Morgunblaðið - 11.02.1997, Side 3

Morgunblaðið - 11.02.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR SKIÐI Annað gull Compagnoni Deb'orah Compagnoni varð á sunnudaginn fyrst ítalskra skíðamanna til að veija heims- meistaratitil sinn, en hún sigraði í stórsvigi kvenna við mikinn fögnuð heimamanna í Sestriere á Italíu. Compagnoni sigraði á miðvikudag- inn í svigi og hefur því hlotið tvenn gullverðlaun og nú vona heima- menn að hún hafi gefið Alberto Tomba tóninn fyrir þátttöku hans í heimsmeistaramótinu. Compagnoni hafði 0,73 sek- úndna forystu eftir fyrri ferðina, en svissneska stúlkan Karin Roten, sem fékk brons í sviginu, var í öðru sæti og röðin hélt sér því Compagnoni náði næstbesta tíman- um í siðari ferðinni og tryggði sér sigur. í þriðja sæti varð, öllum á óvart, franska stúlkan Leila Picc- ard en hún var í 12. sæti eftir fyrri ferðina. Hún krækti þar með í fyrstu verðlaun Frakka og bætti aðeins fyrir frammistöðu Alphands í bruni karla fyrr um daginn. „Mér gekk svo illa í fyrri ferðinni að ég hafði engu að tapa í þeirri síðari,“ sagði franska stúlkan en bróðir hennar, hinn þekkti franski skíða- maður, Franck Piccard, var meðal áhorfenda. „Það voru svo margir aðdáendur mínir hér að það hefði verið hræði- legt að bregaðst þeim,“ sagði Compagnoni eftir sigurinn. „Það getur vel verið að einhveijum hafí sýnst þetta auðvelt fyrir mig, en svo var alls ekki. Það er alls ekki auðveldara að sigra á heimavelli, alls ekki. Það er samt alltaf skemmtilegast að vinna heima,“ bætti hún við. Góður tími Piccards í síðari ferðinni gerði vonir Anitu Wac- hter um verðlaunapening að engu og varð hún að sætta sig við fjórða sætið, eins og í fyrra og eins og á Ólympíuleikunum í Lilleham- mer. Sænska stúlkan Pernilla Wiberg var í fjórða sæti eftir fyrri ferðina og henni gekk vel í þeirri síðar, allt þar til undir lokin að hún missti annan skíðastaf sinn og tapaði við það mikilvægum sekúndubrotum. Reuter COMPAGNONI ánægð með gulllð sltt sem hún fékk fyrlr stórsvig á sunnudaginn. KÖRFUKNATTLEIKUR SKIÐI Kemen kom á óvart Svisslendingurinn Bruno Kernen kom öllum á óvart á laugardag- inn með því að sigra í bruni karla á heimsmeistaramótinu í Sestriere á Ítalíu. Lasse Kjus varð í öðru sæti og heimamaðurinn Kristian Ghend- ina varð þriðji, en hann hafði þótt sigurstranglegastur fyrir keppnina. Áhorfendur voru famir að fagna sigri síns manns, sem hafði rennt sér niður á einni mínútu 51,46 sekúnd- um, þegar Kernen lagði af stað, en hann var 14. í rásröðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og þaggaði niður í ít- ölskum áhorfendum, kom í mark á 1.51,11. Það sama gerði Kjus þegar hann skaust upp á milli þeirra, en hann var 18. í rásröðinni, og fékk tímann 1.51,18. Fjórði varð Fritz Strobl, aðeins 0,01 sekúndu á eftir ítalanum. Stobl hefur oft verið kall- aður „herra annað sæti“ því honum hefur oftast mistekist þegar komið er í stóru mótin þó svo hann hafi náð gulli á Ólympíuleikunum árið 1988. Kemen varð annar í alpatvíkeppn- inni á dögunum og kom því verulega á óvart með sigrinum á laugardaginn og það sama má segja um Kjus því hvorugur hefur komist á pall í bmn keppninni í vetur. Frakkinn Luc Alp hand datt illa, lenti