Morgunblaðið - 07.03.1997, Side 4

Morgunblaðið - 07.03.1997, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF gleraugu Oskars markaðssett í Evrópu Ný gleraugu, hönnuð af Óskarí Guðmundssyni, hafa veríð framleidd til sölu víða um heim. Gunnar Hersveinn mátaði átta gerðir og spurði hönnuðinn hvenær hann hafi dottið í lukkupottinn. Hugmyndir hans mótast af litríkri áratuginn en um leið að yera ávís- un á framtíðina," segir Óskar. Efnið sem hann vinnur með er acetat-plast og eru umgjarðirnar þykkari en undanfarið hefur verið í tísku. Frumgerðirnar eru skornar út í svart plast og sagar Óskar þær í höndunum og gerir skorður fyrir gler, göt fyrir festingar o.s.frv. Óskar Guðmundsson stundaði ÁRIÐ 1966 birtist sjónvarpsáhorfendum í Banda- ríkjunum sýn inn í tuttugustu og þriðju öldina. Verum hvaðanæva úr geimnum brá fyrir og geim- stöð manna og skyldra lífvera opnaðist - þijú ár liðu. Atburðarásin náði yfir árin 2266-’69 í fyrstu þáttaröðinnni og áhorfendur kynntust Kapteini Kirk, McCoy og Spock og ótal fleiri persónum eins og Worf, Sulu og Data. Núna þekkja Vesturlandabúar Star Trek fyrir- bærið, sjónvarpsþættir hafa verið framleiddir með hléum síðan 1966, og átta kvikmyndir um sögu- hetjurnar. Áhangendur Geimstöðvarinnar eru kallaðir „trekkarar“ á íslensku og í Bandaríkjunum má stundum rekast á „trekkara" klædda búningum úr myndaflokknum og með grímur söguhetja. Bækur hafa verið ritaðar um smíði geimskutla, klæðnað söguhetjanna o.fl. Tímatal Geimstöðvar- innar frá sköpun fram á 33. öld hefur verið skráð og alfræðiorðabók gefin út. Á Islandi hafa vinsældir Geimstöðvarinnar vax- ið og íslandsdeild aðdáendaklúbbsins Stjörnuflot- ans Starfleet verið stofnuð. Nokkrir meðlimir klúbbsins nema af kennslubókum tungumálið „klingon“ sem hannað var fyrir geimverur. Sum- ir eiga svo búninga og aðrir kunna að gera grímur. Nýtt tungumál handa söguhetjunum Kjartan Magnússon tónlistamemi í Kópavogi og ívar Gunnarsson iðnskólanemi urðu hugfangn- ir af Star Trek, eða Geimstöðinni eins og sjón- varpsþættirnir nefnast á íslensku, fyrir u.þ.b. þremur árum. Þeir hafa séð bróðurpartinn af Geimstöðvarefn- inu, t.a.m. séð þáttaröðina sem núna er sýnd í Sjónvarpinu, á myndbandsspólum. En hvað er svona heillandi? „Hugsunarhátturinn,“ segir ívar. „Maðurinn hefur unnið bug á efnislegri græðgi í þessum Þenkjandi og friðsamt fólk aðdáendur Geimstöðvarinnar WORF í nýju myndinni í Háskólabíói. heimi. Einnig er þetta gott efni fyrir geimferða- áhugamenn.“ „Söguþráðurinn er alltaf í samhengi," segir Kjartan, „hann liggur frá árinu 2266 (fyrsta fram- leiðsluár þáttanna var 1966) og söguhetjurnar eldast og tíminn líður á eðlilegum hraða, en hver þáttaröð spannar eitt ár.