Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 B 7
-4-
DAGLEGT LIF
HARPA Jóhannsdóttir, önnur frá vinstri, fékk að halda fyrsta partýið sitt fyrir skömmu.
ömmu, og Hörpu sem er tíu ára
og fékk fyrir skömmu að halda
sitt fyrsta partý. Þá var slegið upp
diskóteki og Harpa segist hafa
verið bæði glöð og ánægð yfir að
hafa fengið að bjóða vinum sínum
í partý í þetta fína húsnæði.
Herbergi breytt í
takt við barnabörn
Barnabörn Eyþórs eru sex tals-
ins og þegar þau voru yngri var
útbúinn leikjasalur þar sem nú er
diskóktek. „Einhveiju sinni þegar
við vorum í útlöndum og veltum
fyrir okkur hvað við ættum að
færa bamabörnunum, kom upp sú
hugmynd að kaupa sameiginleg
leiktæki í herbergið í stað þess að
færa hverju barni eitthvert smá-
ræði,“ segir Eyþór. „Þarna voru
rólur, körfuboltaspjald og fleira
sem þau höfðu gaman af þegar
þau voru yngri, en þegar þau
stækkuðu og áhugasviðið breyttist,
var herberginu breytt í samræmi
við það og settur upp ljósabúnaður
og hljómflutningstæki."
Viðmælendur Daglegs lífs í
partýinu eru allir sammála um að
aðstaðan hjá ömmu og afa Birkis
sé frábær. Þá spilli ekki fyrir að
krakkarnir fái að vera í friði, en
sumir fullorðnir hafi tilhneigingu
til að fylgjast all náið með fram-
vindu mála og skipta sér helst til
mikið af desíbelum. „Hér er bara
komið með veitingar handa okkur,
en við erum ekki skömmuð fyrir
að vera með læti eða hafa tónlist-
ina stillta of hátt. Þetta er geð-
veikt gaman, stanslaust stuð og
ýkt kúi.“
Krakkarnir segja að gott sé að
hafa einhvem fullorðinn, eða eldra
systkini á staðnum þegar haldin
eru partý. „Sko, það er ekki endi-
lega gott fyrir okkur, sérstaklega
ekki ef verið er að skipta sér af
okkur, en það skiptir máli fyrir
þann sem heldur partýið, því hann
gæti lent í vandræðum ef einhveij-
ir óboðnir vilja smygla sér inn.“
Þegar líða fer að lokum sam-
kvæmisins hefur mikill raki mynd-
ast í diskóherberginu og hitastigið
hækkað talsvert. Krakkarnir halda
áfram að dansa og spjalla saman
og Bjössi diskótekari fær ábend-
ingar með reglulegu millibili. Þegar
fólk frá Morgunblaðinu er á leið út
í vetrarkvöldið heyrast enn og einu
sinni hvatningaorðin: „Bjössi, settu
Palla á, maður,“ og undir tekur
dansandi kór fallegrar og glað-
beittrar æsku.“
ULLIN lituð. Kolbrún Sigur-
bjarnardóttir ásamt kennur-
unum Ásrúnu, Önnu Þóru,
Sigurborgu og
Arnþrúði Ösp.
hugmyndum í efni. „Það er gremju-
legt að sjá að flest fullorðið fólk
teiknar eins og börn. Teiknun
krefst þjálfunar eins og annað sem
við lærum.“
Full-
unnið veggteppi,
myndefnið loðvíðir sem
sótt var í Hallormsstaðaskóg.
Fólk þarfað
þjálfa slg helma
Ásrún segir að með betri og skipu-
lagðari grunnaðferðum eflist
gæðavitund, en mikilvægt sé að
hún sé til staðar. „Fólk þarf að
þjálfa heima þær aðferðir sem það
lærir á námskeiðum og sækja fleiri
námskeið til þess að auka við þekk-
ingu sína ef það vill nýta sér að-
ferðirnar til atvinnusköpunar.“
Ásrún sér fyrir sér að námskeið
sem þetta komi til með
að gefa eining-
ar á há-
skólastigi
í framtíð-
inni og efli
þá um leið
möguleika
lands-
byggðarfólks
til menntunar,
þannig að fólk
þurfi ekki að
bregða búi til
þess að afla
hennar. ■
myndum sínum í efni. „Það er áríð-
andi að læra margar aðferðir í hug-
myndavinnu, því ein aðferð dugar
skammt."
Ásrún telur að teikning, formsýn
og litafræði eigi að vera inni sem
grunnfag í kennslu barna í grunn-
skólum. Ef svo væri myndi leiðin
styttast hjá mörgum við að koma
MEÐ AUGUM LANDAIMS
Morgunn
í þunga vetrar
María Elínborg Ingvadóttir gegnir
starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs
íslands í Moskvu
NÚ ER janúar á enda
runninn og lítið ber
enn á hækkandi sól.
