Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 3
2 D SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 D 3
BÍLAR
Á NEÐSTU hæð bíða gljáfægðir Audi bílar eftir nýjum eigendum.
Bíllinn
sóttur í
Audi Center
____Kaup á nýjum bíl er næststærsta_
fjárfestingin í lífí flestra. Aðeins íbúðarkaup
útheimta meiri fjármuni. Þetta vita þeir
hjá Audi AG í Ingolstadt
Morgunblaðið/GuGu
FYRIR utan Audi Center í Ingolstadt. F.v. Þórhallur Jósepsson, Axel
Just, Guðbrandur Bogason og Jóhannes Reykdal.
AUDI býður viðskiptavinum sín-
um að sækja bílinn í Audi Center í
Ingolstadt þar sem sköpuð er um-
gjörð um afhendinguna á bflnum
sem kaupandinn og fjölskylda hans
muna eftir.
Audi Center er stórfengleg
bygging úr gleri og áli og eitt af
kennimerkjum Ingolstadt. Þar
ræður ríkjum meðal annarra Axel
Just, einn af sölustjórum Audi.
Byggingin var opnuð fyrir fímm
árum og Just segir að hún sé frum-
mynd þess sem Audi AG vilji sjá í
öðrum löndum hjá umboðsaðilum
sínum í framtíðinni.
Ferðaskrifstofa
„Það er auðvelt að ímynda sér
að það kosti mikið fé að reisa slíka
byggingu og það yrði að sjálfsögðu
alltof dýrt fyrir langflest umboðin.
Þess vegna gerum við ráð fyrir því
að þemu úr byggingunni sjáist
þegar að því kemur að umboðsaðil-
ar þurfa að endumýja húsakost
sinn og hjá þeim sem eru að bygg-
ja. Við viljum því nálgast þessa
lausn í fyllingu tímans en afstaða
okkar er þó frjálsleg vegna þess að
Audi er fyrirtæki sem er í stöðugri
þróun,“ segir Just.
Kaupendur Audi geta samið um
það við bflasalann í sinni heima-
borg eða bæ að þeir sæki bílinn
sjálfir til Ingolstadt. Þeir geta
samið um það við Audi að gista
eina nótt í borginni á hóteli og þess
vegna er ferðaskrifstofa starfrækt
í Audi Center. Hún sér einnig um
að panta flugmiða eða lestarmiða
fyrir viðskiptavininn til Ingolstadt
og aftur í heimahaga hans.
Forsagan
Audi Center er á tveimur hæð-
um. A neðri hæð hússins bíða gljá-
andi og rennilegir Audi bílar í röð-
um eftir nýjum eigendum. Þar er
einnig vísir að bflasafni því þar er
að fínna nokkra forvera Audi bíl-
anna. Forsagan er sú að Þjóðverj-
inn August Horch, sem stofnaði
bflaverksmiðju undir eigin nafni,
var keyptur út úr fyrirtækinu árið
1899. Hann stofnaði þá annað fyr-
irtæki undir eigin nafni en var gert
að breyta nafninu. Hann þýddi þá
nafn sitt yfír á latnesku og Horch
(Ég heyri) varð að Audi. 1910 kom
fyrsti Audi bíllinn á markað. Á
þriðja áratug aldarinnar sameinuð-
ust síðan fjórir bflaframleiðendur í
einn, þ.e. Horch, Audi, Wanderer
og BKW og til varð Auto Union. í
lok sjöunda áratugarins bættist við
fímmti framleiðandinn, NSU, og
úr varð Audi NSU Auto Union. Ár-
ið 1971 keypti VW samsteypan fyr-
irtækið og var nafni þess þá breytt
í Audi.
Afhendingin
Á efri hæð hússins er veitinga-
staður og snyrting og inn af veit-
ingastaðnum er afgreiðsluborð
sem minnir mest á skenk í hótel-
móttöku. Þangað bóka viðskipta-
vinir Audi sig inn og fá afhent
númeraspjald. Á meðan afhending
bflsins er undirbúin gengur við-
skiptavinurinn frá ferðaáætlun
sinni á ferðaskrifstofunni. Margir
nota tældfærið og skoða verk-
smiðju Audi undir leiðsögn en hún
er spölkorn frá Audi Center. Með-
an beðið er afhendingar getur við-
skiptavinurinn horft á myndbönd
þar sem greint er frá framleiðslu
bflsins og eiginleikum hans eða
keypt varning, eins og t.d. úr, fatn-
að, penna, kveikjara og annað smá-
legt sem Audi lætur framleiða fyr-
ir sig sem minjagripi. Börnunum
er búin aðstaða í sérstöku leikher-
bergi.
