Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 4
KORFUKNATTLEIKUR Fátt getur stöðv að Keflvíkinga ÓLYMPÍUBORGIN 2004 Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur tilkynnt hvaða fimm borgir komi til greina þegar ákveðið verður hvar leikarnir verða haldnir árið 2004 Valið verður á milli borganna á fundi IOC í Lausanne í Sviss þann 5. september í haust: t BORG/RNAR F/MM Deildarmeistarar Morgunblaðið/Björn Blöndal KEFLVÍKINQAR urðu delldarmeistarar f körfuknattleik, bæði í flokkl karla og kvenna. Fyrirllð- ar llðanna, Quðjón Skúlason og Anna María Svelnsdóttir, með slgurlaunin, en þau hafa teklð vlð öllum þeim blkurum sem I boöl hafa verlö í vetur og ætla sér íslandsblkarana einnig. ÚRSLITAKEPPNIN íúrvals- deildinni í körfuknattleik hefst á sunnudaginn. Þá taka Skaga- menn á móti Akurnesingum og Grindvíkingar fá Borgnesinga í heimsókn. Á mánudaginn leika síðan Keflavík og ÍR annars vegar og Haukar og Njarðvík hins vegar. Þau lið sem fyrr sigra í tveimur leikjum komast í undanúrslitin. Margir hafa haft orð á því að úrslitakeppnin verði ekkert spennandi, til þess séu Keflvíkingar HBIH einfaldlega lang- Skúli Unnar bestir og ekkert lið Sveinsson geti veitt þeim skrifar nokkra keppni af viti. Víst er um að Keflvíkingar eru bestir, en í íþróttum eru það ekki alltaf þeir bestu sem sigra og þeir sem áhuga hafa á spennandi kappleikjum halda í þá von að einveijum takist að veita Keflvíkingum mótspymu. Séu tölulegar upplýsingar úr deildarkeppninni skoðaðar má sjá að Keflvíkingar standa öllum öðrum liðum framar. Þeir náðu þeim fá- gæta árangri að skora að meðaltali yfir 100 stig í deildinni, 100,9 ná- kvæmlega, eru þar langefstir því Grindvíkingar koma næstir með 93,1 stig að meðaltali. Nýting Keflvíkinga er einnig góð og þar eru þeir í 2. sæti, aðeins Grindvíkingar eru með betri nýtingu. Vítanýting liðsins er rosalega góð, 78,9%, og gerist vart betri yfir heilt keppnistímabil. Ekk- ert lið gerir fleiri þriggja stiga körf- ur í leik, 11,3 að meðaltali, og nýt- ingin þar er 43,9% sem er það besta í deildinni. Yfirburðir Kefivíkinga sjást ef til vill einna best á því að nettóskor þeirra, það er meðaltals- munur á skoruðum stigum og stigum sem liðið fékk á sig. Þar er tala Keflvíkinga 15,43 stig en Grindvík- ingar, sem koma næstir, eru með 5,95 stig. KR ekkl í úrsllt KR-ingar léku til úrslita gegn Keflvíkingum í bikarkeppninni og í Lengjubikamum, en þeir munu ekki leika til úrslita við þá í deildinni þar sem þeir falla líklega út í átta liða úrslitunum gegn Skagamaönnum. Jafnvel þótt KR hefði betur yrði Skallagrímur að leggja Grindvík- inga, annars mætast KR og Kefla- vík í undanúrslitunum. Skagamenn hafa komið liða mest á óvart í vetur og er það ekki síst geysisterkri vöm þeirra að þakka en þeir hafa fengið fæst stig á sig að meðaltali í vetur, aðeins 76. Ron- ald Bayless hefur drifið sóknina og þar er Ermolinskí einnig sterkur auk þess sem Skaginn virðist eiga tals- vert af sterkum mönnum sem geta tekið við lendi byijunarliðið í villu- vandræðum. KR-hefur lent í miklum hremm- ingum í vetur. Liðið hefur þrívegis skipt um erlendan leikmann, einu sinni um þjálfara og að auki verða tveir af lykilmönnum liðsins fjarri góðu gamni, þeir Birgir Mikaelsson og Óskar Kristjánsson. Jónatan Bow hefur ekki leikið eins og hann getur best, en hann mun ekki bregaðst KR-ingum í úrslitakeppninni, til þess er hann of mikill baráttumaður sem leikur alltaf best þegar mikið liggur við. KR getur leikið alveg Ijómandi vel, en þess á milli koma hræðilegir leikir. Nái þeir sínu besta geta þeir staðið í Skagamönnum, en IA kemst samt áfram. Grindvíklngar veróa aö vara slg Grindvíkingar mæta Skallagrími úr Borgarnesi og komast líklega áfram með því að sigra í báðum heimaleikjunum. Grindvíkingar eiga að vera betri og þeir eiga að kom- ast áfram, en þeir verða að vara sig því Borgnesingar geta svo sannar- lega bitið frá sér ef sá gállinn er á þeim. Borgnesingar