Grámóska vetrarins
rígheldur sér í háhýsi
og tuma borgarinnar,
breiðir úr sér yfir
stræti og torg og læs-
ir klónum svo fast um
greinar tijánna að í
því felst ákveðin hótun
um langa dvöl enn.
. Yfir Gorky-garði hvílir
f f'~'\ einmanaleg kyrrð.
| § 1 Leiktækin standa
* hljóð í nepjunni, skóg-
Ourinn sefur, fólkið
kemur í sunnudagst-
úrinn af gömlum
vana, stoppar stutt
við, engin glaðværð,
aðeins hrollur. Einn
og einn kaupir ís, hér
er aldrei of kalt til að
fá sér ís. Fyrir utan
hliðið glymur tónlist
úr hátölurum sem
kuldinn hefur engin áhrif á. Þeir
mættu stilla tækin betur og
lækka niður í þeim. Stundum
spila þeir lögin hennar Bjarkar.
Hrímið hefur þó ekki læst
köldum klóm sínum um Lenin,
þar sem hann stendur fyrir
framan blokkina mína, hnarr-
reistur, á svipinn eins og sá einn
sem valdið hefur. Við fætur
hans standa fulltrúar alþýðunn-
ar, greiptir í kaldan steininn og
saman .horfir hersingin niður
eftir hringveginum, á iðandi
umferðina og mannlífið. Ef
hann gæti snúið sér við, mund-
um við horfast í augu, hann af
sínum trausta stöpli, ég af átt-
undu hæðinni.
Snjómokstur á bílastæðinu
Dagurinn hjá mér byijar um
sjöleytið, þegar verðirnir fara að
skafa snjóinn af bílastæðunum
hérna fyrir utan. Einn og einn
bíll, sem er eins viðkvæmur fyr-
ir óvæntri athygli og blíðlegum
strokum og þóttafull jómfrú,
reigir sig og teygir og tekur upp
á því að senda frá sér öll þau
ömurlegustu væl
sem öryggiskerfið
hefur upp á að
bjóða, íbúum
hússins til
ómældrar ar-
mæðu. Það er
vonlaust að ætla
að snúa sér á hina
hliðina, vælið
heldur áfram,
skerandi og mis-
kunnarlaust.
Skyldi þetta vera
minn bíll, nei, það
getur ekki verið,
hann er af nor-
rænu kyni og
kippir sér ekki
upp við fum-
kennda áleitni
rússneskra ár-
manna. Það hefur
komið fyrir, eftir
nokkurra mínútna
stöðugt hjálpar-
kall, að ég hef
talið mig til-
neydda til að fara í slopp og skó
og opna út á svalimar, í morgun-
nepju og hörkufrosti og gægjast
niður af áttundu hæðinni, skima
eftir bílnum mínum, hvort hann
sé ekki örugglega á sínum stað,
prúður og stilltur og án blikk-
andi ljósa. Auðvitað kann hann
sig, víkingamir vom ekki þekkt-
ir fyrir linkind og viðkvæmni og
þá fer ég að skima eftir söku-
dólgnum, jú þarna er hann, ein-
mana og vælandi og blikkar öll-
um ljósum í ákafa, en enginn
sinnir honum.
Karlarnir halda áfram að
skafa og láta sem þeir heyri
ekki í honum, eigandinn telur
víst að einhver annar eigi að
sinna þessu væli. Engum dettur
í hug, að ef til vill sé verið að
stela bílnum, enda verðir á
hveiju strái, sem eiga að hrekja
ósvífna bílaáhugamenn frá
svæðinu.
Hríðskjálfandl
með góöa samvisku
Er þetta ekki eins og í mann-
lífinu, þegar manneskjan tekur
upp á því að haga sér öðruvísi,
gerir sér upp veikindi, skap-
brigðin verða eins duttlungafull
og veðrið, fæðuval storkar
hæðnislega allri speki sérfræð-
inganna, klæðaburður verður
engan veginn í samræmi við
árstíðina né hefðbundið hátta-
lag. Manneskjan er að kalla á
hjálp, kann enga aðra leið til að
vekja athygli á vanlíðan sinni
og einmanaleik. En enginn hlust-
ar, það á hver nóg með sig, eins
og sagt er. Svo einn daginn, í
nepjunni, nær kuldinn að læsa
klóm sínum um innstu rætur
hjartans. Allt er orðið of seint.
Ég fer inn og loka, hríðskjálf-
andi og hef góða samvisku þegar
ég smeygi mér undir sængina
aftur og skelf mér til hita.
Skyndilega hættir vælið og
reglubundin morgunhljóðin ná
aftur tökum á morgninum. Um
ferðarkliðurinn færist smátt og
smátt í aukana, dagurinn er tek
inn við af nóttunni. ■
VETUR í Moskvu.