Af stakri þýskri nákvæmni eru
sjónvarpsskjáir uppi á veggjum,
svipaðir þeim sem notaðir eru til
að tilkynna komutíma flugvéla á
flugvöllum. Á skjána er nafn
hvers viðskiptavinar skráð og af-
hendingartími upp á mínútu. Þeg-
ar bíllinn er tilbúinn til afhending-
ar er nafn viðskiptavinarins kallað
upp í hátalarakerfí og bílnum ekið
inn í sal á jarðhæð þar sem við-
skiptavinurinn tekur við honum.
Tilgangurinn með þessu er að
gera það að sérstakri hátíð þegar
nýr bíll er keyptur sem festist í
minningunni. Þannig „ræktar“
Audi viðskiptavininn og uppsker í
staðinn tryggð hans við merkið og
hefðina að baki þessum hágæða-
bfl.
Hundraðusti Lund
Rover jeppinn
BIFREIÐAR og Landabúnaðarvélar afhentu í síð-
ustu viku eitt hundraðasta Land Rover bflinn en
fyrirtækið tók við umboðinu á síðasta ári af Heklu
hf. Karl Óskarsson, sölustjóri hjá B&L, segir að
ánægja ríki með viðtökumar á Land Rover og sal-
an aukist jafnt og þétt. Frá því hundraðasti bfllinn
var afhentur hafa selst 10 bflar til viðbótar. Það
var hin góðkunni handknattleiksmaður Guðmund-
ur Guðmundsson, t.v. á myndinni, sem festi sér
hundraðasta Land Rover jeppann sem er af
Discovery gerð.
Morgunblaðið/Halldór.
+
BILAR
í MÆLABORÐINU er auk ýmissa mæla, háspennukeflið og búnaður fyrir
kveikjukerfið. Stýrishjólið er gullhúðað.
Góð blundu
Jeppi Einars Þórs Gnnlaugssonar er
blanda úr ólíkustu bíltegundum
SIGURJEPPI Einars Þórs Gunnlaugssonar í fyrsta torfæru-
móti ársins um síðustu helgi sló í gegn í fyrstu tilraun, en
jeppinn var smíðaður í vetur. Þetta er sannkallaður kokteill,
blanda úr ýmsum farartækjum, en engu að síður eitt öflug-
asta ökutæki landsins.
Vélin er Cheverolet 454 og er búið að setja nítróbúnað við
hana. Á hún að geta skilað milli 700-950 hestöflum, en Einar
notar yfírleitt 150 hestafla stillingu á nítróinu, en grunnhest-
öfl eni áætluð 700. Til að þola lætin í torfæru er Predator
blöndungur og MSD kveikjukerfi, sem þolir betur hliðarhalla
og skyndileg átök en hefðbundinn blöndungur. Heddið er
sniðið fyrir kvartmílubfla og eykur loftflæði og þar með afl.
Þá eru stæi-ri ventlar, þi-ykktir stimplar, knastás, sveifarás og
stimpilstangir úr stáli. Pústflækjurnar er upphaflega smíðað-
ar fyrir ameríska spyrnugrind (dragster).
Notar aðeins 1. og 2. gir
í drifbúnaðinum er Chevrolet 350 skipting, þriggja gíra. Er
búið að endurbæta hana fyrir brölt torfærunnar með íslensk-
um meðulum. Einar notar eingöngu 1-2 gír og ekur í háa drif-
inu. Vélarafl er nægilegt til að slíkt gangi upp. Með því að
nota háa drifið eru öll átök á drifbúnðinn mun mýkri en í lága
drifínu. Dana 20 millikassi úr Bronco sem snýr á hvolfi tengist
sjálfskiptingunni, en Dana 60 hásing úr Chrysler er að fram-
an. Að aftan er 9“ Ford hásing með 31 rílu öxlum og í henni er
svokallaður N-köggull, sterkari en upprunalegt drif. Drif-
\%
*-• -"y
AFTUR f jeppanum eru tveir rafgeymar, nítrókútur til að
auka afl vélarinnar og kælikerfið að hluta til.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
JEPPINN sem vann fyrsta torfærumót ársins var smíðaður f vetur.
sköftin eru úr Chevrolet vörabfl frá árinu 1958, en hjöraliðs-
krossar úr litlum DAF vörabfl.
Loftpúöaf jöðrun
Fjöðrunin er byggð upp á loftpúðum og Rancho dempur-
um, sem hvoratveggja er stillanlegt á marga vegu. Tjakkstýri
prýðir jeppann, svipaður búnaður og notaður er í lyftara eða
vinnuvélar. Aðeins er einn hringur borð í borð, þrefalt minna
en í venjulegum fólksbíl. Leggur því jeppinn því einstaklega
vel á, þó hann sé ekki notaður í borgaramferð. Bremsukerfið
er úr ýmsum áttum. Bremsur úr Wagoneer era að framan, en
aftan blanda úr Mazda og Lödu Sport, en höfuðdælan er úr
Subaru. Mjög alþjóðlegt bremsukerfi. Ausudekk eru allan
hringinn undir jeppanum, 33x17 tommur og á hverju dekki
eru 22 spyrnur.