í splitt en slapp ómeiddur og Patrick Ortlieb var nærri dottinn en tókst að standa það af sér og fékk áttunda besta tímann, Rice og Jordan settu met Hinn árlegi stjömuleikur í NBA- körfuboltanum fór fram í Cle- veland aðfaranótt mánudagsins og þar hafði lið austurstrandarinnar bet- ur, 132:120. Þetta var 47. stjömu- leikurinn og staðan er þannig að Bryant tróð best TÁNINGURINN Kobe Bryant úr LA Lakers sigraði f troðslu- keppninni sem er f tengslum við syörnuleikinn í NB A. Bry- ant, Michael Finley frá Dallas og Chris Carr hjá Minnesota komust í úrslit og þar hafði Bryant yfirburði. Hann setti boltann á milli fóta sér, snéri sér frá vinstri til hægri og tróð síðan með glæsibrag. Fin- ley fékk mesta klappið en til- raun hans mistókst Hann henti knettinum f gólfið, fór handahlaup áður en hann greip knöttinn yfír körfunni, en troðslan mistókst Kerr besta skyttan STEVE Kerr þjá Chicago Bulls sigraði f þriggja stiga skotkeppninni, lagði meistar- ann frá því í fyrra, Tim Legl- er hjá Washington, í úrslitum. Kerr er með bestu nýtingu allra í NBA-deildinni I vetur. Hann hefur aldrei komist hærra en i þriðja sætið í þriggja stiga skotkeppninni en hann hefur keppt þar þri- vegis áður. Legler hefur ekk- ert leikið f vetur vegna meiðsla en stóð sig það vel i keppninni þrátt fyrir það, að hann komst f úrslit. Kerr fékk 22 stig i úrslitunum og jafn- aði þar með met tólf ára. sögu skotkeppninnar. Legler missti þarna af tækifærinu til að verða fyrstur til að veija titilinn síðan Mark Price gerði það 1993 og 1994. austrið hefur sigrað þijátíu sinnum en lið vesturstrandarinnar 17 sinnum. Mikið var um dýrðir í Gund-höllinni enda eru 50 ár síðan fyrst var keppt í NBA og þessara tímamóta var minnst með margvíslegum hætti. Glen Rice, bakvörður Homets, kom heldur betur við sögu í leiknum, gerði 20 stig fyrir austrið í þriðja leikhluta og setti þar með met því enginn hefur gert svo mörg stig í einum leikhluta. Rice var valinn besti maður leiksins. „Ég er augljóslega besti körfuboltamaður í heimi,“ sagði Rice í gamansömum tón. „Þetta mun alls ekki stíga mér til höfuðs," bætti hann við. Michael Jordan setti einnig met og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu stjömuleiksins til að ná þremur tvennum. Hann gerði 14 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Jordan og Rice vom sammála um að það hefði verið frábær tilfinning að leika fyrir „görnlu" stjörnurnar, en í tilefni afmælisins vom 50 bestu leikmenn sögunnar heiðraðir í leik- hléi, en af þeim voru 47 mættir í Gund-höllina. Doug Collins þjálfari Pistons, sem stýrði liði austursins, sagði að allt hafi verið gert til að láta þá Rice og Jordan ná metunum. „Við létum Rice leika talsvert mikið í þriðja leik- hluta og við vissum um fráköstin hjá Jordan og sögðum honum af því. Þegar hann kom inná næst hugsaði hann ekki um neitt annað en að taka fráköst," sagði Collins. GLEN Rlce var valinn bestl maður stjörnulelkslns. Rice hitti illa f þriggja stiga skot- keppninni á laugardaginn og í fyrri hálfleik hitti hann úr einu af sjö skotum, en hann hrökk í gang eftir hlé, hitti úr 8 af 11 skotum í þriðja hluta og gerði 20 stig. Þar með bætti hann met Hals Greers úr 76ers