Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *munMíiÍ>it> 1997 Auerbach og Holz- manná bekkinn RED Auerbach og Red Holz- man, tveir af frægustu köppunum í 50 ára sögu bandarísku NBA-deildarinn- ar í körfuknattleik, verða í sviðsljósinu i tengslum við Stjörnuleik NBA í ár. Þeir munu stjórna stjörnuliðum nýliða deildarinnar að þessu sinni, en áratugir eru síðan þeir voru þjálfarar i deildinni. Leikur nýliðanna verður laugardaginn 8. febrúar, degi á undan „stóra“ stjömu- leiknum. Auerbach var þjátfari Boston Celtics veturinn 1946-47, á fyrsta ári NBA- deildarinnar, siðar fram- kvæmdastjóri og er nú forseti félagsins. Hann stýrði liðinu niu sinnum meistaratignar sem þjálfari, þar af átta sinn- um í röð frá 1959-1966. Holz- man hefur verið starfandi í NBA síðan 1948 sem leikmað- ur og þjálfari. Arnar fyrir Sigfús ARNAR Kárason, leikstjórn- andi Tindastóls, hefur verið valinn til að leika í stjörauleik KKÍ í dag í stað Sigfúsar Giz- urarsonar úr Haukum, sem gaf ekki kost á sér. Leikurinn hefst kl. 13 í Laugardalshöll og verður keppt í þriggja stiga skotum í leikhléi og i að troða knetti í körfu með sem mestum tilþrifum. Bikarinn á fullt BHCARKEPPNI Handknatt- leikssambandsins verður um helgina og í dag mætir Sljam- an úr Garðabæ Haukum. Val- ur tekur á móti hinu Hafnar- fjarðarliðnu, FH, á sunnudag og þá fær ÍR lið Gróttu í heim- sókn. Hjá konunum eru einnig leikir i bikarnum og þar ber leik Hauka og Fram hæst. LAUGARDAGUR 11. JANUAR KNATTSPYRNA BLAD Reuter ROBERT Lee og David Batty, lelkmenn Newcastle, fagna markl. Marglr velta þvi nú fyrir sér hvernlg IIAinu vegnl eftlr aA Kevln Keegan er horfinn á braut. íslendingar á mót á Spáni? MIKL AR líkur eru á að íslenska landsliðið i hand- knattleik taki þátt í sterku fjögurra liða móti á Spáni í byijun mai. Ljóst er að Þjóðverjar, Hvít- Rússar og Spánveijar leika á mótinu, sem stend- ur yfir 3. tíl 5. maí, en það verður endanlega yóst á mánudag hvort Uð islands eða Ítalíu verður það fjórða. Ef ísland tekur þátt í mótinu verða þetta síð- ustu leikir liðsins fyrir heimsmeistaramótíð, sem hefst í Japan um miðjan maí. Fari í slendingar ekki á mótíð á Spáni eru líkur á að þeir mætí þýska 1. deildar liðinu Bayer Dormagen í æfingaleik hér á landi í lok apríl. Liðsmenn Dormagen - sem Krisfján Arason þjálf- aði þar til sl. vor - hyggja á frí á Islandi eftír að keppnistímabilinu lýkur í Þýskalandi og hafa boðið HSÍ að leika við iandsliðið. Bartova kemur og mætir Völu í Höllinni DANIELA Bartova, Evrópumethafi í stangar- stökki kvenna, kemur í einvígi við Völu Flosadótt- ur, sem er Evrópumeistari innanhúss, á alþjóðlegu afmælismótí ÍR í LaugardalshöU 25. þessa mánað- ar. f R-ingar gengu frá samningi við Bartovu þessa efnis í fyrrakvöld. Bartova er fyrrum heimsmethafi í greininni og hafa aðeins tvær konur f heiminum stokkið hærra en hún. Evrópumet tékknesku stúlkunnar er 4,27 metrar en íslands- og Norðurlandamet Völu er 4,17 metrar, sem jafnframt er heimsmet unglinga. Keppnisgreinar á mótinu, sem haldið er í tilefni 90 ára afmælis ÍR, verða, auk stangarstökksins, 50 m hlaup karla og kvenna, þar sem bestu sprett- hlauparar landsins etja kappi, hástökk kvenna þar sem Þórdís Gísladóttir mætir bestu hástökkskonum Norðurlanda og þríþraut karla, þar sem Jón Arn- ar Magnússon keppir við heiinsf rægan tugþrautar- mann. Til stóð að Eistlendingurinn Erki