Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 C 3
DAGLEGT LÍF
GÍSLI Jóhannesson skilur STEINGRÍMUR Dúi og Daníel.
GSM-símann aldrei við sig.
RAGNHILDUR með dóttursyninum Ásgeiri Mogensen.
GSM-símnotendum fjölgaði
um nær 147% á liðnu ári
NOTENDUM GSM-farsíma hefur
fjölgað jafnt og þétt frá því að
GSM-farsímakerfið var tekið í
notkun hér á landi árið 1994.
Notkun GSM-farsímakerfisins er
bundin við svokölluð GSM-síma-
kort sem eru seld hjá Pósti og
síma og með sölu kortanna er
hægt að fylgjast með notenda-
fjöldanum. Að sögn Hrefnu Ing-
ólfsdóttur blaðafulltrúa Pósts og
síma fjölgaði notendum að með-
altali um 1.150 á mánuði á liðnu
ári. í lok ársins var notendafjöld-
inn orðinn um 23.116, en var 9.375
í byrjun árs. „Heildarfjölgun
GSM-notenda á árinu 1996 var því
um 13.740. Mesta fjölgunin var í
désember en þá bættust við um
2.100 notendur,“ segir hún.
Hrefna segir að það sé alltaf
aukning á sölu GSM-símakorta
fyrir jól, en ástæðu fjölgunarinnar
í desember megi einnig rekja til
ákveðins tilboðs Pósts og sima um
GSM-símakort, sem gildi frá 16.
desember til 11. janúar. Þeir sem
kaupa símakort á þessum tima
þurfa ekki að borga stofngjaldið
sem er 4.358 krónur. „Við reikn-
um hins vegar með því að margir
hafi keypt GSM-símakortin á til-
boðsverðinu, þó þeir séu ekki bún-
ir að fá sér simtækið. Því er lík-
legt að það verði minni sala á
símakortunum í lok janúar,“ segir
hún.
Notendur NMT-kerfisins eru nú
um 22.151 og eru því um 45.267
farsímanotendur á íslandi í dag.
'I !
legt,“ sagði hann. „Áður fyrr komst
ég ekki út úr húsi heilu dagana, ef
égi vissi að einhver var að reyna að
hafa samband við mig. En nú er
hségt að ná í mig hvenær sem er,“
sagði hann, og bætti því við að hann
notaði símann ekkert til einkanota.
Steingrímur Dúi Másson, dag-
skrárgerðarmaður, var einnig með
GSM-símann uppivið er hann sat að
kaffidrykkju á næsta borði ásamt
Daníel Magnússyni, myndlistar-
manni. Steingrímur sagðist nota
símann fyrst og fremst í vinnunni.
„Farsíminn er aðallega til þess að
hægt sé að ná í mig öllum stundum.
Ég hringi mjög sjaldan úr honum,
því það er svo dýrt,“ sagði hann.
En hvað gerir Daníel á meðan
Steingrímur er að tala í GSM-símann
sinn? „Þetta er ekkert öðruvísi, en
ef Steingrímur væri að tala við ein-
hvern kunningja sinn sem stoppaði
hérna við borðið. Þetta er því ekkert
óþægilegt fyrir mig,“ sagði Daníel.
Saknar farsímans
Ein þeirra sem sat á Sóloni ísland-
usi þennan dag var Ragnhiidur
Benediktsdóttir, lögfræðingur á
Biskupsstofu. Hún hefur verið með
farsíma frá því að GSM-farsímakerf-
ið var tekið í notkun á íslandi árið
1994 og var því meðal þeirra fyrstu
hér á landi sem nýttu sér þessa nýj-
ung. „Þetta var á sama tíma og
Biskupsstofa var að flytja af Suður-
götunni upp á Laugaveg. Á meðan
á flutningunum stóð var enginn sími
á nýja staðnum og því kom sér vel
að vera með farsímann," sagði hún.
„Síðan hef ég notað hann mjög mik-
ið í vinnunni og finnst hann ómiss-
andi. Ég nota hann mjög lítið til
einkanota en er þó með sérstakt
GSM-símakort fyrir mig ef svo vill
til,“ sagði hún.
Á meðan á samtalinu stóð var
Ragnhildur ekki með farsímann á
sér og vakti þap óneitanlega athygli
blaðamanns. „Ástæðan? Jú, það var
brotist inn á Biskupsstofu fyrir
nokkru og eitt af því fáa sem var
stolið var GSM-síminn minn,“ segir
hún og heldur áfram. „Það merki-
lega er hins vegar að ég sakna far-
símans mun meira en mig hefði
grunað. Mér finnst ég vera gjörsam-
lega sambandslaus án hans og vona
því að hann fari að finnast," sagði
hún, en eins og kunnugt er, er nú
hægt að miða út og finna stolna
GSM-farsíma. , _ ,
Arna Schram
Morgunblaðið/Egill
STEFÁN Hannibal Hafberg segist hafa
unnið svona 50 manns í skák.
