
°BOSTON
°NEWYORK
)
BALTIMORE
qORLANDO
Ætla sér 30 þúsund
farþega ú Boston-
■ • / # •
leioinm a ari
NÝJA England er meðal þeirra
svæða í Bandaríkjunum sem státar
af hvað mestri menntun íbúanna. I
og við Boston eru nokkrir af bestu
háskólum i Bandaríkjunum og má í
því sambandi nefna Harvard og MIT,
sem njóta virðingar hvarvetna í
heiminum. Margir Islendingar hafa
numið eða eru við nám í þessum
skólum og allmargir íslendingar hafa
ílengst í Boston og eru þar við störf.
Menningarlíf stendur með blóma
í Boston og á það bæði við tónlist
og leiklist svo dæmi séu tekin. Margt
er að skoða í Boston og á stuttri
gönguferð um miðborgina verða
göngumanni fljótt ljós evrópsk
tengsli borgarinnar. Víða skiptast á
rauðir múrsteinar eldri bygginga eins
og víða í Bretlandi og síðan nýrri
byggingar þar sem stál og gler eru
áberandi.
Ekki þarf að dvelja lengi í Boston
til að heyra nafn Kennedys og margt
í borginni minnir á forsetann og fjöl-
skyldu hans. Mörg forvitnileg söfn
eru í Boston og boðið er upp á marg-
víslegar skoðunarferðir um Boston.
Ferðamátinn er margvíslegur, t.d.
bátar og sporvagnar.
Gaman er að skoða borgina frá
minnismerkinu á Bunker-hæð, sem
var reist til að minnast mikils bar-
daga úr frelsisstríðinu. Reyndar átti
þessi orrusta sér stað á nálægri
hæð, Breed-hill, en hermennirnir
töldu sig vera á Bunker-hill og var
minnismerkið því reist þar. Ekki síð-
ur er útsýnið stórkostlegt af 52. hæð
Prudential Tower byggingarinnar,
en þar er veitingastaðurinn Top of
the Hub.
Glæpir setja svip og vekja ótta
meðal íbúa margra bandarískra
borga. í Boston er hlutfall glæpa
lægra en í mörgum öðrum borgum
en í Boston eru þeir að miklu leyti
þeir bundnir við tvö afmörkuð svæði,
Roxbury og Dorchester. Venjulegur
ferðamaður á ekkert erindi þangað
og verður því alla jafna lítið var við
þennan fylgifisk amerískra borga.
30 þúsund íbúar,
3 milljónir ferðamanna
Hægt er að fara í margar
skemmtilegar ferðir út frá Boston. í
stuttri dvöl skrifara þangað í byijun-
apríl var farið til Newport á Rhode
Island og til Plymouth. Ef vel á að
vera er rétt að gefa þessum ferðum
góðan tíma og þó að hægt sé að
skoða þessa staði báða á einum degi,
er skynsamlegra að gefa hvorum
Margt aö sjá í
menningarborg
Boston er að nýju meðal áfangastaða Flugleiða í Bandaríkj-
unum. Viðbrögð við þessum nýja valkosti hafa verið jákvæð
vestan hafs og einnig í Bretlandi og á Norðurlöndum.
Agúst Ingi Jónsson var meðal farþega í fyrstu áætlun-
arferðinni til Boston á dögunum.
þeirra eins og einn dag. Bæði er
margt að skoða á þessum stöðum
og eins getur umferðin verið þung.
í Newport búa um 30 þúsund
manns allt árið, en yfir 3 milljónir
ferðamanna fara þar í gegn á hverju
ári. Helsta aðdráttarafl bæjarins er
sjórinn og siglingar og möguleikar
fyrir áhugamann um siglingar eru
ótrúlega miklir. Þar fara fram stór
alþjóðleg siglingamót og fjöldi sigl-
ingamanna geymir báta sína í Newp-
ort yfir vetrartímann. Þegar vorar
taka þeir síðan stefnuna á Rhode
Island að nýju. Ýmsir tónlistarvið-
burðir eru einnig skipulagðir í Newp-
ort, m.a. til að lengja ferðamanna-
tímann.
