Morgunblaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1997 B 5 DAGLEGT LÍF sjóntækjafræði í 3 ár í Stuttgart og fékk tækifæri í svokölluðum frjálsum tímum í skólanum að hanna umgjarðir á verkstæði. Hann komst í ágæt kynni við nokkra hönnuði og varð í 5. sæti í hönnunarkeppni í Þýskalandi. Hann vakti athygli hér fyrir frum- leg gleraugu á sýningu á Sólon íslandus og rekur nú Gleraugnahús Óskars á Laugavegi 8 í Reykjavík. Listin að yfirskyggja ekkl persónuleikann Óskar segir að London hafi tek- ið ákveðna forustuna af Mílanó og París í tískuheiminum og að hönn- uðir þar leiti áhrifa frá lífinu á götunni, en hinn hönnuðurinn hjá NOXE er einmitt breskur. „Bestu tískusýningarnar sem ég fer á eru á götunni, á kránum og í skólun- um, þar sem unga fólkið leyfir sköpunargáfunni og frumleikanum að bijótast fram,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að gleraug- un hans séu klæðileg og einföld þurfi einnig ákveðið hugrekki til að bera þau. „Listin felst í því að umgjörðin yfirskyggi ekki persónuleikann, heldur verði hluti af honum,“ segir hann, „Ég velti andlitum fyrir mér til að uppgötva hvað það er sem kallar fram ákveðin form og liti. Ég verð ánægður þegar rétta um- gjörðin finnst á andlitið.“ Hann segir að ekki sé nóg að finna form- ið og stílinn heldur verði allt fyrir bí ef liturinn er rangur. „Ef ég finn ekki réttu umgjörð- ina á andlit viðskiptavinar í fyrstu fjóru tilraunum er ég óánægður með sjálfan mig,“ segir hann „það er nefnilega ekki bara andlitið sem ræður formi og litum umgjarða, heldur persónan sjálf sem maður þarf að kynnast á stuttum tíma að til að geta veitt einlæga þjón- ustu.“ Óskar fékk sendingu af gleraug- unum sínum í þessari viku og verða þau sérstalega til sýnist í búðinni hans í dag og á morgun. „Ég er mjög spenntur að sjá hvemig mót- tökurnar verða hér og líka í Mið- Evrópu og Bandaríkjunum en óhætt er að segja að umgjarðirnar hafi slegið í gegn á Norðurlöndum, þannig að ég er bjartsýnn." Gleraugun á andlitinu eru per- sónulegri, að mati Óskars, en nokkuð annað sem einstaklingur- inn klæðist. „Hún óneitanlega breytir andlitinu og um leið undir- strikar hún stíl og persónuleik- ann,“ segir hann. Modesty Blalse með gleraugu Vörumerkið Modesty Blaise dregur nafn sitt af kvenkyns teiknimyndapersónu sem var sköp- uð árið 1963 af Peter O’Donell og teiknuð af Jim Holdaway og Enrique Ramero sem einnig gerðu Agent X-9 og hafa þær síðan ver- ið vinsælar í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Modesty Blaise er einskonar kvenkyns James Bond og segir Óskar að Tarantino ráð- geri að leikstýra kvikmynd um hana. Óskar segist að lokum vera ánægður með að íslendingar fái góð tækifæri og það sýni að landið sé ekki eins „einangrað" og það líti út fyrir að vera. „Ég veit um marga hér sem eru að vinna að góðri sköpun. Ungt fólk er farið að hugsa út fyrir landsteinanna og sjálfsöryggið orðið meira vegna þess að það hefur sannast að við eigum erindi við umheiminn.“ ■ • ■»* f&jm. Magnússon og Ivar Gunnarsson í hópi söguhetja sem bregður fyrir í Star Trek. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MEÐ AUGUM LAIMDAIVIS Allir í strætó QSæunn Ólafsdóttir er Erasmus skiptinemi í Madrid á Spáni þar sem hún stundar háskólanám í spænskum málvísindum og bókmenntum. 1 LOKS var komið að fyrsta skóladeginum. ^^^J Ég fór út á stoppistöð og beið þolinmóð eftir Qstrætó. Hér eru engar fastar tímatöflur held- ur stillir maður sér upp og bíður. Stundum í <tvær mínútur, stundum í fjörtíu mínútur. Þenn- an dag keyrðu tveir fram hjá mér án þess að stoppa. Sá fyrri vegna þess að hann var fullur, og sá seinni af því að ég áttaði mig ekki á að maður þarf að kasta sér fyrir hann til að stöðva hann. Strætóbílsstjórum ber nefnilega engin skylda til að stoppa nema sérstaklega sé um það beðið með ótvíræðum hætti, eins og til dæmis að ganga í veg fyrir strætisvagninn. Mér gekk betur í þriðja skipt- ið, baðaði út öllum öngum, henti mér út á götu og bílstjórinn snar- hemlaði. Ég gekk upp í vagninn og bílstjórinn, vingjarnlegur maður á þrítugsaldri, bauð mér góðan daginn. Ég svaraði kveðj- unni og sýndi honum Græna kortið mitt. Hann virti það fyrir sér og spurði mig síðan að nafni. Mér fannst skrýtið að hann skyldi spyija mig, og hafði svo- litlar áhyggjur af því að ég hefði kannski misskilið þetta með að kasta sér fyrir vagninn, og að nú ætlaði hann að kæra mig fyrir eitthvert