Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 30. JLINÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FERÐAPISTILL Hvar eiga feróamál heima? í STJÓRNSKIPULAGI ferðaþjónustu á íslandi í dag tilheyrir ferða- þjónusta samgöngu- ráðuneytinu. Á þann veg hefur málum veríð háttað frá því að fyrstu lög um ferðaþjónustu voru sett. Oft hefur það verið nefnt að nú þegar ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg og tilheyrir, í augum margra, einni af alvöru- atvinnugreinum Islend- inga, sé tími til kominn að ferðaþjónustan fái sitt eigið ráðuneyti og einn og óskiptan ráð- herra. Enn eru aðrir sem nefna að nú séu samgöngur ekki það sem mestu máli skiptir við uppbyggingu ferða- þjónustu og því sé engin ástæða til að ferðamál heyri undir það ráðu- neyti. Umhverfismál sé það sem íslendingar verði fyrst og fremst að líta til o g einnig er nefnt að utan- ríkismál og ferðaþjónusta eigi sitt- ' hvað sameiginlegt. Umhverfis- og utanríkisráðuneyti komi þvf einnig til jgreina. I tillögum um stefnu í ferðamálum, sem nefnd á vegum samgönguráðu- neytis hefur nýverið skil- að af sér, er stjómskipu- lag ferðaþjónustu ekki tekið fyrir en það hins vegar kynnt að til standi að vinna að breytingum. Nefnd á vegum Ferðamálaráðs hef- ur tekið til starfa og á að skila til- lögum um nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum um ferða- þjónustu. Nauðsynlegur aðskilnaður stjórnsýslu og hagsmunagæslu Þegar rætt er um stjórnskipulag ferðaþjónustu á íslandi eru að sjálf- sögðu margar skoðanir á lofti og margir telja sig eiga hagsmuna að Sigríður Þrúður Stefánsdóttir gæta. Það er þó eitt sem flestir virðast vera sammála um og það er að skilja verði á milli stjórnsýslu og hagsmunagæslu. Slíkt kemur fram í áður- nefndri ferðamála- stefnu samgönguráðu- neytisins (bls. 24) og kom einnig fram á fundi, sem ferðamála- hópur Framsóknar- flokksins hélt fyrr í mánuðnum og margir úr ferðaþjónustu sóttu. Eins og máium hátt- ar í dag eru hagsmuna- aðilar, fulltrúar fyrir- tækja og ýmissa samtaka og fulltrú- ar ríkisvaldsins, þ.e. samgönguráðu- neytis, sameiginlega að taka ákvarðanir sem snerta bæði hið opinbera beint svo og einstaka aðila í greininni. Fram kom á fyrrnefnd- um fundi Framsóknarflokksins að eins og skipan í Ferðámálaráð væri nú sætu flestir fulltrúar beggja megin borðsins og því í raun óhæfir til að taka stjórnsýslulegar ákvarð- anir. Fróðlegt verður að fylgjast -y Á að leggja ferðamólaróð niður? með þróun mála á næstu misserum. Á sama tíma er það ánægjulegt að flestir skuli ________ samt vera sammála um það að núverandi ástand sé óhæft og þá sérstaklega vegna óhjákvæmilegra árekstra ríkisvalds- ins og annarra hagsmunaðila í greininni. Breyttar áherslur yfirvalda og tlllögur um nýtt stjórnskipulag I tiilögum um stefnumótun, sem kynntar hafa verið, er lögð áhersla á aukna markaðssókn íslenskrar ferðaþjónustu. Þar sem kveður þó við nýjan tón er að samhliða slíku skal einnig lögð áhersla á umhverf- isvernd og aukna umhverfisvitund allra þeirra sem að ferðaþjónustu og ferðamennsku koma. Stefnt er Morgunblaðið/RAX HVERS vegna er rekstur Keflavíkurflugvallar undir utanríkisráðuneytinu? að því að ferðaþjónustan hafí um- hverfisvemd að leiðarljósi. Þessar hugmyndir eru í anda þess breytta viðhorfs sem átt hefur sér stað víða í löndum í kringum ísland þ.e. að þær „auðlindir" sem byggt sé á séu verndaðar og þeim viðhald- ið. Hin aukna áhersla á umhverfís- mál leiðir hugann aftur að því hvar í stjómkerfinu ferðamál henta best. Olafur Örn Haraldsson, alþingis- maður