Newport var mikilvæg höfn þegar
á 18. öldinni og þar fóru fram við-
skipti með þræla. Þótt nokkur útgerð
sé frá Newport og talsvert veitt af
alls konar skelfiski og krabba þá
tekur hafnarsvæðið ekki við sér fyrr
en í lok apríl. A vinalegum miðbæn-
um í Newport er írskur svipur og
blandast þar saman verslanir, veit-
ingahús, gistihús og íbúðarhús fólks-
ins, sem býr þarna allan ársins hring.
Um 1860 hófst ný þróun í New-
port er ríkir íbúar í Boston og New
York og fleiri stöðum hófu að reisa
sér þar sumarhús. Margt af fræg-
asta og ríkasta fólki Bandaríkjanna
byggði sér stórhýsi við ströndina í
Newport og dvaldi þar yfir sumartim-
ann. Margar fjölskyldnanna eiga enn
hús á þessum slóðum, önnur hefur
ríkið eignast og eru þau m.a. nýtt
fyrir skóla á staðnum og til að sýna
ferðamönnum hvernig ríka fólkið lifði
á þessum árum.
Pílagrímarnir sem hröktust frá
Englandi vegna trúar sinnar og siða
settust að í Nýja Englandi. A Pli-
moth plantekrunni í Plymouth geta
ferðamenn heilsað upp á pílagríma
18. aldarinnar. Þar hafa bæir, úti-
hús, smiðjur og geymslur verið
byggðar í sama stíl og menn telja
að fyrstu bæir pílagrímanna hafi
verið.
Hverníg var siglingin
með Mayflower?
Árið er 1727 og fólkið veit allt um
það sem gerst hefur til þess tíma,
en ekki nokkurn skapaðan hlut um
það sem síðan hefur á dagana drifið.
Þarna er hægt að ræða málin við
heilu fjölskyldurnar, sem rétt eru að
jafna sig eftir ferðina yfir hafið með
Mayflower árið 1720. Margir úr
hópnum dóu fyrsta veturinn og
margir eru að stofna nýjar
fjölskyldur. Viðmælendur geta sagt
frá ofsóknunum sem þeir urðu fyrir
áður en haldið var yfir hafið,
sjóferðinni, fyrstu búskaparárunum
og samskiptunum við indíánanna,
sem einnig eiga sína fulltrúa í þessu
lifandi safni um sögulega tíma.
Allt er gert eins raunverulegt og
mögulegt er og gestum er boðið að
kaupa ýmsan varning sem pílagrím-
arnir framleiða. Boðið er upp á kvik-
myndasýningu um lífið á plantekr-
unni og hægt er að ganga í gegnum
sögusýningu. Skipið Mayflower hef-
ur verið endurbyggt og liggur við
bryggi'u í Plymouth sem er skammt
frá plantekrunni. Allt er gert sem
eðlilegast og á báðum stöðum er sjón
sögu ríkari. ■
NORMA bíður vélarvana eftir viðgerðarmönnum á fjöiförnu
Boston-borgar og lestin lengist sífellt fyrir aftan gamla stríðsjj
Með fjólublánn
um
stræti og fljót
ÞAÐ er vinsælt að ganga með klettunum við ströndina í Newport og skoða glæsihúsin sem bandariskir
auðmenn reistu síðari hluta 19. aldar.
FENJABÍLL eða bátur eftir því
hvernig á það er litið er ekki ein-
faldasta ökutæki sem hægt er að
hugsa sér á götum Boston-borgar.
Þótt borgin sé ekki meðal þeirra
stærstu í Bandaríkjunum, með um
600 þúsund íbúa, eru stræti henn-
ar ætluð hraðskreiðari farartækj-
um og liprari en gömlum jálki úr
stríðinu. Reyndar búa þrefalt
fleiri á svæði því sem telst til Stór-
Boston.
