Morgunblaðið - 14.02.1997, Page 7

Morgunblaðið - 14.02.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 B 7 DAGLEGT LÍF ;amtaka til hjálpar föngum, og for- naður þeirra í 23 ár. Þáttaskil urðu í lífi Þóru þegar hún ‘ór í fyrsta skipti til Indlands fyrir uttugu og sex árum til náms í þekkt- ím guðspekiskóla í Adyar. Hún heill- iðist af landi og þjóð, en rann jafn- ‘ramt til rifja fátæktin og eymdin, iem hvarvetna blasti við. Síðan hefur i>óra farið um það bil tuttugu sinnum ,il Indlands og starfað þar að líknar- nálum um lengri eða skemmri tíma. Vleðal annars vann hún með leiðtoga 'eglu heilags Benedikts og á mun- iðarleysingjahæli með Móður Ther- ísu og líknarsystrum hennar. Skriffinnskan með ólíkindum Hér heima var Þóra ötul við fjár- iflun, eða „sníkjur" eins og hún kall- ir það, handa þurfandi Indveijum. árið 1987 hélt hún utan með afrakst- ir söfnunar sem hún hafði staðið fyrir sem forsvarsmaður Indversku aarnahjálparinnar á íslandi. Ætlunin rdx að reisa endurhæfðingarheimili fyrir holdsveik börn. Ekki gekk ítakalaust að koma slíku heimili á aggirnar, enda segir Þóra að skriff- nnskan á Indlandi sé með ólíkindum. Þegar hún sótti um leyfi hjá ind- rerska heilbrigðisráðuneytinu kom í jós að ítök rómversk-kaþólsku kirkj- jnnar voru slík að kirkjan hafði nán- ast einkarétt á hjálparstarfi. Eftir nokkurt þóf leitaði Þóra eftir aðstoð hjá Alþjóðahj álparstofnun holds- reikra, sem eru óháð samtök. Hún fékk til afnota gamalt hús í námunda við holdsveikrasjúkrahúsið í Madras og hefur verið náið samstarf milli þessara tveggja stofnana síðan. „Þama fá um sjötíu fátækar og holdsveikar eða á annan hátt bækl- aðar stúlkur, 9-14 ára, grunnmennt- un í bóklegu og verklegu námi. Markmiðið er að þær geti bjargað sér sjálfar og orðið gjaldgengar á vinnumarkaðnum, fyrr sleppum við ekki af þeim hendinni. Hagnýt fræðsla af þessu tagi kemur sér best fyrir Indveija. Frumskilyrðið er að kenna þeim að brauðfæða sig. Síðan kemur lestur, skrift og allt hitt,“ segir Þóra. Ekki lögboðin skólaskylda Eftir langa dvöl meðal innfæddra og þá lengst af meðal þeirra allra fátækustu er Þóra trúlega fróðari en margur fræðingurinn um sögu, menningu og lifnaðarhætti á Ind- landi. Hún segir að sterk hefð fyrir stéttaskiptingu hafi lengi þjakað þjóðina, en á undanförnum árum hafi þó orðið ótrúieg breyting til batnaðar. „Indveijar eiga sér sterka menningararfleifð og fjölskyldusam- félagið er í hávegum haft. Innan íjöl- skyldunnar læra þeir sitthvað hag- nýtt, en þó ekki nóg til að afla sér lífsviðurværis, til slíks skortir þá grundvallarþekkingu." Þótt skólaskylda sé lögboðin á Indlandi segir Þóra, að margir for- eldrar hafi hvorki efni á námsbókum né skólaeinkennisbúningum og því séu börnin á götunni í stað þess að sitja á skólabekk. „Ókeypis skóli fyr- ir fátæklinga er raunhæf þróun- arhjálp. Með lágmarksmenntun er von til að viðhorf komandi kynslóða breytist hægt og sigandi og Indveij- ar verði betur í stakk búnir að bjarga sér sjálfir." Þótt undarlegt sé eru hagsmunir og ef til vill hamingja fjölda indv- erskra stúlkna og jafnvel afkomenda þeirra komnir undir ötulu starfi ald- innar konu, sem í herbergi sínu á hjúkrunarheimili á norðurhveli jarðar hringir út og suður, skrifar bréf á tölvuna sína og er óþreytandi að tala máli þeirra. „Þetta er neyðarhjálp," segir hún ákveðin. ■ Markmiðið er að stúlkurnor geti bjargað sér sjúifar og orðið gjald- gengar ó vinnumark- aðnum, fyrr sleppum við ekki af þeim hendinni, ínan í pylsuendanum hefði verið að hitta David Bowie og Damon Al- barn. Tíska á að vera skemmtlleg En hvað er Joe Boxer? Fyrirtæk- inu sem upphaflega var sérhæft í framleiðslu á nærfötum fyrir karl- menn var hleypt af stokkunum árið 1985 með slagorðið „tíska á að vera skemmtileg" að meginmark- miði. Nick Graham vakti strax veru- lega athygli fyrir frumlega hönnun sína á nærfötum. Fyrirtækinu óx óðfluga fískur um hrygg og í dag selja um 6000 búðir um öll Banda- ríkin varning Joe Boxer. Þó að und- irföt fyrir karlmenn hafi verið aðal- söluvara Joe Boxer sl. ár hefur fyr- irtækið bætt við