Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/jt NISSAN Vanette er fáanlegur bæði sem sendibill og átta manna bíll til leiguaksturs eða sem fjölskyldubíll. Nissan Vanette vinnubíll með dísilvél VI NISSAN Vanette kom fyrir nokkru til landsins í nýjum klæðum en þetta er fínlegur sendibíll eða 8 manna fjöl- skyldu- eða atvinnubíll, fáan- legur með dísilvél eingöngu fyrst í stað, afturdrifinn og að mörgu leyti áhugaverður bíll. Sé hann tekinn sem Z sendibíll kostar hann rúmar ^ 1,7 milljónir króna en verðið JJJ er rétt rúmar tvær ef hann 06 er tekinn með 8 sætum og er í báðum tilvikum átt við bíl með 2,3 lítra dísilvélinni. Niss- an Vanette er eins og fyrr segir nokkuð fínlegur bfll, hannaður sem sendibíll til að mæta kröfum um burðargetu og lipurð og við skoðum þessa kosti nánar hér í dag. NisSan Vanette er í þessari nýju gerð orðinn allur „mýkri“ að ytri gerð, framendinn er þó svip- aður, frekar stuttur og jafnvel búlduleitur ef hægt er að segja svo um bíl en hallar vel nánast allt frá stuðara og upp fyrir stóra framrúðuna. Stallur kemur síðan í þakið rétt við framhurðirnar. Framstuðari er nokkuð voldugur, vatnskassahlíf lítil og luktirnar þar með sporöskulaga svip. Hliðar eru með broti neðst, rúður sæmilega stórar en þó eru gluggapóstar kannski óþarflega fyrirferðarmikl- ir þegar við á annað borð tölum um bíl með glugga og sem far- þegabíl. Afturendinn er eðlilega þverskorinn og með tvöfaldri hurð sem opnast til beggja hliða og er það fyrirkomulag mjög þægilegt hvort sem bíllinn er nýttur til sendiferða eða almennrar notkun- ar sem íjölskyldubíll. Á báðum hliðum eru rennihurðir, heldur þægilegar í umgengni. Geðuguraðinnan Að innan er Vanette fremur geðugur í útliti og í flestu bara nokkuð þægilegur. Framstólar báðir eru góðir og hægt að stilla þá ágætlega vel og veltistýrið má auk þess laga enn að þörfum flestra ökumanna að ég hygg. Undir lítilli bogahlíf eru tvær skíf- Rúmgóður Hljóólót vél Hastur ur, annars vegar hraðamælir og á hinni bensín- og vatnshitamælar auk klukku en snúningshraða- mælir er ekki fyrir hendi sem vel mætti hugsa sér -á þessum dísil- vagni. Mælaborðshillan er annars fremur lítil, á miðjunni hefðbundin staðsetning miðstöðvar og útvaprs og þarf dálítið að teygja sig í þær stillingar. Hanskahólf er ágætlega stórt og tvö hólf eru milli framsæt- anna. Sætafyrirkomulag í afturhluta eru tveir þriggja manna bekkir. Til að komast í aftursætið verður að fara inn hægra megin og er þá rennt fram miðjusætinu næst hurðinni sem er ágætlega lipurt og rennur það síðan á sinn stað á ný. Aftasti bekkurinn er heill en miðjubekkurinn tveggja manna og þriðja sætið laust. Aftan við aftari bekkinn er síðan nokkurt farang- ursrými þótt það dugi skammt fyrir hafurtask átta manna á ferðalagi. Eins og fyrr segir eru framstólarnir ágætir en aftursæt- in eru ekki beint þau best, mættu að ósekju vera örlítið mýkri eða meira í þau lagt. Bíllinn er 4,49 m langur og fyrir þá sem kjósa sendibílinn má nefna að flutningstýmið er 2,3 m langt, 1,54 m breitt nema við