Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÁSTARGLEÐI eftir Frans Hals. Gleðin er ljósið í lífinu GLEÐIN hefur verið íhugunarefni mannsandans frá öndverðu. Forn- grikkir ýmist lofuðu hana eða voru á varðbergi gagnvart henni. Platón (427-347 f.Kr.) fannst hún hafa truflandi áhrif á skynsemina og mælti aðeins með hófsamri gleði. Honum var í nöp við kenningar um að hið besta og æðsta í lífinu væri ánægja og að hamingjan væri falin í gleðiríkri andrá. Sældarhyggjumaðurinn Epíkúr- os (341-270 f.Kr.) sagði sæluna kórónu lífsins. Stanzlaust nautnalíf var honum ekki að skapi, heldur að njóta ávaxta lífsins þegar það á við. Sönn ánægja hlýst af góðum vilja að mati Aristótelesar (384-322 f.Kr.). Gleðin er fylgifiskur hins góða og hvetur menn áfram til að sækjast eftir því sem hefur gildi. Hún fullgerir sérhvert verk og full- komnar. Gæta þarf að ástæðu verka, segir Aristóteles, og hvort hún er í samræmi við hið heillavæn- lega fyrir menn. Ánægjan getur því vissulega leitt menn afvega ef þeir vita ekki hvað er best fyrir sína sálarheill. Mannleg náttúra er mæli- kvarðinn á gildi gleðinnar, að hans matij en ekki skoðanir eða duttlung- ar. Ánægjan er ekki I keppni við Gleðin í lífinu hefur meira gildi en flest ann- að. Gunnar Hersveinn horfðist í augu við gleð- ina og ræddi við fólk um þetta fyrirbæri. skynsemina, fremur hvetur hún hana til dáða. Hins vegar hindrar sennilega skynsemin með þeim barnslegar gleðistundir vegna þess að í henni býr efinn. Hvað er sigur án gleðí? Gleðin er dagurinn, og á nóttinni er hún bjartasta stjarnan: Glaða- stjarnan Venus. Gleðin skín bjartast í litrófi mannlegra tilfínninga. Hún er vor og sumar sem lyftir fólki yfir áhyggjur vetrarins. Gleðin vaknar og þeysir um taugakerfið þangað til tárin bijót- ast fram. Gleði barnsins virðist fölskvalausust. Hún er ómenguð og leggur allan líkamann undir sig. Það hoppar af kæti og klappar sam- an lófunum. Gleðin breytist með árunurn, temprast, samt þekkja vonandi allir fullorðnir að verða al- teknir gleði til dæmis eftir góðar fréttir eða afrek eða fyrir tilviljun. Fátt jafnast á við þá tilfinningu. Gleðin byijar að innan og þrýstir sér út um líkamann og streymir til annarra. Gleðin kemur og fer og gerir ekki greinarmun á viðföngum sín- um. Hún er óháð hugmyndafræði og markmiðum, þótt viðhorf geti haldið henni niðri. Næg ástæða til að gleðin spretti upp er sólardagur eða fallandi snjókorn. Hún er líka smitandi því „oft gleður sá aðra sem glaður er“. Gleðin er nauðsyn á bestu stund- um hvers manns. Eða hvað er sigur án sigurgleði, ást án ástargleði, starf án vinnugleði, líf án tilhlökk- unar? Hún fullkomnar afrekin og rekur smiðshöggið á verkið. Komi gleðin ekki hjúpast myrkrið yfir allt. Et, drekk og ver glaður Kærustu minningarnar eru geymdar á gleðiformi. Vinir sem rifja upp gamlar minningar þekkja að þegar skemmtilegt atvik er riijað upp togar það í huganum á annað skemmtilegt atvik og svo koll af kolli. Rannsóknir í sálfræði sýna Björg Einarsdóttir Gleðin í norræn- um lífsstíl „GLEÐIN smyr öll atvik og ger- ir samskiptin falleg,“ segir Björg Einarsdóttir fræðimaður, 71 árs, og verður hugsað til Schillers sem Beethoven byggði tónverk sitt Óðinn til gleðinnar á. „Gleðin er eðlileg aðferð til að lifa líf- inu.