Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 2

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 C 3 ÚRSLIT Handknattleikur Valur - Haukar 20:28 Hlíðarendi, fslandsmðtið í handknattleik, 1. deild kvenna, 8-liða úrslit, annar og síð- ari leikur þesara félaga. Gangur leiksins: 1:0, 3:7, 5:11, 7:13, 7:14, 9:19, 10:24, 14:25, 18:26, 20:28. Mörk Vals: Sonja Jónsdóttir 6/4, Sigurlaug Rúnarsdóttir 5, Gerður Beta Jóhannsdóttir 3, Lilja Valdimarsdóttir 2, Ágústa Sigurðar- dóttir 1, Dagný Pétursdóttir 1, Eva Þórðar- dóttir 1, Hafrún Kristjánsdóttir 1. Varin skot: Vaiva Drilingaite 16 (þaraf 10 til mótherja), Unnur Jónsdóttir 1. Utan vallar: 10 mínútur, þaraf 2 mínútur vegna þess að Haukur Geirmundsson þjálf- ari fékk rautt spjald við mótmæli við dóm- ara. Mörk Hauka: Andrea Atladóttir 6, Hulda Bjarnadóttir 6/1, Judit Estergal 6/5, Harpa Melsted 3, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Krist- ín Konráðsdóttir 2, Thelma Ámadóttir 2, Ragnheiður Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 7 (þaraf 2 til mótheija), Guðný Agla Jónsdóttir 3 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 6 minútur. Dómarar: Hilmar Ingi Jónsson og Matthías Páll Imsland, réðu ekki við auðveldan leik. Áhorfendur: 50. KR-FH 16:17 Iþróttahúsið Seltjarnamesi: Gangur leiksins: 2:0, 6:2, 6:4, 8:6, 10:6, 11:9, 12:12, 14:12, 14:14, 14:15, 15:15, 15:16, 16:16, 16:17. Mörk KR: Brynja Steinsen 6/4, Valdís Fjölnisdóttir 3, Harpa Ingólfsdóttir 2, Eva B. Hlöðversdóttir 1, Edda Kristinsdóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1, Selma Grétarsdóttir 1, Sæunn Stefánsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Finnsdóttir 27/1 (þar af ijögur til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 4/2, Guð- rún Hólmgeirsdóttir 3, Hrafnhildur Skúla- dóttir 3, Hildur Eriingsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Björk Ægisdóttir 1, Hildur Pálsdóttir 1, Drífa Skúladóttir 1. Varin skot: Alda Jóhannesdóttir 16 (þar af sex til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Aðalsteinn Ömólfsson og Óli P. Ólsen stóðu sig ágætlega í heildina. Áhorfendur: Um 100 Blak 1. deild karla: Þróttur R. - KA....................3:1 Frjálsíþróttir HM í París 400 m hlaup kvenna: Tvær fyrstu í hveijum riðli og fjórar þær sem náðu bestum tímum þar á eftir, kom- ust áfram: 1. riðill: Charity Opara (Nígeríu)............52.02 Natasha Kaiser-Brown (Bandar.).....52.86 Sally Gunnell (Bretlandi)..........53.05 Olga Moroz (Úkraínu) ..............53.82 Marina Filipovic (Júgóslavíu)......54.18 2. riðill: Grit Breuer (Þýskalandi) ..........52.43 Helena Fuchsova (Tékklandi)........52.69 Olbisi Afolabi (Nígeríu) ..........52.89 Tatiana Movtchan (Úkraínu).........52.96 Adina Valdez (Trinidad)............55.79 ErrumKhanum (Pakistan)...........1:04.74 3. riðill: Sandie Richards (Jamaika)..........52.26 Ionela Tirlea (Rúmenfu)............52.49 Olga Kotlyarova (Rússlandi) .......52.63 Phylis Smith (Bretlandi) ..........52.74 4. riðill: Jearl Miles-Clark (Bandar.)