Morgunblaðið - 31.01.1997, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 B 5
DAGLEGT LÍF
DAGLEGT LÍF
fasta á meðan sólin skín
Við bænahald snúa múslimar sér í átt að Mekka.
Fimm skyldur islam
ISLAM er útbreidd um heiminn
en áætlað er að múslimar séu
samtals um einn milljarður
manna. Fylgjendur islam verða
að gegna fimm skyldum sem
Múhameð, síðasti spámaðurinn,
setti fram:
ITrúarjátningin: Það er eng-
inn guð nema Allah og Mú-
hameð var sendiboði hans. Það
eitt að hafa þessa setningu yfir
á arabísku í votta viðurvist næg-
ir til þess að verða múslimi.
2Múslimar skulu fara með
bænfimm sinnum á dag með
höfuðið í átt til Mekka, heilög-
ustu borgar múslima þar sem
Múhameð fæddist árið 570 eða
þar um bil.
3Fasta skal í mánuðinum
ramadan.
4Gefa skal eignarskatt til góð-
gerðarmála. Útfærslan er
misjöfn eftir löndum en stundum
hefur tekjuskattur komið í stað-
inn.
5MúsIimar skulu fara í píla-
grímaför til helgra staða í
Mekka a.m.k. einu sinni á ævinni
ef fjárhagur leyfir.
Fylgjendur islam um allan heim halda nú
föstu sína en í heilan mánuð neita þeir sér
um mat og diykk, kynlíf og reykingar
frá sólarupprás til sólseturs. Hrönn
Marinósdóttir gerði sér mat úr föstunni
og ræddi við Jón Orm Halldórsson, lektor
í alþjóðastjómmálum, ogþrjámúslima
sem búa á íslandi.
„í nafrii Allah hins milda
og miskunnsama... Ó
þér trúaðir yður er fyrir
sett að fasta, svo sem
þeim var fyrir sett, er á
undan yður voru, til þess
að þér megið réttlátir
verða.“(Úr Kóraninum)
FÖSTUMÁNUÐURINN
er heilagasti mánuður
múslima en þá birtist
Gabríel erkiengill Múha-
með spámanni í fyrsta
sinn, líklega árið 609 og
hann tók að boða trúna.
Ramadan er níundi
tunglmánuður múslima
og færist árlega fram um
ellefu daga þar sem
tunglár þeirra er 354 dagar. Að
þessu sinni hófst hann þann 10.
janúar og stendur í 29 eða 30 daga,
allt þar til sést í
næsta tungl.
Ég dvaldi einn
vetur í Berlín fyrir
nokkrum árum. Þar
varð ég áþreifanlega
vör við upphaf
ramadan-mánaðar
þegar skarkali barst
frá Tyrkjafjölskyld-
unni á efri hæð
hússins um miðja
nótt. Húsfreyjan var
greinilega að hnoða
deig á trégólfinu og
sýsla heilmikið í eld-
húsinu. Löngu fyrir
dagrenningu voru
svo hinir átta í fjöl-
skyldunni komnir á ról. Þá var
bjöllu dinglað af krafti, maturinn
tilbúinn og sest var að snæðingi.
JÓN Ormur
Halldórsson
Þetta endurtók sig svo út föstuna
en þar sem múslimum ber að halda
sig frá mat og drykk, reykingum
og kynlífi á meðan sól er á lofti,
stunda þeir gjarnan þessar heims-
ins lystisemdir þegar skyggja fer.
Margir vakna á ókristilegum tíma
til að belgja sig út fyrir daginn,
rétt eins og Tyrkjafjölskyldan
gerði, sællar minningar.
í ramadan-mánuði ber múslim-
um jafnframt að halda sig frá sér-
hverri illri gjörð eða girnd en fastan
á að bera vott um viljastyrk þeirra,
þolinmæði og óeigingirni. Éf efni
standa til er þeim uppálagt að gefa
fátækum ölmusu og i sumum lönd-
um er miðað við að þeir gefi tíund
af launum sínum. í lok föstunnar
er gjarnan efnt til mikilla hátíða-
halda sem standa þá yfir í þrjá
daga.
Fastan er ein af fimm skyldum
islamstrúar sem múslimum ber að
fylgja. í Kóraninum, heigu riti
þeirra, er þó tekið fram að konur
sem hafa á klæðum þurfa ekki að
fasta, og einnig er séð í gegnum
fingur við eldra fólk, sjúklinga,
vanfærar konur og börn.
