Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 C 7 • DAGLEGT LIF HJÓNIN með handverk sitt í borðstofunni á Túngötunni. Alda prjónar peysu á lundakarl og Hilmir snuddar við lítinn bát. ;' ■'ý’ slpm LOPAPEYSURNAR með lundamynstrinu sem Alda hannaði. HILMIR heflar til bát á verkstæði sínu í gamla brunninum. sjá jólasvein með lundaháf," segir Alda og brosir um leið og hún nær í myndaalbúm til að sýna okkur mynd af jólasveinalundakarlinum, en í albúminu má sjá mynd- ir af mörgu því sem Alda og Hilmir hafa útbúið. „Ég tek yfirleitt myndir af öllu sem við útbúum,“ útskýrir Alda. í albúminu vekur athygli mynd af líkani af karli og konu með saltfisk á börum á milli sín. „Þetta seldist fljótt," segja þau. „Ég er svo alltaf með hugmynd sem mig langar að koma í framkvæmd, en það er að gera svona karla sem sýna alla vinnslu saltfisksins, flatningu, söltun, þurrkun og pökkun. Ef til vill læt ég einhverntímann verða af því að ráðast í það verk,“ segir Hilmir. út af vinnumarkaðnum 18 ára gömul hafi ég alltaf unnið meira en fullan vinnudag hérna á heimil- inu.“ Lopapeysur með lundamynstrl I vinnuherbergi Öldu liggja nokkrar lopapeysur með sérstöku lundamynstri sem Alda hannaði sjálf og hefur pijónað mikið af. „Yfir sumarið sit ég mik- ið niðri í Gallerí Heimalist og pijóna á daginn. Erlendu ferða- mönnunum sem koma þar finnst mikið til koma að sjá þegar verið er að pijóna peysurnar og þeir eru ákaflega hrifnir af lundamynstrinu mínu,“ segir Alda. Alda segist sífellt þurfa að skipta um viðfangsefni. „Þegar ég er búin að koma einni hugmynd í fram- kvæmd vil ég skipta yfir í eitthvað nýtt og skapa það, en ekki sitja föst í að framleiða alltaf sömu hlut- ina, þó auðvitað þurfi líka að gera eitthvað af því til að geta annað því sem fólk óskar eftir. Eðlið í mér er bara þannig að ég þarf sífellt að skipta um viðfangsefni. Ég er alltaf með ógrynni af hug- myndum í kollinum sem mig lang- ar að koma í verk, en tíminn leyf- ir ekki meira. Það er nánast fullt starf hjá okkur að dútla í þessu og ég segi oft að þó ég hafi farið PEYSUR, húfur og vettlinga á lundakarlana prjónar Alda og eins og sjá má þarf listafing- ur til að gera þessa smágerðu hluti. eitthvað saman um, en því miður hafi hann ekki haldið þeim saman. Hann segir að um margra ára skeið hafi þeir sent hvor öðrum orðsend- ingar og skilaboð í bundnu máli, hann og Guðjón Wei- he, rafvirki hjá Bæjarveit- um, sem er hagyrðingur góður. Hilmir segir að síðustu árin hafi hann síðan farið að halda kveðskap sínum saman og skráð allt sem hann hefur sett saman á þeim tíma í eina bók. Þegar flett er í bókinni sést að þar kennir ýmissa grasa; allt frá stökum upp í langa ljóða- bálka. Nýlegt ljóð vakti at- hygli, ekki síst þar sem úti var frost og snjór yfir öllu, en ljóðið nefnir Hilmir Haust. Nú þegar haustinu hallar að og horfin er sumarblíða, hnígur til foldar hið fólva blað, sem fegurst var skart til hlíða. Laghentur hagyrðlngur í kjallara hússins er Hilmir með lítið verkstæði þar sem hann smíð- ar þá hluti sem þau nota í föndri sínu. „Þetta var vatnsbrunnur hússins áður en vatnsleiðslan var lögð til Eyja. Þá safnaðist vatnið af þakinu hér í brunninn sem var vatnsforðabúr heimilisins. Ég opn- aði síðan frá kjallaranum út í brunninn og hef verið með lítið verkstæði fyrir mig þar. Þarna smíða ég bátana sem ég hef