........52.63 Hana Benesova (Tékklandi) .........52.94 Deon Hemmings (Jamaíka) ...........53.22 Guðrún Arnardóttir.................53.41 Nezha Bidouane (Marokkó)...........53.54 Kúluvarp karla, úrslit: 1. Yuriy Belonoj (Úkraínu)........21,02 2. Alexander Bagach (Úkraínu).....20,94 3. John Godina (Bandar.)..........20,87 4. Oliver Buder (Þýskal.).........20,70 5. Manuei Martinez (Spáni)........20,37 6. Mika Halvari (Finnlandi).......20,22 7. Corrado Fantini (ítaliu).......20,02 8. Arsi Haiju (Finnlandi).........20,00 9. Miroslav Menc (Tékklandi)......19,66 10. MarkParlin (Bandar.)...........19,44 11. Kjell Ove Hauge (Noregi).......19,42 60 m hlaup kvenna, úrslit: 1. Gail Devers (Bandar.)...........7,06 2. Chandra Sturrup (Bahama)........7,15 3. Frederique Bangue (Frakkl.).....7,17 4. ChiomaAjunwa (Nígeríu)..........7,19 5. Endurance Ojokolu (Nígeríu).....7,38 6. Irina Privalova (Rússl.)........7,88 60 m hlaup karla, úrslit: 1. Haralambors Papadias (Grikkl.)..6,50 2. Michael Green (Jamæka)..........6,51 3. Davidson Ezinwa (Nígeríu).......6,52 4. Raymond Stewart (Jamæka)........6,55 5. Bruny Surin (Kanada)............6,57 6. Patrik Lovgren (Svíþjóð)........6,61 Körfuknattleikur Meistaradeild Evrópu Belgrad, Júgóslavíu: Partizan - Olympiakos..............71:81 Haris Brkic 13., Miroslav Beric 12. - Franko Nakic 27., David Rivers 14. Aþena, Grikklandi: Panathinaikos - Limoges.......68:67 NBA-deildin Charlotte - Boston..........122:121 ■Glen Rice gerði 48 stig fyrir Charlotte í leiknum og hefur ekki í annan stað gert fleiri stig. Vlade Divac rétt missti af þrenn- unni; gerði 23, tók 18 fráköst og átti níu stoðsendingar og stórleik í vöminni undir lokin á framlengingunni. Anthony Mason leikur vel þessa dagana og náði þrennunni, gerði 19 stig, tók 14 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Eric Williams gerði 25 stig fyrir Boston og Antoine Walker 20. Miami - Washington................95:99 ■Með sigrinum skaust Washington upp fyrir Miami í Atlantshafsriðlinum. Tracy Murray gerði 16 af sínum 22 stigum í fjórða leikhluta, gerði þá t.d. fjórar þriggja stiga körfur. Rod Strickland var með 19 stig en hjá Miami gerðu Isaac Austin og Jamal Mashbum 19 stig hvor. Philadelphia - Atlanta.........104:117 ■Atlanta var yfir allan leikinn og Steve Smith gerði 25 stig og átti 10 stoðsending- ar sem er besti árangur hans á ferlinum. Christian Laettner gerði 23 stig fýrir Atl- anta. Hjá 76ers var Derrick Coleman með 23 stig og Allen Iverson 20. Vancouver - New Jersey..........96:102 ■Sam Cassell gerði 26 stig og átti 10 stoð- sendingar, Kendall Gill var með 22 stig og Kerry Kittles 21 en Anthony Peeler gerði 24 fyrir Vancouver og Shareef Abdur- Rahim 23. LA Clippers - Orlando.............93:94 ■Penny Hardaway gerði 21 stig og Dennis Scott 19 fyrir gestina en hjá heimamönnum var Loy Vaught með 28 stig og 12 fráköst. Íshokkí EM unglinga ísland - Búlgaría..............2:5 Guðmundur Rúnarsson og Jónas Magnús- son gerðu mörk íslands. NHL-deildin: NY Islanders - Boston..........5:2 Tampa Bay - Phoenix............0:5 Washington - Colorado..........6:3 Los Angeles - NY Rangers......2:6 San Jose - Ottawa.............2:0 