Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1996
ANDRÉSAR ANDAR - LEIKARNIR ANDRÉSAR ANDAR - LEIKARNIR
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
ARNA Arnardóttir frá Akureyri og Bragi Sigurður Óskarsson
frá Ólafsfirði urðu tvöfaldir Andrésar-meistarar.
Olafsfirðmgurinn Bragi Sig-
urður Óskarsson og Arnar
Anardóttir voru sigursæl og unnu
tvöfalt í flokki 12 ára -og fengu
vegleg verðlaun frá Skátabúð-
inni.
Hann sigraði í svigi og stórsvigi
drengja og fékk að launum skíði,
bindingar og stafi sem voru veitt
fyrir besta árangurinn í báðum
greinum í elsta flokknum.
„Ég bjóst ekki við því að sigra
hér því ég hef ekki getað æft
nægilega vel í vetur. Lyfturnar
voru aldrei opnaðar í vetur og það
þurfti að draga okkur upp á snjó-
troðara þegar við æfðum frammi
á Dal. Við höfum einnig æft tölu-
vert hér á Akureyri og á Dalvík.“
Bragi varð þrefaldur Andrésar-
meistari í fyrr og hefur oft verið
á verðlaunapalli áður. „Þetta er
toppurinn hjá mér. Það er frábært
að fá skíði í verðlaun og nú þarf
ég ekki að kaupa mér skíði fyrir
næsta vetur,“ sagði Bragi sem
segir Kristin Bjömsson vera í
miklu uppáhaldi hjá sér.
Frábærir leikar
Arna Arnardóttir frá Akureyri
sigraði í báðum greinum í flokki
12 ára stúlkna. Hún var að keppa
í sjötta sinn á leikunum og vann
stórsvigið líka í fyrra.
„Þetta hafa verið frábærir leik-
ar, en það hefði verið enn
skemmtilegra að hafa yngstu
krakkana með. Ég ætla að halda
áfram að æfa næstu ár og reyna
að komast út í skíðamenntaskóla
í Noregi eða Svíþjóð. Það verður
erfiðara að keppa næsta vetur því
þá verð ég á yngra ári í unglinga-
flokki. Ég hefði aldrei viljað missa
af Andrésar andar-leikunum því
ljörið er svo mikið,“ sagði þessi
efnilega skíðakona.
Áslaug Eva.
Fór fyrst
á skíði
tveggja ára
Aslaug Eva Björnsdóttir frá
Akureyri sigraði bæði í svigi
og stórsvigi í flokki 10 ára stúlkna
og hafði töluverða yfirburði. Hún
sagðist tvisvar áður hafa unnið á
leikunum, í svigi 1993 og 1994.
En bjóst hún við svona góðum
árangri? „Nei, eiginlega ekki. Ann-
ars hefur gengið mjög vel hjá mér
á mótum hér á Akureyri í vetur.
Við æfðum fimm sinnum í viku og
það hafa fáar skíðaæfingar fallið
úr yegna veðurs.
Áslaug Eva á ekki langt að sækja
hæfileika sína því faðir hennar,
Björn Víkingsson, var góður skíða-
maður hér á áram áður og varð
m.a. íslandsmeistari í svigi og alpa-
tvíkeppni 1982.
Skemmtilegasti tíminn
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
FANNAR Gíslason æfir ekki
aðeins skíðaíþróttina. Hann
æfir einnig í handbolta og
frjálsíþróttum.
Fjölhæfur
íþrótta-
maður
Fannar Gíslason úr Haukum
sigraði í svigi 10 ára drengja
með nokkrum yfirburðum. Hann
notaði aðra tækni en hinir því
hann keyrði beint á stangirnar
[eins og Alberto Tomba]. Hann
datt hins vegar í fyrri umferðinni
í stórsviginu en náði næst besta
tímanum í síðari umferð og endaði
í 7. sæti.
„Ég átti ekki von á því að sigra.
Þetta var líka í fyrsta sinn sem
ég verð Andrésarmeistari í þau
fimm ár sem ég hef keppt. Ég
hafði áður náð best öðru sæti,“
sagðí Fannar og bætti við að Al-
berto Tomba væri uppáhalds
skíðamaðurinn.