100 múslimar á íslandi
Áætlað er að hér á landi búi um
100 múslimar, meðal annars frá
Miðausturlöndum og fyrrum Júgó-
slavíu. Þeim hefur reynst erfitt að
miða föstuna við dagsbirtu þar sem
hennar nýtur stutt við á veturna
en nánast allan sólarhringinn á
sumrin. Flestir hafa því brugðið á
það ráð að fasta í samræmi við
dagsbirtu í þeim löndum sem þeir
eru ættaðir frá, yfirleitt um 12 til
13 tíma á dag.
í bígerð er að stofna trúfélag
múslima á íslandi og hefur umsókn
þess efnis verið lögð til dóms- og
kirkjumálaráðuneytis.
Fleiri fasta en áður
Jón Ormur Halldórsson, stjórn-
málafræðingur, hefur skrifað bók
um islam og doktorsritgerð um
Indónesíu sem er fjölmennasta ríki
múslima með um 200 milljónir íbúa.
Jón Ormur segir föstuna upphaf-
lega hafa verið skyldu múslima við
guð, en hafi síðar einnig orðið sam-
félagslegs eðlis, eins_ og reyndar
allt annað í islam. „Út frá trúnni
er markmið föstunnar að aga líkam-
ann í þágu hins andlega þar sem
litið er á hana sem samfellda bæn.
En fastan er einnig félagsleg, allir
taka þátt hvort sem þeir eru forrík-
ir eða fátækir og því eflir hún sam-
kennd hópsins. Tilfinningin hefur
einnig orðið sú að þeim sem fasta
sé treystandi en hinir vanvirði ekki
einungis guð heldur einnig samfé-
lagið.“
Múslimar taka föstuna mun al-
varlegar en þeir gerðu fyrir nokkr-
um árum gagnstætt því sem hefur
gerst í kristinni trú þar sem fastan
er að mestu aflögð nema í Miðaust-
urlöndum, að sögn Jóns Orms.
„Mjög trúuðum múslimum þykir
jafnvel fínt að vera teknir í andliti
og horaðir þegar föstunni lýkur svo
augljóst sé hve trúaðir þeir eru.
Hjá þeim sem taka trúna síður al-
varlega en fasta samt eru veislu-
höld á kvöldin algeng. Fastan verð-
ur því stundum hálfgerð sýndar-
mennska."
Að mati Jóns Orms hefur það
færst i aukana í seinni tíð að líta
niður á þá sem borða á almanna-
færi meðan á föstu stendur. „Sam-
félag múslima sýnir sífellt minna
umburðarlyndi gagnvart öðrum að
þessu leytinu til.“ Ástandið er mis-
munandi eftir löndum en í Saudi-
Arabíu þar sem bókstafstrúarmenn
sitja að völdum eiga menn yfir höfði
sér fangelsisvist ef þeir sjást með
samloku um miðjan dag.
Uppstökkir og daufir í dálkinn
Ráðlegt er að forðast viðskipti í
heimi múslima í ramadan-mánuði,
en þá fer atvinnulíf jafnan í hæga-
gang og fyrirtæki og opinberar
stofnanir eru opin skemur en vana-
lega. „Menn eru gjarnan svangir
og oft uppstökkir eða daufir af
þeim sökum og því er ramadan
versti mánuðurinn til að vera á ferð-
inni í mikilvægum erindagjörðum."
Það sem einkennir islam er eink-
um tvennt að mati Jóns Orms; hún
er afdráttarlaus eingyðistrú og
múslimum eru settar reglur um
hvernig þeir skuli haga sér í þessu
lífi ekki síður en í því næsta. Regl-
umar varða mannleg samskipti sem
miða að því að draga úr árekstrum
fólks og freistingum almennt.
FJÖLSKYLDA FRÁ KÚRDISTAN
Vakna fyrir dög-
un til að borða
í BREIÐHOLTINU búa þrír ungir flóttamenn frá suður-
hluta Kúrdistan sem heyrir undir Irak. Þremenningarnir
kjósa nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir íraskra stjórn-
valda gagnvart ættingjum og vinum í Kúrdístan.