Knattspyrna Þýskaland Hansa Rostock - Köln...........0:0 Bochum - Schalke..............0:1 England 1. deild: Bamsley - Sheffield United....2:0 UM HELGINA Körfuknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild kvenna: Smárinn: Breiðabl. - Keflavík......18 Hagaskóli: KR - ÍS.................18 Grindavík: UMFG - UMFN.............18 1. deild karla: Borgames: Stafholtst. - Selfoss....17 Valsheimili: Valur - Þór...........15 SUNNUDAGUR Úrslitakeppni karia: Akranes: IA - KR...................16 Grindavík: UMFG - UMFS.............20 1. deild karla: Ásgarður: Stjaman - Reynir.........15 MÁNUDAGUR Úrslitakeppni karla: Keflavík: Keflavík - ÍR............20 Strandgata: Haukar - Njarðvík......20 Handknattleikur LAUGARDAGUR Úrslitakeppni kvenna: Víkin: Víkingur - Fram.............18 Eyjar: ÍBV - Stjaman...............16 ■Ef ekki verður flogið til Eyja í dag verður leikurinn á morgun kl. 16. 2. deild karla: Ísaíjörður: Hörður - KR.........13.30 Fylkishöll: Fylkir-ÍH...........16.30 Varmá: HM - Keflavik...............19 Víkin: Víkingur- Þór...............16 ■Víkingar, í samvinnu við Sjóvá-Almennar, bjóða öllum frítt á leikna tvo í Vikinni í dag. SUNNUDAGUR 1. deild karla: Digranes: HK - Stjaman.........,...20 Framhús: Fram - Haukar.............20 KA-heimili: KA - ÍBV...............20 Seljaskóli: ÍR - Valur.............20 Seltj.nes: Grótta - Selfoss........20 Varmá: UMFA - FH....................20 2. deild karla: Höllin: Ögri - Ármann..............20 Blak LAUGARDAGUR 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur - Þróttur.......14 Ásgarður: Stjarnan - KA............16 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS - KA.................12 Víkin: Víkingur-ÞrótturN...........14 ■Blakarar halda uppskeruhátíð i Óperu- kjallaranum í kvöld og þar verða afhetn verðlaun fyrir helstu afrek vetrarins. Knattspyrna LUGARDAGUR Reykjavíkurmótið: Gervigras: Fylkir-Valur.......17 Leiknisv.: KSÁÁ - Léttir........17 SUNNUDAGUR Gervigras: KR - Víkingur.....20.30 Leiknisv.: Leiknir - Fjölnir.20.30 Frjálsíþróttir Meistaramót 12 til 14 ára unglina verður haldið i Kaplakrika og í Baldurshaga í dag og á morgun. Keppnin stednru frá kl. 13 í Kaplakrika í dag og frá kl. 9.30 í Baldurs- haga á morgun. HANDBOLTI FHáfram eftir fram- lengingu Eg hugsaði ekki, bara öskraði á Guðrúnu að gefa boltann," sagði Dagný Skúladóttir eftir að hún ■■■■■■I skoraði sigurmark Stefán FH eftir dramatíska Stefánsson lokamínútu í fram- skrifar lengdum leik á Sel- tjarnarnesi í gær- kvöldi þegar Hafnfirðingarnir unnu KR, 17:16, í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum íslandsmótsins. FH vann einnig fyrri leikinn með einu marki og er því komið í fjögurra liða úrslit ásamt Haukum. Vigdís Finnsdóttir, markvörður KR, lokaði næstum marki sínu fyrstu tuttugu mínúturnar á meðan félagar hennar skoruðu 6 mörk enda var vamarleikur í hávegum hafður. Á 21. mínútu brast stífla hjá FH með þremur mörkum í þremur sókn- um, sem gaf þeim von. Eftir hlé höfðu vesturbæingamir forystuna en um miðjan hálfleik fór að hitna í kolunum og eftir mikla baráttu náðu