Morgunblaðið - 02.03.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 02.03.1997, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENN skiptast naumast í fylkingar hvað varðar sess hvala í íslenskri náttúru. Flestir eða allir munu sammála um að hvalir eru stórglæsilegar og greindar skepn- ur. Stórbrotin hluti íslenskrar nátt- úru. Deilumar snúast um hvernig nýta beri hvalina. Á að veiða þá og taka mögulega áhættu að spilla fisksölu og ferðamannaiðnaði eða láta á það reyna að allt geti þetta farið saman? Margt bendir til að deilur geti farið harðnandi og lykt- ir málsins geti aldrei orðið öllum til hæfis. Margt er sagt Á dögunum ályktaði Ferða- málaráð gegn því að hvalveiðar yrðu teknar upp á nýjan leik. Að veruleg hætta sé á því að hvalveið- ar muni hafa mjög neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, spilla því mark- aðsstarfi sem unnið hefur verið og skaða þá ímynd sem landið njóti sem ferðamannaland. Að hvalaskoðunarferðir séu orðnar mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu á íslandi. Af átján sem greiddu atkvæði voru tíu á móti hvalveið- um, einn með, en sjö sátu hjá. Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs sagði eftir at- kvæðagreiðsluna að þrátt fyrir að ályktunin hefði verið samþykkt kæmi fram að skoðanir væru skiptar. „Frá skrifstofum ferða- málaráðs í Frankfurt og New York hafa komið afdráttarlausar skoðanir í þá átt að hvalveiðar gætu skaðað ferðaþjónustu okkar verulega. Á móti kemur það sjón- armið hvort við eigum að láta hótanir hafa þau áhrif að við nýt- um ekki auðlindir sjávar eins og okkur sýnist sjálfum viturlegast. Auðvitað er það tilfinningamál hvernig menn líta á þetta, sérstak- lega þar sem ekki liggja fyrir nein- ar rannsóknir sem segja okkur nákvæmlega hvað muni gerast ef hvalveiðar verða hafnar á ný,“ sagði Birgir. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri sagði í vikunni að engu væri að bæta við orð Birgis, álykt- unin stæði, en sýndi jafnframt að skoðanir eru skiptar. „Það þjónar í raun engum tilgangi að rökræða þessi mál sem stendur. Við bíðum bara átekta eins og aðrir og sjáum hver framvindan verður." En skyldu fiskmarkaðir vera í hættu? Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna var spurður hvort menn gerðu sér grein fyrir þeim hags- munum sem í húfi gætu verið og hvaða lærdóm mætti draga af árunum sem stormasömust voru. Hann sagði spurninguna „rosa- lega stóra“ og ekki auðsvaraða. Það væri engin leið að bera saman ástandið nú og þá. Umhverfið væri gjörbreytt. „Þess veg;na hef ég valið þann kost að tjá mig ekki um hvalamálin og ætla að halda mig við það. Þessi mál hafa ekki verið tekin fyrir í stjórn SH í háa herrans tíð og hér á bæ hafa menn látið nægja að fylgjast með störfum nefndar Sjávarút- vegsráðuneytisins," sagði Friðrik. Pétur J. Eiríksson markaðs- stjóri Flugleiða sagði í samtali, að fyrirtækið hefði fundið veru- lega fyrir því síðustu árin sem Islendingar veiddu hvali. „Það var talsvert sótt að okkur og á mjög áberandi hátt. Það er aldrei hægt að reikna út tap eða tjón af þess- Ýmis teikn eru á lofti um að hvalir við íslandsstrendur megi fara að vara sig. Friðurinn sé úti. Hérlendir vísindamenn hafa greint frá því að stofnstærð flestra tegunda hvala umhverfis landið sé góð og vaxandi og þar með ekkert að vanbúnaði að hefja veiðar