Ari, eins og hann kallar sig, hefur dvalið á íslandi í
tæplega fimm ár en eiginkona hans og yngri bróðir fluttu
til landsins í fyrra. „Við söknum Kúrdistan en þar sem
stjórnvöld vinna skipulega að útrýmingu kúrdísku þjóðar-
innar er okkur fyrirmunað að búa þar. Mér var skipað
að ganga í herinn sem íraskur þegn en ákváð þess í stað
að stijúka. Irak er ekki mitt land. Lögum samkvæmt er
hver sá sem reynir að að flýja undan herskyldu dæmdur
til dauða ef til hans næst.“
Honum tókst að stijúka til Tyrklands og þangað sendu
íslensk sljórnvöld honum ferðaskilríki. „Kona mín og bróð-
ir fóru eins að en Kúrdar hafa vanalega ekki ferðaleyfi
og engin vegabréf.“
„Á ramadan vöknum við vanalega um fjögurleytið að
nóttu til að undirbúa málsverð. Húsmóðirin bakar þá gjam-
an brauð og útbýr fleira góðgæti svo sem kjöt- eða fisk-
rétti. Fyrir
klukkan sex
snæðum við en
leggjum okkur
jafnan aftur til
klukkan átta. Á
kvöldin bijótum
við föstuna kl.
17.22 enþáer
sólsetur í Kúrd-
istan.
Aðspurður
hvort ekki reyn-
ist erfitt að vera
án drykkjar all-
an daginn, segir
Ari það ekkert
vandamál þegar
kalt er í veðri.
„Þegar föstuna
ber upp að sumri
til í Kúrdistan,
fer hitinn stund-
um upp í 50
gráður og þá
sækir þorstinn
að.“
Ari og fjöl-
skylda hans lesa Kóraninn hvern morgun og biðja fimm
sinnum á dag, kijúpandi á gólfinu með höfuðið í átt að
Mekka.
I lok ramadan er jafnan mikið um að vera í Kúrdistan.
„Örtröð er í öllum búðum, lítil börn fá gjafir og snæddur
er veislumatur."
Eiginkona Ara er efnafræðingur en bræðurnir tveir eru
menntaðir rafmagnsverkfræðingar. Ari talar góða ís-
lensku en hin tvö hafa undanfarið sótt námskeið í íslensku
fyrir útlendinga. íslenskan er að þeirra mati ákaflega
erfið viðureignar enda gjörólik kúrdísku.
Enn sem komið er hefur þeim gengið erfiðlega að fá
atvinnu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég hef næstum
sótt um hveija þá vinnu sem auglýst hefur verið." Um
tíma vann Ari ýmis verkamannastörf og í fyrra starfaði
hann fjóra mánuði á Veðurstofu íslands. „Þannigtókst
mér að safna fyrir flugfargjaldi handa eiginkonu minni.“
Ari hefur ótakmarkað dvalar- og atvinnuleyfi á íslandi
og ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Eigin-
kona hans og bróðir hafa hins vegar dvalarleyfi til ársloka.
Þeim líður vel á íslandi og hafa eignast marga góða ís-
lenska vini. Af ótta við ofsóknir íraka hafa þau verið
nánast sambandslaus við ættingja og vini í sínu heima-
landi og það finnst þeim verst af öllu.
Morg-unblaðið/Halldór
ULLARTEPPIÐ notar Ari til að
kijúpa á við bænagjörðir.
SIGURLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR
Holl hreinsun
fyrir líkamann
UNDANFARIN fimmtán ár hefur
Sigurlaug Ásgeirdóttir fastað í
ramadan-mánuði. Hún tók islams-
trú þegar hún giftist Palestínuara-
banum Ali Allan Jamil Shwaiki,
en hann lést fyrir átta árum.
Ali flutti til íslands fyrir tilvilj-
un, að sögn Sigurlaugar. „Árið
1966 starfaði hann á hóteli í Jerú-
salem og kynntist þar íslensku
KFUM-fólki sem hvatti hann til
að heimsækja ísland. Sú íslands-
ferð varð hins vegar lengri en ráð
var fyrir gert.“
Hjónin ráku um tíma hænsabú
og seinna bílapartasölu við Rauða-
vatn, en sonur Sigurlaugar hefur
nú tekið við rekstrinum. Báðar
dætur Sigurlaugar og tengdason-
urinn, sem er frá Hebron, fasta á
ramadan. „Abraham reykir og því
reynist fastan honum mun erfiðari
en okkur mæðgunum. Við borðum
næringarmikla máltíð á kvöldin,
oft rétt fyrir háttinn en sleppum
því hins vegar að vakna fyrir allar
aldir til að snæða eins og flestra
er háttur.