umferðarlagabrot. Ég sagði samt rétt til nafns og beið þess er verða vildi. „Gaman að kynnast þér, ég heiti Juan,“ sagði bílstjórinn og reis hálfur upp úr sætinu til að kyssa mig á kinnina. Mér dauðbrá, enda ekki vön svona blíðuhótum af hálfu ókunnugra strætóbílstjóra. Hann spurði mig hvaðan ég væri, og vildi vita allt um ís- lenska menningu og ekki síst hafði hann áhuga á kirkjulegum málefnum. Ég sagði honum að ég stæði utan trúfélaga, og hann tók strax að prédika yfir mér fagnaðarerindið. Þegar vagninn stoppaði næst kom inn ijöldi fólks og Juan kynnti mig fyrir hveijum einasta. Ég var því upptekin næstu mínút- urnar við að kyssa allt þetta fólk og flytja stutt æviágrip fyrir kös- ina, því þó að í vagninum væru ekki nema fimmtán manns, þá stóðu allir í kringum bílstjórann. Ég spurði stelpu á mínum aldri hvort að það væri viðtekin venja að farþegar gengu í gegnum ein- hverskonar vígsluathöfn til að komast inn í strætósamfélagið. Hún hló að mér og sagði að Juan væri sér á báti hvað þetta varð- aði, það þekktust allir í gegnum hann því þau hefðu tekið þennan strætó saman í mörg ár. Juan reyndi árangurslaust að fá mig til að samþykkja að koma með sér í kirkju og svo bauð hann mér heim í mat til fjölskyldu sinnar. Mér fannst ómögulegt að þiggja heimboð manns sem ég þekkti jafnlítið, svo ég vék mér fimlega undan, þrátt fyrir með- mæli annarra farþega sem hældu konunni hans í hástert fyrir mat- seldina. Ég kyssti alla að skilnaði og var þar að auki komin með síma- númer nokkurra aðila sem báðu mig endilega að hringja ef mig vanhagaði um eitthvað. Ég hef nú lært að gestrisni Spánveija á sér engin takmörk. Miskunnsami Samverjinn Á leiðinni heim úr skólanum kom ég auga á konu sem lá í blóði sínu á milli tveggja kyrr- stæðra bíla á götunni. Fjöldi fólks gekk framhjá og lagði sig fram um að líta ekki í átt til konunn- ar, svona eins og stórborgara er siður. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera, en mig rámaði óljóst í skyndihjálparnám- skeið þar sem við nemendur vor- um látnir gera endalausar en árangurslausar lífgunartilraunir á plastdúkkunni Önnu. Það eina sem ég mundi skýrt eftir úr þess- um tímum var að það átti að slá plastflykkið utan undir og spyija: „Anna, ertu ’vakandi?." Ég sló konuna á kinnina nokkrum sinn- um, og þýddi frasann yfir á spænsku. Viðbrögðin voru mátt- leysisleg og því voru góð ráð dýr. Það var eins og mig minnti að ég hefði á einhveiju stigi átt að mynnast við plastdúkkuna. Áfengislyktin út úr konunni var hins vegar svo sterk að ég treysti mér ekki í slík blíðuhót og hringdi á sjúkrabíl. Síðan tók ég mér aftur stöðu hjá konunni, verulega ánægð með hvað ég væri nú góð manneskja, og beið eftir sjúkra- bílnum. Þegar fólk sá að einhver hafði tekið af skarið, var það óhrædd- ara við að nálgast okkur og eftir skamma stund vorum við um- kringdar af fólki sem vildi ræða við mig. Flestir ráðlögðu mér ein- dregið að forða mér áður en sjúkrabíllinn kæmi, því annars yrði mér kennt um ástandið á henni. Mér datt ekki í hug að yfirgefa konuna, sem ég leit nú á sem skjólstæðing minn, svo ég sneri upp á mig og byijaði að tala um náungakærleik. Þá móð- guðust viðmælendur mínir og sneru sér frá, en fóru samt ekki svo langt að þeir gætu ekki fylgst með. Eg lék hlutverk miskunn- sama Samveijans af mikilli inn- lifun, allt þangað til konan komst skyndilega til meðvitundar og fór mér til mikillar undrunar að sparka í mig og garga að ég skyldi láta veskið hennar vera °g hypja mig. Áhorfendum hand- an götunnar var verulega skemmt, og ég var farin að hugsa um að rota hana þegar hún missti aftur meðvitund mér til mikils léttis. Eftir langa bið kom sjúkrabíll- inn. Ég sagði sjúkraliðum eins og satt var, að ég vissi ekki hvað hefði gerst, mér hefði einfaldlega fundist ástæða til að koma henni undir læknishendur. Þeir horfðu á mig rannsakandi og spurðu hvort að ég ætti örugglega engan hlut að máli, hvort okkur hefði kannski lent eitthvað saman og ég hefði lamið hana. Ég þvertók fyrir það og vonaði að áhorfend- ur, sem nú höfðu fært sig nær, færu ekki að minnast á lífgunart- ilraunirnar. Sem betur fer þögðu allir og sjúkrabíllinn keyrði í burtu með konuna. Eftir þetta atvik er mér óhætt að segja að allir hjúkkudraumar hafi orðið bráðkvaddir, og ég velti því nú fyrir mér hvert innihald Biblíunn- ar væri ef hún hefði gerst hér í Madrid. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.