Morgunblaðið - 07.08.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.08.1996, Qupperneq 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Andlitsmynd ER hún ekki alveg frábær? Lára Björk Bragadóttir, 8 ára, Bollagörðum 121, 170 Seltjarnarnes, sendi okkur þessa flottu andlitsmynd. Við þökkum listakon- unni hjartanlega fyrir. Flísa- lagnir HERRA Jóhannes Jóhann- esson réð iðnaðarmenn í vinnu til sín. Þeir áttu að leggja flísar á anddyrið í íbúðinni sem herra Jóhannes var nýbúinn að kaupa fyrir sig og sína ástkæru eigin- konu, Svövu Svavarsdóttur, og börn þeirra þrjú, Jóhann- es, Sigríði og Svavar. í há- deginu ákvað herra Jóhann- es að líta á verkið og spjalla við karlana, en þeir voru náttúrulega í mat og sáust hvergi. Jæja, nóg um það, en þið eigið að hjálpa herra Jó- hannesi að finna hversu margar flísar iðnaðarmennirnir eiga eftir að leggja á anddyrið. Lausnir gætu átt það til að luma á svari - ÞEGAR þið eruð búin að reyna til þrautar. Urskífan GETIÐ þið skipt úrskíf- unni í þrjá hluta með tveimur strikum, þann veg (= þannig) að tölurnar samanlagt í hveijum hluta hafi heildarsummuna 26? Reynið til hins ýtrasta, stærðfræðingar og reikn- ingshausar, þetta er góð æfing. Gjörið þið svo vel og verið þolinmóð. Lausnin er annars staðar í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.