Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Erefnishyggjanforsendatækniogvísinda? • Eru trúarbrögðin erindi? • Er manneskjan firrt eðli sínu? • Frelsaði efnishyggjan F agnaðarerindi STEFÁN Ólafsson sýnir í bók sinni Hugarfar og hagvöxtur sterk tengsl efnahagslegrar framþróunar og veraldlegrar lífsskoðunar. heimsins? ÁBERANDI áhugi á rækt hugans og heilsusamlegu líferni hefur kveikt vonir um undanhald verald- legrar lífsskoðunar. Spáð hefur verið dvínandi áhuga á efnislegum gæðum í kjölfarið og frelsun mannsins frá taumlausri nautna- hyggju. „Skefjalaus einstaklings- hyggja og eignaárátta mun líða undir lok,“ segja postular hug- sjóna um betri heim, „náungakær- leikurinn verður sterkari ástinni á sjálfum sér.“ En eru þetta ekki aðeins róman- tískir draumórar? Getur eitthvað ógnað hinni sigursælu efnishyggju sem hefur lagt undir sig Vestur- lönd, Japan og fleiri lönd og breið- ist nú hratt um alla heimsbyggðina líkt og fagnaðarerindi? Bendir eitthvað til að viðhorf til vinnu séu að breytast? Hefur viðskiptamenningin ekki fundið sinn farsæla farveg? Getur eitt- hvað kveðið niður hið hagsýna sjónarhorn? Eða einstaklings- hyggju, neysluhyggju og velferð- arhyggju? „Sterk vinnumenning og sterk Efnishyggjan berst um alla heimsbyggðina, öll- um þjóðum til vitnis- burðar. En leiðir hún til allsheijar farsældar eða endaloka menningar? Gunnar Hersveinn og Hanna Katrín Frið- riksen spurðu valið fólk um áhrif veraldlegrar lífsskoðunar á framfar- ir, náttúru, trúarbrögð, og sjálfstæði mannsins. efnishyggja skapar þrótt í þjóðfé- lögum og framfarahug,“ segir Dr. Stefán Ölafsson prófessor í Há- skóla íslands sem hefur unnið Lifandi trú og sálartómið ANDHVERFA efnishyggju er hughyggja, sem gerir ráð fyrir áhrifum andans á skynjun, þekkingu og atburðarás," segir Helga Soffía Konráðs- dóttir prestur í Háteigskirkju. „Kristin trú andmælir efnishyggju sem slíkri vegna þess að hún er ekki allt það sem hún virðist vera.“ Hagnýt efnishyggja merkir að maðurinn iifi fyrir hin efnislegu gæði - hlutina, ogþað er ekki heillavænlegt í augum Helgu Soffíu. „Efnið er ekki illt,“ segir Helga Soffía, „efnisheimurinn er góður, en það versnar í því ef maðurinn lifir fyrir hlutina." Efnisheimurinn á ekki að taka völdin, að mati Helgu Soffíu, einfald- lega vegna þess að maðurinn er einnig andleg vera. Manneskjan ræktast illa undir henni. „Líf manns- ins helgast af Guði og það gefur lífi hans tilgang," segir hún. „Maðurinn skilgreinir líf sitt frammi fyrir Guði og heill hans og hamingja veltur á sambandinu við guð en ekki efnis- heiminn. Mér virðist bæði sem presti og manneskju eins og að efnislegu gæð- in skipti fólk núna mestu máli,“ seg- ir hún. „Ég efast hinsvegar um að það hafi verið ætlunin, fremur hafi ytri þrýstingur valdið þessu.“ Helga er sannfærð um að Vesturlandabú- ar muni uppgötva að þeir eru komnir langt fram úr sjálfum sér og hafi gleymt sálu sinni. „Eitthvað mun minna þá á það og spurningar eins og: „Hver er ég?“ og „Hef ég týnt sjálfum mér?“ vakna,“ segir hún. „Eitthvað hristir ein- staklingana; náttúruhamfarir, sjúkdómar, ástvinamissir, brigðul auðæfi eða annað sem veldur því að nútímamaðurinn hættir að ösla forina í velmegunarkapphlaupinu.