gestirnir að jafna í 12:12 þegar rúmar sex mínútur vom til leiksloka. KR-stúlkur vom ekki á því að tapa í annað sinn og þegar mínúta var til leiksloka höfðu þær náð yfirhöndinni á ný, 14:12, en fóm illa að ráði sínu og Hildur Erlingsdóttir jafnaði þegar tvær sekúndur vom eftir. Grípa þurfti því til framlenging- ar. FH varð fyrra til að skora en KR-stúlkur jafna þegar mínúta er eftir og fá tækifæri til að gera út um leikinn þegar FH-ingar kasta boltanum útaf þegar 16 sekúndur em til leiksloka. En KR missti bolt- ann og Dagný skoraði þegar Qórar sekúndur vom eftir á klukkunni. Vigdís Finnsdóttir var best hjá KR ásamt Brynju Steinsen en Harpa Ingólfsdóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Edda Kristinsdóttir og Selma Grét- arsdóttir vom ágætar. Hjá FH vom í aðalhlutverkum Alda Jóhannes- dóttir markvörður, Hrafnhildur Skúladóttir, Þórdís Brynjólfsdóttir og Hildur Erlingsdóttir. Fyrsta hindrun Hauka úr vegi Það reyndist íslands- og bikar- meistumm Hauka ekki erfitt að ryðja fyrstu hindmn sinni úr vegi ^■■1 í titilvörn sinni. Þær jvar sigmðu slakt lið Benediktsson Vals, 28:20, og var skrifar sigurinn enn auð- veldari en tölurnar gefa til kynna þar sem Haukar tefldu fram varaliði sínu síðasta stundar- fjórðung leiksins. Leikurinn í gærkvöldi var ein- stefna frá upphafí til enda og Vals- stúlkur höfðu aldrei burði til þess að fylgja gestum sínum eftir. Sóknar- leikur Vals var bitlaus og oft virtist sá einn tilgangur vera að koma knettinum þokkalalega frá sér svo sú næsta gæti gripið án vandræða. Sterk vöm Hauka greip nokkram sinnum inn í þessi ósköp og náði hraðaupphlaupum. Þá ber þess að geta að dómarar leiksins sýndu heimastúlkum oft óþarflega mikla þolinmæði til að leika knettinum á milli sín á þess að hafa uppi tilburði til að sækja að markinu. Haukaliðið lék vart nema á hálfum hraða í fyrri hálfleik en það nægði þeim til að vera 6 mörkum yfír í hálfleik, 13:7, og ljóst að það yrði aðeins formsatr- iði að ljúka síðari hálfleik. Sóknar- nýting Vals í fyrri hálfleik var 30% en 56,5% hjá Hafnfirðingum. Haukastúlkur settu allt á fullt í síðari hálfleik og gerðu 11 mörk úr fyrstu 14 sóknum sínum og náðu 24:10 forystu. Eftir það fengu vara- menn Hauka að spreyta sig. Við það leystist leikurinn upp og var oft á tíðum tóm þvæla allt þar til yfír Iauk og sárafáum áhorfendum til lítillar skemmtunar. Sóknamýting í síðari hálfleik var 46% hjá Val og 52% hjá Haukum. ÍÞRÓTTIR if Guðrún Arnardóttir nálægt besta tíma sínum en komst ekki áfram frekar en tvær þeirra frægustu Morgunblaðið/Ásdís VALA Flosadóttlr og Jón Arnar Magnússon létu fara vel um slg á hótellnu f gœr en í dag byrjar alvaran Jón Arnar segist geta sigrað í París ef allt gangi upp hjá sér Bestaðsýna þeim hvað þessi íslendingur getur „ÉG er vel stemmdur fyrir þetta. Er ekkert taugaóstyrkari nú en fyrir Evrópumótið í Stokkhólmi í fyrra þó þetta sé heimsmeistara- mót því ég veit hverjir eru hér, hef keppt við þá flesta áður og tel mig vita hvar ég stend,“ sagði Jón Arnar Magnússon við Morg- unblaðið í gær. Hann hefur keppni f sjöþraut á HM innanhúss í dag, en Jón