Fannar æfir ekki aðeins skíða-
íþróttina því hann er einnig í hand-
bolta og fijálsíþróttum með FH.
Þar hefur hann náð góðum ár-
angri. „Þetta er allt jafn skemmti-
legt og erfitt að gera upp á milli
íþróttagreina," sagði þessi 10 ára
íþróttamaður sem segist æfa alla
daga vikunnar. „Þetta eru
skemmtilegustu Andésar-leikarnir
því ég náði loks að sigra.“
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
GÖNGUSTÚLKURNAR Edda Rún Aradóttir, Elín Nlarín Kjartansdóttir og Freydís Heba Konráðs-
dóttir voru ánægðar með veruna í Hlíðarfjalli.
Hressar
göngu-
stúlkur
Göngustúlkurnar Edda Rún Ara-
dóttir frá Ólafsfírði, Elín Mar-
ín Kjartansdóttir frá Siglufírði og
Freydís Heba Konráðsdóttir frá Ól-
afsfirði voru ánægðar með lífið í
Hlíðarfjalli og voru að keppa í þriðja
sinn. Þær sögðu að erfitt hafi verið
að æfa göngu í vetur vegna snjóleys-
is.
„Við höfum lítið farið á skíði, en
æft hlaup í staðinn. Þetta eru
skemmtilegustu Andrésar andar-
leikarnir vegna þess að litlu krakk-
arnir, átta ára og yngri, eru ekki
með,“ sögðu þær með stríðnisglott
í andlitinu og greinilegt að þær
meintu það ekki.
Stúlkurnar eru allar 11 ára. Frey-
dís sigraði í báðum göngugreinun-
um, Elín varð í þriðja og ijórða
sæti og Edda Rún í fimmta sæti í
annarri göngunni en gat ekki keppt
í hinni vegna meiðsla. Þær voru
allar staðráðnar í að koma aftur á
leikana næsta vetur.
Morgunblaðið/Kristján
FREYR Steinar Gunniaugsson frá Siglufirði hafðf nokkra yfirburði í
göngu 11 ára drengja og varð tvöfaldur Andrésar-meistari.
í sól og snjó
ÞESSI ungi skíðamaður
fækkaði fötum og kældi sig
eftir keppnina.
Síðustu leikamir
hjá Jóni Víði og Jens
Jón Víðir Þorsteinsson frá Akureyri og
Jens Jónsson úr Víkingi kepptu í
flokki 12 ára drengja. Þeir þekktust vel
og voru að bera saman bækur sínar eft-
ir stórsvigið er blaðamaður hitti þá. Þeir
voru ánægðir með árangurinn.
Jón Víðir sagði að sér hefði gengið
mjög vel á mótinu. „Ég varð þriðji í svig-
inu og er með þriðja tímann í stórsvig-
inu, en það eiga nokkrir góðir eftir að
koma niður. Ég er mjög ánægður. Ég
bytjaði að æfa þegar ég var fjögurra ára
og hef æft vel síðan. Þetta er í áttunda
sinn sem ég keppi á Andrési og því mið-
ur fæ ég ekki að vera með næsta vetur
því þá verð ég kominn upp í unglinga-
flokk,“ sagði Jón Víðir.
Jens Jónsson segist hafa byijað að
æfa af krafti þegar hann var átta ára,
en fór fyrst á skíði tveggja ára. „Ég
er nokkuð ánægður með árangurinn í
vetur. Ég varð Reykjavíkurmeistari og
það stendur upp úr. Ég var svolítið
óheppinn í sviginu hér því ég krækti
fyrir hlið í fyrri ferðinni en náði næst-
besta tímanum í síðari umferð. Ég von-
ast til að komast á pall í stórsviginu,"
sagði Jens.
Hann keppti fyrst á leikunum er
hann var þriggja ára gamall og var
þá yngsti keppandinn. Jens sagði að
annað sætið í sviginu í fyrra hafi verið
besti árangurinn frá því hann byijaði
að keppa á leikunum. „Ég hef komist
á pall undanfarin fjögur ár. Ég stefni
að því að æfa áfram og ætla að reyna
að komst í unglingalandsliðið," sagði
Jens.