“ Hún viðurkennir að margir hafi undanfarin ár varað við þessari efnis- hyggju og bent á önnur gildi eins og að staldra við náttúruna, gefa sér tíma og næði til að íhuga andleg efni. „Eins og efnishyggjan hefur verið uppivaðandi hafa allskonar stefnur og straumar öndverðar henni verið það líka. Við prestarnir tilheyrum þeim sem benda fólki á aðrar leiðir, en við skerum okkur úr með því að nema ekki staðar," segir hún. „Kristin trú er ekki „húmanismi" eða „ídealismi", heldur trú á lifandi Guð, krossfest- an og upprisinn frelsara. Kristin trú er lífsstefna." Helga Soffía telur að fólk selt undir veraldlega lífsskoðun eða aðrar sem ekki byggjast á lifandi guði þurfi ávallt að glíma við tilfinninguna um tómið í sálinni. GH ■ HELGA SOFFIA KONRAÐSDOTTIR rannsóknir á ríkjandi hugarfari Vesturlandabúa og skrifað bók þar sem hann glímir við Hugarfar og hagvöxt (1996). „í velferðarkerf- inu leitast fólk við að fullnægja löngunum sínum og láta draumana rætast," segir hann. „Gleðin stendur stutt eftir að markmiðum er náð en áfram er haldið." Fólk virðist nefnilega vilja leggja á sig mikla vinnu til að ná hæfilegum lífsgæðum. Hinn veraldlegl maður „Það er ekkert sem bendir til að komandi kynslóðir muni snúa baki við efnislegum gæðum," seg- ir Stefán og samkvæmt fjölþjóð- legri könnun sem spannar viðhorf fólks til veraldlegra lífsgilda ríkir sterkari efnishyggja meðal ungu kynslóðarinnar en hinna eldri. Hún telur launin mikilvægust og vill borga minni skatta til umhverfis- verndar en hinar eldri. Stefán er þjóðfélagsfræðingur og hefur rannsakað mátt hugarf- arsins. „Nýtt hugarfar stendur alltaf í stríði við hefðartryggð og „EFNISHYGGJAN getur ekki orðið ráð- andi í óbreyttri mynd á næstu öld. Það þarf róttækar breytingar,“ segir Stein- grímur Hermannsson, seðlabankasljóri, og vitnar í lokaorð sagnfræðingsins Erik Hobsbawn I bók hans Age of Extremes. „Hobsbawn tekur mjög djúpt í árinni. Hann segist til skamms tíma hafa trúað því að efnishyggjan yrði áfram ráðandi en nú spáir hann því að hún muni í óbreyttri mynd leiða til hruns og algerrar eyðileggingar.“ Þjóðarframleiðsla hefur gjarnan verið skilgreind sem sjálfstæð heild: Fyrirtæki framleiða vörur og þjónustu sem heimilin og atvinnulífið nota og borga fyrir og frá þeim koma svo framleiðsluþættirnir, fjár- magn og vinnuafl, svo hægt sé að framleiða meira. Þessi efnahagsþróun getur gengið á meðan auðlindir náttúrunnar eru óþijótandi og náttúran getur enda- laust tekið við úrgangi. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Sífellt fleiri vilja draga upp aðra mynd þar sem efnahagskerfið er hluti stærra kerfis, vistkerf- isins. Vistkerfið er takmarkað, en mannanna kerfi, efnahagskerfið, stækkar hins vegar stöðugt og er komið langleiðina með að fylla það rúm sem vistkerf- ið veitir því. „Þar sem menn eru í ríkari mæli farnir að átta sig á því að hið ytra vistkerfi takmarkar efnahagsþróun- ina aukast kröfur um að í útreikningum á vergri þjóðarframleiðslu verði tekið tillit til tæmandi nátt- úruauðlinda og til minnkandi möguleika lofts, vatns og sjávar til að taka við úrgangi,“ segir Steingrímur. enn á undanhaldi? • Eru auðlindirnar takmarkalausar? • A trúin ekki lengur menn undan oki fátæktar? • Verður hún allsráðandi á næstu öld? þá sem binda hagsmuni sína við gömul kerfi. Ég tel til dæmis að þrátt fyrir að kirkjunnar menn eins og Kalvin og Lúter hafi plægt akurinn fyrir jákvæðum viðhorfum til vinnu og viðskipta, hafi kirkjan verið of tengd gömlu valdhöfunum og skipulaginu til að fylgja framf- arahyggjunni. Forvígismenn ver- aldlegra