Arnar fékk brons- verðlaun á EM í Stokkhólmi. Þar brást honum bogalistin f einni grein sem kostaði hann gullið. Keppendur í sjöþrautinni em 12 og Jón Arnar er hvergi banginn. „Ég er miklu sterkari núna og í betri æf- ingu að öllu leyti en fyrir EM í Stokk- hólmi. Ég er í framför í stangarstökki, einnig á uppleið í hástökkinu og mér hefur gengið vel í kúluvarpi - kastaði 16,37 metra á meistaramótinu um dag- inn. Ef allt gengur upp hjá mér - eins og fyrri daginn á Evrópumótinu í fyrra - veit ég að ég gæti unnið héma. Gæti orðið heimsmeistari. Ég tek hins vegar skýrt fram að ég er alls ekki að segja að það gerist. Ég verð ekki með neinar yfírlýsingar," sagði Jón Arnar. Hann var með um 100 stiga forskot fram yfir keppinauta sína eftir fyrri daginn á EM í Stokkhólmi í fyrra. En í 60 metra grindahlaupinu, einni bestu grein Jóns Arnars, gekk allt á afturfót- unum; hann var nærri dottinn og fékk lakastan tíma allra keppenda. Segist hafa misst af 230 stigum þar og varð að láta sér bronsið nægja. Hefði allt verið með felldu hefði hann hins vegar fengið gullið um hálsinn. „Ég var í mjög góðri stöðu og það segir mest að ég skyldi ekki fara neðar en í þriðja sætið þrátt fyrir áfallið í grindahlaup- inu. Ef ég hefði ekki klúðrað þessu hefði ég örugglega farið yfír 6.300 stig, sem þá hefði orðið þriðji besti árangur í heimi frá upphafí. Aðeins Dan O’Bri- en, heimsmethafi frá Bandaríkjununi, og Frakkinn Christian Plaziat, hafa farið yfír 6.300 stig.“ Jón Arnar sagði í gær að gaman yrði að ná þessu tak- marki nú því hann væri búinn að fá nógan skammt af óheppni á ferlinum. „Það er kominn tími til að allt fari að ganga upp hjá mér og ef það gerist þarf ég ekki að kvíða neinu. Þá verða það hinir sem verða að bæta sig . . •“ Jðn Arnar segist koma til leiks með hugarfarið í lagi. „Það hefur orðið hug- arfarsbreyting hjá mér eftir því sem reynslan eykst. Nú hugsar maður ekki um það hvaða stóru karlar það eru sem eru með í keppninni, heldur segir við sjálfan sig: Það er best að sýna þeim hvað þessi íslendingur getur“. Ég kem afslappaðri til keppni í seinni tíð - það lærist smám saman, tek á öllu sem ég á í hverri grein og reyni að gera mitt besta. Ég hef æft vel í vetur, allar greinar hafa verið í lagi hjá mér og ég kvíði þess vegna ekki neinu sér- stöku. Ég veit ég er í góðri æfíngu en svo fæst svarið við þeirri spurningu um helgina hvort ég nái að sýna allt sem í mér býr.“ Vala lítillega meidd á ökkla Vala Flosadóttir er Evrópumeistari innanhúss í stangarstökki, sigraði eft- irminnilega á EM í Stokkhólmi í fýrra- vetur. Hún segist hlakka mikið til keppninnar á HM í París, en talar þó varlega. Vill engu lofa nema því að gera sitt besta. Hún hefur hæst stokk- ið 4,20 metra - afrekaði það í Laugar- dalshöll fyrir skömmu, þegar hún setti heimsmet unglinga. Vala er 19 ára. Stúlkurnar þurfa að stökkva 4,10 metra í undanriðlunum í dag til að komast í úrslitin á morgun. Og að ná því markmiði var það eina sem Vala var með hugann við í gær. „Þetta er allt öðmvísi hér en í Stokk- hólmi í fyrra. Miklu stærra mót, fleiri keppendur og sterkari. Ég hlakka