fjórum öðrum deildum, framleiðir fatnað fyrir konur og börn, húsmuni og síðast en ekki síst frumleg armbandsúr. IMærföt á hnattferðalagi Nick Graham er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í markaðs- setningu á vörum sínum. Þannig var hann fyrsti ameríski tískuhönn- uðurinn sem fór með fór með fyrir- tæki sitt inn á Veraldarvefmn og braut þar með blað í sögu tískuiðn- aðarins. í ágúst sl. skaut hann eld- flaug með einu pari af amerískum nærbuxum og öðru pari af rúss- neskum út í geiminn og hlaut ómælda athygli fyrir vikið. Eftir 100 daga stjórnartíð Clintons bandaríkjaforseta sendi Graham honum eitt hundrað pör af nærbux- um með skilaboðunum „If you’re going to change the country, you’ve got to change your underwear,“ sem útleggst á íslensku: „Ef þú ætlar þér að breyta þjóðinni þá þarftu að skipta um nærföt." Clin- ton sendi svarbréf um hæl með skilaboðunum: „I’m dedicated to a positive change,“ eða „Ég er hlynnt- ur jákvæðum breytingum." Alþjóðleg tískusýnlng á íslandi Og nú hefur Nick Graham beint sjónum sínum að eylandinu í norðri, en sýningin sem haldin verður hér- lendis í apríl, er enn einn liðurinn í frumlegri markaðssetningu á vörumerkinu Joe Boxer og verður ísland í forgrunni kynningar á haustlínu fyrirtækisins. Fjöldi erlendra blaða- og sjón- varpsmanna kemur hingað í boði Joe Boxer til að fylgjast með tísku- sýningunni, sem haidin verður í flugskýli á Keflavíkurflugvelli, en þessi fyrsta alþjóðlega sýning Joe Boxer nefnist á frummálinu: „The Iceland Expediton“. Eins og áður sagði verða aðeins notaðar íslenskar fyrirsætur og einnig mun íslenskt fagfólk inna af hendi alla hár- greiðslu og förðun. Sýningunni verður sjónvarpað um gervihnött til New York í hóf sem haldið verður í tengslum við atburðinn og mun yfirbragð hófsins vera alíslenskt, þar sem íslensk tónlist, kvikmyndir og list verða m.a. á boðstólum. Eva Hrönn Steindórsdóttir MEÐ AUGUM LANDAIMS Leigusalinn QSæunn Ólafsdóttir er Erasmus skipti- nemi í Madrid á Spáni þar sem hún stundar háskólanám í spænskum mál- vísindum og bókmenntum. ÉG ákvað að segja mig úr fjölþjóðakomún- unni þar sem ég bjó, og flytja inn með íslenskri vinkonu minni. Við mæltum okkur mót við leigusalann, konu á fimmtugsaldri, sem tók hlýlega á móti okkur og sýndi okkur íbúðina, sem var frábærlega staðsett og í ódýrari kantinum. Reyndar leist mér í fyrstu ekki meira en svo á herbergið mitt, sem er af stærðargráðu sem hver kústaskápur gæti verið stoltur af. Inni í herberginu eru rúm og fataskápur, auk kros- sviðarplötu á hjörum sem hægt er að reisa upp svo að hún stífi af hurðina og útiloki þann- ig að hægt sé að opna hana. Þetta fyrirbæri kallaði frúin skrifborð, og tíundaði ágæti þess að þurfa ekki að verða ónáðaður við lær- dóminn af fólki sem vildi komast inn. í stofunni er einnig ágætt fram- boð af húsgögnum; einn þriggja sæta sófi, tveir hægindastólar, borðstofuborð, sex borðstofustólar, eitt langborð, hillusamstæða, sjón- varp, forláta standlampi, auk sjö lélegra eftirprentana af málverkum úr listasögu Spánar. Þetta væri svosem gott og blessað ef stofan væri meira en sextán fermetrar. Á svölunum blasti við heill frum- skógur af pottaplöntum. Frúin bað okkur um að hugsa vel um plönt- umar sínar sem þyrftu vökvunar við á þriggja daga fresti. Mér varð hugsað til kaktusplöntu sem mér hafði tekist að drepa úr þorsta, og leit á vinkonu mína sem var í svip- uðum þönkum. Leigusalinn tók eftir hikinu sem kom á okkur og bætti því við að hana munaði svo- sem ekkert um að koma og vökva. Við vomm fljótar að sannfæra hana um að plöntur væru okkar líf og yndi og við vissum fátt skemmtilegra en að vökva blóm. Við tókum íbúðina, og frúin sagði við okkur að skilnaði að hún myndi líta á okkur sem hluta af fjölskyldunni, við mættum hringja í hana hvort sem væri á nóttu eða degi ef okkur vanhagaði um eitt- hvað og minntist á að hún ætti son á tvítugsaldri sem hún væri fús til að lána ef okkur vantaði félags- skap. Okkur fannst þetta í meira lagi höfðinglegt boð, kímdum útí annað og þökkuðum fyrir. Nú erum við fluttar inn, og