Skák og mát frá
íslenskum strák í
færeyskri ferðasögu
STEFÁN Iiannibal Hafberg er
fimm ára gutti sem komst í frétt-
irnar fyrir skömmu, þegar hon-
um var afhent bókargjöf við
vígslu nýja leikskólans á Flat-
eyri, frá einum fremsta rithöf-
undi Færeyinga, Martin Næs,
en Hannibal skipar stóran sess
í ferðasögu þeirri sem Martin
Næs reit á ferð sinni um ísland.
Að sögn Aksel Haraldsen, sem
afhenti Hannibal bókargjöfina
frá Martin, er um þessar mund-
ir verið að lesa úr ferðasögunni
í færeyska útvarpinu.
„Eigum við að spila skák“
spyr Hannibal þegar ég sest nið-
ur hjá honum úti í fþróttahúsi
Flateyringa. Síðan tekur hann
upp blokkflautuna sína og held-
ur áfram að æfa sig á Klukkna-
hljóm. í skák hef ég aldrei verið
slyngur, hvað þá náð einhveij-
um Elo stigum. En manngang-
inn kann ég að einhverju viti.
Við setjumst að tafli og Hannib-
al leggur strax til atlögu.
„Ertu góður skákmaður;
Hannibal“?
„Já.
„Hvað ertu búinn að leggja
marga að velli“?
„Svona 50 manns. Þú átt að
gera,“ segir hann og bíður fær-
is á að króa af drottninguna
mina.
„50 manns, eru það ekki ýkj-
ur“?
„Nei, þeir voru svo Iélegir.“
Hannibal er búinn að notfæra
sér spurningagleði mína og
drepa drottninguna. Þetta þýðir
aukna sókn af minni hálfu. Það
er ekki hægt að láta þetta spyij-
ast út.
,,Ertu búinn að lesa bókina
sem Martin Næs gaf þér.“
„Nei, ég kann ekki færeysku."
Hannibal lýsir yfir skák.
„Heldurðu að þú lesir hana
ekki seinna þegar þú skilur
málið?“
„Kannski. Það er skák,“ segir
hann. Mér tekst að losa mig úr
skákinni.
„Þú hlýtur að lesa íslenskar
bækur“?
„Já. Ég les alltaf sömu bæk-
urnar.“
„Hvaða bækur eru það?
Skák,“ segi ég sigurviss, þrátt
fyrir fall drottningar. „Drullu-
mall, nei ég meina matarbæk-
ur.“
„Matarbækur"? Ef þetta var
bragð hjá honum, þá tókst það
ansi vel, því hann hefur af mér
einn hrókinn.
„ Já, allar matarbækur eru
drullumall."
„Finnst þér matur góður“?
„Nei“. Ég notfæri mér stöð-
una og Iegg drottninguna hans
að velli. Stund hefndar runnin
upp.
„Afhveiju áttu þá matarbæk-
ur?“
„Mér finnst gaman að eiga
þær.“
„En hvað með aðrar bækur
t.d. um flugvélar, skip, bíla eða
ævintýri?"
„Ég á bara bækur um ævin-
týri. Skák,“ segir hann og bros-
ir breitt.
„Hvar lærðirðu að spila
skák?“
„Æi, bara hjá einhveiju karl-
rembusvíni,"
„Karlrembusvín, veistu hvað
það er?“
„Nei.“ Enn sækir hann fram
af ákefð. Það er kominn hópur
í kringum þessa viðureign okk-
ar. Hannibal gefur sér tíma til
að líta upp og lýsa gangi leiksins.
„Ég er búinn að drepa besta
manninn," segir hann.
„Bestu konuna,“ leiðrétti ég.
„Besti maðurinn," segir hann
einbeittur, „þú átt að gera.“
„Nú sagði Martin að þú syntir
eins og kópur. Finnst þér svona
gaman að synda?“ „ Já, ég syndi
eins og kópur. Ég var bara núll-
ari þegar ég byijaði að læra að
synda. Peðin eru orðin höfðinu
styttri, og kóngurinn er á flótta
undan framvarðaliði Hannibals.
„Mát,“ segir hann.
„Bíddu hægur.“ Ákefðin er
farin að slá móðu í augu hans.
„Drekkurðu ennþá kaffi,
Hannibal?"
„Nei, ég er hættur því. Mér
finnst betra að drekka svala-
drykki."
„Flýttu þér, jóladagatalið fer
að byija,“ segir Hannibal.
„Lestu dagblöðin?“
„Nei, það er enginn í blöðun-
um semégþekki.“
Hannibal er farinn að ókyr-
rast, það fer senn að líða að
uppáhaldsþætti hans í sjónvarp-
inu. Lokatilraun mín til að
endurheimta drottningu með
peði rennur út í sandinn, þegar
Hannibal slær peðið af og lýsir
fullnaðarsigri.
„Skák og mát.“ ■
EgiU
i VW 4»-' *