Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 3

Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 3
2 C SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 C 3 Á MILLI brautarteinanna við Vest- erport stingur lítill krókus upp höfði og kinkar kolli til lestarfarþega sem taka misvel undir kveðju hans. Krókusinn er eitt fyrsta merki vor- komunnar í Kaupmannahöfn, rétt ens og krían er heima á Íslandi. Dökkklæddir þjónar með hvítar svuntur um sig miðja, bera stóla og borð út á gangstétt. Það er líka merki þess að sumarið er á næsta leiti. Á sólríkum vordögum leggja fjölmargir Kaupmannahafnarbúar, sem og ferðamenn frá öllum heims- hornutn, leið sína um göngugöturn- ar stóru og breiðu, Kaupmangara- stræti og Strikið. Ég á leið um Kaupmangara- stræti og prísa mig sæla fyrir það að vera hvorki í kapphlaupi við tím- ann né í verslunarleiðangri. Það er ekki þverfótað fyrir fólki sem geng- ur um með ís eða stendur í hópum og horfir á lírukassakarl og apann hans. Apar eru í tísku í Danmörku. Þökk sé rithöfundinum Peter Hogh sem nú hefur ekki aðeins gert hina grænlensku Smillu að goðsagnar- persónu heldur einnig apann. Apa ekki ósvipaðan þeim sem hægt er að kaupa í versluninni Cactus Classic við Kompagnesstræti. Kna- brostræti, Kompagnestræti, og Hyskenstræti mynda í sameiningu göngugötu sem í daglegu tali kall- ast Strætið, eða Strædet eins og það er sagt upp á dönsku. Áttræð prinsessa í leðurbuxum Þangað lagði ég leið mína. Ekki til að kaupa apa heldur til að segja frá þessu leyndarmáli Kaupmanna- hafnar. Göngugötunni sem laðar að sér unga og gamla nautnaseggi og safnara á góðviðrisdögum og öðrum dögum. Nautnaseggi og safnara segi ég því við Strætið eru nokkur af allra bestu kaffíhúsum Kaupmannahafnar og vinsælir veit- ingastaðir sem bjóða upp á girnilega rétti frá miðjarðarhafslöndunum, hvort sem er í hádeginu éða á kvöld- in. Við Strætið liggja einnig ótal antikbúðir og aðrar búðir sem verða að láta sér nægja þann vafasama heiður að kallast skranbúðir. Antik 37 er ein af þeim búðum sem selur fallega gamla muni, varla yngri en hundrað ára, s.s. kertastj- aka, bollastell og kaffíkvarnir. Wangers Kælder er ekki síður skemmtileg búð sem selur gamla muni, ekki alveg eins vandaða en mjög skemmtilega. Þessa verslun er vert að heimsækja því þó tilgang- urinn 'sé ekki endilega að kaupa í búið, er gaman að ýta aðeins undir ímyndunaraflið og heilsa upp á verslunareigandann sem jafnan sit- ur fyrir framan búðarborðið eins og ævintýraprinsessa í ríki sínu. Prinsessan sem er komin hátt á áttræðisaldur er jafnan klædd leð- urbuxum, með sígarettu hangandi í munnvikinu og með takta sem minna einna helst á Clint gamla Eastwood. Óþarfi að stíga reglulega á hælana á næsta manni Það er aðeins um miðjan dag á sólríkum sumardögum sem sólin nær að teygja geisla sína á milli gömlu húsanna og skína á gesti Strætisins. Húsin halla sér hvert upp að öðru og einstaka þeirra hafa sigið svo mikið á aðra hlið að það er engu líkara en að þau séu að detta framyfir sig. Á gangstétt- unum fyrir utan kaffihúsin Laszlo og Kaffe Kys sitja Kaupmanna- hafnarbúar og njóta fyrstu góðviðr- isstunda ársins. Umferðin í Stræt- inu er hæfilega mikil. Fólk gengur eðlilega um götur án þess að stíga reglulega á hælanna á næsta manni eða skáskjóta sér á milli barna- vagna og hunda. Samt sem áður er mannlífið nógu fjölbreytilegt og líflegt til þess að hægt sé að sitja með kaffibolla á útikaffihúsunum og horfa á mannfólkið sem Peter Hegh telur búa yfir jafn dýrslegu eðli og forfaðir okkar allra, apinn. Verslanir