Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 16
I 16 F MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ fleiri í Heita pottinn í síðari drætti hvers mánaðar er dregið út í Heita pottinum. Þar verður áfram risavinningur, en auk hans verða nú dregin út 100 númer sem fá smærri vinninga. Af andvirði hvers einfalds miða fara 70 krónur í vinninga í Heita pottinum. í Heita pottinum skiptast vinningar þannig að um tveir þriðju hlutar fara í aðalsjóð sem risavinningurinn er dreginn út úr og þriðjungur í sjóð sem fastir vinningar eru dregnir út úr. Sömu reglur gilda þar og í hinu hefðbundna happdrætti; að baki hvers útdregins númers eru fimm miðar, þannig að í raun eru vinningsnúmerin 505 í hverjum mánuði í Heita pottinum, nema í desember. í desember fer allt vinningsféð í Heita pottinum í risavinninginn. Þá eru dregin saman út númer og bókstafir, þannig að í hlut þess sem á vinningsmiða merktan B (Trompmiða) koma fimm níundu hlutar vinningsins en einn níundi í hlut þeirra sem eiga miða merkta E, F, G, og H. Með öðrum orðum, Heiti potturinn verður þurrausinn. Við útdrátt í Heita pottinum í flokkum 1-11, þ.e. fyrstu ellefu mánuði ársins verður fjöldi útdreginna númera í hverjum mánuði eftirfarandi: 1 númer verður dregið út í aðalsjóði og ræðst vinningsfjárhæð af sjóðsstærð 4 númer vegna vinninga að fjárhæð 80 þúsund kr. hver (400 þús. kr. á Trompmiða) 24 númer vegna vinninga að fjárhæð 15 þúsund kr. hver (75 þús. kr. á Trompmiða) 72 númer vegna vinninga að fjárhæð 5 þúsund kr. hver (25 þús. kr. á Trompmiða) Eftir útdrátt hvers mánaðar fyrstu 11 mánuði ársirs er sú fjárhæð sem eftir stendur, þegar vinningar hafa verið greiddir, flutt til útdráttar næsta mánaðar og leggst við þá fjárhæð sem þá verður til vegna endurnýjunar eða nýkaupa á miða. Allir sem eiga gildan miða eru sjálfkrafa þátttakendur í Heita pottinum! vænlegast til vinnings HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.