Morgunblaðið - 11.02.1997, Page 8

Morgunblaðið - 11.02.1997, Page 8
KNATTSPYRNA Ravanelli gaf Maldini upplýsingar FABRIZIO Ravanelli, leikmað- ur með Middlesbrough, settist niður með Cesare Maldini, þjálfara ítalska landsliðsins, þegar hann kom til Flórens til að æfa með landsliðinu. Hann sagði honum að Alan Shearer og Steve McManaman væru þeir leikmenn sem ítalir yrði að hafa góðar gætur á, hættu- legustu leikmenn Englands. Steve MeManaman er maðurinn sem stjórnar miðjunni, hann er leikreyndur og á auðvelt með að snúa á vamarmenn. Það yrði styrkur fyrir ítölsk lið að hafa hann í herbúðum sínum. Ef ég voru forseti hjá einhverju stóru lið- anna á Ítalíu, myndi ég kaupa McManaman hvað sem hann kost- aði - hann gæti hæglega orðið tekjuhæsti leikmaðurinn í ítölsku knattspymunni. Allir þekkja Shearer, sem er mikill markahrók- ur. Hann er sterkur í loftinu og þá er hann skotfastur. Shearer á í vandræðum með árásargjarna varnarmenn.“ Ravanelli sagði að Englandingar ættu í nokkrum vandræðum, þar sem nokkir lykilmenn þeirra séu meiddir, eins og Paul Gascoigne." Ravanelli hefur skorað tíu mörk fyrir „Boro“ — ekki þó náð að skora mark hjá David Seaman, landsliðsmarkverði hjá Arsenal, sem hann líkir við Dino Zoff,_ fyrr- um landsliðsmarkvörð Ítalíu. „Hann er einn af bestu markvörð- um heims. Ég get vel dæmt um það, því ég hef átt í miklum erfið- leikum með hann. Hann varði tvö skot frá mér, sem hefðu ratað rétta leið ef einhver annar hefði staðið í markinu," sagði Ravanelli, sem ræddi einnig um Tony Adams, miðvörð. „Hann er hægfara, en harður í horn að taka. Adams er stórhættulegur skallamaður, þegar homspymur eru teknar.“ Maldini er sammála Ravanelli Hverjir sækja um HM 2006? EINS og hefur komið fram ætla Þjóðverjar og Englend- ingar að sækja um að halda heimsmeistarakeppnina f knattspyrnu 2006. Þá er vitað um Brasilíumenn og Argent- fnumenn hafa áhuga á að halda keppnina saman, einnig Perú/Ecuador, Danmörk/Sví- þjóð. Þá er vitað að Spánveijar hafa mikinn hug á að halda keppnina. Einnig S-Afrfka, en heimsmeistarakeppnin hefur aldrei farið fram í Afrfku. um McManaman og sagði ftölskum blaðamönnum, að það yrði að taka hann úr umferð. „Dino Baggio veit hvemig á að taka hann úr umferð, en við þurfum á Baggio að halda til að stjórna sóknarleik okkar,“ sagði Maldini, sem var þjálfari 21 árs lið Ítalíu, sem hefur þrisvar orðið Evrópumeist- ari. Miklar lík- ur era á að Maldini láti Christian Panucci, bak- vörð hjá Real Madrid, leika sem aftasta varnarmann, til að hafa gætur á She- arer. Hann var láttinn leika þá stöðu í æfingaleik í Flórens á sunnudaginn. Frakkar ieika fýrsta leik HM í Marseille FRAKKAR hafa ákveðið að leika upphafsleikmn f heims- meistarakeppninni í knatt- spymu 1998 í Marseille. Annan leik sinn leika Frakkar á nýja vellinum í Parfs, Stade de France og þriðja leikinn í Lyon. Ef Frakkar komast í 16-Iiða úrslit, Ieika þeir f Lyon og ef þeir komast lengra, leika þeir á Stade de France í París. ALAN Shaarer, fyrirllAi anska landsliAsins, fagnar marki í EM í Englandi, þar sam hann var