Margir halda sjálfsagt að ég sé
stórskrítin að fasta á þennan máta
en fastan er holl hreinsun fyrir lík-
amann og fær mig til að hugsa til
þeirra sem að minna mega sín. Oft
hef ég reynt að fara í megrun en
án árangurs. Á föstunni finnst mér
hins vegar lítið mál að borða hvorki
vott né þurrt.“ Mun meira er um
freistingar hérlendis en í Palestínu,
að sögn Sigurlaugar. „Þar eru allir
samtaka um að matast ekkert allan
daginn en á kvöldin ríkir mikil
gleði, fjölskyldan kemur saman og
mikill söngur er í útvarpinu.“
Lifandi trúarbrögð
Sigurlaug segir islam vera lif-
andi trúarbrögð. „Það er margt
gott í trúnni, hún byggir á sama
meiði og kristnin, en Jesús Kristur
var til að mynda einn af spámönn-
um Allah. Mikið er um bænahald
hjá múslimum, sem er frábrugðið
kristninni. Eins og gyðingar borða
múslimar ekki svínakjöt og harð-
bannað er að neyta áfengis."
Vanalega klæðist Sigurlaug ekki
skikkjum og blæjum eins og fjöldi
islamskra kvenna. „í Palestínu
sveipa ég mig slíkum fatnaði en
þar er best að falla inn í hópinn
og klæða sig á sama hátt og þorri
kynsystra minna.“
Sigurlaug segir nauðsynlegt að
koma á samfélagi íslenskra músl-
ima. Eg fann það sterkt þegar Ali
lést hve nauðsynlegt það er að eiga
slíkan bakhjarl.“
SALMAN TAMINI
Gott að léttast
„Yður leyfist að liggja með konum yðar um nætur
á föstunni. Þær eru yður til yndis, eins og þér eruð
þeim. Etið og drekkið þar til þér getið greint hvítan
þráð frá svörtum undir dögun. Takið síðan upp föstu
að nýju unz nóttin fellur á, og nálgizt þær ekki, en
dveljið við bænir yðar í bænahúsum."
(Úr Kóraninum)
Morgunblaðið/RAX
SIGURLAUG Ásgeirsdóttir ásamt barnabörnunum, Ómari og
Evu Núru Abrahamsbörnum.
í leiðinni
„ÉG fasta fyrir sjálfan mig og guð,“ segir Salman Tam-
ini, íslenskur ríkisborgari sem ættaður er frá Jerúnsalem.
Salman hefur búið hér á landi í rúman aldarfjórðung,
hann er kvæntur íslenskri konu og er fimm barna faðir.
„Meginntak föstunnar er sjálfsskoðun," segir Salman.
„Þá er okkur ætlað að íhuga hvort við höfum villst af
leið en jafnframt ber okkur að hugsa hlýtt til náungans
og gefa fátækum ölmusu. Þá lesum við mikið Kóraninn
og fjölgum bænastundum."
Þar sem Salman miðar föstutíma sinn við heimahag-
ana, sleppir hann morgunmat og hádegismat en borðar
hefðbundinn kvöldmat. „Á föstunni líður mér jafnan vel
en stundum er ég þreyttur eftir langan vinnudag. í Palest-
ínu hætta múslimar yfirleitt að vinna um hádegisbil. Ég
fasta ekki af megrunarásæðum en viðurkenni að ekki
væri verra að missa fáein kíló, svona í leiðinni."
Á föstunni hugar Salman sérstaklega að heill fjölskyldu
sinnar og leggur sig fram um að gleðja hana. „Svo veltur
það á eftirvinnunni hve mikla ölmusu ég veiti fátækum."
Fjölskylda
Salmans fastar
ekki honum til
samlætis. „Þau
bera virðingu
fyrir minni trú
en eru ekki alin
upp við föstuna.
Þegar börnin
fara með mér til
Jerúsalem fasta
þau hins vegar
og hafa gaman
af.“
Líf og fjör er
á ramadan i
Jerúsalem. „Eft-
ir sólsetur er
mikið um
mannamót.
Moskur eru full-
ar af fólki og
sumir liggja þar
á bæn allar næt-
ur. í heilan mán-
uð er Aid- hátíð-
in undirbúin.
Hún stendur í
þrjá daga og má líkja við jólin hjá kristnum mönnum."