Framsóknarflokks, kynnti tillögur þess efnis á fyrrnefndum fundi og sagði m.a. að til að skilja milli stjómsýsiu og hagsmunagæslu þyrftu hagsmunaaðilar að stofna með sér samtök. Til að styrkja stjórnsýsluþáttinn yrði að veita meira fé og auka mannafla tiltekins ráðuneytis eða að setja á fót nýja stofnum sem heyra myndi þó undir ráðherra. Á þennan hátt fengi ferða- þjónusta aukið vægi innan stjórn- kerfisins þar sem komið yrði á nýrri stöðu þess sem sinnti ferðamálum, nokkurs konar deildarstjóra ferða- mála. Flest öll máiefni ferðamála félli undir þessa ferðamáladeild svo og framkvæmdasjóður ferðamála, sem kæmi í stað þess sjóðs sem nú er fyrir hendi, þ.e. Ferðamálasjóðs. í hinn nýja sjóð mætti sækja fé til m.a. mannvirkjagerðar og uppbygg- ingar á ferðamannastöðum og til reksturs upplýsingamiðstöðva ferðamála. í tillögunum kom fram að hugs- anlegt væri að leggja Ferðamálaráð íslands niður eða að Ferðamálaráð fengi breytt hlutverk sem ráðgef- andi aðili. Hvað snerti staðsetningu ferðamáia í stjómsýslunni, var nokkrum möguleikum velt upp þ.e. að ferðamálum væri sinnt innan samgönguráðuneytis, færu inn í umhverfisráðuneytið eða jafnvel ut- anríkisráðuneytið. Í umræðum um ferðamál hefur þess stundum verið spurt hvers vegna þættir sem tilheyra ferða- þjónustu, s.s. rekstur Keflavikur- flugvallar, tilheyri utanríkisráðu: neyti en ekki samgönguráðuneyti. í því sambandi hefur sú spurning komið upp hvort ferðamál ættu að heyra undir það ráðuneyti. Ferðamál í umhverfisráðuneyti er einnig möguleiki sem skemmti- legt er að velta fyrir sér og því hvaða breytingar slíkt myndi hafa í för með sér. Það yrði eflaust auk- in áhersla á umhverfismál og sam- hæfíngu þeirra við ferðamál sem er vissulega nauðsynlegt. í gegnum tíðina hafa orðið tíðir árekstrar milli þeirra sem sinna uppbyggingu ferðaþjónustu og þeirra sem sinna náttúruvemdar- málum. Það sem margir óttast þó einnig er að ef ferðamál tilheyrðu umhverfisráðuneyti myndi boðum og bönnum rigna yfir atvinnugrein- ina, að í verndunarskyni yrði ferða- mönnum bannaður að- gangur að ýmsum nátt- úruperlum landsins. Neikvæð áhrif ferða- mennsku á íslenska nátt- úru er viðurkennt vanda- mál en verður ekki leyst með boðum og bönnum. Á fyrrnefndum fundi Framsóknarflokksins var það og greinileg skoðun þeirra fulltrúa ferðaþjónustunnar, sem þar voru, að nýsamþykkt lög Alþingis um heimild til gjaldtöku á ferðamanna- stöðum væri skref afturábak og ekki ferðaþjónustu til heilla. Sérstakt ferðamálaráðuneyti? Það er þörf á sérstöku ráðuneyti til handa ferðamálum. Það er þó ólíklegt að til fáist fé eða að fyrir því sé vilji að setja á stofn nýtt ráðu- neyti. Ef til kæmi sérstök deild sem sinnti ferðaþjónustu mætti þó íhuga að breyta nafni ráðuneytisins í ferða- og samgönguráðuneyti. Hvað snertir umhverfi og ferðaþjónustu er þó eitt annað sem kæmi ferða- þjónustu vel og það er að settur yrði umhverfisfulltrúi í hvert ráðu- neyti. Umhverfisfulltrúar í hvert ráðuneyti Slíkt yrði ferðaþjónustunni til heilla og myndi vonandi leiða til aukins samstarfs ráðuneyta sem er og nauðsynlegt. Með umhverfis- fulltrúa í hverju ráðuneyti væri orðin trúverðugri sú ímynd að ís- lendingar beri hag umhverfis síns fyrir brjósti. Umhverfismál yrðu þar með samofin öllum öðrum málaflokkum en ekki meðhöndluð sem eitt sérstakt mál. Umhverfis- mál væru þá heldur ekki málefni ferðaþjónustunnar eingöngu, starfssemi annarra atvinnugreina hefði jákvæð áhrif á hreina ímynd landsins. Hins vegar, til að eitt- hvað þessu líkt gengi eftir yrði að vera til stað- ar