skýringa og einstaklings- hyggju töldu sumir hveijir trúar- brögðin nauðsyn, en niðurstaðan varð samt sú að trúarbrögðin viku fyrir efnishyggju nútímans.” Neysluhyggja og offramboð af- urða iðnríkisins varð niðurstaðan Qg áhugasvið nútímamanns- ins fremur veraldlegt en andlegt. Velmegunarkapp- hlaupið er þjóAaríþrótt Neysluhyggjan er hag- vextinum nauðsynlegt skilyrði. Ef fólk hættir að kaupa hrynur hann með framleiðslunni sem iðnrík- in byggja á. Velferðar- hyggja nútímans er að auka veraldleg gæði og koma þeim til sem flestra. Réttlæti nútímans felst í því að jafna skiptingu efnislegra gæða á milli manna og til að öðlast þau þarf að taka þátt í velmeg- unarkapphlaupinu. „íþróttin sem kemst næst því að vera þjóðar- íþrótt er velmegunarkapp- hlaupið, fólk getur ekki annað en hlaupið með,“ segir Stefán „og enginn kemst í mark því markið færist sífellt. Ekki er held- ur nóg að vera ánægður með sitt heldur þarf sífellt að bera sig saman við ná- grannann. Enginn er fremstur nema í andrá.“ Margir bölva þessari mynd en fólk er þó ekki selt undir alræði efnishyggjunnar. Valið á hlaupa- brautinni er talsvert og metnaður manna mismunandi en flestir sem hlaupa vilja vera fremstir í sínum samanburðarhópi. „Allur þorri manna sem ætlar að fylgja ríkj- andi stefnu er dæmdur til að vera með á hlaupabraut velferðarinn- ar,“ segir Stefán. „Og frelsið felst í því að velja á milli neyslukosta.“ Hann telur börnin sterkt afl í því að halda foreldrunum við efn- ið. Þau bera saman leikföngin og önnur efnisleg gæði sem þau sækj- ast eftir og foreldrarnir vilja veita þeim það sem börn flestra fá. Forsenda markaðs- og velferðar- þjóðfélagsins liggur á þennan hátt í hugarfarinu, að mati Stefáns. Það er auðvelt að benda á galla neysluþjóðfélagsins. Ekkert er lengur heilagt, allt er til sölu og peningamatið ríkjandi. En Stefán bendir á það sem áunnist hefur vegna framfaranna sem efnis- hyggjan hefur leitt til. „Barna- dauði var landlægur langt fram á 19. öld en nú getur nýburinn átt góða von um langa ævi. Stefán telur því veraldlega lífsskoðun vera forsendu framfara. AuAllndlr í mönnum Stefán telur efnishyggjuna ár- angursríkustu aðferðina til að glíma við lífið og vandamálin og segir að vegna þess að „Auðlindir búi í mönnum, menntun þeirra og hugviti, muni nýjar auðlindir sí- fellt finnast og endurnýting gam- alla aukast.“ Nú mun hann svara gagnrýni sem oft heyrist þegar efnishyggjan er rædd. Efnishyggja þarf gjör- breytt form Verg þjóðarframleiðsla er skilgreining á þeirri verðmæta- sköpun sem á sér stað innan landamæra ríkis, að viðbættum launa- og eignatekjum frá útlöndum. Steingrímur nefnir að innan efnahagsdeildar Alþjóðabank- ans og hagdeildar Sameinuðu þjóðanna sé unnið ötullega að því að finna nýjan mælikvarða á efnahagsþróun. „Ef efnis- hyggja á að geta leitt til farsældar í framtíðinni þarf að gjör- breyta mælikvarða á hagþróun og taka með í reikninginn nýtingu auðlinda og mengun þeirra.“ „Ef við ætlum að stefna að því að koma svipaðri velsæld á í suðurhluta heimsins og rikir í norðurhlutanum þarf að marg- falda framleiðsluna úr náttúruauðlindum heimsins og úrgang- ur myndi aukast til muna. Þetta gengur hreinlega ekki upp. Það er því auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að við séum komin út á mjög hálan ís. Ég er alls ekki einn þeirra sem boða dómsdag framundan, ef menn taka skynsamlega á þessum málum er hægt að bægja þeirri vá frá.