Nool kæmi en af því verður ekki þar sem hann fór til Suður Afríku í æfingabúðir. Búið er að hafa sam- band við aðra, m.a. Þjóðveijann Frank Busemann sem kom, sá og varð í þriðja sæti í tugþrautar- keppni Ólympíuleikanna í Atlanta en það ætti að skýrast nyög fljótlega hver verður andstæðingur Jóns Arnars á afmælismótinu. Hagi í mál við UEFA og FIFA RÚMENSKI landsliðsfyrirliðinn, Gheorghe Hagi, hyggst fara í mál við FIFA, UEFA og Barcelona á svipuðum forsendum og Bosman gerði. Lögfræð- ingur hans er sá sami og Bosman hafði og málið snýst um að leikmenn sem koma frá löndum sem hafa sérstakan samning við Evrópubandalagið, fái sömu meðhöndlun og leikmenn frá ríkjuin EB. Robson sagði nei, takk „Verðum að gleyma Keegan," segirShearer. Little samdi á nývið Villatilfimm ára BOBBY Robson, þjálfari Barc- elona á Spáni, hefur afþakkað boð forráðamanna enska úr- valsdeildarliðsins Newcastle United um að taka við þjálfun liðsins af Kevin Keegan, sem hætti óvænt störfum í vikunni. Leit að arftaka Keegans stendur því enn og er nafn Johns Tosh- acks, þjálfara Deportivo La Cor- una á Spáni, nú oftast nefnt auk Kennys Dalglish, fyrrum „stjóra“ Liverpool og Black- burn. Robson á enn eftir eitt og hálft ár af samningi sínum við Barc- elona. Hann kveðst upp með sér yfir því að Newcastle vilji fá hann til starfa, en hann vilji heiðra samn- ing sinn, sé ánægður hjá „stærsta og besta félagi heims“ og stefni að því að stýra því til glæstra sigra. Alan Shearer, miðheiji Newcastle og fyrirliði enska landsliðsins, sagði í gær að liðsmenn Newcastle verði að hugsa um framtíðina. „Við verð- um að reyna að gleyma Kevin Keeg- an,“ sagði Shearer - dýrasti knatt- spyrnumaður heims, sem Keegan keypti á rúman einn og hálfan millj- arð króna frá Blackburn í sumar. „Hann er frábær knattspyrnustjóri, hefur gert mikið fyrir marga en er því miður farinn frá Newcastle og við verðum að einbeita okkur að leiknum gegn Aston Villa [í dag],“ sagði Shearer. Terry McDermott, aðstoðarmaður Keegans frá byrjun hjá Newcastle, stýrir liðinu á næstunni ásamt Art- hur Cox, fyrrum „stjóra“ liðsins sem nú er einn þjálfaranna. Fari svo að liðinu gangi vel er ekki talið ólíklegt að þeir haldi störfum sínum, að minnsta kosti fram á vorið. Og hvað sem öðru líður mun andi Keegans svífa yfir vötnum hjá liðinu áfram; McDermott lýsti því yfir að meðan hann yrði í brúnni myndi liðið leika eins og það gerði undir stjórn Keeg- ans; áhersla yrði sem sagt lögð á sóknarleikinn, því þannig teldi hann að leika ætti. „Og ef við náum að vinna einhvern bikar í vetur verður sá sigur tileinkaður Keegan," sagði McDermott. Einn þeirra sem orðaður var við starfið hjá Newcstle er Brian Little, sem nú er við stjórnvölinn hjá Aston Villa. Hann var stuðningsmaður Newcastle sem barn og umsvifalaust orðaður við félagið eftir að Keegan hætti, en fer hvergi. Doug Ellis, for- seti Aston Villa, upplýsti í gær að Little hefði skrifað undir nýjan samning við Villa til fimm ára á nýársdag. Þess má geta að fyrsti leikur Little með liðið, eftir að upp- lýst var um samninginn, verður í dag á Villa Park - gegn Newcastle! Viðureignin verður sýnd beint í Sjón- varpinu. Fréttir herma að samningurinn færi Little 2 milljónir punda, tæplega 230 milljónir króna, í aðra hönd. ÍSLENSKUR UMBODSMAÐUR BANDARÍSKRA KÖRFUKNATTLEIKSMANNA / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.