Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 4
4 D SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLAR
Alfa Romeo
146 í hnot-
skurn
Vél: Þverstæð, fjögurra
strokka, 1.970 rúmsentimetra,
150 hestöfl við 6.200 snúninga
á mínútu.
Tog: 187 Nm við 4.000 snún-
inga á mínútu. Tvöfaldur yfir-
liggjandi knastás og tvö kerti
á hverjum strokki.
Vökvastýri - veltistýri.
Fimm gíra handskipting.
Framhjóladrifinn.
Rafeindastýrð Bosch Motron-
ic innspýting.
Sjálfstæð MacPherson
gormafjöðrun að framan
og aftan.
Tveir líknarbelgir.
Rafdrifnar rúður
og útispeglar.
Upphituð framsæti.
Álfelgur.
Vindskeiðar.
Lengd: 4,26 m.
Breidd: 1,71 m.
Hæð: 1,42 m.
Farangursrými: 380 1.
Hemlar: ABS með diskum að
framan og aftan og hjálpar-
átaki að framan.
Eigin þyngd: 1.275 kg.
Hámarkshraði: 215 km/klst.
Hröðun: 8,4 sek. í hundraðið.
Eyðsla: 6,2 1 við jafnan 90 km
hraða. 8,0 1 við jafnan 120 km
hraða og 10 1 í bæjarakstri.
Umboð: ístraktor hf.,
Smiðsbúð 2, Garðabæ.
menn sitji sem fastast í þeim. í
framanverðum millistokk er stýr-
ing íyrir útispeglana en í aftan-
verðum stokknum eru rofar fyrir
rúðuvindur í afturhurðum. Rúmt
er um ökumann og stjórnrofar
allir þægilega staðsettir. Mæla-
borð er úr mjúku plastefni
og er fagurlega mótað.
Ofan við hljómtæki
er miðstöðvarstill-
ing og snýr þessi
hluti mælaborðsins
örlítið að ökumanni. Þar er einnig
að finna takka til þess að opna
skottlokið.
Alfa Romeo 146 er almennt
fremur rúmur að innan en þó
vantar örlítið upp á lofthæð í aft-
ursætum fyrir fullorðna, hávaxna
farþega. Hurðar opnast vel upp
og er yfirleitt góður aðgangur inn
og út úr bílnum.
Tvö kerli ó strokk
Bíllinn er með svokallaðri Twin
Spark vél. Þetta er tveggja lítra,
fjögun'a strokka línuvél með
tveimur yfirliggjandi knastásum.
Það sem gerir vélina sérstaka eru
tvö kerti sem eru á hverjum
strokk sem tryggir hreinni brana
og betri nýtingu eldsneytis.
Það er alveg einstök ánægja að
aka 146 2.0 Twin Spark. Alfan
beinlínis þýtur áfram og hefur
geysilega vinnslu þegar
hún er komin upp
á vissan snún-
ing. Vélin
LYKILL að góðri hönnun.
skilar 150 hestöflum og togið er
187 Nm við 4.000 snúninga á mín-
útu. Það er því eitt hestafl á hver
8,5 kg því bíllinn vegur 1.275 kg.
Alfan er með lipurri fimm gíra
beinskiptingu og er hátt gíraður
eins og sportlegum bíl sæmir.
Honum líður ekkert illa á 5.500-
6.500 snúningum á mínútu og gef-
ur hann þá frá sér traustvekjandi
vélarhljóð sem hæfir alveg aflinu.
Við allan venjulegan akstur er
Alfan hins vegar hljóðlát og vel
einangrað fi'á vegi. Ekki varð
vart við vindgnauð í bílnum.
Stíf fjöðrun
Sjálfstæð gormafjöðran er að
framan og aftan. Hún er stíf og
liggur því bíllinn aldeilis vel á
malbikinu. Á mölinni leikur hins
vegar allt á reiðiskjálfi. Alfa
Rorneo 146 með þessari öflugu
vél er hraðbrautarbíll og raunar
dálítið hættulegur ökuskírteini
ökumanna sem njóta þess að
reyna á sinn vagn. Þess vegna
væri alveg athugandi fyrir hrif-
næma Alfa aðdáendur að skoða
einnig bílinn með 1600 rúmsenti-
metra, 120 hestafla eða 1800 rúm-
sentimetra 140 hestafla Twin
Spark vélunum. Þessa bíla er
hægt að fá með stuttum af-
greiðslufresti frá umboðinu.
Með stærstu vélinni kostar bíll-
inn 1.970.000 krónur sem telja má
alveg þokkalegt verð miðað við
vél og búnað. Hinir bílarnir eru
ekki jafn vel búnir en verðið strax
orðið mun viðráðanlegra fyi'ir
marga, þ.e. 1.520.000 kr. fyrir
1600 bílinn og 1.798.000 kr. fyrir
1800 bílinn.