“ Skynsamlegar aðgerðir eru hins veg- ar ekki að mati Steingríms þess megnug- ar að losa íbúa jarðarkringlunnar við skaða sem þegar hefur orðið, svo sem þynningu ósonlagsins og aukin gróður- húsaáhrif í andrúmsloftinu. „Margir leggj^ áherslu á að vísindin verði í rík- ari mæli nýtt til þess að koma í veg fyrir þessa eyðileggingu vistkerfisins. Með réttri beitingu þeirra mætti útvíkka og nýta betur það sem er innan efnahagskerfisins án þess að ganga meira á vistkerfið." Steingrímur vitnaði í Financial Times sem birti nýlega frétt um að tvö þúsund hagfræðingar í Bandaríkjunum hefðu lagt til að skattur yrði lagð- ur á útblástur koltvísýrings þar sem til grundvall- ar yrði lagður kostnaður við að losna við koltvísýr- ing úr andrúmsloftinu en þar erum um að ræða eina helstu „gróðurhúsalofttegundina." í tilkynn- ingu hagfræðinganna sagði að greining á hagkerfi Bandaríkjanna sýndi að slíkar aðgerðir myndu hægja á hitastigsbreytingum á andrúmsloftinu án þess að hafa áhrif á lífsmáta Bandaríkjamanna. Skattlagningin myndi til lengri tíma litið auka framleiðni þjóðarinnar. „Það er hægt að nota markaðslögmálin til að bæta hlutina en þá verða menn líka að sætta sig við og viðurkenna að auðlindirnar kosta sitt. Ef menn taka tillit til þessara kostnaðarliða og greiða fullu verði tel ég að efnishyggjan geti haldið áfram að þróast." Það er framtíðarsýn að mati Steingríms að fjármálastofnan- ir sem lána til framkvæmda taki tillit til hráefnisöflunar og mengunar. „Umhverfisdeild Alþjóðabankans hefur gert tillögu um að tekið sé tillit til þessara þátta við útreikning kostnaðar við lánveitingu. Þessi tillaga hefur vakið mikla athygli en hef- ur ekki komið til framkvæmda. Alþjóðabankinn starfar í van- þróuðu rílqunum. Þar spyrja menn með réttu; af hverju að gera þessar kröfur til okkar þegar þið á norðurhveli jarðar mengið margfalt meira á mann en við gerum? Þarna strandar málið,“ segir Steingrímur en ít rekar þá skoðun að skattlagn- ing á þessum nótum eigi eftir að verða að veruleika. Það sé ein af forsendum þess að efnishyggja í breyttri mynd eigi fram- tíð fyrir sér. HKF ■ '+• L-4JJI.IM: 11.1.111:1 HERMANNSSON VILHJALMUR Arna- son heimspekingur hefur lesið bók Stefáns Ólafssonar Hugarfar og hagvöxtur og velt fyrir sér nokkrum at- riðum um efnishyggj- una. „Mér finnst að Stefán hefði mátt setja spurningamerki við nokkra þætti efnis- hyggjunnar og taka fleiri áhrifaþætti inn í dæmið,“ segir hann. Vilhjáhni finnst skorta á að greiningin sé sett í samhengi við þætti sem geta haft áhrif á ríkjandi hugarfar eða bent til að það sé reist á ranghug- myndum. „Ógn, eins og eyðing ósonlagsins, sem steðjar að líf- inu getur til dæmis breytt hug- arfari," segir hann. Ef verald- leg lífsskoðun og hagsæld breiðist út um allan heim í sama mæli og á Vesturlöndum, má t.d. spyrja: Dugar takmark- að drykkjarvatnið sem mil(j- arðar efnishyggjumanna munu daglega krefjast vegna vel- megunar? Það er viliandi að draga ályktanir um ríkjandi tilhneigingar einungis út frá svörum fólks í velmegandi ríkj- um Vesturlanda. í bók Stefáns eru kannanir um upplifað sjálfræði og sagt um Svía að þeir telji sig hafa frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarð- anir í vinnunni. Vilhjálmur spyr „Um hvað eru þessar sjálfstæðu ákvarðanir? Varða þær einstök viðfangsefni innan afmarkaðs sviðs starfsins eða varða þær sjálfa heild- artilhögun og framkvæmd vinnunnar?" Hann bendir svo á að í gögnum Stefáns komi fram að ekkert samband er á milli hagsældar og áherslu á atvinnulýðræði. „Þetta rennir stoðum undir það að upplif- að sjálfræði vinnumannsins geti verið tak- markað í raun?