við Strætið loka klukk- an sex. Þá færist ró yfir götuna. Viðskiptavinir fara margir hveijir heim á leið, hlaðnir pokum og pinkl- FERÐALÖG FERÐALÖG stemmningarinnar sem er bæði af- slöppuð og þægileg. Hingað er gott að koma til að lesa, skrifa, hugsa eða hitta annað fólk. Innréttingarn- ar eru úr fallegum viði, gamlar bækur sem eru í hillum uppi við vegg standa gestum til boða, olíu- málverk og gamlar teikningar hanga á gulum veggjunum og úti sé ég hvemig rökkrið færist yfir. Að finna Strætlð: Þar sem Kaupmangarastræti og Strikið mætast er lítið torg. Kallað Höjbro Plads. Á torginu miðju, sem afmarkast af þremur áberandi veit- ingahúsum, MacDonalds, Cafe Norden og Cafe Europa, er gos- brunnur. Ef gengið í suður frá gosbrunninum, meðfram bygging- unni sem hýsir Cafe Europa blasir Strætið við manni með öllum sínum gömlu og hallandi húsum. Það eru margir upplagðir staðir fyrir ánægjustundir í Strætinu. Á Snaren er maturinn nokkuð dýr en kaffið gott. Laszlo og Kaffe kys eru mjög vinsælir staðir meðal ungs fólks um kvöld og helgar og þétt- setin kaffihús á daginn, einkum þó Laszlo. RizRaz er mjög góður veit- ingastaður og býður upp á heilsu- samlegan og góðan mat á hag- stæðu verði. Resturant Graebrodre er heldur dýrari, en matseðillinn jafnframt fjölbreyttari. Hjá Andersens Billede Antikvar- iat er hægt að fá gamlar teikning- ar og myndir og fyrir þá sem eru sleipir í dönskunni er gaman að kíkja í bókaverslunina Boger og Kuriosa. Silfrið og postulínið sem vantar í gámla stellið fæst hjá Danielsen. Börnin fínna eitthvað við sitt hæfi í Dansk hándværktoj þar sem aðeins eru seld fallega unnin leikföng úr viði. Cactus Classic er ómissandi staður fyrir þá sem lásu Tinna bækurnar upp til agna og hlógu sig máttlausa af vitleysunni í Viggó Viðutan. Þar fást bolir, bindi, nærbuxur, sokkar, krúsir og handunnar styttur eftir frönsku listakonuna Leblon, gerðar eftir öllum helstu teiknimyndahetj- unum. Inuit eskimo art galleri selur handunna muni frá Grænlandi, svo sem styttur úr hvalbeini og sel- skinnsvörur ásamt ýmsu öðru er viðkemur landinu í norðri. Verslun- in Stasi og Marianne selur mjög falleg og vönduð tískuföt auk þess sem hún sérhæfir sig í sölu brúðar- kjóla. Laura Ashley selur mjög fal- leg efni og ýmislegt til heimilisins og ímynd verslunarinnar fellur mjög vel inn í rómantískt og afslappað andrúmsloft Strætisins. ■ Höfundur stundar nám í Kaupmannahöfn. Sigrún Sigurðardóttir ÞAÐ er aðeins um miðjan dag á sólríkum sumardögum sem sólin nær að teygja geisla sína á milli gömlu húsanna og skína á gesti Strætisins. HÚS Strætisins halla sér hvert upp að öðru og einstaka hafa sigið svo mikið á aðra hlið að það er eins og að þau séu að detta framyfir sig. Rómcmtík og leynistræti Inn á milli gamaHa húsa, rétt handan við mannmergðina ó Strikinu leynist lítið Stræti sem býður upp á fjölbreytt mannlíf, kaffihús, veitingahús og skemmtilegar verslanir. Sigrún Sigurðardóttir leitar í Strætið á sólríkum sum- ardögum eins og svo margir aðrir Kaupmannahafnarbúar. VERSLUNIN Stasi og Marianne selur falleg og vönduð tískuföt auk brúðarkjóla. er tilvalið að færa sig yfir á eitt- hvert kaffihúsanna, áðurnefnd Kaffe Kyz eða Laszlo eða þá á Snaren ef maður vill hafa meira næði. Ég er einmitt á Snaren. Sit við kertaljós, dreypi á rauðvíni og hlusta á þægilega djasstónlist um leið og ég skrifa niður á blað hug- renningar um uppáhalds verslun- argötuna mína hér í Kaupmanna- höfn. Antikmunir, flott föt, gott kaffi, eldgamlar silfurskeiðar og gamlar bækur sem fara vel, bæði í hillu og hendi. Þetta