ákveðin stefna í um- hverfismálum eða sam- hæfingaraðili mismunandi ráðu- neyta. Einn tilgangur þess að um- hverfismál væru málefni allra ráðu- neyta væri að samhæfa starfssemi sem flestra atvinnugreina í þá veru að vernda landið og þær auðlindir sem atvinnulífið byggir á. Ferða- mál myndu enn heyra undir sam- göngu- eða ferða- og samgöngu- ráðuneytið, en umhverfismál fengju aukið vægi, ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum til hags- bóta. h Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Höfundur er ferðamálafræðingur Ferðamál í umhverfis- ráðuneytið? Með fjölskylduna í fjósakaffi „BORN nú til dags vita oft lítið um lífið í sveitinni og þegar þau koma í heimsókn hingað til okkar geta þau kynnst því hvað við erum að gera dags daglega", segir Þorvaldur Guðmundsson bóndi á Laugabakkabúi. Fólki gefst kostur á að koma og fylgjast með því þegar kýrnar eru mjólkaðar en þær eru rétt innan við þijátíu talsins. Auk þess er hægt að fá hest teymdan undir yngstu börnunum eða fara i stutta útreiðatúra, skoða kálfana, hlaupa um og kynnast lífinu á bóndabæ. Laugabakkabúið er skammt frá Selfossi, við af- leggjarann sem tekinn er á leið í Grímsnesið. „Islendingar fara til útlanda og ríða úlföldum og fílum og skoða dýragarða og það getur verið alveg eins gaman að koma í fjósakaffi og fylgjast með því þegar við erum að mjólka kýrnar okkar,“ segir Þorvaldur Guðmundsson en hann og eigin- konan Erla Ingólfsdóttir hafa nýlokið við að byggja myndarlegt fjós með þetta sérstaklega í huga. „Þegar fjósið var byggt gerðum við ráð fyrir kaffi- stofunni sem er með stórum og miklum gluggum þannig að auðveldlega er hægt að gæða sér á kaffi og heimabökuðum kökum og fylgjast með þeim Morgunblaðið/grg ÞORVALDUR segist mjólka sex kýr í einu við glugga kaffistofunnar. sem eru að vinna verk sín í fjósinu. Við útbjuggum bása við stóra glugga og getum þar mjólkað um sex kýr í einu.“ Sé fólk árrisult er það velkomið í morgunnyalt- ir klukkan sjö á morgnana en síðan er einnig mjólk- að um kvöldmatarleytið. Þá fá gestir einnig að smakka á „sérrétti" hússins. Langi fólki að dvelja lengur en nokkra klukku- tíma er hægt að leigja sér tjaldstæði hjá þeim hjón- um. ■ Daladagar í Dölunum NÆSTU fimm helgar verða Dala- dagar í Dölunum. Af því tilefni verð- ur ýmislegt í boði til afþreyingar og skemmtunar fyrir ferðafólk. Sem dæmi má nefna kvöldsiglingu um eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar, frítt í veiði á hveijum sunnudegi, opið nús hjá Dalabændum og sögu- göngur um sögusvið Laxdælu. Sund- laugaraðstaða á Laugum í Sælings- dal hefur verið bætt til muna með nýrri 25 m sundlaug með nuddpotti, vaðlaug, gufubaði og leiktækjum. Daladagar hófust síðasta föstu- dag með hestaþingi Glaðs við Nes- odda sem fram var haldið í gær. Um kvöldið lék hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar fyrir dansi í Dalabúð. í dag gefst fólki kostur á að veiða frítt í Ljárskógavötnum, og í Dala- búð og Bjargi er veitingatilboð. Söguganga Fyrstu helgina í júlí kennir einnig ýmissa grasa. Þá verður Staðarfells- HVAMMSKIRKJA í Dölum. hátíðin, söguganga um Laugasvæð- ið, fólk getur skoðað fuglasafn í Skólahúsinu í Búðardal, skjalasafn, og valda muni af byggðasafni Dala- manna á Laugum, farið fjöruferð um Fagradalsfjörð, fengið sér kaffi- sopa hjá Ferðaþjónustu bænda að Stóra-Vatnshorni í Haukadal og veitt frítt fyrir landi Stóra-Vatns- horns og Vatns. Nánari upplýsingar um Daladaga fást hjá Upplýsingamiðstöðinni i Búðardal. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.