“ I framhaldi af þessu verður Vilhjálmi Sjálfræði í járnbúri valdsins hugsað til firringarinn- ar, sem Stefán segir vera á undanhaldi. „Ein- staklingurinn getur upplifað sjálfræði sitt, en jafnframt verið ofur- seldur valdi annarra,“ segir hann. „Kjarni firr- ingarinnar er sá að þeir sem vinna verkin hafa enga stjórn á þeim lög- málum sem verk þeirra lúta í heildarsamhengi þjóðfélagsgerðarinnar." Það má með öðrum orðum ímynda sér ánægða starfsmenn í kerfi sem er andsnúið hagsmunum þeirra, en mótar samt hug- myndir þeirra. Hann segir að bók Stefáns byggist á tölfræðigreiningu en hins vegar skorti dýpri túlkun. „Ljósmyndasafn af samfélag- inu er ekki nóg, það þarf að gegnumlýsa myndirnar, þar með væri leitast við að varpa (jósi á félagslega innviði sem ná dýpra en þær hugmyndir sem einstaklingar hafa um sjálfan sig. Franski heimspekingurinn Michel Foucault hefur til dæm- is bent á að lýðræðið feli vald- ið með því að láta líta út fyrir að það komi frá fólkinu, sem alltaf er selt undir margvísleg valdatengsl. Ósýni- legt vald er nefnilega áhrifameira en hið sýnilega.“ Vilhjálmi finnst vanta í bókina svör og skilgreiningar um til dæmis hvað sjálf- ræði er, hvert inntak þess og umfang. „Þýski þjóðfélagsfræðingurinn Weber ör- vænti um einstaklinginn í samfélagi sem leggur æ fleiri svið undir tækni og stjórn- unarvald." Vilhjálmur spyr að lokum: „Getur verið að við upplifum sjálfræði í járnbúri valds- ins? Að við höldum okkur frjáls en séum áhrifalaus, því kerfið og tæknin umlykja allt?“ GH S Nú hefur menningunni verið spáð hruni haldi gegndarlaus ver- aldarhyggja áfram á næstu öld? „Röddin sem spáir hruni hefur lengi heyrst, en hrunið látið á sér standa. Ég held að auðlindirnar séu takmarkalausar og að manns- hugurinn muni ævinlega finna lausnir til að takast á við vanda- málin. Með tækninni leysa menn ný veraldleg vandamál á hverjum degi.“ En hvað með andóf eins og á hippatímabilinu? „Það var dæmigert andóf gegn lífsgæðakapphlaupinu. Hins vegar hélt hinn sterki kjarni velli. Andóf- ið var of aldurstengt, það var eins- konar vaxtarverkur einnar kyn- slóðar en gat ekki verið annað en gára á yfirborðinu og stóð stutt í raun. ______________ Það spratt upp eftir óvenjumikið velmegunarskeið með methagvexti frá 1950-1970 og lauk í næstu samdráttarkreppu, olíuverðið hækkaði og tækifærun- um fækkaði sömuleiðis. Forsendan fyrir andófi hippanna hvarf eins og dögg fyrir sólu, því frelsið til að hafna öllu gufaði upp þegar tækifærum fækkaði og hverfulleiki velsældarinnar blasti við. Sumir segja að veraldarhyggja 20. aldarinnar megi ekki halda áfram og nýtt og útbreitt andóf verði að fara að hefjast. „Samkvæmt könnun í 15 Evr- ópuþjóðum er efnishyggjan sterk- ari hjá fólki á bilinu 18-24 ára og einnig hjá ríkustu þjóðunum. Af því má ráða að sóknin eftir efnislegum gæðum haldi áfram. Ég held að við þurfum ekki að óttast þetta vegna þess að efna- hagsleg framþróun í Evrópu er nátengd veraldlegri lífsskoðun sem felst í þróttmikilli vinnumenn- ingu, viðskiptum, framfarahyggju og samfélagsmenningu. Rök gagnrýnenda um hrun eru reist á sandi.