samt rosalega til en er auðvitað kvíðin líka. Ég vek meiri eftirtekt núna og fínn að það er meiri pressa á mér, en ég hef reyndar ekkert verið að velta þvi fyrir mér. Hugsa ekki um það,“ sagði Vala við Morgunblaðið í gær. „Ég bý að reynslunni frá Evrópumótinu í fyrra, hún er gífurlega mikilvæg, og öðlast líka mikla reynslu hér, sem kemur sér vel í framtíðinni. Ég verð ömgglega að taka svolítið vel á við að fara yfir 4,10 en ég verð bara að gera það,“ sagði Vala. Hún keppti síðast á sænska meistaramótinu helgina 15. og 16. febrúar. Sigraði þar en stökk aðeins 4,00 metra. Allt getur gerst Vala er meidd á ökkla vinstri fótar; sneri sig fyrir skömmu er hún var að æfa atrennuna, lenti illa á dýnunni með þeim afleiðingum að hún gat ekkert æft í átta daga. Æfði því ekki aftur fyrr en um miðja þessa viku. Hún sagð- ist lítið finna fyrir meiðslunum „og ég held að þau eigi ekki að há mér mikið. Ég fann ekkert fyrir þeim þegar ég æfði með stuttri atrennu í vikunni. Það er reyndar meira álag á ökklana þegar ég stekk með langri +atrennu, en ég held þetta ætti að bjargast." En hvert skyldi markmið Völu vera. Hefur hún hugleitt hve langt hún gæti hugsanlega náð á mótinu? „Nei. Ég verð að bytja á því að komast í úrslit. Það er fyrsti áfanginn og áður en hon- um er náð hugsa ég ekki um annað.“ Hún segir sér hafa gengið mjög vel á æfíngum áður en hún sneri sig á ökk- lanum og það verði spennandi að sjá hvernig gangi þegar út í alvömna kem- ur í dag. Stanislav Szczyrba þjálfari um Völu Getur náð verdlaunum „ÞAÐ er mjög mikilvægt að Vala nái að fara yfir 4,10 til að komast í úrslit. Hún er örlítið meidd á ökkla, en er í góðri æfingu. Betri æfíngu en fyrir Evrópumeistaramótið í Stokkhólmi í fyrra," sagði Stanislav Szczyrba, hinn pólski þjálfari Völu. „í fyrra vissi enginn hver Vala var. Hún var ekkert en nú mætir hún til leiks sem Evrópumeistari. Það setur meiri pressu á hana, en ég hef samt trú á að hún geti staðið sig vel. Emma George er frábær; langb- est, og ég hef ekki trú á að neinn komist nærri henni, en ég tel Völu eiga möguleika á verðlaunasæti. Ég býst við að hún verði í baráttu við Dragilu frá Bandaríkjunum, Bartovu frá Tékklandi og kínversku stúlkuna [Cai Weiy- an] - ein þeirra verði í öðm sæti, ein í þriðja og ein í fjórða. Vala gæti orðið sú þeirra sem næði öðm hvom verðlaunasætinu á eftir Emmu George." „Gudrún, hvad er að þér?“ Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum innan- húss hófst í gær í Bercy-höllinni í París. Skapti Hallgrímsson er á staðnum, fylgd- ist með Guðrúnu Amardóttur í gær og ræddi við Völu Flosadóttur og Jón Amar, sem verða í eldlínunni í dag. Guðrún Amardóttir hljóp 400 metra á 53,41 sekúndu í París í gær og fékk 15. besta tíma þeirra 20 sem kepptu. íslandsmet hennar er 53,35 sek. þannig að Guðrún var nálægt besta árangri sínum í gær. Hún komst ekki áfram í milliriðil og sömu sögu er að segja af tveimur mjög frægum hlaupakonum - Sally Gunnell frá Bretlandi og Deon Hemmings, Jamaíka, sem varð Ólympíumeist- ari í 400 m grindahlaupi í Atlanta í fyrrasumar. Guðrún var í fjórða og síðasta riðli í 