Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 E 3 HVOLSVÖLLUR. Kannist þið við staðinn? Einmitt, hann er rétt austan við Hellu, sem er austan Þjórs- ár, sem er austan Selfoss, sem er... og það er beygt til vinstri af þjóðvegi núm- er 1 og í gegnum þorpið ef við ætlum að skoða Fljótshlíðina, þar sem hinn forni fimleikakappi og bar- dagamaður Gunnar Há- mundarson á Hlíðarenda bjó með konu sinni Hall- gerði Höskuldsdóttur lang- brók. Gunnari er meðal annars lýst svo í Brennu- Njáls sögu: „Hann var mik- ill maður vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann hjó báðum höndum og skaut ef hann vildi og hann vó svo skjótt með sverði að þijú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði allt það er hann skaut til. Hann hljóp meir en hæð sína með öll- um herklæð- um og eigi skemmra aft- ur en fram fyrir sig. syndur sem selur. Og eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa og hefir svo verið Fögurer hlíðin - Veiðiferðin sagt að engi væri hans jafningi.“ Gunnar var á leið í skip til þess að fara af landi brott í útlegð í þrjú ár eftir vígaferli, þegar hestur hans drap fæti (hrasaði) og kappinn stökk af baki. Þá sagði hann þessi frægu orð þegar honum varð litið upp til Fljótshlíðarinnar og bæj- arins að Hlíðarenda: Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún... Hann hætti við að fara í útlegðina, sem var hættu- legt, því að lög landsins á þessum tíma mæltu fyrir að þá mætti hver sem er drepa hann, hann var réttdræpur. Og ekki löngu fVvyvv\ O /VWWV / \ siðar var hann veginn af óvinum sínum. Þið hafið ef til vill heyrt eða lesið um Gunnar og vin hans Njál Þorgeirsson á Bergþórs- hvoli og konu hans, Berg- þóru. Mikil saga er til um þetta fólk og heitir hún Brennu- Njáls saga. Hún er með merkustu bókum, sem skrifaðar hafa verið á ís- lensku, og HÚN ER SKEMMTILEG. Þar er mikil og spennandi saga sögð af óþekktum snillingi, sem sennilega var uppi á þrettándu eða fjórtándu öld. Hvernig væri að skoða málið?! Þessi hug- leiðing um forna kappa kom til vegna myndarinnar 'AJ mSm hennar Sig- rúnar, sem er 11 ára og á heima á Hvolsvelli, sem er í næsta nágrenni við söguslóðir Njálu. Mynd- efnið er alls óskylt fornum hetjum, sem riðu um héruð - en hún er mjög skemmtileg, það er galsi og grín í henni, ekki satt! Leyniteikning TEIKNIÐ strik eftir tölunum (1= einn reitur) í átt örvanna og það á að birtast eitthvert dýr. Byrjið við svarta depilinn til vinstri. Lausnir eru ekki neitt með í þessu. •1t#1/* —t 1 Til eru ferhyrningar HVAÐ eru margir ferhyrningar á mynd lista- mannsins Péturs, sem hefur viðurnefnið alpa- húfa vegna þess að hann tekur alpahúfuna ekki af sér nema þegar sofið er og farið í sturtu? Hann Pétur listmálari nam listina í París. Hann hyggur á frekara nám í öðrum framandi löndum og spennandi verður að sjá hvort hann tileinkar sér eitthvað í fari þar- lendra þegar hann kemur heim skólaður myndlistarmaðurinn. Lausnir hafa svarið við spurningum ykk- ar, sumum að minnsta kosti. Hvad heitir kærastinn? HÚN Jóhanna fór í bíó um daginn og hvað hald- ið þið að hafi gerst? Jú, hún fór í röðina að kaupa miða og þá - svona eins og hendi væri veifað - allt í einu sá hún strák sem var með tvo miða, einn fyrir sig og annan fyrir systur sína, mamman var með sinn miða. Pabbinn var ekki með því að foreldrarnir voru skilin. Hún Jóhanna vissi þetta allt saman því að strákurinn var í bekknum hennar. Og ekki nóg með það, heldur er þetta strákurinn sem hún Jóhanna er svo rosalega skotin í ,- kannist þið við ástandið? Nú eigið þið að geta hvað strákur- inn heitir. Jóhanna er svolítið feimin stúlka og er búin að rugla stöfunum hans... Lausnir hjálpa ykkur á eftir þegar þið eruð búin að reyna til þrautar. Mikki í fjölleikahúsi MIKKI var á leiðinni í fjöl- leikahús. Það var gott veð- ur. Mikka fannst þetta löng leið, en loksins kom hann í fjölleikahúsið. Það var mikið um að vera því línudansarinn var veikur. Það voru blöð á tijánum og á þeim stóð: Hver vill dansa á línu fyrir línudansarann í kvöld? Mikki hugsaði sig um og hljóp svo til stjórans. Stjórinn sagði að hann mætti alveg dansa Eftir þennan línudans fyrir hann og svo dansaði hætti alvöru línudansarinn Mikki og allt gekk vel. og Mikki tók við í staðinn. Eftir þetta var Mikki mikil hetja eins og sjá má á mynd- inni. Höfundur: Stein- unn Sigurðar- dóttir, 9 ára, Vaðbrekku, Jökuldal, 701 Egilsstaðir. PÁSKAKANÍMU- smm 5EM ER. S 'ARA KOTT/MN sinn ec/AepriR. SJAL-FUANgBR., ÞESAE: MAMAAA HAMS B'l&l HAMNUAA/4P<íE7ÍA HVAO 5G<SISTHANN i HALDIÐAÐ MÚU HGFÐI VGR ✓

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.