hjólaskálarnar þar sem það er 1,1 m og hæðin er 1,31 m. Hæð frá jörð uppí gólf við afturdyr er 41 cm en 55 við hliðardyr, þ.e. ef við sleppum þrepinu. Ekki rösk vél Nissan Vanette er búinn 2,3 lítra, fjögurra strokka, átta ventla ALLT er heldur snyrtilegt hið innra nema hvað nokkuð þarf að teygja sig til að ná vel í miðstöðvarrofa og útvarpsstæð- ið. Snúningshraðamælir mætti þó alveg fá að fyjóta með í bíl sem þessum. EKKI er erfiðleikum bundið að komast leiðar sinnar í og úr aftasta sætabekknum. dísil-línuvél sem er 75 hestöfl og togar hún 145 Nm við 2.300 snún- inga. Bensínvélin er 1,6 lítrar, líka fjögurra strokka og 97 hestöfl. Dísilvélin eyðir í bæjarakstri 10,8 lítrum á hundrað km en 7,3 á 90 km þjóðvegahraða. Hámarkshrað- inn er 132 km/klst. Skipting er fimm gíra handskipting sem er heldur lipur viðskiptis. I heild má segja að Nissan Vanette sé ágætlega gerður bíll. I bæjarakstri virkar hann dálítið stirðbusalegur og er þar átt við dísilbílinn. Ekki er hægt að segja að hún sé rösk - allt gerist frekar rólega þegar bíllinn er drifínn af stað. Hins vegar seiglast hún vel og vinnur skemmtilega á þjóðvegi og þarf ekki að hræra mikið í gír- skiptingunni til að fá góða með- höndlun í slíkum akstri. Virðist þá ekki miklu skipta hvort einn eða fleiri sitja í og kemur það trú- lega ekki mikið fram fyrr en bíll- inn er orðinn nokkurn veginn full- lestaður en alls er burðargeta 950 kg á bíl með gluggum og 980 á sendibílnum. Fjöðrun að framan er sjálfstæð gormafjöðrun en blaðfjaðrir eru að aftan sem eru nokkuð stífar. í tómum bílnum í bæjarskakinu getur það orðið hvimleitt og ekki síður þegar ökumaður er einn á ferð á malarvegi og má nánast telja hann hastan. Hér verður þó að minna á að Nissan Vanette er fyrst og fremst vinnubíll, ætlaður til flutnings á fólki eða varningi og ef við gerum ráð fyrir að hann sé nokkuð vel nýttur sem slíkur ætti þessi eiginleiki lítið að vera til trafala. Hann kemur hins vegar fram í daglegri notkun á honum sem létthlöðnum fjölskyldubíl. Eðlilegt verð Verðið á dísilbílnum er kr. 2.033.000 en í því er meðal ann- ars af búnaði aflstýri, rafdrifnar rúður, samlæsingar, líknarbelgur fyrir ökumann og fjórir hátalarar. Sendibíllinn kostar kr. 1.742.000. Nissan Vanette verður trúlega mest tekinn sem atvinnubíll og hvort sem um er að ræða sendi- eða leigubíl þá er verðið á nokkuð eðlilegum nótum. Hér er enginn íburður eða ofurþægindi í boði heldur hentugur bfll sem smíðaður er í þessum ákveðna tilgangi. Þessi vinnuhestur er smíðaður í verksmiðjum fyrirtækisins í Eng- landi. ■ Jóhannes Tómasson Hissan Vanette í hnotskurn Vél: 2,3 lítrar, 4 strokk- ar, 8 ventlar, 75 hestöfl. Afturdrifinn - átta manna. Aflstýri. Samlæsingar. Rafdrifnar rúður. Bflbeltastrekkjari. Líknarbelgur. Fjórir hátalarar. Lengd: 4,49 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,98 m. Hjólhaf: 2,89 m. Þyngd: 1.475 kg. Stærð eldsneytis tanks: 601. Beygjuradíus: 5,4 m. Staðgreiðsluverð kr. 2.033.000. Umboð: Ingvar Helga- son, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.