verið að dunda mér við að útbúa, en ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á litlum báturn," segir Hilmir. Hann hefur líka útbúið talsvert af brauð- brettum, saltkrúsum og gestabók- um svo eitthvað sé nefnt. Talið berst að kveðskap Hilmis. Hann segist alla tíð hafa haft gam- an af að setja saman vísur. A árum áður hafi hann oft sett saman stök- ur um vinnufélaga sína og þá at- burði sem gáfu tilefni til að setja Fýkur í stráum um freðna jörð, þar fijókomin saklaus bíða blunda svo bústin uns kaldan svörð, brosandi geislar þýða. Með trega við sjáum við sjónarrönd, svani í hópum fljúga. í oddaflugi í ókunn lönd, þar ætla til vors að búa. Rjúpan og sólskríkjan skifta um kjól, skríðast nú vetrar feldi, sem vemdar og veitir hlýju og skjól í vetrarins ópar veldi. Eftir að hafa lesið hugrenningar Hilmis um haustið og klárað úr kaffibollanum kvöddum við þessi listrænu og samhentu hjón og þökkuðum fyrir spjallið. Um leið og búið var að kveðja gengu lista- hjónin til stofu sinnar á ný, hækk- uðu á útvarpinu sem þau höfðu dregið niður í þegar okkur bar að garði, og tóku til við handavinnu sína þar sem frá var horfið er við kvöddum dyra hjá þeim fyrr um daginn. ■ MEÐ AUGUM LANDAIMS Aramótaheitin María Elínborg Ingvadóttir gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutnings- ráðs íslands í Moskvu. í Rússlandi er nýju ári fagnað og eru 1. og 2. janúar, aðal hátíðisdagarnir. Haldið er upp á jóiin 7. janúar og sumir gera sér aftur daga- mun viku seinna, en W þá er gamli nýárs- ( i } dagur. Það er merkilegt Omeð nýársfyrirheit- in, áður voru þau heitstrengingar um að taka sig á eða að ná einhverju markmiði, nú er mér efst í huga þakklæti og óskir um að næsta ár verði nokkurn veg- inn áfallalaust. Þó er það eitt sem mig langar til að skoða alvarlega á þessu ári og það er bridge-kunnátta mín. Mér finnst óskaplega gam- an að spila bridge, frá því að foreldrar mínir kenndu okkur systkinunum ungum að spila, hefur bridge vakið hjá mér góðar og notalegar tilfinning- ar. í nokkur ár spilaði ég tvisv- ar í mánuði með þremur vin- konum mínum. Þrátt fyrir að við tækjum spilið alvarléga, voru þessar stundir afslapp- andi og skemmtilegar, mikið rætt um vandamál líðandi stundar og eftir Hnallþórur og létt sykursjokk var ekki til það vandamál, sem við höfðum ekki lausn á. Hér í Moskvu hittast erlend- ir bridge-spilarar reglulega. Margar heimavinnandi konur, hittast einu sinni til tvisvar í viku, til að spila bridge. Svo spila þær með mönnunum sín- um á kvöldin og um helgar. Ég er í einum af þessum kvöld- hópum og spila aðra hvora viku. Ég hlakkaði auðvitað heilmikið til fyrsta spila- kvöldsins, að hitta skemmti- legt fólk, ræða áhugaverðustu og nýjustu lagasetningarnar og skrautlegar uppákomur í umferðinni. Kvöldið byrjaði vel, nokkrir komu of seint, þannig að umræðurnar voru orðnar skemmtilegar, þegar síðasta parið mætti og við röð- uðum okkur niður á borðin. Það var spilað á þremur borð- um og þar biðu spilakassar með tilheyrandi reiknings- haldi. Litla hjartað sló hraðar, ég hafði ekki séð svona kassa síðan við Dóra fórum á nám- skeið hjá Guðmundi Páli fyrir mörgum, mörgum árum. Það sem verra var, ég hafði aldrei spilað “á ensku“ áður, ég reyndi að ímynda mér nöfnin á spilunum, en strandaði á laufinu, hvað í ósköpunum var það sem við köllum lauf, á