“ ívar og Kjartan segja þættina og bíómyndirnar eins og vel ofinn vef og að höfundar leggi sig í líma við að gæta samræmis. Þeir sem hafa yndi af því að koma auga á mistök og mótsagnir finni ekki margt í Geimstöðinni. „Star Trek er heill heimur sem Gene Rodden- KJARTAN tískunni sem sjá má á götum borgarinnar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓSKAR Guðmundsson er fyrstur íslendinga til að hanna gleraugnaumgjarðir fyrir erlendan markað. berry, Rick Berman og fleiri hafa skap- að,“ segir ívar. „Heilsteypt tungumál sem heitir klingon var til dæmis gert af málvísinda- manni vegna sögunnar og er hægt að læra það sem valfag í einum háskóla í Bandaríkjunum." Söguhetjan Worf er til dæmis útlægur Klingoni sem starfar nú á stöðinni, en hann er á móti styij- öld sem kynbræður hans vilja hrinda af stað. Vísindaskðldskapur sem helllar Hinum fjölmörgu kynþáttum í Geimstöðinni eru gefnir tilteknir eiginleikar, sálargáfur, tilfinningar og hvatir. Sumir eru fangar græðginnar og eru tákn kapítalisma og karlrembu, aðrir eins og Klingonar eru stríðsmenn og merktir árásar- hneigðinni og í þeirra tungumáli er ekki til orð yfir ást. Hins vegar merkir „nook-neek“ góðan daginn. Enn aðrir eru friðsemdarverur. Tímaskeiðið í Geimstöðinni er núna 24. öldin í Ríkjasambandi plánetanna og fylgst er með öðrum hópi en áður. Á jörðinni er aðalstöðin og eru íbúar hennar menn og aðrar geimverur, en um 150 kynþættir eru í Ríkjasambandinu. Heild- armyndin af heiminum hefur aldrei verið afhjúpuð heldur birtist hún smátt og smátt með hverri þáttaröð. „Tæknin í þáttunum er byggð á framtíðarkenn- ingum í vísindum,“ segir ívar. „Þetta er heillandi vísindaskáldskapur en í honum hafa oft birst fyrir- bæri sem löngu síðar verða að veruleika. GSM- sími er dæmi um tæki sem sást fyrst í þessum þáttum.“ „Andlegar gáfur manna,“ segir Kjartan „eru meiri en núna, en þeir eiga samt langt í land miðað við nokkrar tegundir. Hugsanaflutningur er til dæmis ekki enn orðin þroskuð sálargáfa. Allar lífverur eru samt úr sama efninu og skyld- ar.“ ■ GH FRJÁLSLEGA klæddur maður nálgast, hann er ef til vill ekki vel fyrir kallaður — en svo setur hann upp gleraugu með svörtum örmum og gulri umgjörð sem vísar bæði aftur til sjöunda áratugarins og til aldamóta. Hann grípur athygli manna.— Úr hugsýn Öskars Guð- mundsonar um áhrifamikila gler- augnahönnun. Honum tókst ætlun- arverkið. Gleraugu Óskars hrifu sérfræð- inga sænska fyrirtækisins NOXE á sýningu í París í október síðastl- iðnum og var hann ráðinn sem annar aðalhönnuður, en NOXE, sem kynnti nýju umgjarðirnar núna í janúar og febrúar, hefur verið að dreifa þeim síðan undir heitinu Modesty Blaise. Átta módel eftir Óskar eru kom- in á markað, en hvert þeirra er í sex til átta litum, og hefur þeim verið vel tekið í höfuðborgum í Skandinavíu og í London. Um- gjarðirnar verða kynntar í Mílanó í maí, París í haust, Köln og New York í vetur. Hjá NÓXE hafa önn- ur átta gleraugnamódel Óskars verið samþykkt og hann hefur líka verið beðinn um að hanna sólgler- augu. „Ég tel mig vera heppinn því NÓXE var að leita að þeim stíl sem ég hef sérhæft mig í eða stílhrein- um o g klæðilegum umgjörðum með nýjum sérstökum litum en heildar- útlitið á að kallast á við sjöunda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.