“ Stefán telur að íslendingar standi sterkir að vígi á hugarfars- sviðinu en síður á skipulagssvið- inu. „Ég tel að við þurfum ekki að óttast að líkjast ríkustu þjóðun- um, því þar er skipulagið betra, bæði í stofnunum og stjórnmála- kerfí,“ segir hann. „Mengunarmál eru einmitt í besta horfinu hjá ríkustu þjóðun- um og þar þróast aðferðir sem geta dregið úr mengun. Hugarfar- ið þar er umhverfinu í vil.“ Aðrir segja: „Ef allir í Kína og þróunarlöndunum fá sér bifreið og ísskáp ferst heimurinn fljótlega.“ „Þeir vilja neita þessu fólki um lífsgæðin sem þeir sjálfir búa við í stað þess að reikna með að finna STEFAN SVARAR GAGNRÝNI Á EFNISHYGGJUNA megi tæknilegar lausnir eins og bíla með hreinsibúnaði og álver sem blæs frá sér súrefni í stað flúors, en það er tæknilega mögu- legt.“ En offjölgun manna? „Það gengur ekki að neita þriðja heiminum um lífsgæðin á þeim forsendum. Veraldlegri lífsskoðun og aukinni hagsæld fylgir alls staðar minni fólksfjölgun.“ En firrir efnishyggjan ekki manninn eðli sínu? „Framfarirnar á Vesturlöndum hafa dregið verulega úr fátækt, leitt til betra heilsufars, lengri líf- daga og opnað hveijum einstakl- ingi ótal ný tækifæri. Vinnustaðir hafa batnað og þjóðfélagið er orð- ið umburðarlynd- ara og réttlátara. Frelsið og tækifær- in hafa því unnið á firringunni og sjálfræði þegnanna eykst eins og kannanir í bókinni sýna.“ „Nútíma verkamaður getur t.d. haft meiri áhrif á skipulag at- vinnulífsins en áður var, til dæmis með kröfum sem stéttarfélagið hans berst fyrir,“ segir hann gegn bölmóðinum. Hvers vegna virðist þér skipu- laginu á íslandi ábótavant? „Hugarfarið hér er áþekkt hug- arfari þjóða sem best hefur vegn- að, en við höfum verið sein að inn- leiða lýðræðis- og markaðsskipulag og er við stjórnmálamenn og sér- hagsmunaöfl að sakast, því við vorum of lengi á kafi í ríkisforsjá." Kjördæmavægi er eitt af því sem þarf að breyta, því dreifbýlið er fastheldið á gamla kerfíð. Um leið myndum við breyta forsendum búsetu og landnýtingar og land- búnaðar- og sjávarútvegsgrein- anna, sem eru vaxtargreinar fort- íðarinnar. Við þurfum nýtt skipu- lag fyrir nýjar greinar framtíðar- innar. Hugarfarið núna er vænlegt til sóknar en við höfum verið of föst í gamla skipulaginu. Vinnutíminn er til dæmis afleiðing af forneskj- unni í atvinnulífinu, þ.e. langur vinnutími með lítilli framleiðni. Hins vegar mun vinnutímatilhög- un Evrópusambandsins koma okk- ur á réttan kjöl, ásamt nýskipan vinnumarkaðar sem gæti leitt af útbreiðslu vinnustaðasamninga. Ég hef trú á því að það verði bæði fjölskyldum og fyrirtækjum til mikilla hagsbóta á næstu miss- erum. Vinnutími styttist, fram- leiðni eykst og kaupið hækkar. Stytting vinnutíma, aukin fram- leiðni og hækkun kaups og bætt umhverfisvernd fela í sér skyns- ama hagsýni. Það eru framfarir í anda efnishyggjunnar." segir Stef- án Ólafsson. GH ■ Notaðu aðeins það besta, notaðu TREND snyrtivörur Með TREND nærðu árangri. TREND naglanæringin styrkir neglur. Þú getur gert þínar eigin neglur stericar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný tækni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörurnar frá TREND eru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig í Sjónvarpsmarka3num. COSMETICS Einkaumboð og heiidsala S. Gunnbjörnsson £ CO, Iðnbúð 8,210 Garðabæ. Símar 565 6317 og 897 33»7- Fax 565 8217.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.