er allt hægt að finna hér í Strætinu. Snaren er svo tilvalinn staður til að enda góð- an dag á. Það er góð blanda af matsölustað, kaffihúsi og bar. Klukkan er rétt orðin átta og mér sýnist flestir gestir staðarins vera í svipuðum erindagjörðum og ég. Glæsileg kona um fertugt situr á móti mér og les yfir handrit, gamall maður með hvítt skegg sit- ur við næsta borð og skrifar bréf, tvær ungar konur drekka kakó og spila bakkamon. Öll njótum við um, en aðrir stínga sér inn á ein- hvem veitingastaðinn og hverfa ekki á braut fyrr en sólin er sest. Einhverjir hafa keypt sér persneskt teppi, aðrir ítalska skó og ég sé ekki betur en að ung kona hafi bæði dýrindis brúðarkjól úr hvítu satíni og frumútgáfu Sölku Völku eftir Halldór Laxness á dönsku í farangri sínum. Að lesa, skrífa, hugsa og hitta annað fólk Veitingastaðurinn RizRaz í Strætinu er sérstaklega vinsæll meðal námsmanna og ungs fólks. Þar er boðið upp á hlaðborð af grískum, ítölskum og frönskum réttum, hollum og gómsætum fyrir um 470 íslenskar krónur í hádeginu og um sjö hundruð íslenskar krónur á kvöldin. Og það sem meira er, þjónunum er umhugað um viðskipta- vininn og stendur á sama þó setið sé yfir borðum í þijá til fjóra tíma og hlaðborðið krufið til mergjar. VEITINGASTAÐURINN RizRaz í Strætinu er sérstaklega vinsæll Eftir góðan málsverð á RizRaz meðal námsmanna og ungs fólks. 'Ii Herjólfur frá Eyjum í Faxaflóa Kvöldsigling um sundin blá HERJÓLFUR, feijan milli lands og Eyja, var í annarri höfn en fólk á að verijast laugardaginn 27. apríl. Hún lá við festar í Reykjavík, borg- arbúum til þjónustu reiðubúinn. Um 2.000 borgarbúar fengu að fara í ókeypis siglingar út á Faxa- flóa og virtust margir, sem þekktu aðeins gamia Herjólf, undrast breytinguna. Hinn nýi Hetjólfur er rúmgóð bílfeija með tveggja og fjögurra manna klefum, feikistórri kaffiteríu með matseðli, krá og sjónvarpssal með bíóstólum. Feijan var tekin ný í notkun árið 1992. Gömlu dansarnlr úti á Flóa Heijólfur var ekki í siglingum til Vestmannaeyja þennan dag en sigldi hins vegar um sundin blá fram á nótt. Forsvarsmenn Heijólfs höfðu nefnilega auglýst kvöldsigl- ingu með málsverði og hljómsveit á laugardagskvöldið fyrir 3.000 krónur og selt I ferðina á tveimur tímum. Áhuginn kom á óvart og íhuga menn að bjóða svona siglingu á hveiju ári. Kvöldsiglingin um sundin blá hófst klukkan tuttugu og eitt með hanastéli og móttökuorðum. Síðar var borin fram þríréttuð máltíð fyr- ir 130 gesti. Á eftir lék hljómsveit- in Eymenn lög fyrir gömlum dansi á skipskránni. Framkvæmdastjóri Hetjólfs, Magnús Jónasson, var um borð. Hann segir að farþegafjöldi skipsins hafi aukist jafnt og þétt og árið 1995 hafi 65 þúsund farmiðar selst, og 10% fleiri hafa keypt sér far á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Feijan flutti einnig 19 þúsund farartæki á síðasta ári. Fullorðnir greiða 1.300 krónur fyrir ferðina og ef bíll fylgir með 1.300 krónur til viðbótar, en fetjan er tvo tíma og íjörutíu og fimm mínútur á leið- inni. Flóinn var spegilsléttur á laugar- dagskvöldið og farþegar fundu ekki fyrir veltingi. Eymenn þöndu nikk- urnar og gömul Eyja- og sjómanna- lögin hljómuðu. Kosturinn við sigl- ingar er, að minnsta kosti fyrir flesta, að ekki er hægt að leggja á flótta og erfiðara að verða fyrir truflunum. Herjólfur sem veltingahús og skemmtistaöur Heijólfur er 2.222 tonna skip sem tekur í ferð milli Eyja og lands 65 smábíla og 500 farþega. í sumar mun hann fara tvær ferðir fimmtu- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins FARÞEGAR fylgjast með þegar