Forvitnum ferðamönnum
stendur til boða að skoða borgina
út um plastglugga þessara sér-
kennilegu farartækja sem komast
jafnt eftir malbikuðum stræt-
unum og Charles-river eða Karls-
fljóti, sem fellur um borgina.
Skrifari ferðaðist á dögunum með
einni af þessum eftirlegukindum
og hafði nafntækisins, „North
End Norma“, verið máiað á
skrautlegan, fjólubláan skrokk-
inn.
Ekki gekk ferðin áfallalaust því
á fjölförnu götuhorni sagði
Norma gamla hingað og ekki
lengra og varð Swampscott yfir-
foringi að kalla á viðgerðarmenn
og nýjan vagn, sömu gerðar, svo
ferðalangar mættu komast áfram
um borgina. Það vildi til að á
þessu sama götuhorni var að
finna kaffi- og kleinusjoppu. Kaff-
ið rann ljúflega og gestirnir höfðu
ekki nærri eins miklar áhyggjur
af umferðinni í Boston og þeir
sem lentu í lestinni fyrir aftan
hina vélarvana Normu.
Nýr fararskjóti leysti Normu
af hólmi eftir um hálftíma og
áfram var haldið um fljót og
stræti. Swampscott yfirforingi
var óþreytandi að fræða ferða-
menn um ails konar listaverk,
minnismerki, hús, vegi og brýr.
Ekki fer á milli mála að margt
er að skoða í þessari fallegu borg,
sem hefur mikil evrópsk tengsl
og þá einkum bresk.
Fyrstir, fyrstir og fyrstir
Fararstjórinn Swampscott er
greinilega stoltur af borginni
sinni, auk þess sem hann hefur
lært fræðin vel. Á sinn ameriska
hátt kom hann því að, á milli þess
sem hann benti á mannvirki ýmis
konar, að í Boston hefðu menn
bryddað upp á margvíslegum nýj-
ungum fyrr á árum og á margan
hátt verið í fararbroddi.
Til dæmis hefðu reykingar ver-
ið bannaðar á almannafæri þar í
borg fyrr en annars staðar. Þar
hefði fyrsti hafnarvitinn verið
reistur og sömuleiðis fyrsta
súkkulaðiverksmiðjan. I Boston
hefðu menn i fyrsta skipti notað
eter við skurðaðgerð og í borg-
inni hefði í fyrsta skipti verið
bólusett gegn bólusótt.
Þar hefði fyrsta lyftubrúin ver-
ið reist yfir fljót í Bandaríkjunum.
Fyrsta ianglínusamtalið í Banda-
ríkjunum hefði verið á milli Bos-
ton og New York og fyrsta banda-
ríska dagblaðið verið gefið út þar
í borg. Þar hefði fyrsta brauðsam-
lokan verið seld og þeir Bostonbú-
ar hefðu fyrstir manna gert rétt
úr bökuðum baunum.
Þetta er ekki selt dýrara en það
var keypt, en meðan óð á
Swampseott yfirforingja gafst
ferðalöngum tækifæri til að skoða
mannlíf á strætum og fylgjast
með fuglum á fljótinu. ■
FLUGLEIÐIR hófu áætlunarflug að
nýju til Boston 1. apríl síðastliðinn.
Flugleiðir flugu á þessari leið á árun-
um 1985-1988, en áætlunarflugi til
Boston var þá hætt m.a. vegna sam-
dráttar í Atlantshafsfluginu og auk-
innar samkeppni.
Er fyrsta flugvélin á þessari áætl-
unarleið Flugleiða lenti í Boston á
dögunum buðu Thomas Kindon,
flugmálastjóri Massachusetts og
Thomas M. Menino, borgarstjóri,
fyrirtækið velkomið til þessa nýja
áfangastaðar. Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, og Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, fluttu ávörp
og áhöfn Flugleiðavélarinnar voru
færðir blómvendir. Auk forsætisráð-
herrahjónanna voru Hörður Sigur-
gestsson, stjórnarformaður Flug-
leiða, og fleiri fulltrúar íslensks at-
vinnulífs með í þessari fyrstu ferð.