Áskíðum
skemmti
Frábært að fá skíði
Andri Þór Kjartansson úr
Breiðabliki og Guðjón Arn-
grímsson frá Eskifirði kepptu í
flokki 11 ára drengja og voru
nýkomnir í mark eftir svigið er
blaðamaður hitti þá félaga.
Andri Þór sigraði bæði í svigi
og stórsvigi eins og í fyrra. „Eg
hef æft vel í vetur en bjóst þó
ekki við sigri núna. Ég ætla að
halda áfram að æfa svo ég komist
aftur á leikana næsta vetur. Þetta
er skemmtilegasti tíminn á vetrin-
um,“ sagði Andri Þór.
Guðjón sagðist ánægður með
árangurinn en það skipti kannski
ekki öllu máli því aðalatriðið væri
að vera með. „Það hefur ekki
verið gott að æfa í Oddskarði í
vetur því það hefur verið svo lít-
ill snjór. Við komum tvisvar í
vetur hingað til Akureyrar til að
æfa. Ég byijaði að æfa sjö ára
og þetta er í fjórða skipti sem ég
keppi hér. Þetta er alltaf jafn
gaman,“ sagði Guðjón sem fór
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
JÓN Víðir og Jens voru að keppa á Andrésar
andarleikunum i síðasta sinn.
ATLI Rúnar
Eysteinsson frá
Neskaupstað
sigraði í stórs-
vigi 10 ára
drengja og
varð annar í
sviginu. „Ég
bjóst ekki við
svona góðum
árangri því ég
hef ekki getað
æft mikið
vegna snjóleys-
is fyrir austan í vetur,“ sagði Atli
Rúnar sem byijaði að æfa sjö ára
gainall og var að keppa á leikunum
í fjórða sinn. „Ég hef tvisvar áður '
komist á pall á leikunum og var
þá í áttunda sæti. Ég ætla að halda
áfram að æfa skíði, alla vega þang-
að til ég verð 16 ára. Það er alltaf
jafn gaman að keppa hér og skíða-
færið var mjög gott,“ sagði Norð-
firðingurinn sem æfir einnig fót-
bolta og blak með Þrótti.
KEPPNI á Andrésar andar-leikunum lauk í Hiíðarfjalli sl. iaug-
ardag. Mótið var sett miðvikudaginn 24. apríl og stóð yfir ífjóra
daga. Keppendur voru færri en undanfarin ár því ekki var keppt
í yngstu flokkunum, 8 ára ojg yngri, að þessu sinni vegna þess
hve lítill snjór var ífjallinu. I fyrra var metþátttaka, um 850 börn,
en nú voru keppendur 450 talsins. Veður lék við keppendur og
gesti og mótshaldið tókst vei enda kann Andrésar andar-nefnd-
in vel til verka eftir tuttugu og eins árs starf.
VaturB.
Jónatansson
skrífar
Andrésar andarleikarnir eru há-
punktur í lífi þeirra barna sem
stunda skíðaíþróttina á íslandi. „Ég
er viss um að það
er þjóðarsorg hjá
öllum krökkum átta
ára og yngri sem
æfa skíði á Islandi,"
sagði níu ára drengur aðspurður
um hvort það hefði ekki verið enn
skemmtilegra að hafa yngstu börn-
in með líka. Þessi orð drengsins
segja allt um það hvé leikarnir hafa
öðlast stóran sess í skíðaiðkun
barna hér á landi.
Stemmning var mikil á meðal
þátttakenda og anægjan skein úr
hveiju andliti. Áhersla er lögð á
að allir keppendur skemmti sér vel
og það gerðu þeir svo sannarlega
þó svo að snjór hafi ekki verið með
mesta móti í Hlíðarfjalli. Aðstæður
til keppni voru hins vegar eins og
best verður á kosið í brekkunum
fyrir ofan Strýtu.
Mótið var með svolítið öðru sniði
en undanfarin ár. Börnin dvöldu
aðeins í fjallinu meðan á keppni
stóð vegna þess hve lítið pláss var
í brekkunum til að renna sér fijálst.
Frekari dagskrá var í bænum fyrir
þá sem höfðu lokið keppni. Þar var
m.a. keppni í körfubolta (street
ball) og hinum ýmsu leikjum við
íþróttahöllina. Haldin var grillveisla
og skemmtun í sundlauginni á
föstudagskvöld og þótti takast mjög
vel. Börnin dönsuðu eftir tónlist á
laugarbakkanum og kældu sig í
lauginni þess á milli.