Fyrirætlan Salmans var á sínum tíma að flytja til Banda-
ríkjanna. „Ég átti ekki fyrir fargjaldi alla leið, svo ég
ákvað að dvelja hér um hríð. Mér leist vel á landið og
íbúana, hóf fljótlega nám í tölvunarfræði við Háskóla ís-
lands og síðan hef ég verið búsettur hér, alveg alsæll."
Salman er afar óánægður með túlkun fjölmiðla á islam.
„Vesturlandabúar fá kolranga mynd af trúarbrögðunum
því í fréttum er einungis sagt frá öfgasinnaðum músl-
imum. Islam hins vegar, eins og önnur trúarbrögð, boðar
frið, sátt og samlyndi með mönnum. Borgarastyrjöldin í
Alsír er gott dæmi um slæman fréttaflutning. Komið hef-
ur fram í fjölmiðlum að samkvæmt Kóraninum sé heittrú-
uðum múslimum vís dvöl í Paradís ef þeir drepa villitrúar-
menn á föstunni. En ofbeldi er aldrei leyfilegt í islam,
síst af öllu í ramadan-mánuði og því eru svona fréttir
alveg út í bláinn.“
Fyrir tilstilli Salmans verður að öllum líkindum stofn-
að trúfélag múslima á íslandi innan skamms. „Svars er
að vænta frá stjórnvöldum á næstu dögum. Ég tel nauð-
synlegt að trúfélagi verði komið á fót til að styrkja
samband múslima og auðvelda þeim að iðka trú sína.
Hver veit nema upp rísi moska á íslandi, einn góðan
veðurdag."
Morgunblaðið/Golli
SALMAN Tamini gluggar í
Kóraninn, heilagt rit múslima.
■J" AÐ næra tómið í sálinni" er
yfirskrift BA-ritgerðar Önnu
JjJ Guðrúnar Hugadóttur, hús-
móður á fimmtugasta aldurs-
2 ári, fjögurra barna móður og
ömmu í Garðabæ, sem á morg-
un útskrifast með BA-gráðu í
*S^ uppeldis- og menntunarfræði
frá Hí. Aðspurð segir hún að
viðfangsefnið sé sótt langt út
fyrir eigin reynsluheim.
■I Þema ritgerðarinnar; ungl-
ingar og fíkniefni, var henni
líka allsendis framandi nema
af umfjöllun í fjölmiðlum „. . .enda
hef ég lifað í mjög vernduðu um-
hverfi alla tíð og efalítið notið meiri
forréttinda en margir aðrir. Þótt ég
hvetji konur eindregið til að hefja
nám þegar mesta. barnastússið er
að baki geri ég mér grein fyrir að
margar eiga óhægt um vik. Ég er
svo heppin að búa við fjárhagslegt
öryggi, eiga góðan eiginmann og
börn sem hvöttu mig og hjálpuðu
mér á alla lund,“ segir Anna Guð-
rún, sem settist á skólabekk í Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ fyrir níu
á „gamals aldri“
árum og lauk stúdentsprófi nokkr-
um mánuðum á eftir syni sínum.
Að l»ra meira
og melra
Og Önnu Guðrúnu langaði að
læra meira og meira. Löngu áður
en hvíta húfan var sett upp árið
1992 var hún ákveðin í að hefja nám
í námsráðgjöf. „Ég kynntist náms-
ráðgjöfum í FG, heillaðist af starfi
þeirra og þar sem ég var bæði eldri
og reyndari en skólasystkini mín
fannst mér ég oft skynja hvernig
þau gætu skipulagt námið og nýtt
tímann betur.“
Þótt Önnu Guðrúnu fyndist lang-
skólanám ekki henta sér á sínum
tíma tregar hún ekki að hafa hætt
í Menntaskólanum á Akureyri og
Morgunblaðið/Kristinn
í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR. F.v.Vera, Guðmundur, Anna Guð-
rún. Fyrir aftan þau eru Hugi og Alma. Á myndina vantar Daða,
sem er við nám í Bandaríkjunum.