„Þetta er góður kokteill og ég er ánægður með útkomuna í
fyi-stu keppni. Ég á svo eftir að sjá hvernig jeppinn virkar í
öðram mótum“, sagði Einar í samtali við Morgunblaðið.
„Fjöðrunin gefur mun meira grip en var í jeppanum sem ég
ók áður og hann lætur mjög vel að stjórn. Ég er með sömu vél
og áður, en vegna aukins grips virkar jeppinn miklu betur en
sá gamli. Ausudekkinn virka vel. Ég prófaði venjuleg skóflu-
dekk í fyrra og mér fannst eins og það væri brotinn öxull að
aftan, svo mikill var munurinn. Þetta á að geta orðið meist-
aratæki ef ég er í stuði í sumar“ sagði Einar.
Gunnlaugur Rögnvaldsson.
>
M-jeppinn kynntur
í Bandaríkjunum
MERCEDES-BENZ M-
jeppinn var kynntur í
Birmingham í Ala-
bama í Bandaríkjunum
í síðustu viku. Þar opn-
aði fyrirtækið sína
fyrstu fólksbílaverk-
smiðju í Bandarikjun-
um 21. maí nk. og þar
verður M-jeppinn
smi'ðaður. Auk verk-
smiðju hefur
Mercedes-Benz byggt
þar þjálfurnarstöð og
gestamiðstöð sem sést
í bakgrunni bflsins á
myndinni að ofan. Bfll-
inn fyrir Bandaríkja-
markað verður með
3,2 lítra, V-6 vél og
sítengdu aldrifi og
miklum búnaði. Búast má við að slíkur
bíll yrði á 5-6 miHjónir ÍSK hér á landi.
M-jeppinn kemur ekki á markað í Evr-
ópu fyrr en að ári liðnu en Ræsir hf.,
umboðsaðili Mercedes-Benz á fsiandi,
hefur þegar pantað sýningarbíl og von-
ast til þess að geta sýnt bflinn hérlendis
fyrir árslok. Framleiðsla fyrir Evrópu-
markað hefst í maí 1998. Til stendur að
Evrópuútfærslan verði fáanleg með 2,3
lítra vél og 2,7 lítra forþjöppudísilvél
sem nú er verið að þróa. Margir hafa
haft samband við Ræsir hf. og lýst yfir
áhuga á þessum bíl en þeir verða að
bíða enn um nokkurn tíma. Vonast um-
boðið til þess að hægt verði að bjóða
jeppann á verði frá fjórum milljónum
kr.
4-
MIKE Barnham,
þjónustu- og
gæðastjóri Ford
of Europe, af-
hendir forráða-
mönnum Brim-
borgar verð-
launin. F.v.:
Mike Barnham,
Sigtryggur
Helgason, Egill
Jóhannsson og
Jóhann Jóhanns-
Bosal
Viðurkennd
gæðavara
Brimborg fær
verðlaun fró Ford
FYRIR stuttu veitti Ford Brim-
borg hf. verðlaun fyrir að hafa náð
sölu- og gæðamarkmiðum Ford en
Brimborg var í hópi þriggja bestu
umboðsmanna Ford í heiminum ár-
ið 1996.
Umboðsmenn Ford utan Banda-
ríkjanna eru 153. Árið 1996 hóf
Ford mikið gæða- og söluátak hjá
umboðsmönnum sínum og sett
voru gæða- og sölumarkmið sem
allir þurftu að uppfylla fyrir árslok
1996. Átakið stendur til ársins
2000.
Þurftu umboðsmenn að uppfylla
sölumarkmið og breyta starfshátt-
um til að uppfylla staðla og ki'öfur
Ford á öllum sviðum. Vora haldin
námskeið fyrir starfsmenn í þessum
tilgangi. I lok ái'sins var gerð úttekt
á öllum umboðsmönnum Ford um
það hvort markmiðum hefði verið
náð.
„Forráðamenn Brimborgar og
starfsmenn era að vonum ánægðir
með verðlaunin en þó er það mikil-
vægast að viðskiptavinir fyrirtækis-
ins ættu að finna fyrir breytingum
þegar í stað og næstu árin,“ segir í
frétt frá Brimborg.
TILBOÐ OSKAST
í Dodge Caravan árgerð '92,
Ford Taurus GL árgerð '91,
Pontiac Grand Am. árgerð '87,
GMC R2500 Sierra Club Coupe árgerð '88
m/dieselvél og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 3. júní kl. 12-15
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
öfcOC
•q»Bi
‘ifíimolíöv lillA