landfestar eru leystar. HLJÓMSVEITIN Eymenn lék undir borðum og á dansleik á skipskránni. líka verið ágætis veitingahús og skemmtistaður. Ferðalok nálguðust en Magnús bað skipstjórann að teygja aðeins á þeim. Skipið dólaði sér í Flóanum en svo var hert á ferðinni og lagð- ist það á ný að Miðbakka klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Skipsáhöfnin kvaddi gestina og þjó Heijólf undir siglingu til Eyja. Áætlun feijunnar átti að byija á nýjan leik á sunnudeginum, og ekki von á að dagur falli aftur niður fyrr en um næstu jól. ■ GH fótboltamót fyrir drengi og stúlkur, og svo verður einnig íslandsmótið í golfi haldið í Vestmannaeyjum í júlí. Magnús framkvæmdastjóri segir að þriðji hver farþegi panti sér rúm í klefa, en í fetjunni eru 52 uppbú- in rúm á 650 krónur og 32 sem teppi og koddi fylgja á 325 krónur. Heijólfur er í raun hluti af vega- kerfínu. Hann er leiðin út í Eyjar, þótt að sjálfsögðu sé hægt að kom- ast þangað eftir öðrum leiðum. Hins vegar komust Reykvíkingar að því á laugardagskvöldið að skipið getur MAGNÚS Jónasson, framkvæmdastjóri Heijólfs, og kona hans, Guðfinna Óskarsdóttir. daga, föstudaga og sunnudaga og eina ferð aðra daga. Mest kemst skipið þrjár ferðir á dag og ef til vill verður það gert vegna stórra móta í Eyjum í sumar, eins og pæjumóts og Shellmóts, sem eru Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HJÓNIN Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir hótelhaldar- ar í ijóðrinu þar sem „Stóns“pallurinn verður staðsettur. HÓTEL Svartiskógur í skógarjaðrinum við túnfótinn á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð. Hallgeirsstaðir í Jökulsárhlíð Hótel Svarti- skógur verður opnaö í sumar Vaðbrekka, Jökuldal. Morgunblaðið. HJÓNIN Helga Jónsdóttir og Benedikt Hrafnkelsson, bændur á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, taka í notkun nýtt hótel nú á sumri komandi. Bygging þess hefur staðið yfir síðustu tvö árin og verður hótelið vígt seinnipart júní í sumar. Heilsárshótel Helga og Benedikt hafa rekið Ferðaþjónustu í Grunnskólanum á Brúarási undanfarin sumur, og munu gera það áfram. Þetta nýja hótel er nefnist Hótel Svartiskóg- ur er því viðbót við reksturinn á Brúarási. í Brúarási er hægt að hýsa 70 manns, fjörtíu í uppbún- um rúmum og þrjátíu í svefnpoka- plássi. Hótel Svartiskógur verður rekið sem heilsárshótel með rúm- um fyrir 17 manns. Það var haustið 1993 sem Helga og Benedikt keyptu fyrstu húsein- ingarnar til hótelbyggingarinnar, voru þær settar niður vorið 1994 °g byggð hundrað fermetra tengi- bygging er tengir einingarnar saman og hýsir um leið aðalsal hótelsins. Hótelið er rúmir 400 fermetrar með sex tveggja manna og fimm eins manns herbergjum og tekur 120 gesti í borðsal. Rúmgóð verönd verður við aðalsal og heit- ur pottur þar við hliðina. Hótel Svartiskógur er staðsett í ipjög fallegu umhverfi sem er allt skógi vaxið eins og nafnið bendir til. í brekku ofan við hótel- ið er fagur trjálundur þar sem settur verður upp danspallur er Benedikt kallar “Rolling Stóns“ pallinn, þar verður aðstaða fyrir lifandi tónlist í mjög skemmtilegu umhverfi. Fyrstu bókanir í þetta nýja hótel eru síðast í júní og allt virð- ist stefna í að byggingunni verði lokið á áætluðum tíma, en Hótel Svartiskógur verður vígt uppúr tuttugasta júní. Þá er bara að vita hvort þessi skógur verður jafnvinsæll og nafni hans í Þíska- Iandi, en umhverfi þessa nýja hótels bíður alveg uppá það því það er staðsett í sannkölluðum sælureit í túnfætinum á Hall- geirsstöðum. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.