á ný. Vísindalegu rökin eru samkvæmt því fyrir hendi, en eins og oft vill verða, er í fleiri horn að líta en eitt og þjóðin er langt komin með að skipta sér í tvær andstæðar fylk- ingar. Guðmundur Guðjóns- son kynnti sér máli frá ýmsum hliðum og fann út að í þessu máli eru menn, sem aldrei fyrr, gjaman sammála síðasta ræðu- manni. um sökum, en það truflar alltaf sölu- og markaðsstarf ef unnið er markvisst að því að koma almenn- ingsálitinu á móti þér. Flugleiðir hafa miklar áhyggjur af því ef hvalveiðar eiga að hefjast á ný. Frá hreinu viðskiptasjónarmiði gæti stærri hagsmunum verið fórnað fyrir minni. Við erum ein- dregið á móti því að veiðarnar byrji aftur,“ sagði Pétur. Og hann bætti við: „Hvalveiðisinnar hampa mjög fréttum frá Noregi og segja að ferðaþjónusta þar hafi blómstrað þrátt fyrir hvalveiðarnar. Vegna þessa fékk ég tölur frá norska ferðamálaráðinu og þær segja allt aðra sögu. 1995 fjölgaði ferða- mönnum í Noregi um 1,3% á sama tíma og þeim fjölgaði hér á landi um 7-8%. 1996 fækkaði þeim um 1% í Noregi en fjölgaði hér um 12-13% ef ég man rétt. Ég er ekki að segja að hvalveiðar valdi þessu, en tölurnar eru sláandi og það er fullt tilefni til að skoða þær vandlega." Fyrir skömmu voru tveir Bandaríkjamenn hér á landi. Ann- ar var Richard E. Gutting, vara- forseti í landssamtökum banda- rískra fyrirtækja í fiskiðnaði, sem ávarpaði málþing á vegum Sam- vinnunefndar um norðurmálefni og umhverfisráðuneytis sem hald- ið var á Hótel KEÁ á Akureyri. Hinn var Bruce R. Galloway, stjórnarformaður Artur Treac- hers, sem er þriðja stærsta skyndi- bitakeðja á sviði fiskrétta í Banda- ríkjunum. Bruce ávarpaði fund Sjávarnytja. Gutting lá ekki á skoðunum sín- um. „Fyrirtækin sem ég vinn fyr- ir eiga mikið undir fiskafurðum frá Islandi. Við þurfum að halda verksmiðjum okkar gangandi og við þurfum að hafa nægar birgðir til að fullnægja okkar markaði. Okkar menn hafa hins vegar mikl- ar áhyggjur af því ef íslendingar hefja að nýju umdeildar hvalveið- ar, muni viðskiptatengsl við ís- lendinga glutrast niður. Satt best að segja tel ég ^ð viðskiptavinir ykkar í Bandaríkjunum og Evrópu skilji ekki af hveiju í ósköpunum þið viljið hefja hvalveiðar að nýju.“ Gutting segir enn fremur, að verði hvalur veiddur á ný við ís- land sé „ekki nokkur vafi á því að harðar deilur og mótmæli muni fara í gang og hættan á viðskipta- banni muni vofa yfir íslending- um“. Niðurstaða Guttings var þessi: „íslendingar hljóta að haga nýtingu náttúruauðlinda í sam- ræmi við heildarhagsmuni og langtímahagsmuni. Og það er í samræmi við slíka hagsmuni sem ég tel óskynsamlegt að hefja hval- veiðar við núverandi aðstæður." Framlag stjórnarformanns skyndibitakeðjunnar var túlkað á fleiri vegu en einn og á þann hátt sem einkennir ef til vill málflutn- ing þegar tvær andstæðar fylking- ar mætast. Skal fyrst vitnað í Einar K. Guðfinnsson, formann Fiskifélags íslands og alþingis- mann, sem ritaði grein í Morgun- blaðið 18. febrúar og mælti alfar- ið með hvalveiðum: „Hans sjónar- mið (Galloways) var skýrt. Fisk- kaupendur í Bandaríkjunum eru að leita eftir góðri vöru á hag- stæðu verði. Þeir spyija um verð eða gæði, en ekki hvort þjóðin sem framleiðir vöruna veiðir hval, eða stundar einhveija aðra iðju. Að- spurður kvaðst hann ekkert sjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.