LOKAHÖND lögð á BA-ritgerðina sem fjallar
um unga fíkniefnaneytendur og líf þeirra
eftir meðferð.
farið í húsmæðraskóla. „Trúlega
væri ég samt ekki sátt ef dætur
mínar tækju slíka ákvörðun. Ég var
fremur gamaldags miðað við tíðar-
andann, en í þá daga voru margar
ungar konur uppteknar af boðskap
Rauðsokkuhreyfingarinnar og kven-
réttindabaráttunni. Ég undi bara
glöð við mitt, giftist átján ára, og
fannst tilhlýðilegast að kunna sitt- t
hvað fyrir mér í heimilishaldi, enda
ætlaði ég að helga mig búi og börn-
um um ókomin ár,“ segir Anna
Guðrún og bætir við að eigin-
manni sínum, Guðmundi Hall-
grímssyni lyíjafræðingi, hafi verið
þvert um geð að tilvonandi eigin-
kona sín hætti námi.
Fyrstu búskaparárin bjuggu ungu
hjónin í Danmörku, síðan á Akur-
eyri og loks í Garðabæ þar sem þau
búa enn. Anna Guðrún var þó ekki
„bara húsmóðir“ því hún vann í fyr-
irtæki þeirra hjóna eftir því sem timi
gafst til. Hún segir fyrirkomulagið
hafa hentaði sér ágætlega, en þó
hafi hún af og til hugleitt að fara
aftur í skóla og ljúka að minnsta
kosti stúdentsprófi. „Loks lét ég til
skarar skríða og innritaði mig í FG.
Sonur minn, Daði, sem er næstelst-
ur systkinanna, var í byijun lítt
hrifin af tiltækinu og þótti ekki
mjög skemmleg tilhugsun að vera
ef til vill í bekk með mömmu sinni.
Ég vildi síður styggja strákinn og
varð því ósköp fegin þegar hann
sætti sig við ákvörðunina og sagði
mér að það væru nokkrar svona
gamlar í skólanum. Sjálfri varð mér
um og ó þegar ég mætti við skóla-
setninguna. Mér fannst ég vera
hræðilega roskin og litlu munaði að
ég hætti við allt saman.“
Önnur vinnubrögft
Sem betur fer segist Anna Guð-
rún hafa stappað í sig stálinu og
hafið nám á sálfræðibraut. Sonurinn
var á tölvubraut og því voru mæðg-
inin aldrei saman í tímum. Þau tóku
þó einu sinni sama stærðfræðiprófið
og segist Anna Guðrún hafa haft
mun þyngri áhyggjur af frammi-
stöðu Daða en sinni eigin.
Að hætti verðandi stúdenta tók
Anna Guðrún þátt í dimmisjón, með
tilheyrandi húllum hæi, uppáklædd
eins og bóndakona úr afdölum.
„Þetta var óskaplega skemmtilegt.
Við keyrðum um bæinn í traktor,
‘ héldum kaffiboð fyrir kennarana og
fórum út að borða um kvöldið. Ég
dró mig þó í hlé þegar krakkarnir
fóru að sprella í miðborginni um
miðjan daginn, hafði einhvern veg-
inn á tilfinningunni að þar yrði ég
svolítið utangátta.“
Víftari sýn á Iffið og tllveruna
Eftir stúdentspróf tók Anna Guð-
rún sér smáfrí frá námi til að gæta
dótturdætra sinna, tvíburanna Evu
og Tinnu, því hún gat ekki hugsað
sér að móðir þeirra þyrfti að hætta
námi eins og hún hafði gert forðum.
Eftir barnapössun í hálft ár ákvað
hún að skella sér BA nám í uppeld-
is- og menntunarfræði.
Anna Guðrún segir að námsárin, hin
síðari, hafi opnað sér víðari sýn á
lífið og tilveruna. Þegar kom að vali
á lokaverkefninu segist hún hafa
ígrundað margt en að lokum ákveðið
að rannsaka hvers vegna sumir ungl-
ingar leiðast út í fíkniefnaneyslu og
hvemig þeim sem farið hefðu í með-
ferð vegnaði að henni lokinni.
„Þar sem ég hugði á nám í náms-
ráðgjöf fannst mér nauðsynlegt að
kynna mér vandann til þess að vera
betur í stakk búin að liðsinna þeim
nemendum sem víkja af beinu braut-
inni. Oft eru þetta nemendur sem
hafa staðið sig mjög vel en verða
skyndilega áhugalausir um námið.
Ég tel að vel upplýstir kennarar og
námsráðgjafar geti átt stóran þátt í
að næra tómið í sál þessara ógæfu-
sömu ungmenna," segir Anna Guð-
rún, sem stefnir ótrauð á að ljúka
námi í námsráðgjöf að tveimur árum
liðnum. ■
vþj