hafa lent í nokkrum hremmingum eins og KR- ingar, skipt um erlenda leikmenn og einnig um þjálfara og slíkt hefur slæm áhrif á leikmenn og leikskipu- lag. Tómas Holton virðist þó langt kominn með að skapa gott lið, en það nægir varla nema til eins sigurs gegn Grindvíkingum. Islandsmeistaramir frá Grindavík eru reynslunni ríkari frá úrslita- keppni síðustu ára og þeir vita hvað þarf til að ná í úrslit. Leikmenn hafa mikla reynslu og hópurinn er þéttur, félagið hefur aðeins notað 13 leikmenn í vetur, 2 erlenda leik- menn, en Borgnesingar 24. Baker ræöur vlö Johnson Leikir Keflvíkinga og ÍR-inga í vetur hafa verið spennandi, altént þrír þeirra. Keflvikingar hafa reynd- ar haft betur í þessum leikum, unnu með einu stigi í þrígang. ÍR-ingar virðast því vera eitt af fáum liðum deildarinnar sem getur veitt Keflvík- ingum einhveija mótspymu. Astæð- an er fyrst og fremst sú að Tito Baker er líklega eini, alla vega einn af fáum, erlendi leikmaðurinn sem getur staðið uppi í hárinu á Damon Johnson hjá Keflavík. Tito Baker er stigahæsti leikmaður deildarinnar, gerði 610 stig í riðlakeppninni og á stóran þátt í hversu liðið hefur leik- ið skemmtilega í vetur, þó svo staða þess í deildinni sýni ef til vill eitt- hvað annað. ÍR-ingar verða auðvitað að stöðva þriggja stiga skyttumar af Suður- nesjum til að eiga möguleika enda við besta körfuknattleikslið á íslandi að eiga, eins og áður er lýst. Þrátt fyrir að ÍR-ingar nái tveimur góðum leikjum gegn Keflvíkinum munu Suðurnesjamenn komast áfram. Njarðvíklngar aö jafna slg Haukar mæta Njarðvíkingum og þar gæti orðið um spennandi leiki að ræða, en svo gæti einnig farið að Haukar rúlluðu yfir UMFN. Njarðvíkingar hafa verið í sárum í vetur enda þola sjálfsagt ekki mörg íslensk lið að missa Teit Örlygsson og Rondey Robinson á sama tíma. Skipt var um þjálfara á miðju tíma- bili og virðist það hafa tekist bæri- lega því liðið getur leikið mjög vel en dottið síðan niður þess á milli. Haukar skiptu einnig um þjálfara; lentu í lægð þar á undan og eftir, en virðast vera að ná sér á strik. Það var búist við miklu af Hafnfírð- ingum í haust og enn er ekki um seinan fyrir strákana að sýna hvað í þeim býr og það vita þeir manna best. Það er mikilvægt fyrir liðið að þeir bræður, Jón Arnar og Pétur, nái meiri stöðugleika í leik sinn því ef þeir leika ekki vel eru ekki miklar líkur á að liðið nái langt. Haukar munu væntanlega hafa betur. Gangi það eftir sem hér hefur verið sagt verða það annars vegar Keflavík og Haukar sem mætast í undanúrslitum og hins vegar Grinda- vík og ÍA. Það verður hins vegar að bíða betri tíma að spá um gang- inn í þeim leikjum. BuenosAires Argentínu Höfðaborg Suður-Afríku Stokkhólmur kemur enn til greina vegna ÓL 2004 STOKKHÓLMUR þokaðist í gær skrefi nær að fá í sinn hlut Ólymp- íuleikana sumarið 2004. Einn af þeim sem fagnaði ákvörðun Ólympíunefndar- Sigrún innar í Lausanne, Davíðsdóttir heimaborg skrifarfrá Ólympíunefndar- Danmörku innar, var Ingvar Carlsson, fyrrum forsætisráð- herra, sem hefur kastað sér út í baráttuna fyrir að fá leikana til Stokkhólms. Leikjahaldið er mikið deilumál í Stokkhólmi og skoðan- akannanir benda til þess að helm- ingur borgarbúa sé á móti leikun- um. Fulltrúar þeirra ellefu borga, sem sóttu um að halda leikana árið 2004, hafa undanfarna daga kynnt áætlanir sínar fyrir Ólymp- íunefndinni. Ingvar Carlsson og sænska nefndin hugsaði fyrir öllu og hafði meðal annars með í för- inni bandarískan sérfræðing í al- mannatengslum. Hann þjálfaði nefndarmenn í að flytja fagnaðar- boðskap Stokkhólms á sem kröft- ugastan hátt með réttum hreyf- ingum og óheftum ákafa. I sjón- varpsviðtali sagði hann Svía und- irbúa áætlunina vel, en hinir lok- uðu Svíar þyrftu þjálfun til að hafa áhrif á nefndina. Þær fimm borgir, sem nefndin hleypir áfram í aðra umferð eru auk Stokkhólms Aþena, Buenos Aires, Höfðaborg og Róm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.