400 m hlaupinu. Hljóp á 2. braut, við hlið hennar var áður- nefnd Hemmings og á 4. braut hljóp Jearl Miles-Clark frá Banda- ríkjunum, sem varð heimsmeistari í þessari grein 1993 og hefur þrisv- ar komist í úrslit í henni á HM innanhúss. „Mig skorti smá sjálfstraust, ég verð að viðurkenna það. Ég ætlaði að bæta mig, þannig að ég er ekki alveg nógu ánægð með þetta,“ sagði Guðrún eftir hlaupið. „Það er ekki hægt að segja að það sé slæmt að hlaupa við hlið Deon, þó hún sé fræg og hafi orðið Ólympíu- meistari; ég verð að venjast því að hlaupa með svona „kerlingum". Þær em auðvitað ósköp venjulegar og Deon var einmitt mjög tauga- veikluð fyrir hlaupið. Talaði um Hvernig verður skeggið nú? JÓN Arnar Magnússon vakti mikla athygli á Ólympíuleik- unum i Atlanta í sumar, þeg- ar hann mætti til leiks með óvenjulegt skegg — hafði málað það rautt, blátt og hvitt eins og íslenska fánann. Hann er með alskegg nú, segist ekki ætla að lita það, en það verði engu að síður óveiyulegt að einhveiju leyti. Hann ætli sér að koma mönn- um á óvart eins og í Atlanta. Jón Amar mætir til leiks í fyrstu grein sjöþrautarinn- ar, 60 metra hlaupi, kl. 7.40 að íslenskum tima í dag og þá geta sjónvarpsáhorfendur væntanlega séð hvað dreng- urinn hefur tekið til bragðs, því sýnt verður frá mótinu á RÚV. það áður en við áttum að hlaupa að hún vildi ekki horfa á hina riðl- ana. Hún yrði stressuð á því.“ Guðrún byijaði ekki sérlega vel, og sagðist eiginlega hafa verið hissa á sjálfri sér. „Ég sagði við sjálfa mig í miðju hlaupi: Guðrún, hvað er eiginlega að þér? Svo náði ég mér ágætlega á strik undir lok- in, en það var orðið of seint til að ná að bæta mig.“ íslandsmet Guðrúnar er 53,35 sek sem fyrr segir. Það setti hún á meistaramóti bandarísku háskól- anna innanhúss í fyrravetur. „Það var á sama tíma í fyrra. Þá var ég enn að hlaupa fyrir skólann minn í Athens, en nú stend ég ein,“ sagði hún. Guðrún var heima á íslandi í allt haust og þar til fram yfir áramót en fluttist þá aftur til Athens í Georgíuríki, þar sem hún var í háskóla allt þar til í fyrra- vor. „Ég er eiginlega í aðlögun að því sem koma skal. Mér hefur fundist það skrýtið að standa al- gjörlega á eigin fótum í vetur eftir að ég kom út; ég hef farið á nokk- ur mót og þurft að sjá um allt sjálf. Þetta er erfitt en ég veit að svona þarf þetta að vera. Ég var mjög neikvæð fyrst, en held þetta sé allt að koma. Ég var í vafa um tíma hvort ég ætti nokkuð að vera að þessu, en veit að það era forrétt- indi að fá að vera í þessari aðstöðu - að geta einbeitt sér alveg að því að æfa íþrótt sína, og veit að þeg- ar ég verð gömul og grá myndi ég sjá eftir því ef ég hefði ekki gert það sem ég er að gera núna. Því sló ég til.