markakóngur. Sigurgleði Barcelona breyttist í martröð REAL Madrid hefur náð ótta stiga forystu íkeppninni um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Liðið bar sigurorð af einu af botnliðunum í erfiðum leik á útivelli á sama tíma og helstu keppinautarnir, Barcelona, lutu í gras í leik gegn nágrannaliðinu Espanyol. Frammistaða leikmanna Barcelona var dapurleg og Ijóst er að liðið ó í erf iðleikum þrátt fyrir að það hafi slegið Real Madrid út íbikarkeppninni íliðinni viku. Ásgeir Sverrísson skrifar frá Spáni Tryggustu stuðningsmenn Barc- elona kenna dómaranum í leiknum gegn Espanyol um ósigur- inn en tvær víta- spymur sem hann dæmdi og einn brottrekstur af velli réðu úrslitum. Leik- menn Barcelona voru hins vegar slakir og sterk vörn Espanyol átti sjaldnast í verulegum erfiðíeikum með hættulegasta framheijann í spænsku knattspyrnunni, Brasilíu- manninn Ronaldo. Espanyol byggði leik sinn á skyndisóknum og skyn- samleg leikaðferð liðsins lagði granninn að fyrsta sigri þess á Barcelona í tæp tíu ár. Leikurinn hófst með ósköpum fyrir Barcelona. Liðið lenti undir á 14. mínútu er Rúmeninn Raducioiu skoraði úr vítaspyrnu og aðeins sjö minútum siðar var Figo rekinn af velli fyrir ítrekað gróft brot. Aðeins voru liðnar fimm mínútur af síðari hálfleik þegar Raducioiu skoraði af öryggi úr annarri vítaspyrnu. Leikmenn Barcelona gengu hnípnir af Sarriá-leikvanginum í leikslok; þeir höfðu beðið niðurlægj- andi ósigur fyrir „litla liðinu" í Barcelona og aðeins þremur dögum eftir jafnteflisleikinn við Madrid, sem tryggði Barcelona sæti í undan- úrslitum bikarkeppninnar, hafði sigurgleðin breyst í martröð. Spænsk dagblöð fóru í gær hörðum orðum um frammistöðu leikmanna og héldu' því m.a. fram að engin von væri um að liðið næði að rétta úr kútnum. Staða Madrid á toppi deildarinn- ar er þægileg og örugg en sigurinn á Hercules frá Alicante var tekinn með töngum. Líkt og svo oft áður í vetur lenti liðið undir í upphafi leiks þegar vörn liðsins var splundr- að með langri sendingu fram völlinn á 5. mínútu og Alfaro sendi boltann fram hjá fyóðveijanum Bodo Illgner í marki Madrid. Seedorf jafnaði leikinn á 11. mínútu eftir laglegt samspil hans og Roberto Carlos og Mijatovic. Hercules jafnaði á 34. mínútu en það var framheijinn Raúl sem kom Madrid til bjargar eins og svo oft í vetur er hann skor- aði sigurmark liðsins á 54. mínútu. Vöm Madrid var slök í leiknum og ljóst að staða liðsins væri önnur ef það léki ekki svo frábæran sókn- arleik sem raun ber vitni. Liðið hefur fengið á sig átta mörk í síð- ustu fjóram leikjum og í flestum tilfellum eftir skelfileg vamarmis tök. Þjálfari Madrid, Fabio Capello, var reiður leikmönnum liðsins í leikslok. „Okkur skortir stöðugleika og þetta var erfiðasti leikur okkar í vetur. Við leikum vel fyrstu 25. mínútumar en síðan er eins og menn missi einbeitinguna. Leik- menn eru orðnir þreyttir." Ljóst er að erfitt verður fyrir Barcelona að vinna upp átta stiga forskot Real Madrid og ætla má að aftur verði vart þeirrar ólgu sem verið hefur í herbúðum Barcelona eftir leiki sunnudagsins. FOLK ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Ince, sem leikur með Inter Mílanó, sagði um helgina að hann yrði ann- að keppnistímabil með Inter. PIERLUIGI Casiraghi, lands- liðsmiðherji Ítalíu, sem leikur með Lazio, segist hafa áhuga á að leika í Englandi. BRIAN Little, knattspymu- stjóri Aston Villa, fór í annað skipti á fjórum dögum til að fylgjast með Trevor Sinclair, QPR, er hann lék með liðinu gegn Ipswich á laugar- daginn. Little hefur hug á að haupa þennan 23 ára miðvallarspilara, sem metinn er á fímm millj. punda. ■ RUUD Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Alan Shearer minni sig á gömlu markahrókana Gerd MUller, Þýskalandi og Paolo Rossi, Italíu. „Hann nýtir sér ótrúlegustu tækifæri til að skora,“ sagði Gullit. ■ „HVERNIG fór hann að þessu?" spyr maður oft sjálfan sig, þegar Shearer skorar. Maður þarf að sjá atvikin aftur á myndbandi, til að fá svar við spurningunni,“ sagði Gullit. ■ CESARE Maldini, þjálfari ítal- íu, óttast Shearer. „Við munum ekki láta hann leika lausum hala. Það verður verkefni Alessandro Costacurta og annarra að stöðva hann,“ sagði Maldini. ■ BOLTON hefur óskað eftir því við Aberdeen, að fá Scott Booth lánaðan. Bolton hafði áður boðið 500 þús. pund í miðheijann. ■ ANTHONY Yeboah, miðherji Leeds, segist vera tilbúinn í slag- inn. „Ég er tilbúinn, ef George Graham telur að not séu fyrir mig,“ sagði Yeboah. ■ EMERSON, miðvallarleikmaður Middlesbrough, er kominn í tveggja leikja bann, hann leikur ekki með liðinu gegn Man. City í bikarkeppninni um næstu helgi og heldur ekki gegn Newcastle. ■ PAUL Furlong, leikmaður með Birmingham, var sektaður um 336 þús. ísl. kr., fyrir að kasta peysu sinni niður á völlinn er hann var tekinn af leikvelli á dögunum. ■ PETER Beardsley, fyrirliði Newcastle, segir að fólkið í borg- inni sé ekki enn búið að sætta sig við að Kevin Keegan sé hættur. „Kenny Dalglish á eftir að vinna frábært starf, en það verður ekki fyrr en næsta keppnistímabil að fólkið verður búið að átta sig á að Keegan er farinn.“ ■ NEWCASTLE hefur Kevin Miller, markvörð hjá Watford, undir smásjánni. QPR hefur einnig áhuga á Miller, sem er metinn á eina millj. punda. ■ JOHN Beresford hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Newcastle. ■ STEVE McManaman, miðvall- arspilari Liverpool, sem verður 25 ára í dag, segist ekki hafa mikinn áhuga að leika á ítaliu, Spáni í Þýskalandi eða einhveiju öðra landi. „Ég yrði hamingjusamur að leika með Liverpool, eins lengi og ég get,“ sagði McManaman. ■ GRAEME Souness, knatt- spyrnustjóri Southampton, hefur áhuga á að fá Gianluca Vialli til liðs við sig, þar sem liðinu vantar miðheija. Ekki era miklar líkur á að Chelsea láti kappann frá sér. ■ MARK Crossley, markvörður hjá Nott. For. og Karl Ready, varnarmaður hjá QPR, leika sinn fyrsta landsleik fyrir Wales gegn Irlandi í Cardiff í kvöld. ■ JIMMY NichoII var rekinn sem knattspymustjóri Millwall í gær og tólf leikmenn liðsins voru settir á sölulista. ENGLAND: 112 111 222 X1X2 ITALIA: 2 X X 112 X21 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.