Fjórar ferðir á viku
tll Boston í sumar
Fyrst í stað voru farnar tvær ferð-
ir í viku til Boston, en frá miðjum
þessum mánuði fram í byijun maí
verða ferðirnar þtjár á viku og síðan
fjórar að minnsta kosti fram á haust.
Samkvæmt upplýsingum Margrétar
Hauksdóttur á kynningardeild Flug-
leiða gera áætlanir ráð fyrir að Flug-
leiðir flytji um 30 þúsund farþega á
þessari leið á ári.
Að auki er gert ráð fyrir miklum
fiskflutningum til Boston, en rík
hefð er fyrir fiskneyslu í Nýja Eng-
landi. Ýmsir fiskstofnar við strönd-
ina hafa verið í lágmarki á undan-
förnum árum og því er markaður
fyrir ferskfisk frá íslandi talinn góð-
ur á svæðinu.
í vél fullhlaðinni farþegum er
hægt að koma 7 tonnum af fiski og
með þessari nýju áætlunarleið auk-
ast möguleikar íslenskra fiskútflytj-
enda. Þeir hafa um nokkurt skeið
óskað eftir því við Flugleiðir að lest-
arrými verði aukið í vélum félagsins
vestur um haf og nú hefur verið
komið til móts við þessar þarfir.
Að sögn Margrétar lofa bókanir
til Boston góðu. Auk ferðamanna
og fólks í viðskiptaerindum frá Is-
Iandi og hinum Norðurlöndunum er
mikið um bókanir frá Bretlandseyj-
um. Söguleg tengsl vega þar þungt,
en fleira kemur til, eins og til dæm-
is mikill siglingaáhugi. Þá hefur
tenging í Keflavík við flug til margra
áfangastaða vestan hafs og í Evrópu
aukið möguleika Flugleiða í sam-
keppninni.
Flugleiðir fljúga nú til fimm staða
í Bandaríkjunum; Boston, New York,
Baltimore, Fort Lauderdale og Or-
lando. Sjötti staðurinn vestan hafs
bætist við 14. maí, er fyrsta áætlun-
arferðin verður farin til Halifax í
Kanada. Vegna aukinna verkefna í
Atlantshafsfluginu var leigð til sex
ára ný vél af gerðinni Boeing
757-200 og hlaut hún nafnið Sóldís
við athöfn á Keflavíkurflugvelli 1.
apríi, sama dag og Boston-flugið
hófst.
í flota Flugleiða eru nú 12 vélar,
íjórar af gerðinni Fokker 50, sem
eru á kaupleigu, fjórar Boeing
757-200 og á félagið þijár þeirra,
og fjórar 737-400 og eiga Flugleiðir
tvær þeirra. Allt eru þetta tiltölulega
nýjar vélar. ■
LÍFIÐ gengur sinn vanagang á
Plimoth plantekrunni. Það er árið
1727 og íbúarnir vita ekki hvað
gerst hefur frá því herrans ári.
EINAR Benediktsson sendiherra, Trudy Coxe umhverfisráðherra
í Massachusetts, og Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður Flug-
leiða ræða málin í hádegisverði Islensk-ameríska verslunarráðsins
í tengslum við fyrsta flugið til Boston á dögunum.
VEITINGAHÚSIÐ Café Finenze.