ensku! Ég þekkti ekki mótspilara minn, ég vissi ekkert hvaða kerfi hún spilaði, en var búin að átta mig á, að í augum fé- laga minna var bridge íþrótt sem þau lögðu mikið kapp á. Þrátt fyrir bænir mínar, lágu bestu spilin hjá mér. Ég ætlaði að segja lítið, meðan ég áttaði mig á, hvernig þetta gengi fyrir sig, greip laufið á lofti hjá einum meðspilara og fór mér hægt. Við unnum með mörgum aukaslögum og val- kyrjan hvessti á mig augum. Ég varð að vera djarfari næst, hugsaði til vinkvenna minna heima, við héldum því vana- lega leyndu fyrir eiginmönn- um þeirra, hversu margar rú- bertur við spiluðum á kvöldi, til að losna við furðulegar at- hugasemdir. Aftur var ég með spilin, sagði aðeins meira en mér þótti skynsamlegt, spennti bogann hátt, of hátt og var tveimur undir. Sú kana- díska var mjög lítið hrifin. Næst ákvað ég að mótspil- ari minn skylda spila, hún skyldi sitja upp með hvaða sögn sem hún segði, það var kominn tími til að hún sýndi hvað hún gæti. Ég tók það sem sjálfsögðum hlut, að ég „fengi spilin“. Þetta fór ekkert vel hjá mér og nú var ég farin að átta mig á, að þetta var ekki bara leikur, fyrir bókhaldið skipti öllu máli að gera betur en hin pörin. Það þýddi líka, að það kom ekki sérstaklega vel út að vera með tilrauna- starfsemi, ég tala nú ekki um varnarleiki. Á meðan við gæddum okkur á ljúffengum austurlenskum réttum, notaði ég tækifærið og reyndi að fræðast um nokk- ur tæknileg atriði spilamenns- kunnar, þannig að ekki færi á milli mála, að við töluðum sama tungumál, hér eftir alla vega. Það fór svo, að þetta kvöldið velgdum við neðsta sætið, ég og sú kanadíska. Hún var nokkurnvegin hætt að titra af æsingi yfir van- kunnáttu minni, þegar leiðtogi hópsins, ákvað að nú færum við að spila í rússneskum bridge-klúbbi. Spilað var á níu borðum, sú kanadíska var ekki með, þannig að ég fékk rúss- neskan mótspilara. Þegar sest var að borðum, fékk hver og einn plastkassa með marglit- um spjöldum. Ég spurði hvað þetta væri, þeir glenntu upp augun og andvörpuðu. í fyrsta spilinu var ég ein með þremur rússum, sem allir kepptust við að útskýra fyrir mér, á rússn- esku, til hvers þessi spjöld væru. Það eina sem ég skildi var, að þau væru til að spara það að tala saman. Ég bað fyrir mér, út í hvað var ég nú komin. Ég jánkaði öllu í þeirri von að átta mig á, til hvers þessi myndaspil væru, þegar þau hin færu að nota þau. Það gekk eftir, en þrátt fyrir fyrri reynslu, hóf ég varnarleik, ég varð að átta mig á mótspilar- anum. Auðvitað fékk ég alltaf bestu spilin, hjartað raðaðist upp hjá mér og kóngurinn var sestur að, ég hélt að það vissi á gott, ég mundi ekki klúðra þessum degi gjörsamlega fyrir mótspilara mínum. Það var ekkert matarhlé, þar sem hægt var að ræða málin, en eftir að hann opnaði á tveimur spöðum, til að segja mér frá lélegu spilunum sínu, bað ég um skýringu. Mér var ekki rótt, hugsandi um reiknings- haldið og neðstu línuna og ég þóttist vita að mótspilari minn væri ekki vanur að vera í mín- us. Aðrir tóku á sig það ómak að vera neðstir þetta kvöldið, hópurinn okkar var reyndar allur í mínus. Nú verð ég að verða mér úti um bridge-bækur um öll hugs- anleg kerfi, pólsk kerfi sem önnur, hvort ég held áramóta- heitið veit ég ekki, en mikið langar mig til að kunna að spila bridge. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.