kunnum ágætlega við okkur þó að það sé ýmislegt sem mætti laga. Þvottavélin er 4-5 klukkutíma að vinda, og það lekur stöðugt úr eld- húskrananum. Við ákváðum að ráðfæra okkur við leigusalann því vatn og rafmagn eru rándýr lúxu- svara hér á Spáni. Hún kom til okkar með manninum sinum til að rukka okkur uin leiguna, svo við notuðum tækifærið og minntumst á þessi vandamál okkar í leiðinni. Hjónin stilltu sér upp fyrir framan þvottavélina og horfðu á hana þög- ul í drykklanga stund. „Ég get ekki séð neitt að henni. Sérð þú eitthvað?" sagði frúin við manninn sinn. Maðurinn sá heldur ekki neitt og við urðum orðlausar yfir tækni- þekkingu parsins. Við beindum þá athygli þeirra að krananum og maðurinn, stór og sterklegur, rétti fram krumluna og skrúfaði fyrir með einu handtaki. Eftir þetta leys- um við málið með þvottavélina með því að slökkva einfaldlega á henni þegar okkur finnst komið nóg, en það er verra með kranann því að nú getum við með engu móti skrúf- að frá. Við kunnum ekki við að hringja. í fataleit Þegar ég flutti hingað til ársdvalar, skildi ég illu heilli megn- ið af fataskápnum eftir. Eina yfir- höfnin sem ég tók með var flís- peysa, enda tengir maður Spán yfirleitt við sól og sumaryl. Eftir að kuldinn fór að nálgast frost- markið hætti sú flík að duga mér úti við, en var hinsvegar óspart notuð innanhúss þar sem við höfum enga kyndingu í íbúðinni. Ég þurfti því að verða mér úti um betri yfir- höfn. Hér í Madrid er stór útimark- aður á sunnudögum þar sem götur og torg fyllast af sölumönnum sem bjóða ólíkustu vörur á hagstæðu verði. Þessi markaður er frægur fyrir vasaþjófa og svindlara og það er ekki mælt með því að fólk taki með sér fjármuni á staðinn, því þjófamir eru með eindæmum úts- mognir. Það var hins vegar erfitt fyrir mig að geyma peningana heima, því að ég hafði hugsað mér að versla, svo ég faldi peningana vandlega inni á mér og hélt af stað með vinkonu minni. Við héldum fast um budduna og sáum þjófa í hverju homi, þó að enginn gerði sig líklegan til að nálgast okkur. Það vakti sérstaka athygli mína að lögreglan var hvergi sjáanleg, og mér fannst það undarlegt með tilliti til orðsporsins sem fer af staðnum. Eftir að hafa skoðað úrvalið af yfírhöfnum á nokkrum stöðum fann ég loks forláta hálfsköllóttan pels af rauðu dýri sem ég þekkti ekki, en ákvað að festa mér grip- inn. Ég prúttaði svolitla stund við sölumanninn, sem ég var sannfærð um að væri að reyna að svindla á mér, þangað við komumst að sam- komulagi um verðið og ég hélt í burtu hæstánægð. Þegar við gengum niður götuna sáum við annan bás þar sem fleiri notaðir feldir vora til sölu og vin- kona mín sem var á höttunum eft- ir gjöf fyrir systur sína bað mig að stoppa til að máta. Við vorum þar svolitla stund og ég mátaði fyrir hana nokkra fleiri pelsa, sem voru ekki nógu flottir svo að við ákváðum að fara. Ég fór í minn sköllótta pels, kastaði kveðju á sölukonuna og gekk í burtu. „Hvert heldur þú að þú sért að fara?“ kallaði konan á eftir mér. Ég horfði á hana eitt spumingamerki í fram- an. „Ætlarðu að borga pelsinn?“ Ég áttaði mig nú á ástandinu, hún hélt augljóslega að ég hefði stolið honum frá sér, og nú gat ég engan vegin sannað að ég ætti hann því götusalar gefa ekki kvittanir. Ég reyndi samt að segja konunni að ég ætti hann, en allt kom fyrir ekki, þvi hún öskraði og gargaði á mig fjólublá af reiði og sendi dótt- ur sína til að leita að fleiri fjöl- skyldumeðlimum til að standa með sér. Ég stóð í strangri baráttu við konuna sem ríghélt mér og reyndi að klæða mig úr flíkinni, og ég spurði vinkonu mína hvað í ósköp- unum við ættum nú að gera. „Hlaupum" sagði hún. Ég reif mig lausa og við tókum sprettinn niður götuna með kerlinguna bandbijál- aða á hælunum, öskrandi á aðra vegfarendur að stöðva þjófana. Sem betur fer reyndi enginn að stoppa okkur og við náðum strætó áður en konan náði okkur. Pelsinn er strax orðinn uppáhaldsflík, enda á hann sér sína sögu, og nú er ég hætt að leita að þjófum í hveiju homi. Það er ekki alltaf allt sem sýnist. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.