Það á alveg eftir að koma í ljós
hvemig endursala verður á Álfa
bílunum. Þeir hafa ekki verið á
markaði hérlendis í nokkur ár. I
Evrópu seldust hins vegar tæp-
lega 43 þúsund Alfa Romeo bílar
fyrstu fjóra mánuði þessa árs.
Talsmenn Istraktors hf., umboðs-
aðila Alfa Romeo, segja að veitt
verði fullkomið þjónusta fyrir
þessa bíla. Umboðið rekur gamal-
gi'óið verkstæði og verður með
alla algengustu varahluti á lager.
Vanti aðra hluti taki það ekki
nema tvo sólarhring að fá þá að
utan til landsins.
Guðjón
Guðmundsson.
Sportlegur og
fjölskylduvænn
Alfa Romeo 146
QjJ ALFA Romeo er nú boðinn
^ aftur til sölu á íslandi eftir
1^,1 margra ára fjarvera en eins
og kunnugt er tók Istraktor
hf. i Garðabæ við umboði
fynr Fiat og Alfa á síðasta
ári. Alfa Romeo hefur alltaf
I vakið mikla athygli fyrir
glæsilega hönnun. Þessi
glæsileiki er aðalsmerki 146
sem var reynsluekinn í síð-
yyi ustu viku. Hönnunin nær
0 jafnt til ytra útlits bílsins og
innanrýmis sem smáatriða
sem bílaframleiðendur alla jafna
gefa ekki mikinn gaum. Þannig er
bíllykilinn sérstakt augnayndi,
frágangur á gírstöng og hurðum
er öðruvísi en í öðram bflum og
sætin eru nærri því listræn í ein-
faldleika sínum og þægindum. Ef
orðið nytjalist hefur ekki haft
mikla þýðingu áður í hugum
manna þá öðfast það sinn tilvera-
rétt með Alfa Romeo 146.
Bfllinn vakti mikla athygli á
götum borgarinnar meðan á
reynsluakstri stóð. Forvitnir bíl-
eigendur gengu hringinn í kring-
um bílinn þar sem hann stóð fyrir
utan hús og meira að segja lög-
reglan þurfti að stöðva bílinn til
þess að svala forvitni sinni! 146 er
stóri bróðir 145, sem er þrennra
dyra útfærslan.
Grillið er fleygmyndað og
framlugtirnar mjóar og langar.
Þokuljós í stuðuranum setja
sterkan svip á bílinn. Frá fram-
endanum að afturenda er rísandi
lína sem endar í skotti sem er
hátt og þverskorið og dálítið
kubbslegt miðað við flæðandi
hliðarlínur bílsins. Vegna þess
hve hann rís hátt upp að aftan og
aftasti gluggapóstur er breiður er
útsýni úr afturglugga úr spegli
fremur takmarkað.
Fullgildur fjölskyIdubíll
Alfa Romeo 146 er um 4,30
metrar á lengd. Hann er því svip-
aður að stærð og Mitsubishi
Lancer eða Nissan Almera.
Margir líta á Alfa Romeo sem
sportbfl fyrst og fremst eða dýrt
leikfang fyrir þá sem nóg fjárráð
hafa. Þetta er ímynd sem fram-
leiðandinn heldur í, t.d. með því
að hafa hurðarhúna samlita bfln-
um. Fyrir vikið virðist bíllinn
tveggja dyra þegar hann er í raun
fernra dyra. 146 er vissulega
sportlegur bfll en hann nýtist
fyllilega sem fjölskyldubíll því
innanrýmið er gott og rúmt um
fimm farþega. Farangursrýmið
er djúpt og stórt og tekur 380 lí-
tra. Hægt er að fella fram aftur-
sætisbök í tvennu lagi og auka
flutningsrýmið enn meira.
Rúntgóður bill
Bíllinn sem var prófaður er 146
2.0 Twin Spark sem er með
margvíslegum búnaði sem margir
mun dýrari bílar státa af. Má þar
nefna hæðarstillanlegt öku-
mannssæti og upphitanleg fram-
sæti, útvarp með geislaspilara,
tvo líknarbelgi, ABS-hemlalæsi-
vörn, rafdrifnar rúður að framan
og aftan og rafdrifna og rafhitaða
útispegla. Sætin eru stinn og með
hækkun undir hnésbætur svo
AFTURHLUTINN er hár. Vindskeiðar og álfelgur
eru staðalbúnaður á 146 2.0 Twin Spark.
FARANGURSRYMIÐ er djúpt
og rúmgott og með hillu.
VÉLIN er 2ja Iítra með tveimur
kertum á hverjum strokki.
ALLUR frágangur er mjög vandaður
og girskiptingin lipur.