“ Hún fær styrk frá Afreksmannasjóði og segist ekki þurfa að hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Guðrún sagðist hafa velt því fyrir sér að keppa í 60 m grinda- hlaupi í París en þegar hún kom til Bandaríkjanna í vetur hafði hún yfir litlum hraða að ráða og tækn- in var farin úr skorðun, að hennar sögn. Hún náði lágmarkinu í grein- inni í fyrra, en kvaðst ekki hafa átt erindi í grindahlaupið nú. „Ég reyndi að æfa eins mikið heima í vetur og ég gerði úti í Bandaríkjun- um í fyrravetur. En æfingarnar bám ekki sama árangur; lyftinga- æfingarnar skiluðu sér ekki og hraðinn var heldur ekki eins mikill því ég gat ekki æft hann nóg vegna þess að Baldurshaginn var lokað- ur. Ég hafði þol; gat hlaupið enda- laust, en ekki nógu hratt. Þegar ég kom út í janúar var ég mánuði á eftir í æfíngu miðað við árið áður. Ástandið á mér var eins og í desember þá. En nú held ég þetta sé allt að koma.“ Guðrún hitti Miles aftur JEARL Miles-Clark frá Bandaríkjunum sigraði í riðli þeirra Guðrúnar í París í gær. Þær hafa hist áður; þeg- ar Guðrún varð í fjórða sæti á meistaramóti bandarísku háskólanna í 400 m hlaupi innanhúss i fyrra og setti ein- mitt íslandsmet sitt. Miles afhenti henni þá verðlaun. ■ VINNIE Jones, fyrirliði Wimbledon, hefur gengið frá nýj- um tveggja ára samningi við liðið. ■ WEST Ham reynir hvað það getur til að halda Slaven Bilic, sem Everton vill fá til sín. Newcastle og Liverpool hafa einnig áhuga á Króatanum. ■ ROBBIE Earle er fyrsti leik- maður Wimbledon, sem hefur ver- ið útnefndur leikmaður mánaðarins í úrvalsdeildinni í Englandi. Hann er leikmaður febrúar. ■ DAVID Hirst leikur ekki með Sheff. Wed. gegn Wimbledon í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppn- innar á sunnudaginn, vegna meiðsla. ■ OYVIND Leonhardsen getur ekki leikið með Wimbledon, vegna meiðsla á kálfa. Liðið hefur ekki fagnað sigri í þremur síðustu leikj- um sínum. ■ CHELSEA hefur fengið til liðs við sig bakvörðinn Paul Parker, fyrrum leikmann Englands og Man. Utd. Parker, sem er 32 ára, hefur leikið í Hong Kong að undanförnu. ■ INTER Mílanó og Roma vilja fá Fabrizino Ravanelli hjá Midd- lesbrough til sín, eftir keppnis- tímabilið. ■ ÞÁ hafa tvö ítölsk lið sýnt áhuga að fá Brasilíumanninn Emerson, sem leikur með Midd- Iesbrough. Það eru Lazio og Parma. ■ BOBBY Mihaylov, landsliðs- markvörður Búlgaríu, er farinn frá enska liðinu Reading, sex mánuð- um áður en samningur hans rennur út. Mihaylov meiddist á dögunum og getur ekki keppt meira á keppn- istímabilinu. ■ ÁSTRALSKI landsliðsmaður- inn Stan Lazarides hjá West Ham, skrifaði undir þriggja ára samning við liðið í gær. ■ DEAN Sturridge, hinn mark- sækni leikmaður Derby er kominn í tveggja leikja bann og getur ekki leikið bikarleik gegn Middlesbrough um helgina. ■ FRANK Clarke, knattspyrnu- stjóri Man. City, vill fá miðheijann Salian Atkinson í sínar raðir. Atk- inson leikur með Fenerbahce í Tyrklandi. ■ ÍTALSKA liðið Reggiana verð- ur að leika heimaleik sinn gegn Piacenza í Bologna, vegna óláta áhorfenda á heimavelli liðsins. ■ DAVOR Suker, miðheiji Real Madrid, sem þjálfarinn Fabio Capello tekur svo oft af leikvelli í seinni hálfleik, sagði í gær: „Reglur segja að knattspyrnuleikur standi yfir í níutíu mínútur, hjá mér stend- ur hann yfír í sjötíu og fímm mínút- ur.“ ■ JOSE Luis Chilavart, mark- vörður Velez í Argentínu, er í hópi markahæstu manna eftir þijár umferðir í 1. deild - hefur skorað tvö mörk. „

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.