Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA T &cgwðft$foi!b 1996 AFMÆLI LAUGARDAGUR28. DESEMBER BLAÐ B Bjami Fel fékk gull- merki ÍSÍ BJARNI Felixson, íþrótta- fréttamaður hjá RUV, hélt upp á sextíu ára afmælisdag sinn í gær á viðeigandi hátt - með því að lýsa leik Aftur- eldingar og Selfoss í 1. deild- arkeppni karla í handknatt- leik frá Varmá. Fyrir leikinn sæmdi Ellert B. Sehram, for- setí íþróttasambands í slands og félagi Bjarna í „Gullaldar- liði" KR í knattspyrnu, Bjarna gullmerki ÍSÍ. Þá fékk hann blómvendi; frá félögum sínum í KR-liðinu, hjá Ríkisút varp- inn, fráfst, Aftureldingu, Selfossi ogHandknattleiks- sambandi lslands. Leikmenn Aftureldíngar og Selfoss sungu afmælissönginn fyrir Bjarna og áhorfendur tóku undir. Morgunblaðið/Kristinn ARNAR Björnsson, fólagl Bjarna hjá RÚV, óskar honum tll hamningu með daginn, áöur en Bjarni hóf lýsingu frá leik Aftureldlngu og Selfoss að Varmá. Bæjarar eru á eftir Elber BAYERN Miinchen hefur gerttilboðí Brasiliumann- inn Giovane El- ber sem leikur með Stuttgart, en samningur hans við félagið rennur út í júní- lok. Franz Beckenbauer, forseti Bayern, segist vilja vera í kapphlaupinu um Elber en vitaðerað nokkur lið utan Þýskalands hafa áhuga á leikmanninum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Becken- bauer og félagar lýsa yfir áhuga á að fá Elber til liðs við sig. í fyrra gerðu þeir Stuttgart tíl- boð upp á um 480 miUjðnir króna fyrir leikmann- inn en þá var það afþakkað. En að þessu sinni er Beckenbauer sannfærður um að meiri áhugi verði fyri hendi og Elber leiki með Bayern næsta vetur. Vitað er að Brasiliumaðurinn vHl gjarnan fá umtalsverða launahækkun og hefur lýst þeirri skoðun sinni að hann sé orðinn hund- leiður á seinagangi forráðamanna Stuttgart að semja við sig um hærri laun og hefur hótað að yfirgefa Þýskaiand í vor. De Bilde var sett- ur í steininn GILLES Ðe Bilde, knattspyrnumaður með belg- íska landsliðinu og f élagsliðinu Anderlecht, fékk að dusa á bak við lás og slá aðfaranótt Þorláks- messu. Þar að auki hefur Krist Porte, leikmaður Aalst, kært hann fyrir ofbeldi i viðureign félag- anna. Sökum þess fékk De Bilde að sitja eina nótt í fangelsi á meðan yfirheyrslur stóðu yfir. De Bilde gekk í skrokk á Porte og kinnbeins- braut hann og sló hann það iua í annað augað að möguleiki er á að Porte beri varanlegan skaða af. Félag hans hefur hvatt hann til að láta kné fylgja kviði og láta á málið reyna fyrir dómstól- um. Þá verður De Bilde að koma fyrír dómstól belgiska knattspyrnusambandsins á næstunni vegna þessara atburða en hann gekktii iiðs við Anderlecht árið 1995 eftír að hafa verið leikmað- ur hjá Aalst. Viðskipti þeirra félaga náðust á myndband og hefur það verið synt í sjónvarps- stSðvum í Belgiu. Þetta er ekki í fyrsta skiptí sem De Bilde kemst i kast við Iögin en forráða- menn Anderiecht hafa nú ráðlagt honum að fa aðstoð sálfræðings. m& SUND Sigrún Huld hætti keppni Sigrún Huld Hrafnsdóttir ein fremsta sundkona úr röðum þroskaheftra hefur ákveðið að hætta keppni eftir 13 ára sigursæl- an feril, en hún hóf æfingar hjá íþróttafélaginu Ösp árið 1983. Frá þeim tíma hefur hún verið nær ósigrandi á sundmótum hér innan- lands auk þess að vera sigursæl á alþjóðlegum mótum. Bestum árangri náði Sigrún Huld á ólympíumóti fatlaðra í Madrid á Spáni árið 1992 þegar hún vann tii 9 gullverðlauna og 2 silfurverð- launa og setti um leið 4 heimsmet í einstaklingsgreinum og fjögur í boðsundum. Hennar aðalgrein var bringusund og þar á hún heims- met, en einnig á hún heimsmet í bak- og fjórsundi. Þá á hún nokkur Norðurlandamet. Sigrún Huld var þrívegis valin íþróttamaður ársins hjá íþróttasam- bandi fatlaðra, 1989, 1991 og 1994 . og árið 1991 var hún útnefnd besti íþróttamaður þroskaheftra í heim- inum af Alþjóðasamtökum þroska- heftra, INAS. Þá var hún valin íþróttamaður Reykjavíkur árið 1992. Baggio tapar 270 milljónum Ljóst er að knattspyrnumaður- inn Roberto Baggio hefur tap- að um 270 milljónum króna vegna þess að hann lét óprúttna svindlara plata sig til að fjárfesta í verðlaus- um pappírum. Er hann einn af minnsta kosti 200 löndum sínum sem létu freistast til að kaupa hlut í bréfum fjárfestingafyrirtækis á Rímíni en nú hefur komið í ljós að það er hvorki fugl né fískur og eigendurnir svikahrappar hinir mestu. Þeir lofuðu í orði gulli og grænum skógum en á borði var ekki svo og peningarnir virðast nú hafa gufað upp. Sextán aðilar sem tengdust fyrirtækinu hafa nú verið handteknir. „Ég get ekkert sagt, málið er í höndum lögfræðinga minna," sagði Baggio er hann var inntur eftir málinu. Fleiri ítalskir knattspyrnumenn eru sagðir hafa lagt peninga í fyrirtækið en enginn þeirra var eins stórtækur og Baggio, en hann var sá einstakl- ingur sem mest fé átti í sjóðnum. Þessar fréttir koma á slæmum tíma fyrir Baggio en hann hefur eytt mestum hluta leiktíðarinnar á varamannabekknum hjá AC Miian og vangaveltur hafa verið um að hann hefði hug á að yfirgefa félag- ið. Árið 1995 var Baggio hæst launaði knattspyrnumaður heims með rétt tæplega 350 milljónir króna í árslaun. KNATTSPYRNA: FJÓRIR ÞJÓÐVERJAR VALDIRIEVRÓPUÚRVALIÐ / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.