frá árinu 1968. Rice gerði alls 26 stig, þar af 24 í síðari hálfleik, sem einnig er met, Chamberlain gerði 23 stig árið 1962 og Tom Chambers jafnaði það árið 1987. ■ RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Gheorghe Hagi var rekinn af leikvelli, þegar Galatasaray varð að sætta sig við tap gegn Fener- bahce, 2:3. Hagi fékk að sjá rauða spjaldið á 78. mín., en þá var búið að áminna hann tvisvar, í seinna skiptið fyrir að hrinda leikmanni Fenerbahce þegar knötturinn var víðs fjarri. ■ FAUSTINO AspriIIa fer fögrum orðum um Newcastle og Alan She- arer í blaðaviðtali í Kólumbíu, þar sem hann er með landsliði Kólumb- íu, sem mætir Argentínu í undan- keppni HM á morgun. ■ „ÞAÐ er erfitt að segja hvaða knattspyrnumaður er bestur, svo margir góðir leikmenn eru á ferð- inni, eins og George Weah, Alan Shearer og Ronaldo," sagði Asprilla ■ ASPRILLA sagðist hafa lært mikið af Kevin Keegan. „Hann vildi að mér gengi vel hjá Newcastle," sagði Asprilla. ■ RADDY Antíc, þjálfari Atletico Madrid, setti met hjá liðinu, þegar hann stjórnaði því í síðasta leik. Það var 81. deildarleikur hans. Frá því að forseti liðsins, Jesus Gil, tók við stjórninni 1987, hefur enginn þjálf- ari verið jafn lengi við stjórn og Antic. ■ JOHN Toshack hætti sem þjálf- ari La Coruna eftir leik liðsins gegn Celta Vigo á sunnudaginn. Aðstoð- armaður hans, Jose Manuel Corr- al, tekur við stjórn liðsins. Toshack var fyrir tveimur vikum búinn að tilkynna að hann hætti eftir keppnis- tímabilið. Hann er níundi þjálfarinn sem hættir hjá 1. deildarliði á Spáni á keppnistímabilinu. ■ LÍKLEGT er að Luis Aragones, fyrrum þjálfari Valencia, taki við liðinu fyrir næsta keppnistímabil. ■ TOSHACK gerðist þjálfari La Coruna 1995, eftir að hafa áður þjálfað Real Sociedad og Real Madrid. Hann var mótfallinn kaup- æði forseta liðsins, Augusto Lendo- iro, sem keypti marga útlendinga, þar af fimm Brasilíumenn. ■ „MÉR finnst að það eigi að nota peningana til að koma upp góðri æfíngaaðstöðu, áður en leikmenn eru keyptir," sagði Toshack. ■ LA Coruna byijaði keppnistíma- bilið vel, en síðan fór að halla undan fæti. Deilt var á leikskipulag liðsins og einn blaðamaður sagði að Tos- hack hafí breytt gulli í blý. ■ RAÚL Gonzalez skoraði sigur- mark Real Madrid gegn Hercules, 3:2. Lorenzo Sanz, forseti liðsins, var mjög ánægðu með Raúl og sagði: „Ef hann væri kallaður Raúlz- inho, eða einhveiju öðru dæmigerðu brasilísku nafni, myndu allir segja að hann væri besti knattspymumað- ur heims." ■ JOSIP Weber, landsliðsmaður Belgiu, sem leikur með And- erlecht, tilkynnti í gær að hann yrði að hætta að leika knattspymu vegna meiðsla á hné. ■ ÍTALSKA blaðið La Gazzetta dello Sport segir að Oscar Washing- ton Tabarez, fyrmm þjálfari AC Milan, eða Luigi Simoni, þjálfari Napolí, taki við Sampdoría næsta keppnistímabil. ■ CARLOS Bilardo, þjálfari arg- entínska liðsins Boca Juniors og fyrmm landsliðsþjálfari Argentínu, hefur tekið við þjálfarastarfi Sevilla af Jose Antonio Camacho. ■ BILARDO þjálfaði Sevilla 1992-93, þegar hann fékk Diego Maradona til liðs við liðið. Sevilla er í þriðja neðsta sætinu í 1. deildar- keppninni á Spáni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.