*
Melbourne í Astralíu
Fjölbreytt úrval
veitingastaða
FERÐALANGAR sem leið eiga um
Melbourne í Ástralíu geta aldeilis
kætt bragðlaukana því þar eru sér-
stakar götur undirlagðar af veitinga-
húsum. Þegar Herdís Storgaard var
á ferð um Ástralíu nýlega kom það
henni skemmtilega á óvart hversu
fjölbreytt úrval veitingahúsa er í
Melboume. „Veitingahúsin skiptast
niður á götur eftir því hverra þjóða
matur er þar í boði. Við götuna Lyg-
on eru til að mynda mjög margir ít-
alskir veitingastaðir. Þar eru einnig
sérverslanir sem eru með ítalskt hrá-
efni til matargerðar, ítölsk tískuhús
með búðir og ítölsk kaffihús og ísbar-
ir.“
Með þessu móti skapast ítölsk
stemmning á götunni og Herdís seg-
ir að stundum hafi henni
fundist hún vera
úti á götu á ítal-
íu. Hún segist
hafa fundið þar
veitingastað
sem hún heimsótt'
aftur og aftur. „Þetta var
staðurinn Café Firenze. Maturinn þar
er ofsalega góður, svona alveg eins
og maður ímyndar sér að ítölsk
mamma búi til. Staðurinn er rekinn
af ítölum og verðið viðráðanlegt.
Máltíðin kostaði að meðaltali frá 700
og upp í 1.200 kr. eftir því hvort um
pasta eða kjötrétti var að ræða.“
Eftir að hafa borðað ítalskan mat
6r ekki úr vegi að heimsækja annað-
hvort ítalskan ísbar eða kaffihús og
Herdís mælti sérstaklega með nýsjá-
lenskum ísbar sem er m.a. uppá-
haldsstaður tennisstjörnunnar þýsku,
Steffi Graf, og stendur við umrædda
götu.
Þá segir Herdís að einn siður hafi
komið sér skemmtilega á óvart en
það er að ýmis veitingahús bjóða
gestum sínum að koma með eigið
vín til að drekka með matnum. „Þessi
veitingahús eru merkt alveg sérstak-
lega og mér fannst þetta alveg til
fyrirmyndar. Ég varð líka vör við að
margir nýttu sér þennan möguleika."
Annars segir Herdís að áströlsk
hvítvín séu alveg sérstaklega góð.
„Áin Yarra rennur í gegnum Melbo-
urne og í samnefndum dal eru vín-
bændur. Vínið þaðan, sérstaklega
hvítvín, fannst mér ómótstæðilegt."
Þegar fólk hefur kynnt sér ítalska
matsölustaði er upplagt að gera sér
ferð í gríska hverfið og prófa einn
af þeim fjölmörgu grísku veitinga-
stöðum sem þar eru og heimsækja
síðan kínverska hverfið og prófa
matinn þar.
Hvað sígildan ástralskan mat
varðar segir Herdís að yfirleitt þurfi
fólk að leita út fyrir miðborgina ætli
það að borða þjóðarrétti
Ástrala. „Þeir
bjóða þó stund-
um upp á
áströlsk kvöld
þar sem eru
ýmsar uppákom-
ur og boðið er upp á
grillrétti, en það er dæmigerð ástr-
ölsk matargerð. Þá gefst ferðálöng-
um tækifæri á að smakka grillað
kengúrukjöt hafi þeir löngun til
þess,“ segir hún.
Eitt segir hún að hafi verið
skemmtilegt að gera og það er að
fara með sporvagni um miðbæinn.
„Þessi leið heitir „Central line“ og
um er að ræða gamla sporvagna sem
búið er að gera upp. Það kostar ekk-
ert að fara rúnt með þeim og leiðsögu-
menn bæði fræða ferðamenn um það
sem fyrir augu ber og hjálpa þeim
að rata á hina ýmsu staði. Herdís
segir að veðrið sé yfírleitt mjög gott
í Melboume, hitinn fari niður í frost-
mariy yfir blánóttina þegar kaldast
er. „Á sumrin getur orðið mjög heitt
en rakinn er ekki mikill." ■
grg
DANMORK
KAUPMANNAHÖFN
TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI
hvora leið með flugvallarskatti
Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku,
Sími: 0045 3888 42?4
Fax: 0045 3888 4215
T