Oðinn Árnason, formaður Skíða-
ráðs Akureyrar sem hefur verið
starfsmaður Andrésar andarleik-
anna frá upphafi sagðist hafa sakn-
að yngstu krakkanna nú. „Ég hef
alltaf haft mestu ánægjuna af því
Beðið eftir leikun-
um allan veturinn
lfar Bjarni Guð-
mundsson úr
Víkingi var með
föður sínum, Guð-
mundi Torfason, er
blaðamaður hitti þá
á Andrésar andar-
leikunum. Elfar
Bjarni, sem var að
keppa á leikunum í
annað sinn, sagðist
hafa æft vel í vetur.
„Við byijuðum að
vísu frekar seint að
æfa vegna snjóleysis í Sleggjubeins-
skarði og við þurftum líka að fara
í Bláfjöllin á æfingar síðustu vik-
urnar fyrir leikana," sagði Elfar
sem byijaði að æfa fyrir tveimur
árum.
Víkingar voru
með 15 keppendur
á leikunum. „Það
er gaman að keppa
á, Andrésar andar-
leikunum." Elfar
sagði að uppáhalds
skíðamaðurinn væri
Jens Jónsson, félagi
hans úr Víkingi sem
einnig keppir á leik-
unum.
Guðmundur
sagði að það væri
toppurinn á vetrinum að koma á
leikana. „Það er beðið eftir þessu
allan veturinn. Það var leiðinlegt
að yngstu krakkarnir gátu ekki
verið með. Þetta er uppákoma sem
enginn vill missa af,“ sagði hann.
Guðmundurog Elfar
að vera í kringum þau yngstu, átta
ára og yngri. Þau eru svo glöð og
jákvæð. Annars gekk mótið mjög
vel og það er alltaf jafn skemmti-
legt að vinna með börnunum. Þau
gefa manni svo mikið og það er
kannski þess vegna sem ég er enn
að starfa við þetta mót,“ sagði
Óðinn.
Eftir hvern keppnisdag komu
allir krakkarnir saman í íþrótta-
höllinni þar sem árangur dagsins
var gerður upp. Allt að 12 fyrstu
í hveijum flokki í alpagreinum
fengu verðlaun. Auk þess sem
aukaverðlaun voru veitt þeim börn-
um sem dregin voru af handhófi
úr þópi keppenda.
Ólafsfirðingar voru sigursælastir
allra á mótinu að þessu sinni; hlutu
10 gullverðlaun, fern silfurverðlaun
og ein bronsverðlaun. Akureyringar
komu næstir með sex gullverðlaun,
sjö silfui-verðlaun og 9 bronsverð-
laun.
ogstafi
í verðlaun
Morgunblaðið/Valur Jónatansson
GUÐJÓN og Andri Þór voru ánægðir með lífið í Hlíðarfjalli.
Morgunblaðið/Kristján
VIGDÍS Björt Ómarsdóttir úr Haukum keppti í flokki 11 ára stúlkna.
Hér rennir hún sér niður svigbrautina einbeitt á svip.
Berglind Jónasardóttir
beinustu leið upp í Strýtu til að
skila númerinu sínu.
Bjóst ekki
við þessu
Morgunblaðið/V alur
BERGLIND Jónasardóttir frá Akur-
eyri sigraði í svigi 9 ára.
Rosalega
gaman
að keppa
Berglind Jónasardóttir,
9 ára frá Akureyri,
sigraði í svigi og varð
fjórða í stórsvigi, Hún var
að keppa á leikunum í
fjórða sinn.
„Það er rosalega gaman
að keppa á leikunum. Við
kynnumst líka krökkum
frá öðrum stöðum. Það
hefur gengið ágætlega að
æfa í vetur en það hefði
verið betra að hafa aðeins
meiri snjó í Hlíðarfjalli því
við höfum æft við stólalyft-
una og þar er lítill snjór,“
sagði Berglind.
Hún sagðist ætla að
halda áfram að æfa skíða-
íþróttina næsta vetur svo
hún geti keppt aftur á leik-
unum.