“ Og þýðingar Matthíasar Jochumssonar á Óðnum til gleð- innar eftir Schiller: Gleði heitir lífsins ljúfa leynifjöður, mjúk og sterk . . . Björg segir það einkenna elstu kynslóðina að tíunda ekki óþægindi sín og láta ekki sjá í hug sinn. Sú kynslóð lifi eftir ásetningnum að stynja ekki og kvarta, hvað sem á gengi. Fyr- irmælin voru að vera glaður í fasi og framkomu. Hinsvegar sé það núna í tíðarandanum að bera vandamál sín á torg. „Fyrir okkur sem byggjum norðlægar slóðir ætti ekki að vera vandinn á að vera glaður,“ segir Björg „því gleðin er inn- byggð í menningararfinn. í Hávamálum, lífsformúlu norð- urbúans, er mælt svo fyrir að glaður og reifur skuli gumi hver. I bókmenntum er lagt upp úr að menn séu léttir í máli og með gleðibragði og hinn nor- ræni lífsstíll býður að fólk æðr- ist ekki né láti mál á sig ganga,“ segir hún. BJÖRG Einarsdóttir. Björgu finnst að ef til vill ættu yngri kynslóðir að læra af gleðinni sem bjó í fyrri tíðar mönnum. En hvað ergleðin íþínum huga oghvað veitirhana? „Gleðin er eins og sólskinið, hún vermir og hún skín. Líkt og kurteisi og tillitssemi er hún olía á tannhjól hins daglega lífs og samskipti manna. Gleðin er ekki utanverð ærsl og háreysti heldur innri kennd, líkust lind sem streymir fram og stillir jafnvægi hugar og tilfinninga, veitir innri frið og stuðlar að ytra frelsi." Gleðin nærist á ljúflyndi og skilningi, að mati Bjargar, „og hún er sjálfhverf að því marki að hún framkallar þessa eigin- leika ef hún er sönn og einlæg, viðheldur eigin eldi og kveikir nýja,“ segir hún og bætir við í lokin: „En dýpst er sú gleði sem við náum að veita öðrum.“ ■ GLEÐIGARÐURINN eftir Hieronymus Bosch. Eysteinn Björnsson Gleðin sem fallegt fiðr- ildi á öxl „GLEÐIN er ekki undir stjórn rnanns," segir Eysteinn Björns- son kennari og rithöfundur, 54 ára „en það er hægt að leggja góðan grunn að henni og vera tilbúinn til að taka á móti henni. Gleðin er eins og fiðrildi sem sest óvænt á öxlina á manni.“ Eysteinn segir forsendu gleð- innar að lifa í samræmi við lög- mál náttúrunnar, lifa á góðu fæði andlega og líkamlega og eitra hvorki líkama né sál. Svefninn er að hans mati vanmetin heilsu- bót. „Svefninn er gleðimeðal," segir hann. „Ung börn vakna nær undantekningalaust með bros á vör og full lífsgleði eftir næring- arríkan svefn. Hins vegar öskra þau og grenja þreytt. Þetta finna fullorðnir líka eftir góðan svefn.“ Eysteinn hefur velt fyrir sér trufiandi áhrifum skynseminnar á gleðina sem sker niður hina hreinu gleði með hnífi sínum. „Norður-Evrópubúar eru allir í gagnseminni og þeir sem reyna að sleppa undan henni leita stundum að gleðinni í fíkniefn- um, en hún er ekki þar.“ Aldagömul speki biður menn um að hafa ekki svona óskaplegar áhyggjur af morgundeginum, heldur að lifa í núinu og leika sér,“ segir Eysteinn. „Eg held að það sé rétt. í leiknum gleyma menn stað og stund og hrífast með, og hláturinn leysir endorfín úr læðingi vegna vellíðan líkam- ans.“ Hann segist jafnvel stundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.